Dagblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 2
"""". *
Gauks-
hreiður
ellinnar?
GJ skrifar:
Ég er viss um, að ég er ekki einn
um að telja það nauðsynlegt að rann-
sókn fari fram á því, hvernig búið er
að gamla fólkinu á hinum stóru elli-
heimilum borgarinnar. Frásögn
Særúnar Stefánsdóttur í Helgar-
póstinum 18. maí er slík, að hún ein
réttlætir það að rannsóknar sé
krafizt. Jafnvel þótt ekki væri allt
satt sem þar er sagt þá er lýsingin slík
að ekki verður komizt framhjá þvi að
álíta að gamla fólkinu þarna sé á
engan hátt sýnd sú nærgætni sem það
á skilið. Fyrirsögnin á greininni i
Helgarpóstinum „Gaukshreiður ell-
innar?” á að leiða hugann að kvik-
myndinni Gaukshreiðrinu sem fjöl-
margir íslendingar sáu og hryllti við
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979.
Gamla fólkið
hef ur gleymzt
—stórar stof nanir bjóða upp á færibandavinnu
meðferðinni sem geðsjúklingarnir
þar voru látnir sæta. Við verðum
alltaf að vera á verði gegn þvi að svo
ómannúðleg framkoma eigi sér stað á
hinum ýmsu stofnunum okkar
íslendinga. Þó að í þessu ákveðna til-
felli haft Elliheimilið Grund verið'
gagnrýnt, eða öllu heldur ákveðin
manneskja, þar, þá má ekki gleyma
því að þetta getur alls staðar komið
fyrir þvi mennirnir hafa sýnt það og
sannað gegnum aldirnar, að þeir eru
til alls vísir.
Það er örugglega óheppni þessa
ákveðna elliheimilis að verða fyrir
þessari gagnrýni. Þetta er hlutur sem
alls staðar getur komið upp og því
verður alls staðar að vera á varðbergi
gegn honum, og víst er um það, að
fáir ef þá nokkrir íslendingar hafa
unnið jafn mikið og gott starf fyrir
gamla fólkið og einmitt Gisli Sigur-
björnsson forstjóri Grundar, og hann
á það því sízt skilið að einhver hluti
starfsfólks hans setji slíkan blett á
stofnun hans. Hins vegar mætti þessi
frásögn í Helgarpóstinum verða
okkur íslendingum hvatning til að
búa betur að gamla fólkinu en gert
hefur verið. Hér er ekki um þrýstihóp
að ræða og því hefur hann gleymzt
löngum og búið við kröpp kjör í
okkar velferðarþjóðfélági. Stórar
stofnanir bjóða upp á færibanda-
vinnu og þar er því sjaldnast tími til
að huga að andlegri velferð fólks.
Lítil og manneskjuleg elliheimili eru .
það sem koma skal, jafnframt sem
stefnt verði að því að gamla fólkið
geti búið eins lengi heima hjá sér og
mögulegt er. Til þess þarf að auka
heimahjúkrun og ýmiss konar
þjónustu við gamla fólkið. Allt
kostar þetta auðvitað peninga en
gamla fólkið á það sannarlega skilið
að peningum sé veitt til að stuðla að
aukinni velferð þess. Það hefur beðið
nógu lengi.
Gera þyrfti gamla fólkinu Ideift að
dvelja eins lengi í heimahúsum og
það vill sjálft.
BÍLASALAN
VITATORGI
Dodge Dart Swinger árg. ’72, ekinn Saab 99 árg. ’73, drapplitur, sumar-
70 þús. 6 cyl., sjálfsk., hvítur m/blá- dekk, vetrardekk, útvarp, segulband.
um vínyltoppi, mjög fallegur og Skoðaður ’79, skipti á Camaro árg.
góður bill. Verð 2,6 millj. ’70—’71 koma til greina.
Mazda 818 árg. '74, 2ja dyra, ekinn Mazda 929 árg. ’76, grænn, 4 cyl.,
66 þús., grár, gott lakk, útvarp. beinsk., ekinn 41 þús. Gullfallegurog
Skipti á mjög ódýrum bil koma til góður bill. Einn eigandi. Verð 3,6
greina (ca 500 þús.). Verð 1900þús. millj.
