Dagblaðið - 11.05.1979, Qupperneq 9

Dagblaðið - 11.05.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. 9 Brigitte Bardot rithöf undur: BLÓDIDRIFIN BÓK UNI UTLU SÆTU SEUNA Heldur fær hin nýja bók Birgitte Bardot slaka dóma, í það minnsta út frá bókmenntalegu sjónarmiði. Bókin, sem er framlag hinnar dáðu kvikmyndaleikkonu til baráttunar fyrir friðun sela, vekur aftur á móti mikla athygli. Hefur hún meðal annars verið þýdd á dönsku. Birgitte Bardot hefur sem sagt Erlendar fréttir Kínverjar gera við tennur án þess að bora uppi í munninum Kinverskir tannlæknar hafa fundið upp aðferð til að fylla upp göt á tönn- um sjúklinga sinna án þess að bora í þær áður þar sem þær eru i munni sjúklingsins. Samkvæmt fregnum frá Peking byggist aðferðin einfaldlega á því að taka tönnina úr sjúklingnum, gera við hana og koma henni síðan fyrir aftur á sínum stað. Samkvæmt fregnum frá Fréttastof- unni Nýja Kína hafa um það bil tvö hundruð og fimmtíu tennur verið þannig dregnar út á síðustu þrem árum við eitt sjúkrahús. Segir að jákvæður árangur hafi verið t níu af hverjum tíu aðgerðum. Aðgerðin mun taka um það bil þrjátíu minútur og kemur einkum að gagni þegar erfitt er að komast að skemmdinni í tönninni. Sagt er að varast beri að beita tönninni gegn harðri fæðu fyrstu tíu dagana eftir aðgerð en að fullu sé hún orðin jafn- góð innan þriggja vikna. Fundurforsetanna verðuríVín ínæstamánuði Búizt var við því að í dag yrði til- kynnt um að forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þeir Jimmy Carter og Leonid Brésnef, mundu hittast í Vín í Austurríki í næsta mánuði til að ganga endanlega frá hinum svonefnda Salt II samningi, sem fjallar um tak- markanir á kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupi hinna tveggja risavelda. Carter mun hafa hug á að komið verði á árlegum fundi ráðamanna Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Nú mega kommar notaefni hinna frjálsu útvarpsstöðva öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær að feUa úr gUdi bann við því að kommúnistaríki notfærðu sér neitt af því efni sem útvarpað hefur verið frá stöðvunum Frjálsri Evrópu og Frelsisútvarpinu, Radio Free Europe og Radio Liberty. Er þetta gert í því skyni að reyna að minnka þær truflanir, sem austantjalds ráðamenn hafa beitt gegn sendingum þessara stöðva, sem aðallega beina þeim austur fyrir járntjald og er þá út- varpað á tungumáli þarlendra. gefið út bók í samvinnu við rit- höfundinn Daniel Dollfus. Er þetta myndabók með texta, sem fjallar um hinar árlegu kópaveiðar úti fyrir ströndum Nýfundnalands. Hefur Birgitte Bardot um nokkurt skeið verið framarlega i flokki þeirra sem vilja láta banna þær. Bókin er mjög hugljúf og fjallar um lítinn sel, sem enn hefur ekki fengið nein föt í mótsetningu við foreldrana, herra og frú stóru seli, sem bæði eru í brjóstahaldara og buxum. Noonoah, litli kópurinn, hittir eskimóadrenginn Irkou, sem bjargar honum af því þeir eru vinir. í bókinni skiptast á hugsjónir og blóði drifin grimmd, þar sem veiði- menn leika stórt hlutverk í grimmd- inni. í lokin er reynt að ímynda sér hvernig það gæti litið út ef pelsar hinna skrautklæddu kvenna, sem bera kópaskinnspelsa litu út í glæsi- sölum heimsborganna ef þeir lituðust skyndilega blóði hinna saklausu fórnardýra. Birgitte Bardot ráðleggur síðan börnum, hvar sem þau búa í veröldinni, að reyna að telja mæður sínar af hugmyndum um að óska sér nýrrar skinnkápu. Teikningarnar í bókinni eru í Barbapapa-stílnum og þar rennur blóð grimmdarinnar og tár sorgar- innar í stríðum straumum. íslendingar úti að aka 9 Já, margir hverjir, þaö fer ekkert feröinni sjálfir - sumir fara um ® á milli mála - þó eru þeir mörg lönd - aörir fara hægar yfir sérstaklega úti aö aka á sumrin - og halda sig lengst þar sem þá skipta þeir þúsundum Ástæöan? Jú ástæöan er einföld, hún ersú aö afsláttarfargjöld okkargera öllum kleift aö komast utan í skemmtilegast er. Þaö þarf engan aö undra þótt margir séu úti aö aka á sumrin - á eigin bílum eöa leigöum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld sumarleyfi til þess aö sjá sig um, okkar - þau gætu komiö þér kynnast frægum stööum - og gista heimsborgir. Þeirsem þannig feröastráöa þægilega á óvart-og oröiö til þess aö þú yröir líka úti aö aka í sumar. FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.