Dagblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir I Dómarinn í aðalhlutverkinu Það var heldur betur sögulegur leikur á Eskifirði í gærkvöld þegar Austrí og Magni leiddu saman hesta sina. Dómarinn, Þóroddur Hjaltalfn, frá Akureyri var í aðalhlutverki og vakti geysimikla athygli fyrir tiltcktir sínar. Strax er hann mætti á staðinn lýsti hann þvi yfir að völlurinn væri ekkl í leikhæfu á- standi og gaf hann Austramönnum hálfa klukku- stund til að kippa því í liðinn (Hvaða reglur eru ná þetta? — innskót — SSv.) og unnu 40—50 manns af kappi við að veita vatni þvi er var i öðru markinu burtu. Tókst þaö með miklum dugnaði fólks og var hægl að hefja leikinn rétt fyrir klukkan níu —, klukkustund síðar en auglýst var. Leikurinn sjálfur var mjög ruddalega leikinn og hafa menn á Eskifirði vart séð öliu grófari leik. Harkan var gífurleg og sannkallaðar járntækiingar á báða bóga. Dómarinn hafði lítil sem engin tök á leiknum og var harkan farin að ganga út í öfgar. Gekk svo langt að áhorfendur voru farnir að hrópa á Þórodd að flauta leikinn af áður en einhver stór- slasaðist í leiknum. Eina mark leiksins skoraði Bjarni Kristjánsson fyrir Austra með gullfallegum skalla um 10 min. fyrir leikslok eftir góða fyrirgjöf. Var mark hans eini ljósi punkturinn í þessum annars mjög svo grófa leik. Staðan í 2. deildinni eftir leikina i gærkvöldi er nú þessi: Breiðablik FH Fylkir Þór Selfoss ísfjörður Þróttur Reynir Austri Magni 10 7 2 1 21—6 16 10 7 2 1 22—10 1 6 10 5 2 3 22—14 12 10 5 1 4 10 3 3 4 14—14 11 14—10 9 9 2 4 3 13—14 9 3 2 4 10 2 4 4 10 1 3 6 10 2 1 7 7— 10 6—12 8— 20 8-26 Þórvann -vs. Skarphéðinsmótið í knattspymu Nú fyrír skömmu lauk Skarphéðinsmótinu svonefnda i knattspyrnu. öll liðin á Suöuriands- undirlendinu taka þált í mótinu og að þessu sinni sigraði Þór frá Þorlákshöfn nokkuð örugglega. í síðasta lelk sínum vann Þór B-lið Selfoss 3—1 og skoraöi Stefán Garðarsson tvö markanna en hann skoraði 8 af II mörkum Þórs í mótinu, en loka- staðan í A-riðli var þessi: Þór 3 3 0 0 11-3 6. Hekla 2 10 1 2—4 2 Hveragerði 3 1 0 2 4—7 2 Selfoss 2 0 0 2 1—4 0 Einn leikur er eftir: Selfoss-Hekla, en hann skipt- ir ekki máli þar eð Þór hefur engu stigi tapað. Þó falla Selfyssingar í B-riðil ef þeir tapa stigi gegn Heklu. KarlWest stökkhæst Nú um helgina var haldið innanfélagsmót hjá UBK. Árangur var ágætur i þeim greinum, sem keppt var i. Karl West Frederiksen sigraði i hástökki — stökk 1,95 metra en felldi mjög aumlega 2,02, sem hefði veriö persónulegt met hans. Annar varö Helgi Hauksson með 1,82 metra og var það per- sónuleg! met hans. Þriðji varð Kjartan Guðjónsson með 1,73 metra. í stangarstökki sigraði Karl West einnig — stökk 4 metra slétta en Óli Daníelsson stökk 2,80 metra en hann er í unglingaflokki. Keppt var í Kópavogi og reyndust nýju atrennubrautirnar mjög vel en þær eru úr rubtan efni — því sama og er á nýja frjáls- iþróttavellinum i Laugardalnum. LeikurKRogValsí bikamumfærðurtil Eins og menn e.t.v. muna var dregið í bikar- keppni KSÍ fyrir hálfum mánuði og drógust þá tvö Reykjavikurfélög á helmavelli sama daginn. Fram - Brciðablik og siðan KR-Valur. Nú hafa málin verið