Dagblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979.
ff
Þörf á aukinni löggæzlu”
segjr Þórunn Lirusdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaféíags blands
„Okkar reynsla er sú að það fólk
sem við flytjum er ekki með vand-
ræði eða drykkjuskap. Það sem
vandræðunum veldur eru meira og
minna drukknir strákar sem eru
þarna á jeppum,” sagði Þórunn
Lárusdóttir, framkvæmdastjóri
Ferðafélags íslands, er DB hafði
samband við hana vegna dauðaslyss-
ins sem varð í Krossá um helgina og
vegna frétta af miklum drykkjuskap í
Þórsmörk. Milli 200 og 300 manns
frá Ferðafélagi íslands voru í Þórs-
mörk um helgina og alls voru þarna
milli 600 og 700 manns.
,,Það sem vantar þarna er meira
aðhald og eftirlit með ökumönnum,’
sagði Þórunn. „Það getur náttúrlega
enginn vaktað árnar. Það var ekki
það mikið vatn í ánum núna að það
gæfi tilefni til þess að yrði slys, en
menn geta auðvitað alls staðar farið
sér að voða.
Skógræktin er með hjón sem hafa
eftirlit þarna og meiningin var að
verðir frá skógræktinni hefðu lög-
gæzluvald þarna þótt framkvæmdin
hafi ekki orðið sú. Við erum með
okkar gæzlufólk í Langadal,” sagði
Þórunn og bætti því við að þörf væri
á aukinni löggæzlu á staðnum, sér-
staklega í sambandi við unga jeppa-
eigendur sem héldu að þeim væru
allir vegir færir.
- GAJ
EITT ÞUSUND MANNS
ÍÞÓRSMÖRKUM
SÍDUSTU HELGI
Mikill fjöldi manns var í Þórsmörk
:im siðustu helgi, að öllum líkindum
um eiti þúsund manns. Í skála Ferða-
l'eiag.viis gistu um eitt hundrað og þrjá
tiu r.’.aiins og þrjú til fjögur hundruð í
tjöldum í nágrenni skálans, víðs vegar
um Langadalinn.
Þar var á ferðinni bæði fjölskyldu-
fólk og félagshópar. Stærsti flokkurinn
var frá Ferðafélagi íslands, um eitt
hundrað og þrjátíu manns. Áttatíu
konur úr starfsmannafélaginu Sókn i
Reykjavík voru einnig í Mörkinni, enn-
fremur Breiðfirðingafélagið, starfsfólk
Blaðaprents og Brunabótafélags
Islands og félagar Ungmennafélagsins
Þórsmörk komu úr Fljótshlíðinni.
í Húsadal voru um það bil þrjú
hundruð manns i tjöldum, meðal ann-
ars Stór hópur frá fyrirtækinu Loft-
orku. í Slyppugili var síðan áttatiu
manna hópur frá ísal í Straumsvík. í
Stórenda, Litlaenda og Básum var
margt af fjölskyldufólki.
Engan veginn er hægt að segja að
ölvun hafi verið almenn um síðustu
helgi. Mest bar á áfengisneyzlu hjá
kornungu fóiki.
Þjónusta við ferðafólk í Þórsmörk
batnaði mikið í vor, þegar verzlun með
ýmsar nauðsynjavörur tók þar til
starfa. Verzlunin er á vegum Ferða-
félagsins en auk þess er nýkomin olíu-
kynding og gasljós í skála félagsins.
Skálaverðir eru Daníel Hansen og
Sigurlaug Kristmannsdóttir, en Guðný
Hansen hefur umsjón með verzluninni.
Auk þess eru tveir starfsmenn frá Skóg-
rækt ríkisins i Þórsmörk, þau Baldvin
Ólafsson og Ásta Björnsdóttir.
- IHH
ísland og Noregur:
Sameiginleg loðnunef nd
Sjávarútvegsráðherrar íslands og
Noregs hafa ákveðið að setja á fót
sameiginlega nefnd til þess að fjalla
um loðnuveiðar i hafinu norðan
íslands. í nefndinni verða einn úr
sjávarútvegsráðuneyti hvors lands og
einn frá hagsmunasamtökum.
í nefndinni af íslands hálfu verða
Ágúst Einarsson alþingismaður til-
nefndur af LÍÚ og Þórður Ásgeirs-
son skrifstofustjóri sjávarútvegs-
ráðuneytisins.
Hlutverk nefndarinnar er að fylgj-
ast með gangi loðnuveiða i sumar og
gera tillögur til stjórnvalda um skyn-
samlega nýtingu íslenzka loðnu-
stofnsins.
