Dagblaðið - 23.05.1979, Side 11

Dagblaðið - 23.05.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979. ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer og berjast gegn ríkisstjórn Gireks. Vonsviknir og reiðir Pólverjar hafa tvisvar áður á 25 árum rekið ríkis- stjómir af höndum sér (Girek slapp sjálfur naumlega í uppþotunum 1977) en áhyggjur ríkisstjórnarinnar eru kannski óþarfar. Kaþólska kirkj- an veit ósköp vel að opinber andstaða eða bylting myndi ekki leiða af sér neitt annað en innrás og hernám landsins af Sovétmönnum og hefur því margreynt að nota áhrif sín í þessu mikla kaþólikkalandi til þess að halda ástandinu neðan við suðu- mark. Páfinn sjálfur bjó öll sín full- orðinsár í Póllandi og gjörþekkir ástandið. Hann mun því gæta þess vandlega í ræðum sínum að vekja ekki falskar vonir með þjóðinni um breytingar sem leitt gætu af sér versn- andi sambúð ríkis og kirkju og hætt væri við banni á störf hennar. Sú staðreynd að páfinn er pólskur hefur hins vegar breytt hvað mestu í þjóðarvitund Pólverja upp á síðkast- ið. Það er hins vegar ljóst að skoðanir hans eru einmitt þær sem búast mátti við af manni úr æðstu röðum kaþólskra í Póllandi — erkiíhalds- samar. Það sem kardinálarnir voru að leita að var páfi sem leiða myndi kirkjuna inn á rétta braut að nýju með hóflegri íhaldssemi. En það sem þeir fengu var mestí bókstafstrúar- maður siðan Pius XII. leið. Jóhannes Páll II. hefur þvertekið fyrir frekari tilslakanir í viðkvæmum málum eins og takmörkun barneigna. Hann hefur undirstrikað algjört ein- lífi prestastéttarinnar án þess að hafa samráð við sína nánustu samstarfs- menn. Hann bannaði með öllu að prestar gætu horfið aftur á undirbún- ingsstig ef þeir efuðust um köllun sína, en slíkt hafði nánast verið orðið formsatriði. Enginn hefur einu sinni þorað að nefna kvenpresta við hann. Þessi algjörastöðvun frekari breyt- inga — kannski meira að segja lítið sporaftur á bak — kann að vera það sem kirkjan þarf á að halda, en það eru margir í frjálslyndari kirkjufélög- um í vestri sem efast um það. Þeir verða hins vegar að sitja á strák jsínum í langan tíma, því Jóhannes Páll II. verður.líklega við völd lengi enn og eins mun hann verða einn um sínar ákvarðanir ef að líkum lætur. Karol Wojtyla, fyrrum biskup I Krakow I Póllandi, snýr til baka sem Jóhannes Páll II. páfi kaþólskra um heim allan. Yfirvöld í Póllandi eru ekki ýkja hrifin. 11 \ Kjallarinn Sigurður R. Þórðarson vaxtaokurs, sem er aflvaki þessara skrifa. Þess skal getið að greinarhöfundur telst vera hluthafi í einu hinna vesælli meðlimafyrirtækja téðra samtaka og getur þar með talist skjólstæðingur þessa samtakamáttar. Með öðrum orðum telst greinar- höfundur til hnípins hóps, sem með undirskrifaðri yfirlýsingu hefur falið samtökunum einkaleyfi á forræði í sölumálum og afsetningu afurða sinna. Mér er nær að halda að leitun sé á viðlíka þöglum hópi, sem bölvar í þungu hljóði og bíður jafnrólegur örlaga sinna. Meðan nokkur hundruð farmenn deila um yfir 60% kauphækkun við stjórnvöld og rekstraraðila skipa- félaganna, situr hinn hljóðláti hópur framleiðenda þeirra sjávarafurða, sem við þessar aðstæður eru verst settir, hjá. Þessir eru framleiðendur afurða með mjög takmarkað geymsluþol. Stærstur þessara vöru- flokka er saltfiskur, síðan koma salt- síldin, grásleppuhrogn, ýmsar niður- lagðar afurðir og fl. Tugmilljarða verðmæti í spili í íslenskri samtíðarmynd virðist sem vænlegast hafi þótt fyrir hin ýmsu hagsmunasamtök að koma sér upp áköfum talsmönnum, eða nokkurs konar atvinnuöskrurum. Alþekkt er einnig að höfuðvindgapar samtakanna taka völdin