Dagblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979.
t --
ÍSLAND-SVISS - útvarp í kvöld kl. 19.35:
HVAÐ GERA ÍSLENZKU
ATVINNUMENNIRNIR?
Hermann Gunnarsson fréttamaður
verður staddur með hljóðnemann á
Wankdorf-leikvanginum í Bern og lýsir
síðari hálfleik í landsleik íslendinga o’g
Svisslendinga í Evrópukeppni lands-
liða. Þessa leiks er beðið með tölu-
verðri eftirvæntingu þar sem allir sterk-
ustu atvinnumenn íslendinga leika nú
með landsliðinu og hafa margir þeirra
getið sér mjög gott orð erlendis. Nægir
þar að minna á að Jóhannes Eðvalds-
son þótti koma mjög tU áUta sem knatt-
spyrnumaður ársins í Skotlandi i
kosningum sem fóru fram nýlega og
hefur hann yfirleitt verið bezti maður'
liðs síns i vetur. Ásgeir Sigurvinsson
hefur verið yfirburðamaður hjá hinu
sterka belgíska félagi, Standard Liege,
og hafa mörg af sterkustu liðum
Evrópu boðið í hann háar peningaupp- ’
hæðir en Standard viU ekki láta hann af
hendi. Þá hafa þeir Pétur Pétursson bg.
Arnór Guðjohnsen getið sér mjög gott
orð með félögum sínum í HoUandi og
Belgíu og verið mjög marksæknir og er
ekki að efa að þeir eiga eftir að velgja
hinum svissnesku varnarmönnum
undir uggum. ísland og Sviss skipa nú
neðsta sætið i sínum riðli Evrópu-
keppninnar, hvorugt liðið hefur hlolið
stig enda mótherjarnir engir aukvisar
þar sem eru Holland, Pólland og A-
Þýzkaland, en þessar þjóðir eru allar
v*
Björn Th. Björnsson.
Á HUÓÐBERGI
—útvarp íkvöld kl. 23,15:
Morðiðí
kirkjugarðinum
Jóhannes Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson, tveir sterkustu knattspyrnumenn
tsiands á undanförnum árum.
meðal alfremstu knattspyrnuþjóða
heimsins.
-GAJ-
J
1 þættinum Á hljóðbergi í kvöld
verður lesinn kaflinn ,,Morðið í kirkju-
garðinum úr sögunni af Tom Sawyer
sem er ein þekktasta saga Mark Twain.
Mark Twain var skáldanafn Samuel
Langhorne Clements (1835—1910)
þekktasta „húmorista” Bandaríkj-
anna. Á rithöfundaferli sínum skrifaði
hann ógrynni af ferðasögum, skáld-
sögum og æviminningum, sem skipa
honum í hóp heimsins mestu „húmor-
ista” fyrr og síðar.
Á fyrstu 36 árum ævi sinnar kom
Clements mjög víða við og vann við
fjölbreytilegustu störf sem settu mjög
svipmót sitt á ritverk hans síðar. Um
tíma vann hann á fljótabát á Mississipi,-
þá starfaði hann sem prentnemi um
hríð, blaöamaður og gullgrafari en
skólaganga hans var ekki löng.
Fyrsta verk hans, The Celebrated
Jumping Frog of Calaveras kom út
1867. Auk sögunnar af Tom Sawyer er
drengjasagan Huckleberry Finn eða
Stikkilsberja-Finnur ein þekktasta saga'
hans. -GAJ-
MÚRARAR
4 múrarar óskast út á land. Góð verk. —
Yfirvinnuhækkun.
Uppl. á skrifstofu Múrarafélags Reykja-
víkur.
Djúprækjuveiðar
Óskum eftir viðskiptum við báta, sem hyggja á
djúprækjuveiðar í sumar.
Uppl. í síma 96—52154 og 96—52153.
Sæblik K/f Kópaskeri
VINNUSKÓLI
REYKJAVlKUR
Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um
mánaðamótin maí-júní nk.
í skólann verða teknir unglingar fæddir 1964
og 1965 og/eða voru nemendur í 7. og 8. bekk
grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1978—
1979.
Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, sími 18000
og skal umsóknum skilað þangað eigi síðar en
23. maí nk.
Nemendum, sem síðar sækja um, er ekki hægt
að tryggja skólavist.