leyst svo, að leikur Fram og Breiðabliks verður á áður ætluðum tima — miðvikudagskvöld kl. 20 en KR og Valur leika á fimmtudagskvöld. Verður vafa- lítið gaman að fylgjasl með þessum viðureignum. Norskir kollegar okkar — íþróttafréttamenn — hafa ákveðiö að fara ekki á hina svokölluðu Sparta- kiade-leika, sem hefjast siðar i þessum mánuði í Moskvu og eru eins konar generalprufa ólympiu- leikanna á næsta árí. Ástæðan fyrir þvi að norskir íþróttamenn vilja ekki fara er sú að aðeins fjórir fá leyfi til að fara inn í Sovétríkin. Norðmcnn sóttu um að fara með 10 blaðamenn, en Sovétmenn sögðust aöeins geta tekið við 3 og buðust síðan til að útvega þeim fjórða húsnæði eftir miklar fortölur. Norð- menn ákváðu því einfaldlega að hunza þessa leika og ekki kæmi á óvart þótt svipuð vandamál kæmu upp á næsta ári. 3. deild-3. deild—3. deild—3. deild-3. deild-3. deild Óvænt úrslit er Reynir lagði Árroðann —í E-ríðlinum á Árskógsströnd um helgina Keppnin í 3. deildinni er nú víðast hvar komin vel á veg en ekki er ennþá séð hvaöa liö sigra í einstökum riðlum. Ármenningar hafa áberandi beztu stöðuna í A-riðii, Afturelding í B-riðli og Víkingur, Ólafsvík, í C-riðli, en D og E riðlarnir eru mjög spennandi. Á Austfjörðum hefur Einherji stungið hin liðin af eins og kom fram í DB i gær, en hér koma leikir síðustu viku eða öllu heldur þeir sem leiknir voru um helgina. A-riðill Ármann-Stjarnan 2-Kl-l). Eftir þetta tap Stjörnunnar má segja að möguleikar hennar á sigri I riðlinum séu algerlega fyrir bí. Þeir byrjuðu þó nógu vel Garðbæingarnir og snemma í leiknum skoraði Guðjón Sveinsson fyrir þá. Ármenningar fundu sig ekki og tóku þá til bragðs að setja tætarann Viggó Sigurðsson inn á. Hann hafði varla verið nema tvær mínútur inn á þegar hann jafnaði metin, skömmu fyrir leikhlé. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn lengst af og þófkenndur en undir lok leiksins skoraði Jón Hermannsson með góðu skoti í stöngina og inn og tryggði Ármenningum mjög mikilvægan sigur í riðlinum. Grindavík-Víðir l-O(l-O). Víðis- menn léku undan strekkingnum í fyrri hálfleiknum en tókst illa að skapa sér færi, hvað þá að nýta þau fáu sem gáfust. Þeir náðu sæmilegu spili á köflum en allt bit vantaði í sóknina. Grindvikingar skoruðu eina mark leiksins á móti vindinum en Einar Jón Ólafsson sendi boltann i netið með þrumuskoti af stuttu færi. Grindvíkingarnir voru svo sannar- lega ekki á skotskónum í síðari hálf- leiknum því þá fengu þeir vítaspyrnu en Júlíus Pétur Ingólfsson skaut í stöng- ina. Undir lok leiksins færðist fjör i leikinn og þá vár þjálfara Grindvíkinga veitt gult spjald. ÍK-Njarðvík l-4(0-3). Njarðvíkingar náðu sínum langbezta leik í sumar í fyrri hálfleiknum gegn ÍK og náðu þá þriggja marka forskoti. Haukur Jóhannesson var heldur betur I stuði, því hann skoraði fimm mörk — aðeins þrjú þeirra þó lögleg. Á 10. minútu skoraði hann fyrsta mark leiksins og Jón Halldórsson bætti öðru við ekki löngu siðar. Undir lok hálfleiksins skoraði Haukur svo sitt annað mark. iK-ingum tókst að laga stöðuna I siðari hálfleik í 1—3, en seint í leiknum fullkomnaði Haukur þrennu sína með laglegu marki. ÍK-ingar