Dagblaðið - 23.05.1979, Page 15

Dagblaðið - 23.05.1979, Page 15
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979. c Iþróttir Iþróttir ; Iþróttir Iþróttir Iþróttii Þorbergur aftur til Víkinga! Þorbergur Aðalsteinsson, hin unga og efnilega stórskytta þeirra Víkinga, mun leika með félaginu á ný næsta vetur eftir eins árs dvöl í V-Þýzkalandi hjá Göppingen. Þorbergur fann sig Cruyff til Aztecs Knattspyrnusnillingurinn Johann Cruyff samþykkti i gærkvöldi að leika með bandariska liðinu Los Angeles Aztecs í eitt ár. Kngar upphæðir voru nefndar i sambandi við samninginn er vitað er með vissu, að Cruyff hefur ekki þegið neinar smáupphæðir fyrir samninginn. aldrei hjá Göppingen í vetur og ástæðan fyrir heimkomu hans er sú, að honum fannst hann ekki eiga upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins auk þess, sem slæm meiðsli settu stórt strik í reikninginn um tíma. Koma Þorbergs til Víkings er félaginu mikill styrkur — einkum\og sérílagi eftir að Viggó Sigurðsson vinstri handar skytta yfirgaf liðið og hélt í atvinnumennsku á Spáni. Þor- bergur er ekki eini leikmaðurinn sem Víkingar fá til liðs við sig næsta vetur því Þróttarinn.Sigurður Sveinsson mun ætla að ganga yfir i Víking, en hvort gengið hefur verið frá félagaskiptum er ekki vitað með vissu. Einar Magnússon sneri einnig heim úr atvinnumennsku i vetur, en hann átti við þrálát meiðsli að stríða, þannig að hann lék mjög lítið með í vetur. Einar > vonast til að geta náð sér af meiðslun- um i sumar og nái hann fyrri getu, er enginn vafi á að hann verður Vikingun- um gífurlegur styrkur. Karl fékk ekki leyfi La Louviere Frá Halli Símonarsyni í Bern i morgun: „Karl Þórðarson fékk ekki leyfi frá félagi sinu, La Louviere, til þess að leika gegn Vestur-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þegar rætt var við forráðamenn La Louviere í gær sögðu þeir að Karl ætti að leika i liðinu í síðasta leik þess i deildakeppninni — gegn Charleroi á heimavelli á laugardag,” sagði Helgi Daníelsson. „Við munum velja annan leikmann í hans stað, strax og lands- liðið kemur heim í dag,” sagði Helgi ennfremur. SAGT EFTIR LEIKINN: Frá Halli Símonarsyni i Bern í morgun: „Það var leiðinlegt að tapa þessum leik 0—2 — fyrir ekki sterkara liði en Sviss. Úrslitin eru mikil vonbrigði. Svisslendingarnir voru með betra úthald og það gerði úrslitamuninn í leiknum,” sagði Ásgeir Sigurvinsson. Frá Halli Símonarsyni í Bern í morgun: „Þetta voru mikil óheppnismörk, sem við fengum á okkur í bæði skiptin. Boltinn snerti Jóhannes Eðvaldsson í báðum tilvikurn og breytti stefnunni. Það er erfitt fyrir mig að ræða um frammistöðu mína í leiknum, þegar maður fær á sig þannig mörk, en mér fannst ég standa mig þokkalega að öðru leyti,” sagði Þorsteinn Ólafsson. Frá Halli Simonarsyni í Bern í morgun: „Miðjutríóið okkar var of þungt í leiknum. Það vantaði meiri pressu. Svisslendingamir fengu allt of mikinn tima til að athafna sig á vallarmiðjunni. Við vinnum Svisslendingana heima þann 9. júni,” sagði Janus Guðlaugsson. Frá Halli Símonarsyni í Bern í morgun: „Við höfum ekki úthald í nema 70 mínútur og leikmenn okkar skortir hraða. Svisslendingarnir voru heppnir er þeir skoruðu fyrra markið, sem gaf þeim aukið sjálfstraust. Skíljanlega voru margir leikmenn islenzka liðsins þreyttir eftir erfiða ieiki með félagsliðum sínum, en ég held að við eigum að vinna Sviss heima,” sagði landsliðsþjálfarinn, dr. Youri Ilitchev. Frá