Dagblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979. 11 brottför keisarans hafi verið loka- punktur byltingarinnar í fran. En nú er svo komið að byltingar- menn eru farnir að glíma hver við annan. Fáist ekki eingöngu við gömlu stjórnina en séu þess í stað farnir að þjarka hver við annan. Fylgismenn Khomeinis elta og drepa fylgismenn gömlu stjórnarinnar af miklum móð. En sá eltingarleikur er að snúast upp í átök við friðsamari öfl meðal leikra 'og lærðra. Niðurrifið á gamla skipulaginu er að snúast upp í skærur milli hinna ýmsu fylkingararma byltingarmanna. Mánuðir, jafnvel ár, kunna að líða þangað til öldurnar lægir í landinu. Og þess er einnig langt að biða að það komist á hreint hverjir af hinum ýmsu byltingarhópum verði endan- lega ofan á. Ekki er hægt að spá með neinni vissu um hvort það verða hægri menn, vinstri menn eða þeir í miðjunni. Þó eru fremur horfur á því að þjóðernissinnar verði sterkari en þeir sem vilja halla sér að Sovét- mönnum. Bandaríkjasinnar virðast hafa versta stöðu. Hitt er svo annað má! að fyrir Vesturlönd gætu skiptin orðið þægilegri við stjóm hlynnta Sovétríkjunum heldur en harða þjóð- ernissinnaða vinstristjórn. Erlendis hafa menn auðvitað mesta samúð með þeim öflum sem reyna að hemja hryðjuverk og koma á lögum og reglu. En þeir friðsömu mega sín lítils þegar byltingarbylgja rís og eng- inn veit enn hverjum hún lyftir. Þannig átti Shahpur Baktiar betri ör- lög skilið en hann hlaut. Sem for- neytis úr olíu. Það má nota í iðnaði, í samgöngutækjum svo sem skipum, bílum og flugvélum, með þvi mætti framleiða raforku og það er hægt að liita upp vatn til húshitunar með \etni. Yfirleitt getur vetni, eðaelds- neyti framleitt úr vetni, komið i stað ..petrokemisks” eldsneytis á öllum sviðum nema þar sem sérstök þörf er fyrir kolefni við bruna. Vegna þess að vitað er að olía mun ganga til þurrðar í öllum ríkjum heims, og vegna þess hve lífsgæðastig og hagneysla þjóða er í réttu hlutfalli við orkunotkun á íbúa, hafa allar þjóðir áhuga á að finna orkumiðil sem komið getur í stað olíu. Tækni- lega er hægt að framleiða vetni hvar sem er með því að breyta öðrum orkumyndum í vetni, t.d. vatnsorku, varmaorku, vindorku, kjarnorku eða sólarorku. Þótt .framleiðslukostnaður vetnis sé nú hærri en framleiðslukostnaður olíu og bensíns er engu að siður hag- kvæmara að nota vetni sem eldsneyti t.d. fyrir hljóðfráar þotur, jafnvel bila og almenningsvagna þar sem meiri varmaorka er bundin í hverri þyngdareiningu vetnis en bensíns. Þannig myndi eldsneytiskostnaður á hverja 100 km verða svipaður nú með sætisráðherra tókst honum að telja keisarann á að fara úr landi af sjálfs- dáðum, og var það ekki lítið afrek. En ekki var mánuður liðinn þegar hann varð sjálfur að leggja niður ráð- herradóm. Augsýnilega var það ætl- un hans að forðast blóðsúthellingar við stjórnarskiptin. En það stoðaði lítið. Eftirmaður hans, Mehdi Bazargan er, þegar þetta er skrifað, að berjast við að endurheimta völdin frá bylt- ingardómstólum götunnar. Þeir handtaka fólk, dæma og taka af lífi umsvifalaust. Málsmeðferð getur tekið minna en klukkutíma. Hið nýja stjórnskipulag er enn í blóðböndun- um. Þegar hersveitir keisarans misstu völdin skapaðist tómarúm sem bylt- ingarmenn slást nú um að leggja undir sig. Bæði i Moskvu og Washington fylgjast menn áhyggju- fullir með þeim leik. Því þegar leys- ingjarnar hlaupa í múhameðstrúna Kjallarinn Leó M. Jónsson vetni og með bensíni þótt vetnið sé tvisvar sinnum dýrara i fram- leiðslu. í flugrekstri gæti vetni orðið algengt löngu áður en olía er útrunnin. Þotur mundu bera með sér vetni í vökvaformi en það er þrisvar sinpum rúmfrekara en þotueldsneyti er nú en þrisvar sinnum léttara. Lockheed verksmiðjurnar í Banda- og hún fer að flæöa yfir alla bakka þá getur það haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Flóðbylgja írönsku bylt- ingarinnar hefur liaft mikil áhrif í Pakistan og boðaföllin hafa nú náð til Afganistan. Stjómin þar, sem er vinveitt Sovétríkjunum, á í vandræð- um. Hún kann að falla. Það er ekki víst að