BEZTI MOT-
LEIKURINN GEGN
HÆKKANDI
BENSINVERÐI
HABERG h§
Foreldrar sinubrennara:
Fjárhagslega ábyrgir
Kona í Bústaðarhverfinu skrifar:
Alveg er það skelfilegt tjón sem
börn og aðrir fáráðlingar hafa valdið
í vor með því að kveikja, viljandi eða
óviljandi í sinu. Við börnin er ekki
hægt að sakast vegna óvitaháttar
þeirra en við foreldrana er hægt að
sakast.
Hvernig er það orðið, ráða
foreldrar ekkert við börnin sin? Láta
þeir þau valsa um allt með eld-
spýtur í vasanum sjálfum sér og
öðrum til tjóns? Eða getur það verið
að foreldrarnir hvorki viti né vilji vita
hvað börnin þeirra aðhafast? Er
foreldrum virkilega sama hvað
börnin gera, svo lengi sem þeir sjálfir
hafa frið? Ef svo er ætti þetta fólk
ekki að eiga börn.
Mér finnst að hiklaust ætti að gera
foreldra þeirra barna sem valda tjóni
með eldfærum skaðabótaskyld fyrir
tjóninu. Það yrði kannski til þess að
betur yrði passað upp á börnin.
— og þurfti að greiða nýjan símatengil sjálfur
- . -
Lögregla og slökkvilið hafa átt i önnum undanfarnar vikur við að slökkva cld i
sinu, eld sem oftast hefur verið kveiktur af börnum.
sama og allir þurfa að greiða fyrir
flutning. En vegna þess að skipta
þurfti um tengil í íbúðinni þurfti ég
að fá menn frá símanum til þess.
Fyrir það þurfti ég að greiða 4000
krónur í ferðakostnað og 1700
krónur í vinnu. Nú vil ég halda þvi
fram að það sé ekki mér að kenna
þótt gamlir tenglar símans verði úr-
eltir og setja þurfi nýja. Ég tel þvi
þessar 51700 krónur sem fóru í akstur
og vinnu vera kostnað sem síminn á
að greiða sjálfur, en ekki ég. En þeir
hjá símanum eru víst ekki á sama
máli, eins og á reikningnum má sjá.
Og einu vil ég bæta við. Þessi
flutningur tók anzi langan tíma, því
við vorum símalaus í rúman sólar-
hring.
Flutningsgjald..............23.000
Ferðakostnaður...............4.000
Vinna........................1.700
28.700
Söluskattur 20% afkr. 23.000 4.600
Samtals 33.300
Það væri hreint ekki amalegt að eiga
kost á slíku símatæki sem þessu.
Lestrarsalur Landsbókasafnsins.
DB-mynd Hörður.
Fyrir hverja er
Landsbókasafnið?
Hólmar hringdi:
Fyrir hverja er Landsbókasafnið?
Þvi spyr ég að safninu er lokað
klukkan sjö að kvöldi alla virka daga,
nema laugardaga. Þá klukkan tólf á
hádegi.
Ekki er þetta fyrir fróðleiksfúst
launafólk, sem þrælar alla daga fram
að kvöldmat. Ekki eru þessu fólki
Raddir
lesenda
gefnar nema þrjár klukkustundir á
hverjum laugardegi til að heimsækja-
•safnið.
Ég skora á yfirvöld að bæta hér um
og hafa almennan lestrarsal Lands-
bókasafnsins opinn á kvöldin og
bæði á laugardögum og sunnudög-
um.
RAGNHEIÐUR
KRISTJÁNSDÓTTI
Lesandi skrifar:
Fyrir stuttu las ég lesendabréf frá
óánægðum viðskiptavini Pósts og
síma og kvartaði hann yfir of háum
ferðakostnaði. Nýlega átti ég einnig
viðskipti við Póst og síma í sambandi
við flutning síma mins.
Þannig var að ég bjó í nýju húsi og
hafði síma þar. Síðan flutti ég í gamla
íbúð og kom þá í Ijós að klóin á síma-
tækinu mínu passaði ekki í tengilinn í
gömlu íbúðinni. Flutningsgjaldið var
23.000 krónur og mun það vera það
Raddir
lesenda
Að gefnu tilefni skal þeim
sem senda Dagblaðinu les-
endabréf bent á að þau eru
ekki birt nema nafn og
heimilisfang ásamt nafn-
númeri sendanda fylgi með.
FLUTTI í GAMLAÍBÚÐ
Símar: 29330/29331