voru nokkuð þungir á sér í þessum leik og beztir þeirra voru þeir Smári Jónsson og Sig- urður Jónsson. -SS /-emm. Saðan í riðlinum: Ármann Grindavík Njarðvík Grótta Víðir Stjarnan ÍK 0 13—4 12 1 11 — 10 10 0 4 1 1 0 1 0 10—6 2 10—8 2 7—9 3 8—9 5 5—18 B-riðill Afturelding-Óðinn 4-2. Þetta var viðureign toppliðanna í riðlinum. Fyrir leikinn hafði Afturelding ekki tapað stigi en Óðinn einu stigi. Sigur Aftur- eldingar var þó allan tímann öruggur hérna. Helgi Eiríksson skoraði tvívegis fyrir Aftureldingu og þeir Stefán Hreiðarsson og Sigurður Helgason einu sinni hvor. Ekki tókst að hafa uppi á markaskorurum Óðins. Þór-Hekla 1-5 (1-1). Þetta var dá- lítið furðulegur leikur vægast sagt. Þórsarar byrjuðu leikinn 11 talsins og náðu þá forystu með marki Stefáns Garðarssonar. Það dugði þó ekki lengi, því Ólafur Sigurðsson jafnaði fyrir Heklu fyrir leikhlé. Snemma í siðari hálfleik misstu Þórsarar markvörðinn en tókst engu síður að halda sínum hiut Jorátt fyrir að vera aðeins 10 talsins. "Þegar um 15 mín. voru til leiksloka var staðan enn 1—1, en þá slitnaði vöðvi í læri Stefáns Garðarssonar og hann varð að yfirgefa völlinn. Munu meiðsli hans vera mjög alvarleg. Með aðeins 9 menn innanborðs voru Þórsarar Heklu ekki mikil hindrun og lokakaflann skoraði Hekla fjórum sinnum. Þeir Ólafur Sigurðsson, Sveinbjörn Sváfnis- son, Guðmundur Tómasson og Samúel Erlingsson þjálfari liðsins skoruðu mörkin. Þetta var fyrsti sigur Heklu í sumar í 3. deildinni. Léttir-Katla 3-l(0-0). Þetta var nokkuð jafn leikur lengst af en Léttir hafði þó undirtökin úti á vellinum. Aftur á móti notuðu Kötlumenn mikið stungusendingar á eldsnöggan miðherja sinn og það gaf þeim mark á 60. mínútu leiksins. Léttismenn, sem höfðu ekki verið neitt allt of léttir á sér til þessa, tóku nú mikinn kipp og jöfn- uðu metin innan skamms með marki frá Magnúsi Jóhannessyni og undir lokin bættU' þeir mörkum við og það voru þeir Sverrir Gestsson og Svavar sem skoruðu. -SSv. Staðan í riðlinum: Afturelding Óðinn Leiknir Hekla Léttir Katla Þór, Þorl. C-riðill 6 6 0 0 26—6 6 4 1 6 3 1 6 1 3 6 1 2 1 1 1 0 15—10 18—12 14—15 10—12 11—15 10—34 -SSv. Snæfell-Bolungarvík 1-0 (1-0). Eina mark leiksins skoraði Bjartmar Bjarna- son undir lok fyrri hálfleiksins. Heima- menn sóttu mun meira í fyrri hálfleikn- um en í síðari hálfleiknum var meira jafnræði með liðunum. Snæfell átti þó mun hættulegri færi, sem ekki tókst að nýta. Leikurinn var mjög prúðmann- lega leikinn og er það nokkuð sem ný- lunda má teljast í þessum riðli. Dómari var frá Akranesi og hafði mjög góð tök á leiknum. Víkingur-Stefnir 4-l(2-l). Stefnis- menn komu mjög á óvart í upphafi leiksins og voru þá betri aðilinn. Þeim tókst að ná forystu með marki Arnar Hólm er hann komst einn innfyrir vörnina og skoraði. Um miðjan hálf- leikinn jafnaði síðan Logi Úlfljótsson metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Arnljótur Arnarsson skoraði síðan annað mark Víkings undir lok fyrri hálfleiksins. Víkingar voru síðan mun betri í siðari hálfleiknum og skoruðu þá Arnljótur og Bárður Tryggvason hvor sitt markið og tryggðu heima- mönnum öruggan sigur. Dómgæzlan I þessum leik