Dagblaðið - 11.05.1979, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAt 1979.
Utvarp
31
Sjónvarp
ÓHÆFUR VITNISBURÐUR—sjónvarp föstudag 11. maí:
Ekki upplífgandi mynd
RÐUVERK HEIMSINS VIÐ NÍL— útvarp kl. 21.20:
„Myndin er byggð á leikriti eftir
John Osbome og það er dálítið erfitt að
átta sig á hvað verið er að fara í henni
eins og oft er í leikritum eftir Osborne
og Pinter til dæmis,” sagði Heba
Júlíusdóttir, þýðandi myndarinnar
Óhæfur vitnisburður.
„Myndin hefst á því að verið er að
fara með lögfræðinginn Bill Maitland í
fangelsi. Hann er síðan leiddur fyrir
rétt og þegar komið er að því að taka
eið af honum óskar hann eftir að gefa
yfirlýsingu i stað eiðsins. Síðan er sýnt
úr einkalífi hans og það er eins og verið
sé að lýsa ævi hans sem einhvers konar
réttlætingu,” sagði Heba. Maitland á
við margvísleg vandamál að stríða, á
erfitt með að taka ákvarðanir, drekkur
óhóflega og er óþolandi fjölskyldu-
faðir.
Að sögn Hebu getur myndin vart
talizt upplífgandi.
-GAJ-
Úr myndinni
Ohæfur vitnisburður.
Pýramídunum fylgdi
blessun —fyrir land og lýð
„Það eru furðuverk heimsins við Níl
sem ég fjalla um í þessu erindi, en það
eru pýramidarnir miklu. Ég byrja á því
að tala um töluna sjö sem hefur verið
heilög tala í mörgum þjóð- og trúar-
félögum. Þar má nefna hin sjö furðu-
verk heimsins en pýramídarnir voru eitt
þessara furðuverka,” sagði Jón R.
'Hjálmarsson, fræðslustjóri.
„Pýramídarnir voru byggðir á miðri
3. öld f. Kr. og til skamms tíma var
fólk á því að Egyptarnir hafi ráðið yfir
meiri verkmenningu en síðar þekktist.
Núna eru fræðimenn hins vegar á þeirri
skoðun að þetta hafi fyrst og fremst
verið framkvæmanlegt vegna hins
gífurlega mannafla sem faraóarnir
höfðu yfir að ráða. Þegar flóðatím-
l___________________________________
arnir stóðu yfir héldu faraóarnir at-
vinnulífinu gangandi með ýmiss konar
ríkisframkvæmdum og þar á meðal var
1bygging pýramídanna.
Til eru ýmsar gamlar sagnir um'
hvernig pýramídarnir hafi verið
byggðir. Þannig er til grísk sögn um að
það hafi tekið hundrað þúsund menn
tuttugu ár að reisa stærsta pýramídann.
En vafalaust er það orðum aukið.
Pýramídarnir eru afskaplega vel
byggðir. Steinarnir falla svo vel saman
að ekki er nema millimetrabrot milli
þeirra. Þeir eru byggðir ákaflega stærð-
fræðilega nákvæmlega, og menn gizka
á að Egyptar hafi notað rennibrautir
við að reisa þá því að steinarnir eru frá
2 til 2,5 tonn á þyngd.
Pýramidarnir voru grafhýsi faraós.
Hann var álitinn máttugur bæði þessa
heims og annars. Þessar byggingar
voru táknrænar fyrir vald þeirra og
alræði eftir dauðann. í tengslum við
pýramídana voru hof eða musteri þar
sem hinn látni faraó var dýrkaður, og’
því átti að fylgja blessun fyrir land og
lýð. Þeim mun betur sem gert var við
hinn látna þeim mun meiri blessun.
öll furðuverkin fornu hafa nú
verið þurrkuð út af yfirborði jarðar að
pýramídunum einum undanskildum.
Þeir halda sér furðu vel og láta lítið
á sjá enda hefur verið mjög til þeirra
vandað,” sagði Jón R. Hjálmarsson.
-GAJ-
________________________________)
r- - >
gUtvarp
Föstudagur
11. maí
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar.
Vió vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miódegissagan: „Þorp I dftgun” eftir
Tsjá-sjú-II. Guðmundur Sæmundsson les
þýðingu sina (4).
15.00 Miódegistónleikar. Adrian Ruiz lcikur
Pianósvítu i d moll op. 91 eftir Joachim Raff.
15.40 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. <16.15 Veðurfregn
ir).
16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir.
J7.20 Litli barnatíminn. Sigriður Eyþórsdóttir
sér um timann. Flutt verður leikritið „ösku
buska” (af plötu).
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsíns.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.40 íslenzkur stjórnmálamaður I Kanada. Jón
Ásgeirsson ritstjóri talar við Magnús Eliason i
Lundar á Nýja-Islandi; — fyrri hluti samtals
ins.
