Dagblaðið - 11.05.1979, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979.
Óhóf legur bílaleigukostnaður
óeðlilegar verðbætur til verktaka
„Kostnaður við bilaleigubíla er
óhæfilega mikill hjá ýmsum ríkis-
stofnunum og er Kröflunefnd ekki
einsdæmi i þeim efnum,” segja yfir-
skoðunarmenn Alþingis t athuga-
semdum við ríkisreikning fyrir 1977,
sem lagður var fram á Alþingi í gær.
„Kostnaöur við bilaleigubila varð
það ár 19,4 milljónir,” og itreka yfir-
skoðunarmenn rikisreiknings, að þeir
telja hæpið, að þar hafi verið gætt
hagsýni sem skyldi.
Á reikningum Kröflunefndar
kemur fram, aðgreiðslur til verktaka
námu 1977 1719,6 milljónum. Þar af
var samningsupphæð 1073,7 millj-
ónir, 439,7 milljónir voru greiddar
fyrir aukaverk og verðbætur námu
206,1 milljón. Skoðunarmenn segja:
„Sérstaka athygli vekur, aö Rafafl
svf. hefur fengið 22,5 milljónir í
verðbætur, þar sem tilboð var 30,4
milljónir, en aukaverk nema þar 50,1
milljón.”
„Meðalbilafjöldi i notkun hverju
sinni 1977 var um það bil 6 bílar,”
segir 1 svari iðnaðarráðuneytis. ,,Að
undanskildum bilum þeim tveim, er
Gunnar 1. Gunnarsson staðartækni-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Kröflunefndar höfðu afnot af við
vinnu, skiptust bílarnir á 10 vélstjóra
og 7 eftirlitsmenn auk tilfailandi.
ferða. Að meðaltali þýöir þetta að
4—5 menn noti hvern bíl til jafnaðar,
sem má telja allgóða nýtingu á bíl,”
segir framkvæmdastjóri Kröflu-
nefndar í svari við aðfinnslum skoð-
unarmanna.
í svari Kröflunefndar vegna Raf-
afls kemur fram, að hönnun raflagna
hafi ekki verið lökið, er útboðsgögn
voru send út, en ráðgjafarverkfræð-
ingur verið þeirrar skoðunar, að
nauðsynlegt væri að festa rafverk-
taka í flýti. Upphaflegt tilboð Rafafls
svf. var 28,5 milljónir en samnings-
upphæðin 30,4 milljónir. Greiðslur
til Rafafls námu aö lokum alls 123,7
milljónum. Skoðunarmenn segja um
svar Kröflunefndar, að „við svo búið
veröi að standa,” en þeir leggja
áherzlu á, að „undirbúning verk-
samninga og útboða beri að vanda
sembezt en rasa ekkium ráð fram.”
Þeir benda á, að annar háttur var
hafður á og ekkert útboð gert, þegar
samið var við Miðfell hf. um bygg-
ingu stöðvarhússins.
„Svar iðnaðarráðuneytisins ber
með sér, að aukaverk og verðbætur
hafa stundum orðiö óeðlilega mikil
hjá einstökum verktökum og torveld-
að þannig, að nauðsynlegu aðhaldi
yrði við komið,” segja yfirskoðunar-
menn um þessar aðferðir.
-HH.
Innlendu skipasmíðastöðvarnar
hálfnýttar á meðan innflutningur er
fjórfaldur:
Næstversta ár
f heilan áratug
Á fundi Félags dráttarbrauta og
skipasmiðja nýverið kom m.a. fram
að si. ár voru skrásett hér 24 ný skip
og bátar, samtals 7.152 brúttólestir,
en aðeins innan við 1.400 brúttólestir
voru smíðaðar hér. Afkastageta is-
lenzkra skipasmíðastöðva er þó áætl-
uð um 2000 brúttólestir á ári.
Árið í fyrra var það næstversta í
skipasmíðaiðnaðinum, hvað nýsmíði
varðar, siðan 1968. Félagið vísar á
bug aðdróttunum þess efnis að ekki
sé ástæða til að fullnýta afkastaget-
una með tilliti til fiskverndarsjónar-
miða. Bendir það á að í fyrra voru
sex stórvirk fiskiskip, samtals 4.000
brúttólestir, flutt inn og um síðustu
áramót voru a.m.k. fimm fiskiskip í
smíðum fyrir íslendinga upp á 1.800
brúttólestir.
Félagið leggur nú þunga áherzlu á
að stjórnvöld beiti sér fyrir efiingu
Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs með
tilliti til þess að á næstu árum verður
mikil endurnýjunarþörf í flotanum.
Um sl. áramót voru 229 skip í flotan-
um 20 ára og eldri og eftir 3 ár verða
428 komin á þann aldur.
Óttast félagið því enn eina hol-
skeflu nýrra innfluttra skipa ef ís-
lenzku stöðvarnar verða ekki byggð-
ar upp til að mæta þörfinni, a.m.k.
mun frekar en nú.
Þá er iðnaðarráðuneytið loks nú að
vinna að reglugerð um gerð útboða
og mat á tilboðum vegna skipa\ið-
gerðn.En vöntun á henni hefur orðið
til þess að skip hafa flykkzt utan til
viðgerða og breytinga án þess að
nokkur athugun hafi verið gerð hér
heima á þvi hvort unnt hefði verið að
fá verkin unnin á sambærilegum eða
betri kjörum hér.
-GS.
Innrás Bauna — eða hvað?