var til stakrar fyrirmyndar og var þarna á ferðinnni dómaratríó frá Akranesi eins og i Hólminum — þó ekki það sama. Staðan í riðlinum: Vikingur 4 4 0 0 15—4 8 Skallagrímur 4 2 11 14—9 5 Stefnir 5 2 12 12—16 5 Snæfell 4 10 3 4—8 2 Bolungarvik 5 1 0 4 4—12 2 D-riðill Leiftur-Höfðstrendingar frestað þar til í kvöld. E-riðill Reynir-Árroðinn 2-1 (2-0). Þetta voru tvímælalaust óvæntustu úrslitin í 3. deildinni um helgina. Árroðinn var í efsta sæti riðilsins og hafði sýnt góða leiki undanfarið. Reynir hafði hvorki verið fugl né fiskur í síðustu leikjum. Engu var líkara en að leikmenn Árroðans teldu sig vera með unninn leik fyrirfram í pokahorninu og það kom þeim í koll. Á 15. mínútu skoraði Úlfar Steingrímsson sjálfsmark mjög klaufalega er hann vippaði snyrtilega yfir markvörðinn, 1—0 fyrir Reyni. Pétur Sigurðsson bætti síðan öðru markinu við á 40. mínútu er vörn Ár- roðans sofnaði. Pétur komst upp að marki og skoraði örugglega. í seinni hálfleiknum sótti Árroðinn nokkuð stíft og Örn Tryggvason minnkaði muninn á 65. mínútu. Tæpum tíu mínútum síðar fékk Ár- roðinn síðan vítaspyrnu. Örn tók hana en lét markvörðinn verja frá sé. Þar með fauk möguleiki Árroðans á að jafna metin. HSÞ-Völsungur l-7(0-4). Völsungur átti þennan leik frá upphafi til enda og mörkin hefðu allt eins getað orðið 10 talsins. Magnús Hreiðarsson skoraði þrjú, þjálfarinn, Einar Friðþjófsson, Eyjamaður, eitt, Sigurkarl Aðalsteins- son eitt, Sigurður Gunnarsson eitt og Ingólfur Ingólfsson eitt áður en hann var ekinn af leikvelli. Mark HSÞ var sjálfsmark Ingólfs Freyssonar, sem skallaði laglega í eigið mark. Staðan í riðlinum: Völsungur 4 3 10 14—3 7 Árroðinn 5 311 12—3 7 HSÞ 5 2 0 3 5—14 4 Reynir 5 113 5—13 3 Dagsbrún 3 0 12 1—4 1 Markahæstu menn: Magnús Hreiðarsson, Völsungi 7 mörk Örn Tryggvason, Árroðanum 6 mörk Jónas Þ. Hallgrímss., HSÞ 4mörk -St.A. Tony Knapp stjómar liði sínu i leik. Naumur sigur —þegar Breiðablik vann SeHoss 1-0 Breiðablik vann í gærkvöldi mjög nauman sigur á Selfyssingum á Seifossi í 2. deild íslandsmótsins í knattspymu. Eina mark leiksins skoraði Vignir Baldursson nokkrum mínútum fyrir leikslok. Áhorfendur á Selfossi horfðu fram á’ jafntefli þegar Blikarnir náðu skyndi- sókn og Vignir ásamt öðrum Blika voru skyndilega óvaldaðir á markteig. Það var þvi auðvelt fyrir Vigni að renna knettinum í netið. Selfyssingar léku ágætlega í leiknum en Blikarnir áttu mun meira í fyrri hálf- leiknum en gekk illa að skapa sér færi og sömu sögu var reyndar að segja um heimamenn. Bezta færi leiksins féll þó Selfyssingum í skaut þegar Breiðablik bjargaði þrívegis á línu í einni og sömu sókninni og var þá heldur betur hama- gangur á Hóli.____________________ Sigurður Sverrisson DANSKT SUNDF0LKI HBMSÓKN HJÁ ÆGI A vegum Sundfélagsins Ægis dvelst nú hér á landi 25 manna hópur frá Odense Svömmeklub (O.S.K.) í Danmörku. Hefur sundfólkið, sem er á aldrinum 10—15 ára, dvalið hér við æfingar. Um síðustu helgi bauð Ægir danska sundfólkinu til Vestr.iannaeyja í skoð- unar- og keppnisferð. Var haldið sund- mót í Eyjum laugardaginn 14. júlí í Sundhöllinni i Eyjum, með þátttöku sundfólks frá OSK, Ægi, Ármanni, Selfossi