Dagblaðið - 26.05.1979, Side 13

Dagblaðið - 26.05.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979. Street Alterd-flokkur: Mestbreyttu bílamir Ólafur Vilhjálmsson á þennan vigalega Street Alterd Triumph en i Trumpanum er nú 340 kúbika Chryslervél. DB-mynd Lilja Oddsdóttir. Að þessu sinni kynnum við Street Alterd kvartmiluflokkinn en SA- flokkurinn er fjórði og jafnframt síð- asti kvartmíluflokkurinn sem er snið- inn fyrir skráða bila. Næsti flokkur fyrir ofan er einungis fyrir óskráð ökutæki. Street Alterd-bílar verða að . vera skráðir eins og að framan segir og þar af leiðandi verða þeir að fylgja reglum um gerð og búnað ökutækja á íslandi. í rauninni er mjög litill munur á bílum í Pro Stock flokki og Street Alterd. T.d. geta Pro Stock bílar keppt í SA-flokki. í SA-flokki má byggingarlag bílsins vera fólksbíll, pick up eða roadster. Þá skiptir aldurinn ekki máli í SA-flokki. Þar mega bílarnir vera 100 ára gamlir eða eldri. í SA-bílum verða að vera tveir stólar og klæðning að innan. Þó má fjarlægja gólfteppi og loftklæðn- ingu. Fjöðrun og höggdeyfar verða að vera á öllum hjólum. Þá má .......... ............" ' ' ■ breyta lengd milli hjóla en stýriskram verður að breytast i samræmi við það. Veltigrind verður að vera I 'opnum bilum, bílum með lækkuðum toppi og plast- eða ályfirbyggingu. Þá er talið æskilegt að veltigrind sé í öðrum bílum í Street Alterd-flokki. Leyfilegt er að fjarlægja glerrúður og' setjaplexigler í staðinnen það verður láð vera minnst 3 mm á þykkt. , Vélin í Street Alterd-bilum verður að vera bílvél og það er eins með hana og bílskrokkinn, ekki skiptir máli hvað hún er gömul. Þetta atriði greinir m.a. Pro Stock-flokkinn og Street Alterd-flokkinn að. En í Pro Stock mega hvorki vél né bíll vera eldri en 10 ára. Leyfilegt er að breyta SA-vélum að vild en ekki má setja forþjöppur á þær nema forþjappan hafi verið fáanleg á vélina frá verk- smiðju þegar hún var framleidd. Þá má færa vélina í bílnum allt að 10% lengdar milli fram- Og afturhjóla. Kúplingshús og kasthjól vefða að vera styrkt og sprengiheld. Nota má hvaða gírkassa sem er en hann verður að hafa bakkgír virkan. Einu tak- márkanirnar sem settar eru um hás- inguna eru að í henni má ekki vera allæst drif (spóla). Jóhann Kristjánsson. Bilarnir sem keppa i Street Alterd-flokki koma til með að verða bæði skrautlegir og sprækir, eða hver kannast ekki við Finn- björn Kristjánsson og kryppuna ógurlegu úr Hafnarfirðinum. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Fyrsta kvartmílukeppnin Loksins er hinn langþráði dagur runninn upp. Eftir þessum degi hafa kvartmílingar beðið með öndina í hálsinum í hartnær fjögur ár enda eru þeir margir hverjir orðnir æði bláir i framan. í fjögur ár, eða allt frá stofnun Kvartmíluklúbbsins, hefur verið beðið eftir að hægt væri að halda kvartmílukeppni á lokuðu, lög- legu svæði og i dag er sá mikli dagur sem keppnin fer fram. Það er því kvartmílubrautin glæsilega í Kapellu- hrauni sem verður miðpunktur al- heimsins í dag þegar kvartmílingar reyna þar gæðinga sína i trylltum darraðardansi. Keppendur munu verða margir í fyrstu kvartmilukeppninni og verður keppt í hvorki meira né minna en fimm flokkum. Eru það Standard- 'flokkur, Modifted Standard-flokkur, Pro Stock-flokkur, Street Alterd- flokkur og mótorhjólaflokkur. Um síðustu helgi voru kvartmíling- ar að æfa sig fyrir keppnina og reyna' ný tímatökuttéki. Voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Jóhann Kristjánsson. Ekki var allt sem sýndist með Cortinuna hans Jónasar C. lónassonar þvl að i iðrum hennar var350 kúbika Chevrolet-vél, enda rar krafturinn og viðbragðið eftir þvi. Gamli Mustanginn hans Kjarra vann alveg hrottalega og undruðust menn hvernig hann náði fram svo mörgum hestöflum út úr 351 Windsor-vélinni. Mustanginn fór kvartmiluna á 13,91 sek. Vilhelm Pétursson náði bezta timanum um siðustu helgi en hann fór kvartmiluna á 13,51 sek. Hér stillir hann Super Veg- unni upp á startlinunni. Þessi spyrna varð þó helzt til enda- slepp því að tímagirinn i vélinni lór í spað.Vonandi er Villi bú- inn að skipta um timagirinn s\ o að hann geti keppt i dag. - 1 Mótorhjólin verða að öllum likindum fjölmörg i keppninni dag en hér sjáum við Arnar Arinbjarnarson skipta 650 Hondunni sinni í annan og framdekkið þeytist upp i loft. HhHB! . Chrysler-mennirnir létu ekkj sitt eftir liggja og hér spyrnir Sigurjón Anderssen 340 kúbika Barracudunni sinni.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.