Ætla mætti að ljósmyndarinn hafi
brugðið sér yfir pollinn til frænda
vorra Dana, þvi þetta er algeng sjón
þar í landi. Þetta eru hins vegar ramm-
íslenzkir krakkar úr 8. bekk í Haga-
skóla. Krakkarnir eru meira að segja
ekki að hjóla þarna „í sínum eigin
tíma” heldur eru þau í skólatíma. Þau
sögðust vera á leiðinni upp í Heiðmörk.
Þá datt okkur auðvitað strax í hug nátt-
úruvísindi, — það reyndist ekki rétt.
Þau voru í íþróttatíma! Þeir virðast
eitthvað skemmtilegri íþróttatímarnir í
dag heldur en í gamla daga!
Nýja símaskráin
420 gr léttari:
Nú heitir
Mosfellssveit-
in Varmá
Það dugir ekki að fletta upp á Brúar-
landi í nýju símaskránni viljir þú
hringja í Mosfellssveitina — því sím-
stöðin þar heitir nú Varmá. Nafnbreyt-
ingin átti sér stað um leið og símstöðin
var fiutt milli húsa þar i hreppnum.
Þetta er ein nokkurra breytinga í
símaskránni 1979, sem farið verður að
afhenda notendum eftir helgina.
Símaskráin í ár er áberandi minni en
undanfarin ár — 200 síðum þynnri og
nær hálfu kílói léttari. Ástæðurnar eru
nokkrar: letur er tveimur punktum
minna, sem gerir mögulegt að hafa
fjóra dálka á síðu í stað þriggja, pappír
er þynnri og skrá yfir reikningshafa hjá
Póstgíróstofunni, upplýsingar um póst-
mál og fieira hefur fallið út.
í símaskránni nýju eru um 110 þús-
und nöfn — og í fyrsta skipti stendur
hún undir sér, tekjur af henni eru áætl-
aðar um tvær milljónir. Skráin tekur
gildi 1. júní.
ÓV.
Athugasemd
í grein minni um samsýningu í Gall-
erí Suðurgötu 7 varð sá leiði misskiln-
ingur að Jóni Karli Helgasyni var eign-
að verk á gólfi. Verkið er eftir Kristin
G. Harðarson. Jón Karl Helgason sýnir
þarna kvikmyndir.
A.I.
Verkamannasambandið krefst
„hörku” af ríkisstjóminni
Framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambandsins krefst þess af ríkis-
stjórninni, að hún verji launastefnu
sína , ,af fullri einurð og hörku”.
„Verkamannasamband íslands
hefur frá upphafi stutt eindregið þá
launastefnu, sem núverandi rikis-
stjórn setti sér, en hún var i því fólgin
að vernda kaupmátt allra almennra
launa, tryggja aukið launajafnrétti,
berjast gegn verðbólgunni og lögfesta
ýmis þau félagslegu réttindi, sem
verkalýðshreyfingin hefur barizt fyrir
i áratugi,” segir i ályktun fram-
kvæmdastjórnarinnar frá í gær.
„Verkamannasambandið lýsir
áhyggjum sínum af þróun mála nú að
undanförnu, þar sem hálaunastéttir
hrifsa til sín umtalsverðar launa-
hækkanir og verðlagsþróunin er geig-
vænleg. Verkamannasambandið
telur að ef svo heldur áfram sem nú
horfír, aukist launamisrétti, ný óða-
verðbólguholskefla skelli á, er leikur
haröast almennt verkafólk og veldur
þar að auki atvinnuleysi,” segir þar.
„Þvi krefst Verkamannasam-
bandið þess, að ríkisstjórnin verji þá
iaunastefnu, sem hún boðaði í upp-
hafi ferils síns, af fullri einurð og
hörku. Geri hún það hins vegar ekki,
glatar hún því trausti, sem verkafólk
bar til hennar í upphafi og kjörum og
lífsafkomu þess er stefnt i voða um
ófyrirsjáanlega framtið. Sinni rikis-
stjórnin ekki þessum viðvörunar-
orðum, hefur hún brugðizt þeim
stefnumálum, sem henni var ætlaðað
framkvæma og tilvera hennar byggist
á,” segir Vekamannasambandið.HH.
„Ósannindi Péturs”
„Við vísum á bug ósannindum
Péturs Péturssonar í þessu efni,”
segir i svari fréttastofu útvarpsins við
sakargiftum Péturs þess efnis að
Andóf ’79 hafi orðið út undan í frétt-
um af úrslitum í atkvæðagreiðslu
BSRB.
„í að minnsta kosti fjórum dag-
blöðum í gær og í dag heldur Pétur
Pétursson þulur því fram, að ríkis-
fjölmiðlarnir hafi vísað á bug til-
mælum Andófs ’79 um að segja orð
um úrslit atkvæðagreiðslu BSRB,”
segir fréttastofan. „Af þessu tilefni
skal tekið fram, að hvorki Pétur Pét-
ursson né aðrir andófsmenn báru
fram slík tilmæli við fréttastofu út-
varpsins, þannig að fréttastofan vís-
aði engu slíku á bug. Fréttastofan
leltaði ekki álits Andófs '79 á úrslit-
unum og ekki heldur formælenda
fjölmennra félaga ríkis- og bæjar-
starfsmanna, sem þegar í janúarmán-
uði, löngu áður en Andóf ’79 varð til,
andmæltu samkomulagi BSRB og
fjármálaráðherra og unnu að því að
samkomulaginu yrði hafnað, enda
hefði þá fátt annað komizt að í
fréttatímum útvarpsins,” segir frétta-
stofan í tilkynningu, ’sem undirrituð
er af Sigurði Sigurðssyni aðstoðar-
fréttastjóra hljóðvarps. -HH.