Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. 29 Söngæfing hjá hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Frá vinstri eru Gunnar Bernburg, Vilborg Reynisdóttir og hljóm- sveitarstjórinn sjálfur. DB-mynd Ragnar Th. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar verður húsband á Sögu ísumar: Auglýstu eftir sSngkonu / smáauglýsingum DB „Ég rakst á smáauglýsingu 1 Dag- blaðinu þar sem auglýst var eftir söngkonu, sótti um og fékk starfið,” sagði Vilborg Reynisdóttir, sem mun syngja meö hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar á Hótel Sögu í sumar. Vilborg er ný í faginu og hefur ekki áður sungið með hljóm- sveit. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar mun leysa Ragnar Bjarnason og félaga af hólmi i Súlnasal Sögu í sumar. í hljómsveitinni verða Alfreð Alfreðsson trommuleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari, nafni hans Ormslev, sem leikur á saxófón að vanda, Reynir Sigurðsson leikur á píanó og víbrafón, Birgir Gunnlaugs- son leikur á gítar og syngur með Vilborgu. Þá er áformað að bæta trompetleikara við í hljómsveitina fljótlega. „Ég verð að vera með stóra hljóm- sveit, þvi að fyrirhugað er að erlendis skemmlikraftar komi fram á Sögu i sumar og við komum til með að leika undir hjá mörgum þeirra,” sagði Birgir Gunnlaugsson. Hann hefur starfrækt hljómsveit sína i um fimm ár og leikið í Skiphóli í Hafnarfirði, Sigtúni, Þórscafé og loks á Sögu. Á þessum árum hefur hljómsveitin /5 verið misjafnlega fjölmenn, allt frá tríói upp i sjö manna band. „Það svöruðu átta söngkonur auglýsingunni okkar og eftir að hafa prófað fjórar þeirra réðum við Vilborgu,” sagði Birgir. „Fæstar þessar stúlkur höfðu nokkru sinni sungið með hljómsveit. Satt að segja vissum við ekki að áhuginn fyrir söngkonustöðunni væri svona mikill.” Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar hefur störf á Hótel Sögu 23. júni næstkomandi. Vilborg Reynisdóttir var að lokum spurð að þvi, hvort hún væri farin að kviða fyrir þeim degi. „Nei, ekki ennþá,” svaraði hún. „Ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu, svo að það á eftir að reyna á hvort ég fæ magapínu fyrsta kvöldið.” Sólóplata Helga Péturssonar er komin iít: Kveikjan var titillagiö „Það má segja að kveikjan að þessari sólóplötu minni hafi verið titillagið, Þú ert,” sagði Helgi Pétursson meðal annars, er hann kynnti nýútkomna plötu sína blaða- mönnum á þriðjudagskvöldið. „Ég var lengi búinn að berjast fyrir því að fá að syngja þetta lag í Ríótrióinu meðan það var og hét, en varð að beygja mig undir vilja meirihlutans og sleppaþvi.” Á plötu Helga eru tíu lög, níu erlend. Það islenzka er eftir Þórarin Guðmundsson tónskáld. Textahöf- undar eru þeir Jónas Friðrik, Jón Sigurðsson, Gestur og Helgi Péturs- son sjálfur, sem gerir fjóra af textum plötunnar. Útgefandi Þú ert, Gunnar Þórðar- son, er potturinn og pannan í hljóð- færaleik plötunnar. Hann leikur á gítar, bassa, mandólín, banjó, pianó, minimoog og synthesizer auk þess að sjá um útsetningar allar og upptökustjórn. Aðrir hljóðfæraleik- arar eru Sigurður Karlsson og Lárus Grímsson. Helga til aðstoðar við sönginn eru Ágúst Atlason, Ellen Kristjánsdóttir, Ragnhildur Gísla- dóttir og Þuríður Sigurðardóttir.'Þá| heyrist einnig í Gunnari Þórðarsyni á nokkrum stöðum. Bryndís dóttir Helga syngur lagið Míó maó seinast í einu lagi plötunnar. Helgi Pétursson kvaðst á blaða- mannafundinum ekki hafa nein lang- tímaáform í huga um frekari plötu- gerð. „Ef þessi fær góðar viðtökur, þá langar mig til að raula lög og ljóð eftir þá Jón Múla og Jónas Árnasyni einhvern tíma inn á plötu,” sagði hann. -ÁT. HELGI PETURSSON ásamt Bryndísi dóttur sinni, sem kemur fram í einu lagi. — Mig langar til að syngja lög eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni inn á plötu, segir hann. Ljósm. Studio 28. Verð aðeins kr. 34.700.- m. söluskatti RAFHLUTIR HF. SÍÐUMÚLA 32 - SÍMI 39080 Tilvalið tæki fyrir þann sem vill framkvæma sinar viðgerðir sjálfur. ★ ★ ★ ★ ★ ★ Rafsuðusett Eins árs ábyrgð Létt og fvrirferðarlitið. Power 100 amper. Tilvalið til bíla- og boddivið- gerða. Hægt að nota við 13—15 ampera öryggi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.