- JH
L0ÐNUVEK) AR BANN -
ADARTIL20.ÁGÚST
Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær
út reglugerð um loðnuveiðar. Þar
kemur fram að allar loðnuveiðar
íslenzkra skipa eru bannaðar til 20.
ágúst nk. Gildir bannið bæði um
loðnuveiðar innan og utan fiskveiði-
lögsögunnar.
Þá skulu skipstjórar og í aflatil-
kynningu til loðnunefndar greina
hversu mikill hluti aflans er fenginn
utan fiskveiðilögsögunnar.
Óheimilt er að veiða smáloðnu
undir 12 cm, sé hún verulegur hluti
aflans. Sé skipstjóii í vafa um hlut-
fall smáloðnu í afla ber að taka sýnis-
horn af aflanum úr nótinni og mæla
100 loðnur teknar af handahófi.
Reynist fleiri en 50 loðnur vera undir
12 cm ber að sleppa loðnunni þegar í
stað. - JH
Á mótorhjóli um hálendi íslands:
ERFITT EN HÆGT MEÐ AÐGAT
Ferðalagið æfing fýrir ferð um Sahara
„Ferðalagið hérna er aðeins æfing
fyrir næsta sumar. Þá ætla ég yfir
þvera Saharaeyðimörkina, sagði Jung
Sigve Oftedalh, 22 ára Norðmaður sem
hér er á ferð. Á ársgömlu mótorhjóli
með hliðarvagni hefur hann ferðazt um
ísland þvert og endilangt, öræfi jafnt
sem byggðar sveitir. Hann fór suður
Sprengisand og norður Kjöl og gerði
tilraun til þess að komast yfir Stein-
grímsfjarðarheiði og Þríhyrningsfjall-
garð. Menn voru þó búnir að segja
honum að þessar leiðir væru kolófær-
ar. ,,Ég varð að gá að því,” sagði
hann. „Maður kemst aldrei að neinu
fyrir vist nema í gegn um reynsluna.”
Á leið sinni til baka ætlar hann að
reyna að komast að Kerlingum í Vatna-
jökli þó fróðir menn telji slíka ferð
ómögulega. Oftedahl kom með Smyrli
fyrir hálfum mánuði og ætlar heim
aftur í næstu viku.
„Þettaerauðvitað erfið ferðen þetta
DB-myndir Hörður
Oftedahl og hjólið göða. Á þvi eru bifreiðadekk og loftsian er vatnsþétt. Ekki veitti nú af.
—Akranes
Dagblaðið vill ráða umboðsmann á
Akranesi. Upplýsingar gefa umboðs-
maður í síma 92-2261 og afgreiðsla
DB í síma 91-22078. ^ m „r fínrn
BIAÐIÐ.
er vel hægt ef varlega er farið,” segir
þessi bjartsýni Norðmaður.
Grindarbrotið
sex sinnum
Hjól Oftedahls hefur farið heldur illa
af keyrslunni yftr landið og er ekki á
þvi að sjá að það sé aðeins ársgamalt.
Sex sinnum hefur það grindarbrotnað
og hann orðið að sjóða það saman.
Tvisvar gerðist það uppi á reginöræf-
um og varð hann að ganga í 6 klukku-
stundir til byggða og fá þar hjálp.
„Allir hafa verið sérlega elskulegir við
mig og veitt mér alla þá hjálp sem þeir
hafa getað. Og aldrei tekið neitt fyrir,”
segir hann.
Snjór var stærsti farartálminn í för
Oftedahls auk hinna íslenzku vatna.
„Á Steingrímsfjarðarheiði voru snar-
brattir skaflar. Ég reyndi að draga
hjólið upp á spili sem ég hafði sett á
það. Og mér tókst að fá það 150 metra
upp. En þá var það ég sem gafst upp.
Nokkrum sinnum varð ég að draga
hjólið upp úr ám en yfirleitt gekk mér
vel yfir,” segir hann.
Oftedahl kvaðst ákveðinn í að koma
til Íslands aftur en þá ætlaði hann að
vera á öðru hjóli. Reyndar gæti hann
.notað sömu vélina en festing vagnsins
við hjólið yrði að vera hærri en hún
væri auk þess sem hann þyrfti að komá
fyrir einhvers konar flotholtum á hjól-
inu.
- DS
Jung Sigve Oftedahl sýnir blm. hvað hann hefur faríð siðasta hálfan mánuðinn.