Dagblaðið - 11.05.1979, Page 28
Númer klippt,
af bflum
íKópavogi
Númer voru klippt af nokkrum bílum
í Kópavogi í gær vegna þess að þeir
höfðu ekki verið færðir til skoðunar
sem löngu er auglýst. Þessum að-
gerðum verður nú fram haldið
samkvæmt skipun yfirvalda.
„Þetta er andstyggðar verkefni,”
sagði lögreglumaður í morgun, ,,en
gera verður fleira en gott þykir.” Mikil
brögð eru að því í Kópavogi að bilar
hafi ekki verið færðir til skoðunar á til-
skyldum degi.
- ASt.
Bflakaup ráðherra:
Tómasi gert
að senda full
trúa á þing-
nefndarfund
„Þetta er eins og bílasýning,” sagði
Ólafur Ragnar Grímsson alþingis-
maður (AB) í morgun um bílakaup ráð-
herra. „Þetta er slæmur mórall, meðan
verið er að herða að öðrum,” sagði
hann.
Fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar samþykkti einróma í gær að
krefjast þess af fjármálaráðuneytinu,
að fulltrúi þess mætti á fundi nefndar-
innar næsta þriðjudag og gerði grein
fyrir „innanhússreglum”, sem giltu um
fríðindi ráðherra við bílakaup. Enn-
fremur yrði skýrt frá, hvaða ráðherrar
hefðu nýtt þessi friðindi og hvernig.
Frumvarp um reglur um bílakaup
ráðherra situr fast í nefndinni á meðan.
- HH
' ....... .
Fiskiðnaðarfólk við Eyjaf jörð:
ÞRIGGJA MANAÐA
HELGARVINNUBANN
ÁKVEÐIÐ í SUMAR
— Neyðir okkur ef til vill til að leggja einhverjum skipum,
segir framkvæmdastjóri ÚA
„Það er nú einu sinni svo að þótt
fólki sé ekki skylt að vinna yfir- og
helgidagavinnu, ber það þann hug til
fyrirtækja sinna að það gerir það nær
undantekningarlaust, ef þess er
óskað,” sagði Sævar Frímannsson,
starfsmaður verkalýðsfélagsins Ein-
ingar við Eyjafjörð í viðtali við DB í
gær.
Félagið gekkst fyrir víðtækri skoð-
anakönnun meðal starfsfólks í fisk-
iðnaði nýverið, um helgarvinnubann
í þrjá mánuði i sumar, og voru 92%
spurðra fylgjandi því. Var bannið
ákveðið á grundvelli þess.
í öðrum greinum, svo sem bygg-
ingariðnaði, er hins vegar annað uppi
á teningnum, eins og félagið bjóst
við, því þá er sumartíminn aðal „ver-
tíðin”.
í fyrrasumar var sett á helgar-
vinnubann í fiskiðnaði við Eyjafjörð
um tíma, en veittar nokkrar undan-
þágur þegar þannig stóð á og fólk
vildi vinna.
„Þetta snertir okkur illa og dregur
úr afkastagetu fiskiðjuvers okkar um
1/6 þar sem unnið hefur verið nær
alla laugardaga sem af eru árinu. í
ljósi þessa er okkur nauðugur einn
kostur, að draga úr sókn skipa okkar
eða jafnvel láta þau sigla út með afl-
ann, sem við teljum óheppilegt,”
sagði Gísli Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf., er DB innti hann álits á
banninu.
Þótt eitthvað yrði dregið úr þorsk-
sókn í sumar yrði skipunum beint í
aðra stofna svo aflamagnið þyrfti
ekki að minnka miðað við sl. sumar.
Þá efaðist hann um að t.d. skólafólk,
sem gjarnan sækir í uppgripavinnu
hjá ÚA á sumrin sér til framfæris yfir
veturinn, yrði hrifið af þessu.
Er Gísli var spurður hvort vinnu-
t’uninn á virkum dögum yrði ef til vill
lengdur til að mæta þessu, taldi hann
ólíklegt að til þess væri gripið þar
sem það reyndist ekki heppilegur
vinnutími frá beggja sjónarhóli. - GS
KRA TAR KLOFNIRILAUNAMALUNUM
Skoðanir eru ákaflega skiptar hjá
alþýðuflokksmönnum um, hvað gera
eigi í launamálunum. Þar hafa komið
fram hvers konar róttækar skoðanir,
allt frá því að frysta allt kaup út í að
láta aðila vinnumarkaðarins eina um
þetta. Nefnd hefur verið skipuð, sem
á að ganga frá stefnu flokksins um
helgina.
