Dagblaðið - 11.05.1979, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAl 1979.
| Kermit er 22ja ára: |
Enginn færað
snerta hann nema
skapari hans
Stórstjörnurnar slást um að
koma fram í þáttunum
SKYNDIMYNDIR
Vandaðar litmyndir
i öll skírteini.
barna&fjölsk/ldu-
Ijösmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SIMI 12644
Á þessu ári er Kermit, sjónvarps- eða Prúðu leikarnir, eru sýndir um
stjarnan heimsfræga, 22ja ára. Sjón- allan heim og sagt er að 250 milljónir
varpsþættir hans, The Muppet Show manna setjist vikulega niður til þess
Dúkkusmiðjan hjá Prúðuleikurunum er engin smasmiði. Fjöldinn allur af
dúkkum af öllum gerðum er búinn þar til og nú er verið með fimmtu dúkkuna
af Kermit sjálfum.
að horfa á þessa skemmtiþætti.
Hérlendis, eins og annars staðar,
nýtur þátturinn gífurlegra vinsælda
hjá ungum sem öldnum. Má mikið út
af bera til að fólk láti þáttinn fara
fram hjá sér og hversu strangir sem
foreldrarnir ætla sér að vera með
háttatímann hjá börnunum þýðir
ekkert að reyna að troða smáfólkinu í
rúmið fyrr en það hefur fengið að sjá
Kermit, Svínku og félaga.
Enginn hafði trú
á fyrirtækinu
Eins og svo oft vill verða er saga
Prúðu leikaranna og skapara þeirra,
Jim Hensons, ævintýri likust. Allt
hófst þetta fyrir 25 árum er Jim
Henson, sem þá var við nám, kom
fram í sjónvarpsþætti í Washington
með nokkrar heimagerðar dúkkur.
Jim var þá 17 ára og tveimur árum
siðar bjó hann til dúkkuna Kermit,
frosk sem síðan hefur verið fastur
fylgisveinn hans í skemmtiiðnaðin-
um. Fleiri dúkkur urðu til og nokkrar
þeirra koma að staðaldri fram í
barnatímanum „Sesame Street”,
fræðslu- og skemmtiþætti fyrir börn
sem sýndur hefur verið í Bandaríkj-
unum í mörgár.
Er vinsældir dúkknanna hans Hen-
Stærstur hluti skýringarinnar er að
Henson og aðstoðarmenn hans hafa
allir langa skólagöngu í leikbrúðuleik
og leiklist að baki. Skemmtiþættir
verða aldrei skemmtilegir nema
unnið séað þeim i fullri alvöru.
Þegar Henson stjórnar Kermit —
enginn annar fær að koma við dúkk-
una grænu — er hann með hægri
höndina inni í dúkkunni. Með fingr-
unum lætur hann dúkkuna setja upp
hina mörgu og frægu svipi, nokkuð
sem enginn annar fær að gera. Með
vinstri hendi stjórnar hann svo
handahreyfingum frosksins með
tveimur sveigjanlegum pinnum.
Auk þess að stjórna og tala fyrir
Kermit sér Henson um hundinn
Rowlf, sem spilar á píanó og syngur
með, Mr Waldorf, kallinn til vinstri í
stúkunni, hljómsveitarstjórann, hr.
Tönn, og geimskipstjórann, Link
Hogthrob.
„Við erum núna með fimmtu Ker-
mit-dúkkuna, hinar voru hreinlega
orðnar of slitnar,” segir Henson.
Það er hundurinn Rowlf, sem best
hefur haldið sér, hann er uppruna-
legur.”
Dúkkurnar eru gerðar úr taui og
plasti og eru misjafnlega stórar, allt
frá nokkrum sentimetrum til þriggja,
fjögurra metra. Aldursforsetinn,
Kermit, er um hálfur metri á hæð og
er til í tveimur útgáfum, með eða án
jakka.
Umfangsmikið
verk
Þrátt fyrir að Jim Henson eigi einn
höfundarréttinn að dúkkunum er
hann ekki ejnn að baki hverrar sýn-
ingar. Prúðu leikarnir eru orðnir
stórfyrirtæki.
Fyrir utan Henson vinna sex aðrir
að stjórn á dúkkum og tala fyrir þær.
Fjórir aðrir vinna að handritagerð,
þrír upptökustjórnendur, tveir leik-
stjórar, tveir danskennarar og tónlist-
arstjóri.
Nýlega kom leikkonan Elke Sommer f heimsókn til Prúðuleikaranna og eins og
alltaf, þegar konur koma í heimsókn, fylgdist Svínka vel með þvi að Kermit
yrði ekki gefið undir fótinn.
Henson með fylgisveininn Kermit. Hann stjórnar andlitshreyfingum með
hægri hendi en hreyfingum handanna með þeirri vinstri og talar fyrir froskinn
með sérstökum hljóðnema.
Henson er Kermit
„Satt að segja hef ég ekki áhuga á
peningunum lengur,” segir Henson.
„Ég hef meiri áhuga á að þættirnir
séu vel gerðir og til þess er ekkert
sparað.”
Margir nafa undrazt hversu eðlileg-
ar og ekta dúkkurnar virðast vera.
sons jukust og verðlaunum rigndi yfir
þau, lagði hann fram hugmyndir
sínar um eigin skemmtiþátt. Sú hug-
mynd hans átti þó ekki upp á pall-
borðið hjá ameriskum sjónvarps-
stöðvum.
Enski skemmtiiðnaðarkóngurinn
Sir Lew Grade var hins vegar ekki í
neinum vafa: „Látið þá fá fullar
hendur fjár og frjálsar að auki!”
Þetta varð til þess að sjónvarpsþátt-
urinn er búinn til í Englandi af
Bandaríkjamönnum og seldur m.a.
til Bandaríkjanna. Henson er fyrir
löngu orðinn margfaldur milljóna-
mæringur.
KJOLAR
Nýsending
Elízubúðin
Skipholti 5.
Fmlux
LITSJOIWARPSTÆKI
20" Kr. 425.000.- mefl
22" Kr. 499.000.- sjálfvirkum
26" Kr. 549.000.- stöflvarveljara
SJONVARPSBÚÐIN
BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI27099