Dagblaðið - 11.05.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ Í979.
|
fór í framhaldsskóla í Reykjavík.
Guðrún er fædd og uppalin í Hvítár-
síðu í Borgarfirðinum. Þau eru bæði
28-ára gömul.
lyfirS&vers
Einar Ólafsson kaupmaður færði
ungu vinningshöfunum okkar úr-
beinað hangikjöt að gjöf þegar þau
voru búin að verzla fyrir hiuta þeirrar
úttektar sem þau fengu í vinning.
„Leyfum okkur
meira en áður"
„Við getum nú leyft okkur svolítið
meira en áður þegar maður er svona
heppinn að fá heils mánaðar úttekt
eru góðar verzlanir sem hafa á boð-
stólum ágætis vöruúrval, — væri
helzt ábótavant að kryddúrvalið gæti
verið betra. Sömuleiðis hafði Guðrún
orð á að skóúrval væri ekki mikið á
Akranesi.
„En það hefur nú bjargazt, því ég
hef pantað mér skó úr Reykjavík eftir
auglýsingum i Dagblaðinu, þar sem
birtar eru myndir af skónum og
verðið skráð með. Ekki hef ég þó séð
barnaskó auglýsta á þennan hátt og
finnst mér að þeir sem verzla með
barnaskó ættu .að bæta þar úr,”
sagði Guðrún.
Einar sagði að úrvalið af bygg-
ingarvörum væri gott og verðið mjög
sambærilegt við verð í höfuðborg-
inni, — í sumum tilfellum kannski
lægra.
Guðrún og Einar með Gyðu litlu I
innkaupakörfunni. Smjörið sem
keypt var var auðvitað úr Borgarfirð-
inum, en Guðrún er fædd i Hvítársíð-
unni.
»«*** w»
Guðrún sagði að Gyða litla hefði
góða lyst á þessum hafra-bitum,
Gefur hún henni þá frekar en kex eða
tvíbökur.
upp í hendurnar,” sagði Einar um
leið og hann læddi ýmsu góðgæti
ofan í innkaupakörfuna í búðinni.
Upphæðin sem ungu hjónin verzluðu
fyrir var 46.234 kr. og það tók ekki
nema rétt um hálftíma. í innkaupa-
körfunni var ýmislegt sem þau
sögðust ekki vera með í henni dags-
daglega, eins og svínakjöt, rækjur og
pizza.
„Eins og þú sérð er vöruúrvalið
mjög gott hérna í verzluninni og allar
kjötvörur nijög snyrtilega pakkaðar í
lofttæmdar umbúðir,” sagði Einar
um leið og hann sýndi okkur saltkjöt
í lofttæmdum poka.
Það var orð að sönnu. Verzlunin
var mjög vistleg og gott úrval af hin-
um ýmsu vörutegundum. Verzlunin
Einar Ólafsson er „kaupmannsverzl-
un” sem hefur þróazt upp í eins
konar „súper-markað”. Verzlunin
var stofnuð árið 1935 af föður núver-
andi kaupmanns, Einars J. Ólafs-
sonar.
Guðrún og Einar hafa verið búsett
á Akranesi í fjögur ár, en Einar er
fæddur þar og uppalinn þar til hann
Hann var að vonum ánægður yfir
því að ungu vinningshafarnir kusu að
verzla úttektina sína í verzlun hans og
er hann kvaddi þau færði hann þeim
bústna hangikjötspylsu að gjöf.
Ungu hjónin héldu síðan glöð
heimleiðis með varninginn en blm. og
ljósmyndari áleiðis til sinna heim-
kynna.
- A.Bj.
Það fer svo sem ekki ýkja mikið fyrir
varningi fyrir rúmlega 46 þúsund
krónur, en ungu hjónin keyptu eitt og
annað sem ekki er daglega á borðum
hjá þeim.
1 I 1 llllllpilli