og Vestmannaeyjum. Á sundmótinu voru sett tvö íslenzk unglingamet og eitt fjónskt unglinga- met. Danska sundfólkið lætur mjög vel af dvölinni hér á landi og fannst heim- sóknin til Vestmannaeyja ævintýri lík- ust. Héðan fara Danirnir 19. júlí. Næsta sumar mun sundfólk Ægis síðan endurgjalda heimsóknina með þvi að heimsækja Odense Svömme- klub. 100 m bringusund meyja 1. Guflrún Ágústsdóttir, Ægi, 1:28,7 min. 2. Jóna B. Jónsdóttir, Ægi, 1:43,9 3. Jette Dreyer, OSK, 1:43,3 100 m skriðsund sveina 1. Ólafur Einarsson, Ægi, 1:08,1 mín. (Svcinamel 12 ára og yngri) 2. Ragnar Guðmundsson, Ægi, 1:16,3 3. Hans Jacob Fischer, OSK, 1:17,7 200 m fjórsund telpna 1. Karín Nielsen, OSK, ' 2:42,2 mín. 2. Johanna Dyrböl, OSK, 2:49,7 3. Rene Rasmusson, OSK, 3:03,6 100 m skriðsund drengja 1. Bo Jacobsen, OSK, 59,2 sek. 2. Jón Ágústsson, Ægi, 1:04,0 mín. 3. Smári K. Harðarson, ÍBV, 1:07,0 200 m skriðsund karla 1. Bjarni Bjurnason, Ægi, 2:01,7 mín. 2. Halldór Krístianssen, Á, 2:04,6 3. Hafliði Halldórsson, Æ, 2:05,0 200 m bringusund kvenna 1. Ólöf Sigurðardóttir, Self., 3:02,0 mín. 2. Elín Unnarsdóttir, Ægi, 3:02,6 3. Unnur B. Gunnarsdóttir, Æ, 3:11,3 50 m skriðsund telpna 1. Guðrún F. Ágútssdóttir, Æ, 0:33,2 mín. 2. Jóna B. Jónsdóttir, Æ, 0:35,5 3. Anetta Madsen, OSK, 0:41.2 50 m flugsund sveina 1. Ólafur Einarsson, Æ, 0:36,8 mín. 2. Hans J. Fischer, OSK, 0:39,4 3. Ragnar Guðmundsson, Æ, 0:44,4 100 m baksund stúlkna 1. Jóhanna Dyrböl, OSK, 1:22,7 n 2. Lilja Vilhjálmsdóttir, Æ, 1:22,8 3. Magnea Vilhjálmsdóttir, Æ, 1:25,4 100 m bringusund drengja 1. Smári K. Harðarson 1:19,7 n 2. Ámí Sigurðsson, ÍBV, 1:22,8 3. Jón Ágústsson.Æ, 1:23,2 100 m flugsund karla 1. Bjami Björnsson, Æ, 1:05,8 n 2. Hafliði Halldórsson, Æ, 1:06,7 3. Bo Jacobsen, OSK, 1:11,8 100 m skriðsund kvenna 1. Ólöf Sigurðardóttir, Self., 1:06,5 r 2. Anna Gunnarsdóttir, Æ, 1:07,1 3. Elín Unnarsdóttir, Æ, 1:08,9 4 x 100 m skriðsund karla l.SveitÆgis 3:54,7 n 2. Piltasveit Selfoss 3:59,0 (Piltamet) 3.0SK 4:29,1 4 x 50 m skriðsund kvenna 1. A-sveit Ægis 2:06.6 n 2. OSKI 2:07,6 3.0SKI1 2:14,9 í síðari hálfleik voru heimamenn öllu meira með knöttinn en gekk afleitlega að skapa sér færi. Selfyssingar voru búnir að sækja nokkuð stíft undir lokin þegar Blikarnir náðu að bruna upp og skora. Jafntefli hefði verið sann- gjarnast í þessum leik. -BG/-SSv. „VIKING VERDUR ÞEKKT UD” „Það er takmark mitt að Viking verði þekkt og virt lið um alla Evrópu,” sagði Tony Knapp, sem er þjálfari norska 1. deildarliðsins Viking frá Stavangri. Knapp er vafalítið ölium íslenzkum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur fyrír störf sín með ísl. iandsiiðinu. Eftir dvöl sína hér á landi hélt hann til Noregs þar sem lið hans, ’Viking, er nú með 4 stiga forskot í 1. deildinni norsku. Fyrir nokkrum vikum var greint frá því í íslenzkum blöðum að ólga væri á meðal stjórnar- manna Viking varðandi Knapp og vildu jafnvel sumir þeirra ganga svo langt að reka hann. Málið var lagt fyrir almenning í Rogalands Avis, en svo heitir „lokalblað” þeirra Stavanger- búa og í skoöanakönnun, sem blaðið gerði kom glöggt í Ijós að hver einasti lesandi vildi hafa Knapp