í sínar hendur og öskra eftir eigin geðþótta í nafni samtakanna. Samanber alþýðuhreyfinguna. Á þennan hátt öskra forsvarsmenn þrýstihópanna hver á annan. Oft er erfitt að greina hver bylur hæst, eða hvar öskrin byrja. Hins vegar þykir sýnt að þau lúta lögmáli bergmálsins og kalla hvort á annað, þó í öfugu hlutfalli við lögmál bergmálsins, sem eins og kunnugt er hljómar skærast fyrst en dvínar síðan og deyr að lokum út. Þannig má hugsa sér lítið dæmi, að öskri útvegsmenn á t.d. 15% fisk- verðshækkun vegna olíuverðshækk- ana þá kveður við öskur frysti- iðnaðarins á móti um 20% gengisfell- ingu. Síðan kveður við allur hinn rammi kór og menn og hagsmuna- hópar berast á banaspjótum. Þetta er þekkt saga, sem sífellt virðist færast í aukana, m.a. með tilkomu nýrra fjölmiðlunarmöguleika. Með tilliti til framangreinds vaknar sú spuming af hverju samtök salt- fiskframleiðenda hafa ekki eignast sinn öskurapa. Er það kannski ekkert sem orð er á gerandi að saltfiskfram- leiðendur megi árvisst búast við að sitja uppi með sínar afurðir, þrátt fyrir fyrirframsölusamninga, þarsem afskipunartimar vörunnar eru þröngt afmarkaðir vegna takmarkaðs geymsluþols og annarra aðstæðna á afsetningarmörkuðunum? Það getur ekki verið í þágu heildar- innar að tugmilljarða verðmæti, sem bundin eru í þessari gamalgrónu framleiðsluvöru okkar íslendinga, séu nær árlega sett í spil vegna átaka einhverra oft mjög óskyldra hags- munahópa. í ár vegna verkfalls yfirmanna á farskipum. Árið 1978, eins og fáeinir almennir borgarar minnast ef til vill, en allir saltfiskframleiðendur koma örugg- lega til með að minnast út yfir dauða og gröf þegar sjálfskipuð valdastétt alþýðusamtakanna sýndi innræti sitt og markmið með setningu út- flutningsbanns í nafni alþýðunnar. Þessara aðgerða mun örugglega lengi minnst sem furðulegs gerræðis í garð undirstöðuatvinnuvega landsins. Þar sem þrátt fyrir allt lýðræði, verkfallsréttindi og önnur grund- vallarmannréttindi stjórnarskrárlaga, verður ekki séð að tiltölulega fá- mennum starfshópum sé lagalega, né enn síður siðferðilega, tryggður réttur til að stefna hagsmunum þriðja aðila í stórfellda hættu, sem fyrir marga getur þýtt algjört efnahagslegt hrun. Veitið undanþágur! Meðan ekki hefur enn verið ákveðið með landslögum að ein stétt geti lagt heila atvinnuvegi í rúst með aðgerðum eða aðgerðaleysi sínu vil ég biðjast griða. Það er einlægur ásetn- ingur minn, sem nýs og sjálfsskipaðs öskurapa úr hópi annars þögulla prúðmenna, að skora á stjórn Far- manna og Fiskimannasambands íslands annars vegar og stjórn Vinnuveitendasambandsins, með sitt verkbann á undirmenn farskipa hins vegar: Að þeir veiti umsvifalaust undanþágur til að flytja megi út allt sem selt er af vertíðarframleiðslunni og firra saltfiskframleiðendur þar með að brenna inni með tugi þúsunda tonna óseljanlegrar vöru. Ég heiti á drengskap forráða- manna og hins almenna félagsmanns hinna stríðandi aðila, að þeir sjái sér fært að bægja þessari vá frádyrum. Að lokum legg ég til við hinn þögla hóp saltfiskframleiðenda að þeir tryggi með einhverjum ráðum út- skipun og flutning á vörunni, áður en vertíð hefst að nýju. M.