20.00 ttalskar óperuarlur. Nicolai Gedda
syngur aríur eftir Verdi og Puccini. Covent
Garden óperuhljómsveitin i Lundúnum lcikur;
Giuscppe Patané stj.
20.30 Á maikvftidi: Eylifi. Ásta Ragnhciður
Jóhannesdóttir stjórnar dagskrárþætti.
21.05 F.inleikur á planó: Alexis Weissenberg
leikur Mikla fantasíu og pólskt lagop. 13 eftir
Chopin; Stanislaw Skrowaczewski stjórnar
hljómsveit Tónlistarháskólans í París, scm
leikur einnig.
21.20 Furóuverk heimsins við Nll. Jón R.
Hjálmarsson flytur erindi.
21.40 Kórsöngur í útvarpssah Sftngfélagið
„Glgjan” á Akureyri syngur íslenzk og erlend
lög. Einsöngvari; Gunnfrlður Hreiðarsdóttir.
Söngstjóri: Jakob Tryggvason. Pianólcikari:
Barbara Harrington.
22.05 Kvöldsagan: „Gróðavegurinn” eftir Sig-
urð Róbertsson. Gunnar Valdimarsson les
110).
22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun
dagsins.
22.50 Ðókmenntaþáttur. Umsjón: Anna ólafs-
dóttir Bjömsson. Rætt um finnska skáldkonu,
MörthuTikkanen.
23.05 Kvftldstund meðSveini Einarssyni.
23.50 Dagskrárlok.
Sjónvarp
D
Föstudagur
11. maí
20.00 Fréttir ogveóur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir
ný dægurlög.
2I.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni.
UmsjónarmaðurÓmar Ragnarsson.
22.10 Óhæfur vitnisburóur (Jnadmissible Evi
dence). Brcsk bíómynd frá árinu 1968, byggðá
leikriti eftir John Osborne. Aðalhlutverk Nicol
Williamson. Lögfræðingurinn Bill Maitland á
við margvisleg eigin vandamál að stríða: Hann
á erfitt með að taka ákvarðanir, er gersamlega
háður öðrum, drekkur óhóflep og er óþolandi
fjölskyldufaðir. Þýöandi Heba Júlíusdóttir.
23.40 Dagskrárlok.
Ítalskar óperuaríur
— útvarpkl. 20.00:
Gedda ásamt ftölsku óperusöngkonunni Mirella Freni.
Fjölhæfur
söngvari
- Nicolai Gedda syngur aríur eftir Verdi og Puccini
Nicolai Gedda er einn fremsti og virt-
asti óperusöngvari heimsins. Hann er
54 ára gamall Svíi af rússneskum
ættum. Faðir hans var einnig söngvari
og söng með Don-kósakkakórnum.
Gedda kom fyrst fram i Stokkhólms-
óperunni árið 1952 í Póstmanninum frá
Lonjumeau. Þar heyrði hinn þekkti
hljómsveitarstjóri, Herbert von
Karajan i honum og tók hann upp á
sína arma. Síðan hefur sigurganga hans
mátt heita óslitin og hann hefur komið
fram víða um lönd og meðal annars
söng hann hér á landi fyrir allmörgum
V______________________________________
árum. Þá söng hann Rigoletto í Þjóð-
leikhúsinu við mikla hrifningu áheyr-
enda eins og að líkum lætur.
Styrkleiki Gedda sem söngmanns
felst ekki sízt í því hversu fjölhæfur
hann er. Hæfni hans í raddbeitingu er
slík að hann syngur jafnt léttar sem
þungar óperur, allt frá Mozartóperum
og óratoríusöng upp i Wagnersöng. Þá
syngur hann gjarnan óperur eftir þá
Verdi og Puccini og það eru einmitt
aríur eftir þá sem hann syngur í
útvarpinu í dag.
-GAJ-
Geymsluhúsnæði
ca 130 ferm til leigu nálægt Hlemmi.
Uppl. gefur Auglýsingaþjónusta Dag-
blaðsins, sími 27022.
(■■■ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
y | p Vonarstraeti 4. — Sími 25500.
Skrifstofuhúsnæði
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar aug-
lýsir hér með eftir húsnæði til leigu fyrir
hverfaskrifstofu í Austurbæ, þarf að vera stað-
sett austan Kringlumýrarbrautar, helzt nálægt
Grensásvegi.
Möguleikar þurfa að vera á skiptingu í 5—6
herbergi, auk afgreiðslu og biðstofuaðstöðu,
samtals að stærð u.þ.b. 120 ferm. Allar nánari
! upplýsingar gefur skrifstofustjóri Félagsmála-
l stofnunar Reykjavíkurhorgar að Vonarstræti
4, sími 25500.
/