Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MAÍ1979. 2 t LEGGJA SAMT —ólöglega Vegfarandi hringdi: Ég las fyrir stuttu hjá ykkur að al- þingistnenn og ráðherrar hefðu ekki heimild til þess að skilja bila sína eftir mannlausa fyrir utan Alþingishúsið, og gaf Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn þær upplýsingar. Nú er ég staddur í simaklefa fyrir framan Póst og síma og við mér blasa nokkrir kaggar sem hefur verið lagt ólöglega fyrir framan þetta virðulega hús. Allir eru þeir mannlausir og enginn þeirra hefur að minnsta kosti enn fengið sektarmiða. Grásleppukarlar fá engar bætur — lagmetissjóður gæti leyst vandann Liija Bergþórsdóttir skrifar: Ég hef heyrt því fleygt að það sé mikið vandamál að bæta grásleppu- körlum á hafisasvæðunum tekju- og veiðarfæratjón það er þeir hafa orðið fyrir þar sem þeir eigi ekki aðild að neinum sjóðum. En er ekki vanda- máliðauðleyst?Grásleppukarlar hafa greitt margar milljónir á undan- förnum árum í lagmetissjóð án þess að hafa fengið nokkúð þaðan. Væri ekki ráð að sjóður þessi tæki að sér að bæta grásleppukörlum tjón þeirra svo að þeir fengju eitthvað til baka af þeim peningum sem þeir hafa borgað í sjóðinn? Nafn á f rummáli fylgi með Amma skrifar: „Mig langar til þess að koma á þýddra leikrita á frummálinu sé látið framfæri frómri ósk til leiklistar- fylgja með þegar getið er um leikrit i deildar útvarpsins. Það er að nafn dagskrárkynningu fjölmiðla.” Farið á grásleppuveiðar. nK&r Jgæ Ilil pi11*| gjHll Þegar Ijósmyndari blaðsins, Ragnar Th. Sigurðsson, átli leið framhjá Alþingishúsinu þennan sama dag stóðu þrír mann- lausir bílar þar fyrir utan. DB-mynd R.Th.Sig. Lítill verðmunur á kók — í Reykjavík og á Egilsstöðum Ferðalangur 2 hringdi: Ég las hjá ykkur í Dagblaðinu um- kvartanir ferðalanga vegna þess hve innihald litillar kók væri dýrt i sölu- skálanum á Egilsstöðum. Kostar hún 180 krónur þar. Ég kom fyrir skömmu I flugstöðina á Egilsstöðum og ætlaði að kaúpa mér þar litla kók. Og, takk fyrir, innihaldið kostaði litlar 300 krónur. Ef söluskálinn á Egilsstöðum getur selt sína kók á „litlar” 180 krónur, hvernig fer þá flugstöðin að því að selja hana á nærri því tvisvar sinnum hærra verði? DB hafði samband við Þráin Jónsson í Flugstöðinni á Egilsstöðum: ,,Það er til skýring á þessu eins og öllu öðru. Munurinn á söluskálanum hér og flugstöðinni er sá að ég hef veitingaleyfi með borðum á flugstöð- inni, sem er vitanlega ekki i söluskál- anum. Og satt að segja finnst mér þetta verð ekki of hátt, þvi ef þú athugar hvað lítil kók kostar á flug- vellinum í Reykjavik er hún lítið ódýrari. Sá verðmunur er ekki fyrir flutningsgjaldi hingað.” DB hafði samband við veitinga- stofu innanlandsflugs á Reykjavíkur- flugvelli. Þar fengum við þær upplýs- ingar að kók væri seld úr vélum og kostaði glasið 250 krónur. Á flugvell- inum á Akureyri kostar innihaldið 260 krónur, enda er mun styttri keyrsla frá Reykjavík til Akureyrar, en frá Reykjavík til Egilsstaða. Raddir lesenda Glæsilegt úrva/af SVEFNPOKUM HUJmfj íNoregi með dún og/eða Hollofil fyllingu Helsport Heia, verð kr. 22.900,- Fylltur með dacronfiber, 90 cm rennilás að framan Lengd 215 cm, þyngd 1.5 kg, lœgsta hitastig: + 5C Siesta Super, verð kr. 22.600.- 280 cm opinn rennilás, hœgt er að renna tveimur saman. Fylltur með dacron HOLLOFIL, nýja fibernum sem líkist dún. Lengd 200 cm, þyngd 1.8 kg, lægsta hitastig: 0°C. SAVALEN, verð kr. 26.500.- 200 cm hliðar-rennilás. Fylltur mJdacronfiber Lengd 225 cm. þyngd 1.7 kg. lœgsta hitast.: 0°C VANDRERN, verð kr. 30.700.- Fylltur m/dacron HOLLOFIL, 90 cm hliðarrennilás Lengd 225 cm, þyngd 1,75 kg, lœgsta hitast.: —I0°C. BJÖRNOYA, verð kr. 43.500.- Fylltur að ofan með andadún. Neðan m/dacron- fiber. Þyngd 1.5 kg, lægsta hitastig: —I2C. TIRICH MIR, verð kr. 78.300.- Fylling: ca 600gr hviturgœsadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.35 kg, lægsta hitast.: —25°C. PÓSTSEIMDUM TROLLHEIMEN, verð kr. 58.900,- Fylling:ca 600gr grár gœsadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.2 kg, lægsta hitast.: —5°C. DUNLERRET, verð kr. 76.500.- Fylling. ca 700 gr andadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.8 kg, lægsta hitast.: —20°C GLÆSIBÆ - SÍMI30350 Hvað á að gera við gamla muni úr verzlun- um? Lesandi hringdi: Mig langar til þess að fá vitneskju um hvað gera á við gamla muni úr verzlunum, ef fólk á slíka muni i vörzlu sinni? Er ekki til neins konar „verzlunar- safn’V, eða hefur komið til tals að komaslíku safni á laggirnar? Ég á i fórum mínum tvo hluti úr verzlun úti á landi — sem reyndar var fyrsta islenzka verzlunin i litlu sjávar- þorpi, ekki langt frá höfuðborginni. Annar hluturinn er forkunnarfalleg búðarvog og hinn auglýsingaspegill, hvorutveggja i fyrsta flokks ástandi. Ég veit að spegillinn kom til landsins árið 1897 frá hollenzku vindlafyrir- tæki, en hins vegar veit ég ekki hvenær vigtin kom hingað til lands, veit aðeins að hún er mjög gömul. Það er synd að láta slíka muni fara í óhirðu, og einhvern veginn finnst mér að ekki væri illa tilfundið að sett væri á laggirnar ,,gömul krambúð” i einhverjum tengslum við Þjóðminja- safnið.” Vafalaust hafa Ijósastæðl sem þessi verið til i krambúðunum í gamla daga. Myndin er af sýningunni Ljós- ið kemur langt og mjótt. DB-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.