áfram. Einn lesandi sagði: „Bara það eitt, að Knapp er við stjóm hjá Viking, dregur fólk á völlinn”. Greinilegt er að Knapp er jafnvinsæll á meðal alþýðu manna í Noregi og hann var hér á íslandi. I síðustu viku birtist viðtal við hann í Dagbladet og fer hér á eftir útdráttur úr þvi. „Það sem fyrst og fremst skilur okkur frá hinum liðum 1. deildarinnar er það, að ég hef nokkra mjög reynda leikmenn — leikmenn sem þurfa ekki að láta segja sér fyrir verkum á leikvelli,” segir Knapp. „Liðið býr yfir miklum baráttuvilja og leikmenn brotna ekki svo auðveldlega þó að leiðin sé upp í móti. Ekki hvað sízt þetta hefur skilið okkur frá hinum liðunum og vegna þessa höfum við nú fjögurra stiga forskot. Telur þú að norsk knattspyrna geti batnað mikið frá því sem nú er? „Það efa ég stórlega. í sumar höfum við séð hvernig leikmönnum hefur farið fram með betri völlum, en nú hefur orðið stöðnun á þessari þróun. Norðmenn geta t.d. aldrei komist í úrslit á HM að mínu mati — til þess eru félagsliðin allt of veik. Ef hins vegar Norðmenn gætu dregizt í riðla meðliðumutan Evrópu ættu þeir e.t.v. möguleika á að komast í úrslita- keppnina en annars ekki.” Nú hefur þú gert nýjan tveggja ára samning við Viking. Af hverju? „Það er, eins og ég sagði áður, tak- mark mitt og það er mín ósk að ég geti gert Viking að stórveldi í Evrópuknatt spyrnu — lið sem allir þekkja og virða. Þess vegna er það lífsspursmál fyrir okkur að tryggja okkur sigur í deildinni í sumar. Mér finnst að eftir tæp tvö ár hjá Viking sé ég ekki búinn að ljúka nema hálfu ætlunarverki mínu og ég þarf því önnur tvö til að ljúka því. Það er okkur nauðsynlegt að fá fram á sjónarsviðið unga efnilega leikmenn úr yngri deildum félagsins. Unglinga- starfið verður að skila sér og þessir ungu menn fá tækifæri næsta ár en eigi Viking að ná árangri í Evrópu .þarf ég a.m.k. fimm nýja leikmenn— leikmenn sem verða allir að vera betri en þeir, sem ég hef þegar í liðinu. Það verður ekki auðvelt að finna þá, því við höfum bezta liði Noregs á að skipa. Það er takmark mitt að Viking verði í sömu aðstöðu og Liverpool — með stóran hóp úrvals leikmanna þannig að forföll eigi ekki að hafa minnstu áhrif á jgengið liðsins. Mikið er talað um að framlínumenn þinir skori ekki mikið af mörkum — hvererástæðan? „Ég legg áherzlu á að allir í liðinu |geti skorað mörk, það á engu máli að jskipta hver skorar. Við erum núna í 10 Idaga sumarfrii, en leikum tvo æfinga- jleiki áður en deildin hefst á nýjan leik. |Crystal Palace leikur gegn okkur þann 31. júlí í Stavanger og þá sýnum við iBretum hvar norsk félagslið standa. Mótanefnd temji sér vandaðri vinnubrögð Álitsgerð og mótmæli frá stjórn og knattspyrnuráði Austra vegna frest- unar leiks Austra gegn Magna i 2. deild 14. júlí 1979: Stjórn og knattspyrnuráð Austra fordæmir harðlega þá ákvörðun móta- nefndar KSÍ að fresta leik Austra og Magna, sem fram átti að fara á Eski- firði laugardaginn 14. júlí sl. og ákvaða leikdag 16.07. Ástæðan fyrir frestun- inni er sögð vera sú að Magnamenn fengu ekki flugvél til ferðarinnar austur á laugardag og vildu ekki leggja á sig rútuferð til að komast á keppnisstað. (Þetta hafa bæði Austfjarðaliðin í 2. deild, Austri og Þróttur, þurft að leggja á sig undanfarin ár þegar um leiki við norðanmenn, Akureyringa eða Húsvíkinga. hefur verið að ræða. Hér er því harla léttvæg afsökun hjá Magnamönnum. Forráðamenn Magna höfðu samband við Guðna Þór Magnússon, formann Knattspyrnuráðs Austra, á miðvikudag og fóru fram á, að leiknum yrði frestr.