Dagblaðið - 23.05.1979, Síða 17

Dagblaðið - 23.05.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979. 17 strákarnir leika sér og stelpan slær ígegn Þó að Ellen Kristjánsdóttir hafi fengizt við dægurlagasöng um nokkurt skeið hefur hún verið fremur lítið áberandi hingað til. Á plötunni Brott- för ki. átta má segja að hún hafi fyrst slegið almennilega í gegn. DB-myndir Ragnar Th. Svona fer þegar vinstri höndin gleymir að fylgjast með þvi hvað sú hægri gerir. Magnús Kjartansson greiddi þó fljótlega úr flækjunni. Ballið á Hvoli var hið síðasta sem hann tekur þátt í með Mannakorni að sinni þvi að hann tekur til starfa með HLH-flokknum á föstudaginn. Jón Kristinn Cortes lét engan bilbug á sér finna þó að félagar hans í hljómsveitinni sprelluðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Hann setti upp pókerandlitið og brosti ekki einu sinni við Ijósmyndaranum. „Graði-Rauður var gæðingur, glæstur hálftaminn stóðhestur,” sungu Ellen og Baldur Már Arngrimsson fullum rómi. Það var nokkuð óvenjulegt við leik Mannakorns að bæði Jón Cortes og Pálmi Gunnarsson léku á bassa i sumum lögum. Hér hefur Jón þó sleppt bassanum og lætur sér nægja að spila á tvær tambúrínur. Það kom ósjaldan i hlut Björns Björnssonar að byrja lögin með drynjandi trumbuslætti þegar honum þóttu félagar hans vera full svifaseinir að halda áfram spila- mennskunnl. Aðalmaðurinn, Magnús Eiríksson, hélt rósemi sinni á laugardagskvöldið sem endranær. Þegar gamlir strákar hittast og taka lagið saman, þá skiptir ekki öllu máli á hvaða hljóðfæri hver leikur. Þannig þreif píanóleikarinn Magnús Kjartansson' oft trompetinn og bassaleikarinn Páhni Gunnarsson lék jöfnum höndum á tambúrínu, píanó og hvað sem fyrir hendi varð. I ,, . . . Og þú varst af þessum gamla ] skóla, hörkutóla, sem hugsaðir mest J um þitt . . .” Lífleg sviðsframkoma ■ einkenndi leik Mannakorns mjög á V Hvoli. Sigurður Karlsson trommuleikari kom óvænt fram með Mannakorni á Hvoli á laugardagskvöldið. Þar með voru liðs- menn hljómsveitarinnar orðnir átta talsins. Sigurður barði alls kyns bumbur og ekki bar á öðru en hann tæki lagið með Magnúsi Kjartanssyni þegar svo bar undir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.