ö.o. að hefja upp raustina, öskra og ná upp þrýstingi, ella mun fyrr eða siðar takast að murka úr okkur líftóruna með áframhaldandi hervirkjum af mannavöldum. Sigurður R. Þórðarson matvælatæknifræðingur. £ . ella mun fyrr eða síðar takast að murka úr okkur Uftóruna , meö áframhaldandi hervirkjum... ” 0 „Höfdatalan á þeim hluta skipaflota okkar, sem notið hefur morsfrétt- anna, slagar hátt upp í meðalstórt þorp.” jafnvel þótt þessi truflun væri ekki á bylgjunni er styttbylgjutalsendir Reykjavík Radíó ekki sterkari en svo að einungis þeir fáu skipverjar sem gætu troðið sér inn i loftskeytaklef- ann, kringum skásta viðtækið, kynnu (með harmkvælum) að fá notið Kjallarinn Einar Þ. Einarsson þeirra. Styrkleiki sendistöðvarinnar er, sem sagt, ekki það mikill að hægt sé að veita móttöku fréttanna inn á hátalarakerfi skipanna — jafnvel þótt teleprinter truflanirnar væru ekki fyrir hendi. Við á Bakkafossi hófum þessa ferð okkar í vesturveg hinn 7. apríl síðast- liðinn; sigldum þá áleiðis til Ports- mouth i Virginiu USA. Í dag er 3. maí og ég segi og skrifa að við höfum engar fréttir fengið heiman að gegnum hæstvirt Útvarp Reykjavík síðan 11. apríl — að síðasti ómurinn af rödd Ragnheiðar Ástu eða Gerðar Bjarklind hvarf í ljósvakann. Og nú eigum við eftir nokkurra daga ferm- ingu og affermingu, auk átta daga siglingar heim — ef við förum þá beint heim héðan frá Virginiu. Við verðum því búnir að vera fréttalausir með öUu heiman að á annan mánuð áður en við komumst aftur inn í lang- drægi háttvirts Rikisútvarps. — Og við erum ekki einir um þetta á okkar skipi; sama gildir vitaskuld um öU hin skipin sem sigla þessa rútu. Hvers eiga sjómenn að gjalda? Mér er spum: Ef virðulegum íbúum einhvers þorpsins úti á lands- byggðinni, við skulum segja Þórs- hafnar tU dæmis, bærist skyndilega tilkynning um að frá og með deginum á morgun yrði hætt að senda Þórs- hafnarbúum útvarpsfréttirnar, sam- kvæmt ákvörðun yfirstjórnar stofnunarinnar, myndi nokkur einasti maður leggja trúnað á sann- leiksgildi tilkynningarinnar? Myndu ekki allir sannfærðir um að hér væri saklaust aprílgabb á ferðinni? Samt myndi þorpið imyndaða verða langt frá því eins afskipt og við „hérna úti í myrkrinu”, eins og kollega minn orðaði það. Þorpsbúar myndu jú eftir sem áður fá öll sin dagblöð með skUum, gætu áfram horft á sjónvarp. Sömuleiðis héldu þeir eftir sem áður öllum sínum daglegu samskiptum við aðra landsmenn, beint eða óbeint, um síma. o.s.frv., o.s.frv., svo að samanburður er að engu leyti raun- hæfur. Samt myndi verða rekið upp eitt heljarinnar ramavein við slíka trakteringu, haldið þið ekki, góðir útvarpsmenn? — Myndi ykkur í alvöru nokkum tima koma slík fram- kvæmd í hug til að spara nokkrar krónur? Spyr sásem ekki veit. En hvers eigum við sjómennirnir að gjalda? Höfðatalan á þeim hluta skipaflota okkar sem notið hefur morsfrétt- anna slagar þó hátt upp í meðalstórt þorp á íslandi. Og skipverjarnir greiða engu síður afnotagjöld af sjónvarps- og hljóðvarpsviðtækjum sínum en aðrir landsmenn — án þess að fá notið nema lítils brots af út- sendu efni á hverju ári. Væri þvi ekki sanngjarnt, að minnsta kosti þangað til svo vel| verður búið að fjármálum Ríkisút- varpsins að það hafi efni á að kaupa svo sterkan og góðan stuttbylgjutal- sendi og verði sér úti um svo truflanalitla senditíðni að farmönn- um okkar og fiskimönnum á fjar- lægum slóðum verði gert kleift að fá notið svo sjálfsagðra mannréttinda, ef þannig má að orði komast, að fá tækifæri til þess að fylgjast örlítið með daglegu lífi fólksins í heimalandi |sínu — gegnum stuttu morsfrétt- irnar? Er kannski til of mikils mælzt? Okkur sakleysingjunum hér „úti á hjara heims” er jú sagt, að sá gífur- legi aukakostnaður sem sending „pressunnar” hefir numið ár hvert að undanförnu hafi hlaupið upp í hvorki meira né minna en fjórar milljónir króna! Norfolk, Virginiu, EinarÞ. Einarsson, loftskeytamaður, m/s Bakkafossi TFXQ •/v-------------------------------------------------------------------—/V.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.