Halli Símonarsyni í Bern í morgun: „Við vorum allt of smeykir við að gera eitthvað af sjálfsdáðum — okkur vantar leikreynslu og fleiri leiki. Þegar við fórum að plata þá tókst það og við hefðum betur reynt það fyrr i leiknum. Við erum of taugaspenntir. Ég er ekki svo mjög þreyttur, en þetta var fyrsti leikurinn á grasi hjá mörgum og að það skuli vera Evrópuleikur er ekki nógu gott,” sagði Atli Eðvaldsson. Frá Halli Símonarsyni i Bern í morgun: „Ég kann vel við þessa nýju stöðu, en hún er erf- ið. Ég er óvanur að hlaupa svona mikið. Úrsiitin voru vonbrigði,” sagði Marteinn Geirsson eftir leik- inn í gær. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979. 15 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir TVO SORGLEG MORK URBU ÍSLENZKA LIÐINU AD FAIll —gegn Sviss í gærkvöldi — Bæði mörkin Í2-0 sigri Sviss voru heppnismörk Frá Halli Símonarsyni i Bern í morgun: Eftir ágæta byrjun íslenzka lands- liðsins I Evrópuleiknum gegn Sviss hér á Wankdorf Stadium í Bern, þar sem liðið gerði allt nema að skora, féll leikur liðsins eftir því sem á ieið. Sviss- lendingar unnu sanngjarnan sigur, 2-0, — fullmikill munur eftir gangi leiksins og bæði mörkin sem við fengum á okkur voru sorgieg. í báðum tilvikum snerti knötturinn Jóhannes Eðvalds- son, fyrirliða íslenzka landsliðsins, litil- lega og breytti stefnu svo að Þorsteinn Ólafsson, bezti maður íslands í leikn- um, átti ekki möguleika á að verja. Hins vegar fengu svissnesku lcikmenn- irnir önnur betri tækifæri, sem þeim tókst ekki að nýta og nokkrum sinnum varði Þorsteinn Ólafsson frábærlega. íslenzka liðið átti einnig sín tæki- færi, en þetta var einn af þeim dögum þar sem ekkert tókst upp við mark and- stæðingsins. Ásgeir átti skot í stöng og Arnór Guðjohnsen komst frír að marki Svisslendinganna en tókst ekki að koma knettinum framhjá markverðin- um. Þessi atvik gerðust með mínútu millibili. Það er erfitt að skrifa um þennan ieik eftir að hafa séð til argentínsku og hollenzku snillinganna í leiknum á eftir. Leikmenn Sviss og íslands eiga svo langt i land knattspyrnulega séð i samanburði við leikmenn tveggja beztu knattspyrnuþjóða heimsins. Auðvitað er ekki sanngjarnt eða réttlátt að vera með samanburð. Margir íslenzku leik- mannanna voru að leika sinn fyrsta leik á grasi í sumar — og það í Evrópuleik. .Áhorfendur á Wankdorf Stadium voru um 28.000 talsins en áhorfendastæðin virkuðu nokkuð þéttskipuð. Miðaverð var mjög hátt og síðari leiknum var siónvarpað beint og löngum köflum úr þeim fyrri einnig. 4€ Amór Guðjohnsen komst einninn fyrir svissnesku vörnina í gærkvöldi, en skoti hans var naumlega bjargað í horn. Smágola var þegar leikurinn hófst og 15 stiga hiti, en talsvert hafði rignt i Bern í gærdag. Prýðilegt veður og þurrt meðan á leiknum stóð. Íslenzka liðið hóf leikinn prýðilega — var mun sterkara liðið framan af leiknum. Strax var kveikt á flóðljósum sem kom dálítið á óvart. Markvörður Sviss hirti knöttinn af tám Ásgeirs eftir feiknarlega langt útspark Þorsteins Ólafssonar strax á 2. minútu. Á fyrstu 9 mínútum leiksins fengu íslendingar 4 hornspyrnur, sem ekki nýttust. Það var þvi mikill þungi í íslenzku sókninni en inn vildi knötturinn ekki. Markvörður Svisslendinga varði skalla Péturs eftir hornspyrnu Atla, en Jóhannes hafði skallað knöttinn áfram til Péturs. Ásgeir lék upp allan völl en þrumufleygur hans smaug rétt framhjá stöng svissneska marksins. Síðan kom 5. hornspyrnan, sem