Vinnuskóli Reykjavíkur
ORKA—sjónvarp íkvöld kl. 20,30:
OLÍAN, HEITA VATN-
IÐ OG VATNSAFUÐ
„Þessir fyrstu tveir þættir eru hugs-
aðir sem eins konar inngangur en síðan
var ætlunin að taka fyrir þrengri svið
orkumálanna,” sagði Magnús Bjarn-
freðsson, umsjónarmaður sjónvarps-
þáttarins Orku.
„í þessum þætti verður fyrst og.
fremst fjallað um þá þrjá þætti orku
sem við sækjum í hér innanlands, þ.e.
olíuna, heita vatniðog vatnsaflið. Fjall-
að verður um, hvernig þessi orka er
nýtt og hvernig menn áætla að þróunin
verði næstu árin. Einnig verður hin
sögulega þróun þessara mála rakin frá
aldamótum.
j framhaldi af þessum inngangsþátt-
um verða einhverjir þættir um órku-
sparnað og meðal annars þáttur sem
Ómar Ragnarsson hefur umsjón með
um orkusparnað á bilum,” sagði
Magnús.
-GAJ-
Búrfellsvirkjun. íslendingar byggja á vatnsorkunni.
Þriðjudagur
22. maí
12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
A frivaktínni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagaiu „Þorp I dögun” eftir
Tsjá-sjú-lí. Guðmundur Sæmundsson les (11).
15-00 Miödegistónleikan Roberto Szidon lcikur
Pianósónötu nr. 1 í f-moll op. 6 eftir Alex-
ander Skrjabln / Kari Frisell syngur lög eftir
Agathe Backcr-Gröndahl; Liv Glaser leikur á
planó.
15.45 Neytendamál. Umsjónarmaðurinn. Rafn
Jónsson, talar við Bryndisi Steinþórsdóttur
námsstjóra um neytendafrasðslu í skólum.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popp.
17.20 Sagan: „Mikael mjögsiglandi” eftír OUe
Mattson. Guöni Kolbeinsson les þýðingu slna
(4).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Knattspyrnuleikur I Evrópukeppni lands-
Uöa: Svissland-tsland. Hermann Gunnarsson
lýsir slðari hálfleik frá Wankdorf-leikvangn-
um í Bem.
20.30 (itvarpssagan: „Fórnarlambiö” eftir
Hermann Hesse. Hlynur Ámason les þýðingu
sina (9).
21.00 Kvöidvaka. a. Einsöngun Ólafur Þor-
steinn Jónsson syngur lög eítir Björgvin
Guðmunsson, Pál Isólfsson o.fl., ólafur
Vigntr Albertsson leikur á pianó. b. Bernskuár
viö Berufjörð. Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga
I Hornafirði flytur fyrsta hluta fiásöguþátur
sins. c. „Vlöa Ijómar rós hjá rein”. Sigríður
Jónsdóttir frá Stöpum fer með frumort kvæði
og stökur. d. Þá varó mér ekki um seL Frá- ,
söguþáttur eftir Halldór Pétursson. Óskar
Ingimarsson ies. f. Kórsöngur: Blandaöur kór
syngur lög eftír tsólf Pálsson. Söngstjóri:
Þuriður Pálsdóttir.
22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Víðsjá: ögmundur Jónasson sér um þátt-
inn.
23.05 Harmonikulög. Trió frá Haliingdal i
Noregi leikur.
23.15 A hljóðbergi. Umsjónarmaður: Björn Th.
Björnsson listfræðingur. „Morðið i kirkjugarð-
inum”: Ed Begley les kafla úr sögunni af Tom
Sawyer eftir Mark Twain.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
23. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (iltdr.).
Dagskrá.
(pOTíj:ii
Þriðjudagur
22. maí
20.00 FrMMhlK veður.
20.25 Auglýs^dr^g dagskrá.
20.30 Orka. Annar þáttur er um orkunotkun ts-
lendinga og innlendar orkulindir. Umsjónar-
maður Magnús Bjarnfreösson. Stjórn upptöku
öm Harðarson.
20.55 Umheiraurinn. Viðræðupattur um erlenda
viðburði og málefni. Umsjónarmaður Gunnar
Eyþórsson fréttamaður.
21.45 Huldnherinn. Breskur myndaflokkur.
StaðgengUUnn. Þýöandi Ellert Sigurbjömsson.
22.35 Dagskrárlok.