Dagblaðið - 20.07.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.07.1979, Blaðsíða 1
Sríálst úhái dsgUsð 5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 20. JULÍ1979 — 163. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÓLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Alþýðubandalqpð þver- klofið um aðgerðimar | Ráðherrarflokksinsgáfusigsíðdegjsígær, eftiraðforsætísráðherragekkíliðmeðkrötum Alþýðubandalagið er þverklofið í olíumálunum. Sumir þingmanna flokksins telja, að ráðherrar flokksins hafi samið stórlega af sér á seinni fundi rikisstjórnarinnar í gær, að því er tekur til mikillar hækkunar á oliugjaldi. Ráðherrar Alþýðubandalagsins létu þar undan kröfum Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. Framsókn var lengi tvístígandi en kom í gær til liðs við sjávarútvegs- ráðherra. Þá kom fram mála- miðlunartillaga frá Ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra um hækkun oliugjalds og að þrjú prósentustig hækkunarinnar gangi til sjómanna. Þá málamiðlun samþykktu ráðherrar Alþýðubandalagsins. ,,Éggeri ráðfyrir aðbráðabirgða- lögin komi í dag,” sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra i morgun. Magnús kvaðst hafa fengið umboð þingmanna Alþýðuflokksins í síma til að samþykkja þær aðgerðir sem urðu niðurstaða ríkisstjórn- arinnar i gær. í samkomulaginu felst að lítri af gasolíu hækkar í 137 krónur eins og DB skýrði frá í gær. Full hækkun verðsins á að verða 1. október ei: þangað til greiðir ríkissjóður verðið niður. Kostnaðarverð gasolíu er nú 155,4 krónur á lítra. Olíugjaldið hækkar úr 7% í 15%. Ríkið tekur 2,8 milljarða lán til að standa undir niðurgreiðslum. Menn meta, að gcnaissigið, sem af aðgerðunum lciðir, verði um 8% og dreifist á i okkrar vikur. 700 milljónum verður varið úr ríkissjóði til að hækka olíustyrki til húshitunar. Tonn af svartolíu hækkar úr 52.900 krónum í 67.200 kr. -HH. sjábls.9 Tökum Norðmenn ígegn eins og Bretana Skrítið aðkoma sem ferðamaður —sjábls.9 Litluflug- félögin þola ekki fargjalda- stríðið 9 — sjábls.5 Attþú milljón ánþessað vitaþað? — sjábls.5 af steypubílnum. Til huga menn að meiðslum bilstjórans. DB-mynd Sv. Þorm. Steypubíll afvelta í Ártúnsbrekkunni — eftir gálauslegan framúrakstur utanbæjarbíls Það var ömurleg aðkoma að steypu- bil sem fór út af háum vegarkanti í Ártúnsbrekkúnni í gær. Ofan á brotn- um öflugum símastaur var hræ steypu- bílsins margbrotið og sundurtætt, framhjól undan, ökumannshús saman- klesst að hluta og afturhjól vísuðu ská- hallt uppávið SFlugleiðir í pílagrímaflug:1 Aðdragandi slyssins var sá að í Ártúnsbrekkunni fór utanbæjarbíll fram úr steypubílnum sem var fullhlað- inn steypu. ökumaður utanbæjarbíls- ins kveðst eftir að hafa ekið fram úr bílnum hafa ætlað yfir á hægri akrein og segist hafa séð steypubilinn í úti- spegli á hægri hlið bils síns. Síðan varð hann þess var að bill hans lenti á steypubilnum, jók þá hraðann og komstundan. Við þetta allt reyndi kona sem steypubilnum ók að forða frá slysi, fór æ lengra út á vegarkantinn og loks gaf kanturinn sig undan heljarþunga Starfsmenn endurráðnir á meðan Flugleiðir hafa náð bráðabirgða- samkomulagi við Nigeríumenn um pílagrímaflutninga til Jedda. Er búizt við að samningurinn verði jafn- vel staðfestur'í næstu viku. Ef af yrði, yrðu tvær af vélum Flugleiða i flutningunum, DC-10 og DC-8. Þá yrði flogið fyrst milli 4. og 23. október og þá gert hlé. Aftur yrði svo flogið 3. og 23. nóvember. Um verður að ræða sambærilegan hóp og áður hefur verið fluttur, hvað stærð varðar. Ef af verður, verður nokkuð af því starfsliðið Flugleiða sem búið er að segja upp endurráðið á meðan á fiug- inu stendur. Þegar því er lokið ræðst hins vegar af frekari verkefnum hvort fólkið verður áfram. Unnið er að markaðsútvegun erlendis um þessar mundir. .j)s. steypubílsins. Skipti engum togum að hann valt og lenti á staumum og bæði staur og steypubíll teljast ónýtt brak. Það furðulega er að konan sem steypu- bílnum ók gekk af slysstaðen var fiutt í slysadeild eitthvað meidd. -ASt. Fallbyssukúlur frástyrjaldar- árunumfiimast —sjábls.5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.