Sovétríkin sleppi algjörlega við skakkaföll I þeim leik. Og berist flóðbylgjan norður og austur er ekkert því til fyrirstöðu að hún falli suður og vestur. í Washington hefur Carter lýst þvi yfir að hann hyggist í bili ekki sinna öðru en innanríkismálum — en óhætt er að ráðleggja honum að hafa auga með löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, því byltingin í íran er ekki hjöðnuð. Verði saga hennar áþekk hinum frægu byltingum í Frakklandi og Rússlandi þá geta orðið miklar svipt- ingar þar á næstu mánuðum. rikjunum hafa á undanförnum árum unnið að því að gera kleift að nota vetni sem eldsneyti bæði í hljóðfráum þotum og þotum sem fljúga undir hljóðhraða. Vetni er þegar framleitt án erfið- leika viða um heim í áburðarverk- smiðjum, t.d. á íslandi. Það hefur lengi verið framleitt og notað sem eldflaugaeldsneyti vegna þess hve það er létt. Tæknilega er því ekkert því til fyrirstöðu að vetni sé framleitt í stórum stíl. Erlendis er unnið að því af krafti að finna ódýrari aðferðir við vetnisframleiðslu. Þær aðferðir verða fyrr en síðar almenningseign og flestum þjóðum er betur treystandi en íslendingum til þess að finna þær aðferðir. íslensk vísindapólitík Tvískinnungur íslenskra stjórn- valda gagnvart nýjum orkumyndum er sprottinn af þörf þeirra fyrir skatt- heimtu. Þannig hefur hið opinbera litinn áhuga á því að spara eldsneyti í landinu þar sem það mundi minnka tekjur þess. í stað þess að nota aðferðir annarra þjóða og hvetja til orkusparnaðar, t.d. á sviði húsahit- unar með olíu, er valin sú leið að við- halda eyðslunni með því að greiða fólki styrk fyrir viðvikið. Ríkisvaldið lætur sér i léttu rúmi liggja það aðstöðubrask sem þegar er staðreynd i kringum þennan olíustyrk, aðal- atriðið er að innheimta skatta og hagnast sem mest á aðgerðum araba á heimsmarkaði, þótt óbeint sé, — Rússar eru þar notaðir sem milliliðir og faktúrufalsarar íslenskra ríkis- stjórna. Það er stundum sagt að nauðsynin sé móðir uppfinninganna eða þá að neyðin kenni nöktum „starfskrafti” að spinna. Á íslandi er ríkisforsjá orðin langamma uppfinn- inga auk þess sem skattpíning þröngvar heiðarlegum til hyskni. Öruggasta leiðin til langvarandi örbirgðar er að hafa hugmyndir og framkvæma þær uppá eigin spýtur. Hugsjónir eru, enn sem komið er, óskattlagt tómstundagaman þeirra sem ekki hafa annað við timann að gera. fslensk vísindi eru hvorki mikil né merkileg nema á hugsjónasviðinu, — nánast öll tækniþekking þjóðar- innar er aðfengin eða sníkt. Þeir sem eiga að teljast visindamenn þjóðar- innar á tæknisviðinu, t.d. á sviði orkumála, eru fyrst og fremst sér- hæfðir í því að krækja í fjárveitingar. Rannsóknir og þróunarstarfsemi hefur lengst af verið talin undarleg sérvizka i augum þjóðar sem tekur erlend lán til þess að eyða sumarleyfi i ' spönskum ferðamannavítum. Þess vegna er ekkert óeðlilegt þótt | vísindamenn birtist öðru hvoru í fjöl- miðlum og segi við þjóðina „gemmér rafbíl svo ég geti sýnt hvað ég kann” eða „gemmér vetnisverksmiðju svo ég drepist ekki úr leiðindum.” Leó M. Jónsson, tæknifræðingur heilsugæslu, kennslu og þjálfun og félagslega þjónustu hvers konar og samræmi alla þessa þætti undir einni heildarstjóm.” Ætla hefði mátt að nú væri málið komið á góðan rekspöl En því miður sá þingnefndin, sem málið fékk ástæðu til þess að vísa málinu frá m.a. af þvi að ekki væri séð að heildarlöggjafar væri þörf. Fleiri álíka skynsamlegar ályktanir komu fram í nefndaráliti, sem ég hlífi nefndarmönnum við að rekja hér. Góður árangur En minnast skal þessa nú, er lög- gjöfin er í höfn, hver breyting er þó á orðin, viðhorfs- og hugarfarsbreyt- ing, byggð á auknum skilningi al- mennt á málinu. Nú komu landssamtökin Þroska- hjálp til skjalanna. Þetta varð þeirra aðalbaráttumál. Mönnum var Ijóst að í krafti nýrrar löggjafar, sem byggði á því bezta sem nú er þekkt, væri unnt að halda áfram, knýja á hina einstöku þætti með löggjöfina að bakhjarli. Að þessu hefur sleitulaust verið unnið, á ýmsu gengið að vonum, sem hér verður ekki rakið, en við marga örðugleika var að kljást, sem loks