ð til sunnudags af fyrrgreindum ástæðum. Guðni hafnaði beiðninni á þeim forsendum að úr því að flugið hefði brugðizt væri Grenvíkingum engin vorkunn að koma landleiðina til Eskifjarðar. Ekki undu Magnamenn þessum málalokum þvi á laugardag, rúmlega 4 klukkustundum áður en leikurinn skyldi hefjast, barst okkur í hendur skeyti frá mótanefnd KSÍ þess efnis að leiknum milli Austra og Magna væri frestað til mánudags. Með frestuninni gerði mótanefnd okkúr slæman grikk vegna þess að Eskifjarðarvöllur er mjög vel sóttur um helgar, ekki aðeins af heimamönnum heldur einnig fjölda aðkomumanna úr nærliggjandi byggð- arlögum. Eins og gefur að skilja er aðsókn að knattspyrnuleik hér eystra mun minni á mánudagskvöldi, þar sem fólk fer siður í ferðalag fjarða á milli að afloknum löngum vinnudegi. Fyrir utan röskun á undirbúningi liðs okkar hefur ákvörð- un mótanefndar örugglega kostað okkur tugi þúsunda. Veitir litlu félagi þó ekki af að hvort tveggja, aðsókn og undirbúningur, megi verða eins og framast er hægt að reikna með. í vor fórum við Austramenn fram á frestun á fyrsta leik okkar í deildinni, sem var einmitt gegn Magna. M.a. vild- um við frestun vegna þess að nokkrir leikmanna okkar voru enn við nám fjarri heimabyggð og skorti því nokkuð á samæfingu liðsins. Ennfremur hafði liðið ekki æfingaaðstöðu sem skyldi á Eskifirði vegna slæms tíðarfars og þess hve vorið var seint á f erðinni. Beiðni okkar var lögð fram skriflega og munnlega með meira en viku fyrir- vara, en henni gersamlega hafnað með þeim rökum að ekki mætti raska nióta- skránni. Nú er ósk Magnamanna um frestun afgreidd með forgangshraði ídegi fyrir leik og mótaskránni þvi hnikað til eins og ekkert sé. Þegar Bergþór Jónsson móta- nefndarmaður var inntur um rök nefndarinnar varð honum svarafátt sem eðlilegt er, enda er afgreiðsla máls- ins með öllu óverjandi fyrir móta- nefnd. Ein helzta röksemd Bergþórs Jónssonar var sú að dómarinn. Þór- oddur Hjaltalin frá Akureyri, 'æfði þvertekið fyrir að fat.i mcð rutu á Eskifjörð. Bergþóri skal bent á að við Austfirðingar eigum nokkra dómara sem hæglega hefðu getað dæmt þennan leik. Ákvörðun mótanefndar er furðuleg og það hlýtur að vera krafa okkar sem í hlut eigum að nefndin ‘temji sér vand- aðri vinnubrögð í framtíðinni svo að tnistök sem þessi endurtaki sig ekki. Fyrir hönd stjórnar og knattspyrnuráðs Ung- mennafélagsins Austra á Eskifirði Gunnar Finnsson Guðni Þór Magnússon. Erum f luttir með allt okkar haf urtask! Nú erum við i Auðbrekku 53 Varmi Bilasprautun Auóbrekku 53. Sími 44250. Box180. Kbpavogi. ERUM FLUTTIR AÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG14 Sportfatnaður ogskór í úrvali S PATRICK adidas uhlsport HENS0N TENS0N—B0LA Sími 24520 Bikofinn /f.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.