Dagblaðið - 11.05.1979, Side 11

Dagblaðið - 11.05.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAt 1979. bandalagið verið sáralitlar. Hafa menn undrazt þetta nærri jafnmikið og þá festu sem grískir ráðamenn sýndu í Brussel, að samþykkja skil- yrði fyrir inngöngu. Grikkir virðast til dæmis algjörlega hafa fallizt á að þróaður iðnaður Vestur-Evrópu megi etja kappi við hinn smáa iðnað sem hjá þeim er. Þykir það heldur vafa- samur ávinningur fyrir tiltölulega fátækt land. Grikkir létu einnig af hendi fullan rétt til atvinnu annars staðar í lönd- um Efnahagsbandalagsins. Þrátt fyrir að opinberar tölur segi að lítið atvinnuleysi sé þar er vinnumark- aðurinn mjög vanþróaður og dulið atvinnuleysi mikið. Ótakmarkaður aðgangur Grikkja að vinnumörkuð- um annarra þjóða í Efnahagsbanda- ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyer laginu fæst ekki fyrr en sjö árum eftir að samningarnir verða undirritaðir. Hið eina sem Grikkir hafa beinan hag af við inngönguna í bandalagið, í það minnsta strax, er varðandi land- búnaðarvörur. Þeir munu njóta hins háa verðs sem er á svæðum Efna- hagsbandalagsins alveg frá því að þeir gerast fullgildir meðlimir hinn 1. janúar 1981. Þetta þykir þó ekki næg ástæða fyrir því að hinir harðsæknu samningamenn, Grikkir, hafi sam- þykkt öll skilyrði Efnahagsbanda- lagsins. Suma grunar meira að segja að þeir hafi einhver tromp á hendi, sem eftir eigi að spila út. Meðal annars hafa sumir bent á að með því að ganga skjótt til samninga við bandalagið verði Grikkir orðnir fullgildir félagar á meðan bæði Spánverjar og Portú- galar eigi enn i samningaviðræðum við Efnahagsbandalagið. Er talið að þeir geti þá bætt stöðu sína hvað varðar landbúnaðarvörur en Grikkir framleiða mikið til sömu vörur sem bæði Spánverjar og Portúgalar rækta. Sala og dreifing landbúnaðaraf- urða er eitt helzta vandamálið í Efna- hagsbandalaginu. Þegar er framleitt þar mun meira en þörf er á og miklar deilur eru um landbúnaðarmál og hvernig leysa eigi þann hnút sem landbúnaðurinn er í samskiptum ríkj- anna. Einnig hafa efasemdarmenn bent á að verið geti að Grikkir ætli að feta í fótspor Breta í samskiptum sínum við ráðamenn Efnahagsbandalagsins í Brussel. Hægt sé að gera ýmsa samn- inga við bandalagið en síðan að hefja málþóf og þras og ná fram ýmsum breytingum sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í byrjun. Kannski er höfuðástæðan fyrir skjótri aðild og samningaviðræðum milli Grikklands og Efnahagsbanda- lagsins sú að með því fá Grikkir neit- unarvald um margt i væntanlegum samningaviðræðum við höfuðkeppi- nauta sína, Portúgala og Spánverja. Kjallarinn Þórarinn Þórarinsson frá Eiöum viljun að barnaútburður var bann- aður í upphafi kristni á íslandi, bann Kári Arnórsson tökin höfðu misst fulltrúa sinn á þingi hlutu þau að meta stöðu sína að nýju. Slíkt þarf þó ekki að leiða til þess að flokkur leggi niður alla starf- semi. Þó ber að hafa það ríkt í huga að starfsaðstaða er á allan hátt miklu verri þegar þingflokkur er ekki fyrir er var í heiðri haft i hálfa tíundu öld, með örfáum en cölilegum und- antekningum hin síðari ár. Árið 1975 er barnaútburður lögleyfður á ný, nema nú heitir hann fóstureyðing, finna nafn sem færri hrellir. Nú eru deyðingar ófæddra barna réttlættar með „félagslegum ástæð- um”, hugtaki sem teygja má í hvaða átt sem vera skal að eigin geðþótta. Auðvelt er að láta sér detta í hug að það hafi verið félagslegar ástæður sem knúðu griðkonuna í þjóðsögunni til að bera út bam sitt og fremja með því andstyggilegan glæp í augum samtíðar. Hennar beið lítilsvirðing og máski smánarlegur dauðdagi og barnsins hennar ástlaus örlög niður- setningsins. Nú er öldin önnur í þessum efnum sem betur fer og mætti þó enn bæta um stórum betur. Engin móðir er lengur svipt rétt- inum til að ala upp sitt eigið barn, vilji hún það, og ber þjóðfélaginu skylda til að auðvelda henni það á all- an hátt. En vilji hún það ekki af ein- hverjum ástæðum, sem nú er næg fé- lagsleg ástæða til að grandað sé fóstri hennar, þá hlýtur að vera hægt að upplýsa hana um að þess barns sem hún ber undir brjósti og vill ekki eiga bíður fjöldi útbreiddra faðma fjölda hjóna, sem þrá það heitast að verða foreldrar og tilgang í líf sitt með því að veita hinni hjálparvana lífveru allt það félagslega öryggi og alla þá ást og umhyggju sem hún þarf á að halda til þess að geta orðið ham- ingjusamur einstaklingur. Ótalin er enn önnur réttlæting fóstureyðinga, sem