tókst að yfirstíga. Nefnd var sett í málið af hálfu þeirra ráðuneyta, er þessi mál snerta mest. Sú nefnd skilaði áliti, sem ekki náði fylgi Þroskahjálpar, enda í alltof mörgu of skammt gengið. Á s.l. sumri var svo sett ný nefnd i málið og það sem ég álit að hafi þar gert gæfumuninn var það, að nú átti þar sæti einn ötulasti og gleggsti baráttumaður úr röðum Þroska- hjálpar Jón Sævar Alfonsson. Nefndin vann hratt og vel og árangur nefndarstarfsins liggur nú fyrir i löggjöf, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Þar eru saman komin veigamestu atriðin í þeim baráttumálum, sem Þroskahjálp setti á oddinn. Þessu hafa verið gerð góð skil i fjölmiðlum, en á nokkur atriði skal minnst. Jafnréttiskrafa í öndvegi Jafnréttiskrafan til handa þessu fólki er þar i öndvegi sett svo sem vera ber. Margir hafa sagt og spurt: Hvers vegna heildarlöggjöf — sérlög- gjöf? Á ekki í hinni almennu lagasetn- ingu að vera tryggt þetta jafnrétti m .a. til náms? Vissulega er þetta rétt. En þó skal að þvi gætt, að við erum hér enn svo langt á eftir, að hér þarf til sérstakt aukaátak sem ekki verður hjá komizt með neinu móti. Þegar því er lokið, þegar við höfum t.d. eignast heildstæða félagsmálalög- gjöf, sem engin er til í dag, þá mun Þroskahjálp standa að því með gleði að fclla þessi lög úr gildi, en fyrr ekki. í fyrsta lagi næst það nú fram að yfirstjórn þessara mála er nú samræmd, ráðuneytin þrjú skipa menn í stjórnarnefnd, en sérstök deild í félagsmálaráðuneytinu annast málefni þroskaheftra. Sérstökum svæðisstjórnum er komið á í hverju kjördæmi og i ágætri upptalningu er skilgreint hvaða þjónusta skuli veitt á hverju svæði. Fyrir hina afskekktari landshluta er hér um stórkostlega réttarbót að ræða. Þjónustan felst í: 1. Frumgreining. 2. Sjúkraþjálfun. 3. Iðjuþjálfun. 4. Þroskaþjálfun. 5. Talkennsla. 6. Félagsráðgjöf. 7. Leiktækjaþjónusta. 8. Sálfræðiþjónusta. Þá eru glögg og skýr ákvæði um tilkynningarskyldu, því miklu varðar að sem fyrst sé brugðið við, ef hætta er á eða eitthvað bendir til þess að barn sé þroskaheft. Þar talar bitur reynsla margra sínu máli. í framhaldi af því skal ríkið svo starfrækja aðal- greiningarstöð, sem hefur skýrt afmörkuð hlutverk og þar sem Kjallarinn Helgi Seljan starfar hið hæfasta lið til rannsókna, ráðgjafar og leiðbeininga auk annarrar þjónustu. Þá er ýtarlegur kafli um þjónustu og stofnanir, sem ríkinu er skylt að reka fyrir þroska- hefta, allt frá deildum tengdum dagvistarstofnunum og leikskólum til afþreyingarheimila og verndaðra vinnustaða. Hér er vikið aðeins að veigamestu atriðum, en vissulega mætti fleiri telja. Við meðferð þingsins á málinu kom inn í lögin kafli um fjár- mögnunarhliðina vegna frumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur um fram-' kvæmdasjóð öryrkja. Þar er um verulega aukningu að ræða á fjármagni umfram það, sem nú gildir, þó til fleiri þátta fari að, vísu. Róðurinn í fjármögnunarþættin- um ætti því að vera léttari með til- komu þessa kafla. Áfanga er náð, en eftir er að fylgja honum eftir, svo rækilega að sérlöggjöf verði óþörf innan fárra ára m.a. af því að þá verðum við búin að fá þá félagsmála- löggjöf, sem svo sárlega skortir í dag. Jafnréttiskrafan er borin fram af vaxandi þunga og hún á ekki við þennan hóp öryrkja einan. Hún hlýtur áfram að verða í önd- vegi, þar til sigri er náð. Og ég hlýt að vera bjartsýnn. Þegar ég lít-til baka til þeirra dapurlegu daga, þegar tillaga mín og annarra áhugamanna um þessi mál fékk frávísun á Alþingi og svo aftur til vordaganna nú með nýsamþykkta löggjöf í anda þeirrar tillögu þá hlýt ég að gleðjast. Samtökunum Þroska- hjálp óska ég til hamingju með árangurinn, nefndinni allri þakka ég gott starf og ráðherrann fær heilla- óskir í tilefni þess að hann skyldi eiga þess kost að flytja málið fyrir hönd þeirrar ríkisstjórnar, sem svo vel hefur á þessu máli tekið. Helgi Seljan alþingismaður. „Jafnréttiskrafan er borin fram af vax- andi þunga. . . Hún hlýtur áfram að verða í öndvegi, þar til sigri er náð.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.