ekki nýttist frekar en hinar fyrri. Byrjunin var eign íslands en síðan fóru Svisslendingar að 'koma meira inn í myndina. Fyrsta opna tækifæri leiksins féll Svisslendingum í skaut. Það var á 15. mínútu. Eftir hornspyrnu var knett- inum skallað í þverslá íslenzka marks- ins. Miðvörður Svisslendinga, Herbert Hermanns, náði knettinum og maður bókstaflega sá hann í íslenzka markinu. Á undraverðan hátt tókst Þorsteini Ólafssyni að verja. Snilldarmarkvarzla, sem beztu markverðir heims gætu verið stoltir af. Þorsteinn var langt fyrir innan marklínu og eftir leikinn sagði Árni Sveinsson, sem stóð á bak við Þorstein, að hann hefði farið fyrir innan línu. Línuvörðurinn var hins vegar illa staðsettur og dæmdi ekki mark. Þar sluppum við með skrekkinn. Um miðjan hálfleikinn fóru Sviss- lendingar að sækja meira. Pétur lá á vellinum eftir hörkulega meðferð og Svisslendingar brunuðu upp völlinn. Miðherjinn Hermanns spyrnti á íslenzka markið að því er virtist hættu- lausu skoti, en á leið sinni snerti knött- urinn Jóhannes Eðvaldsson litillega og breytti stefnu. Þorsteini tókst að hafa hendur á kenttinum en missti hann úr greipum sér og boltinn sniglaðist yfir marklínuna — alveg úti við stöng. Þetta var á 26. mínútu. Og áfram hélt leikurinn. Falleg upp- bygging beggja liða og markverðirnir í sviðsljósinu. Þorsteinn varði vel frá Barberis og Berbig varði á sama hátt vel frá Arnóri. Ásgeir, sem var yfir- burðamaður á vellinum í fyrri hálfleik, átti aftur hörkuskot að marki en rétt framhjá. En það vantaði orðið neist- ann í leik íslenzka liðsins — meira skap. Pétur hafði verið grátt leikinn, orðinn haltur og Jóhannes Eðvaldsson einnig. Svisslendingar áttu síðasta tækifærið í fyrri hálfleiknum er Her- manns komst í gott færi en spyrnti í stöng. í síðari hálfleik hóf ísland leikinn með góðri sóknarlotu og markvörður Sviss varði skot Atla en var alveg við það, að missa boltann. En siðan voru Svisslendingar á ferðinni. Þorsteinn Ólafsson varði skot Heinz Hermanns, bróður Herbert Hermanns, og sýndi hreint frábærlega markvörzlu á 51. mínútu er hann varði skalla efst í blá- hornið, sem stefndi í netið. Vörnin opnaðist oft illa eins og vængjahurð. Þeir eru mjög leiknir leik- menn Svisslendingar. Á 54. mínútu kom síðan annað markið. Miðvörður- inn Zappa átti þá hörkufast skot að marki íslenzka liðsins. Á leið sinni fór boltinn í Jóhannes Eðvaldsson, breytti stefnu og sigldi í netið framhjá Þor- steini sem kominn var úr jafnvægi. Skotið hefði verið hættulítið ef ekki hefði komið til þetta óhapp. Svisslendingar léku mun betur í síð- ari hálfleik. Pétur varðað yfirgefa leik- vanginn á 60. mínútu og kom Karl Þórðarson í hans stað. Schneýder, sem kom inn á sem varamaður, komst í dauðafæri. Þorsteinn hljóp á móti honum og Schneyder reyndi að lyfta knettinum yfir Þorstein en lyfti honum einnig yfir markið. Þar sluppum við vel en íslenzku varnarmennirnir töldu hann rangstæðan. Á 79. mínútu varð Jóhannes að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla og Ottó Guðmundsson, KR, kom í hans stað — hans fyrsti landsleikur. Á þessum kafla voru Svisslendingar áberandi betri, en litlu munaði að ísland jafnaði í lokin. Fyrst komst Amór frír í gegn og síðan átti Ásgeir skot í stöng. Það heppnaðist bókstaflega ekkert upp við mark and- stæðingsins. Þorsteinn Ólafsson var bezti maður íslenzka liðsins. Ásgeir Sigurvinsson stórsnjall framan af. Þá var JanUs Guðlaugsson mjög traustur — leikmaður, sem aldrei bregzt. Árni Sveinsson gerði margt laglegt, en lenti oft í vandræðum vegna hraða andstæðinganna. Atli barðist manna bezt er á leikinn leið og aftur kom í ljós hvert stórefni Arnór er. Nokkur vonbrigði voru með Pétur. Hann náði aldrei að komast í takt við leikinn og fékk snemma í leiknum „I liked them all” — sagði Sir Stanley Rous, fyrrum formaður FIFA Frá Halli Símonarsyni í Bern i morgun: „Þetta var mjög fallcgur knatt- spyrnuleikur. Ekkcrt Ijótt sást í honum og uppbypgingin var góð hjá báðum liðunum. Islenzka liðið lék mun betur í byrjun,” sagði Sir Stanley Rous, fyrr- um formaður FIFA, sem er einlægur íslandsvinur og bað fyrir kveðjur til Björgvins Schram. „Ég hafði virkilega gaman af leikn- um og naut hans vel. En það hefði mátt vera meiri kraftur í sókninni. Það vant- aði góðan endahnút á upphlaupin. Nei, ég vil ekki nefna einhvern einstakan leikmann íslands — það geri ég aldrei. ,,I liked them all,” — mér líkaði vel við þá alla, sagði þessi geðugi öldungur, sem er kominn á níræðisaldur, en heldur þó enn reisn sinni vel. þið fljúgið i vestur til New York Búiðá lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, 3 eða í hótelíbúð. Svo suóur á sólarstrendur Florida. Snæðið safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi'). Flatmagið á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslið í tandurhreinum sjónum. Islenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. Næstu 3ja vikna feröir veröa: 31. mai (fullbókaö), 21 jtlnl, 19, júlf, 9. ágúst og 30. agúst. Búiö er á Konover hóteli og I Flamingo Club Ibúöum Um margs konar verö er aö ræöa. T.d. getum viö boöiö gistingu I tvibýlisherbergi á hótelinu í 3 vikur og feröir fyrir kr. 316.800,- en ódýrari gisting er einnig fáanleg, búi t.d. 4 saman I ibúö. Fyrir börn er veröiö rúmlega helmingi lægra. FLUCLEIÐIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. slæmt spark. Jóhannes, Jón Pétursson og Mar- teinn hafa oft leikið betur — hraðirin ekki þeirra sterka hlið. Guðmundur Þorbjörnsson vann mikið en hafði ekki erindi sem erfiði. Karl og Ottó náðu ekki að setja nein mörk á leikinn þann stutt? tíma, sem þeir voru inná. Dómari var Victor frá Luxemburg og komst hann vel frá hlutverki sínu. „Vonbrigði að skora ekki" Frá Halli Simonarsyni i Bern i morgun: „Það var svekkjandi að skora ekki þegar ég komst einn innfyrir, en bolt- inn rétt rakst í fótinn á markverðinum og hrökk aftur fyrir endamörk. Það var hræðilegt. Liðið var ekki nógu vel samæft og okkur vantaði meiri hreyf- ingu. Maður var talsvert einn í sókn- inni cftir að Pétur Pétursson var farinn út af. Þá fengum við á okkur ódýr mörk sem við áttum að sleppa við," sagði Arnór Guðjohnsen. Arnór hefur enn ekki endurnýjað samning sinn við Lokeren þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi lagt hart að honum að gera svo. „Það liggur ekkert á,” sagði þessi geðugi 17 ára piltur, scm er slórefni á knattspyrnusviðinu. Frá Halli Síntonarsyni i Bern í morgun: Jóhannes Eðvaldsson fékk gullúr af- hent við komuna til Bern í gær í tilefni þess, að hann hafði leikið 25 landsleiki fyrir ísland. Þá mun Jón Pétursson leika sinn 25. landsleik gegn V-Þjóð- verjunum nk. laugardag. Marteinn Geirsson náði þeim merka áfanga að leika sinn 40. landslcik í gærkvöldi og hefur aðeins Matthías Hallgrímsson leikið fleiri landslciki — 45 talsins. L „•> Rjómaís

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.