mjög er klifað á, og það er hinn margumtalaði réttur konunnar til að ráða yfir líkama sínum. Síst vildi ég gera lítið úr þeim sjálfsagða rétti, en hlýtur ekki sá rétt- ur eins og allur annar persónuréttur að takmarkast af sams konar rétti annarrar persónu? Að sjálfsögðu á hver kona óskor- aðan rétt yfir líkama sínum svo lengi Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður (S) flytur frumvarp um strangari hömlur við fóstureyðing- um. sem hann rekst ekki á rétt þeirrar líf- veru sem allt frá getnaði er gædd öllum þeim eiginleikum er síðar gera hana að sjálfstæðri persónu, engri annarri lífveru líkri. Mjaltakonan í þjóðsögunni vissi ekki hvernig hún gat forðast ótima- bæra þungun, þótt það geti ekki dregið úr siðferðislegri ábyrgð henn- ar. Nútimakonan, a.m.k. hér á landi, hefur enga sams konar afsökun og ábyrgð hennar á lífi því er kviknar hið innra með henni við getnað verður þeim mun meiri sem hún betur vissi hvernig hjá honum mátti kom- ast. Tvennar orsakir liggja til þess að þessar hugsanir voru settar á blað, annars vegar barnaárið sem nú er að liða og hins vegar frumvarp það sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi um breytingar á gildandi lögum varðandi fóstureyðingar o.fl. Mættum við vaxa að visku af hvoru tveggja. Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri frá Eiðum. hendi. í því endurmati, sem fram hlaut að fara, var í raun um tvo kosti að velja. Annar kosturinn var sá' að leggja flokkinn algerlega niður, en hinn að flokkurinn lifði með þeim hætti sem viðráðanlegt væri að svo stöddu. Síðari kosturinn var valinn. Það var einfaldlega vegna þess að enginn landsfundarfulltrúanna, en þeir voru úr öllum kjördæmum, vildj að flokkurinn yrði niður lagður. Síðan um kosningar hefur ekki verið um mikla starfsemi hjá flokkn- um að ræða. Ný þjóðmál hafa komið út nokkuð reglulega einu sinni í mán- uði og útgáfu þeirra mun haldið áfram. Það sem landsfundurinn í raun samþykkti var óbreytt starfsemi eins og hún hafði verið frá kosning- um. Landsfundurinn staðfesti með samþykkt sinni þann lærdóm sem forysta flokksins hafði dregið af úr- slitunum. Það er hins vegar rétt að ítreka það að Samtökin hafa ekki verið lögð niður þó dregið hafi verið úr starfinu. Margir hafa lýst vonbrigðum. sínum með þessa niðurstöðu. Það er í raun og veru vel. En þeim er það að segja að til þess að efla starfið verða þeir að koma til liðs af fullum krafti. Samtökin lifa ekki á góðum orðum, þau verða að finna fyrir verkum ykk- ar. Þegar núverandi stjórn var mynd- því enn átt miklu hlutverki að gegna, einn eða með öðrum, og til þess eru Samtökin reiðubúin þegar þau fá þann slagkraft sem til þarf. Því hefur landsfundurinn hvatt menn til að halda hópinn í formi svæðisfélaga. Gerjun sú sem hófst á siðasta kjör- tímabili í íslenskum stjórnmálum og kom sterkt fram í kosningunum er enn að verki. Hún hefur haldið áfram i stjórnarherbúðunum í vetur og ekki minna hjá stjórnarandstöðunni. Hún er nú tekin að búa um sig að verulegu marki í launþegahreyfingunum. Toppa-,,lýðræðið” er komið í hættu. Þetta sýnir atkvæðagreiðslan hjá BSRB mjög greinilega. Sú rika árátta A-flokkanna að skipta á milli sin for- ystu launþegasamtakanna mætir vax- andi andstöðu. Slikir tilburðir hafa verið miklir innan BSRB upp á sið- kastið þó þeir séu smámunir miðað við ASÍ. Það er ekki svo að skilja að menn vilji afhenda ihaldinu tögl og hagldir í samtökum launamanna heldur vilja félagsmenn sjálfir ráða stefnunni, eins og atkvæðagreiðslan i BSRB sýndi, en ekki láta pólitiska spekúlanta velkjast með hana til og frá. Því er Samtakamönnum nauðsyn að fylgjast vel með þróun mála og halda vöku sinni, þótt landsmálastarf sé lagt til hliðar að sinni. Kári Arnórsson skólastjóri. uð fylgdu henni góðar óskir Sam- takamanna. Þeir fögnuðu því að tekist hafði að mynda vinstri stjórn þótt erfiðlega hefði gengið. í þá átta mánuði, sem stjórnin hefur setið, hefur hún hins vegar reynst sundur- leitari og nú upp á síðkastið vesælli en flestir fyrirrennara og er þá langt jafnað. Sú þróun getur til þess leitt að enn á ný verði menn að stokka upp á. vinstri vængnum. Mörgum hefur komið í hug að ósennilega hefðu A-flokkarnir hagað sér með þeim hætti sem þeir hafa gert í samvinnunni, ef Samtökin hefðu átt menn á þingi. Slíkur flokkur getur ,,Toppa-”lýðræðið” er komiö i hættu.' Þetta sýnir atkvæðagreiðslan hjá BSRB mjög greinilega.” /V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.