Alþýðuflokksmenn ræddu málin í
gær, eftir að fyrir lá ályktun Verka-
mannasambandsins, þar sem krafizt
var „hörku” af rikisstjórninni. Líta
þeirsvoá, að Verkamannasambands-
menn vilji fyrst og fremst fá þak á
launahækkanir til að halda hálauna-
mönnum niðri.
Rikisstjórnin ræddi í gær tillögur
Alþýðubandalagsmanna og Fram-
sóknar, sem DB hefur skýrt frá. Varð
ekkert samkomulag, og verður málið
tekið fyrir á stjórnarfundi á mánu-
dag.
- HH
Byggingastofnun landbúnaðarins ífyrirvaralausu skyndiverkfalli:
Getur tafið alvarlega
segir byggingaf ulltrúi Suðurlands
I.Þessi ákvörðun Byggingastofnunar
landbúnaðarins, sem ég ekki skil og
var tekin án vitneskju Stofnlána-
deildar landbúnaðarins, kann að
tefja verulega fyrir byggingafram-
kvæmdum þeirra bænda, er hugöust
ráðast í slikt að slætti loknum og ekki
hafa nú þegar útvegað sér teikning-
ar,” sagði Marteinn Björnsson,
byggingafulltrúi landbúnaðarins á
Suðurlandi, í viðtali við DB í morg-
un.
Marteinn fékk fyrir nokkrum
dögum bréf frá stofnuninni, þess
efnis að engar teikningar yrðu af-
greiddar í mai og júní, sem sagt fyrir-
varalaust. Telur Marteinn að opinber
stofnun gæti ekki leyft sér slíkt og
hyggst hann eftir beztu getu leysa
vanda bænda þrátt fyrir þetta
„skyndiverkfall” eins og hann túlkar
aögerð stofnunarinnar.
Helzt grunaði Martein að þetta
stæði í samhengi við ný byggingalög,
sem nú er verið að vinna reglugerðir
við, en þrátt fyrir þaö taldi hann það
ekki nægilega ástæðu til að tefja svo
fyrir framkvæmdum manna. -GS
Srjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979.
ErSveinn að hætta?
„Það kem-
uríljós”
„Það kemur allt í ljós,” sagði Sveinn
Einarsson þjóðleikhússtjóri þegar DB
spurði hvort hann hygðist láta af
störfum á næstunni. Sveinn hafði það á
orði að hætta áður en hann hélt til
Bandaríkjanna í vor og er nú fullyrt við
DB að hann ætli að gera alvöru úr bvi.
„Ég tel að menn eigi ekki að sitja of
lengi í svona embættum. Ég vil að
minnsta kosti ekki sitja of lengi,” sagði
Sveinn í viðtali við DB.
Hann var þá spurður um mál leikar-
anna tveggja, Randvers Þorlákssonar
og Bjarna Steingrímssonar, sem sagt
var upp B-samningi en uppsögnin olli
miklum deilum í leikhúsinu:
„Þetta gengur allt sinn gang. Málið
er komið í hendur á lögfræðingum. En
það hvort ég hætti er ekkert tengt þessu
máli,” sagði Sveinn.
- DS
Alvörubelja
eða ekkert!
Kynbótakálfurinn Jörundur i
Hrísey, sem við sögðum frá á dögunum
og vegur á sjötta hundrað kiló, er ekki
einasta fastur fyrir hvað varðar líkam-
lega burði.
Jörundur fæst ekki með nokkru
móti til að leggja sitt af mörkum til
fjölgunar nautgripum landsins nema
hann fái sprelllifandi belju til móts við
sig. Á dögunum bauðst Jörundi gervi-
kú sem hann harðneitaði að leggja lag
sitt við — og við það sat þegar síðast
fréttist.
-ÓV
Frændi Jörundar I Hrisey — þessi er
sagður gera talsvert minni kröfur en
Jörundur.