Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. Við viljum verka- lýðsflokk — en ekki með Guðmundi jaka og Karli Seinari Félagi í EIK(ml) skrifar: Við erum 100% sammála Aðalheiði Magnúsdóttur í DB 16. þ.m., að verkalýðsbaráttan hafi verið alveg í molum undanfarið. Við erum ekki síður sammála Aðalheiði og „Grand- vara” um það, að stofna þurfi nýjan verkalýðsflokk og viljunt mikið á okkur leggja til aðþaðtakist sem fyrst. En við erum 100% ósammála þeim báðum um það, að Gvendur jaki og KarlSteinareigi heima í þeim flokki og þaðan af síður í forystu hans. Ef Gvendur jaki og Karl Steinar stofna fiokk, þá er útilokað að sá flokkur verði hætishóti meiri verka- lýðsfiokkur en Alþýðubandalagið og kratarnir eru, og það eru nú ekki verkalýðsflokkar, þótt margt verka- fólk kjósi þá fremur en ekki neitt. Ef þeir kumpánar færu að stofna verka- lýðsflokk, þá væri það eins og Satan sjálfur færi að stofna kristinn söfnuð. Menn spyrja kannske hvernig við getum fullyrt þetta? Jú, við höfum nefnileg fylgzt með störfum þeirra Gvendar og Karls Steinars sem verka- lýðsforingja. Menn hafa sjálfsagt séð eins og við hvernig þeir nota aðstöðu sína til að uppfylla óskir stéttarand- stæðinga okkar, atvinnurekendanna og þessa rotna ríkisvalds, sem þeir ráða að mestu. Guðmundur jaki hefur verið af- kastameiri við stéttsvikin, þó svo að hann slái um sig með rauðum glamuryrðum á köfium. Við höfum ekki gleymt, að það var hann og hans nánustu í Verkamannasambandinu, sem lagði blessun sína yfir þessa viðskiptakjaravísitölu, svo olíuverðhækkanirnar Jenda þyngst á verkafólki. Fletir atvinnurekendur, sleppa sléttir (fá að hækka verðið, blessaðir) og ríkið stórgræðir á öllu saman. Hafnarverkamenn hjá Eimskip Og gosflöskurnar halda áfram að springa.. DB-mynd: Hörður. Lítraf laskan sprakk 6888-2672 hringdi Hún vildi koma því á framfæri vegna skrifa DB um litraflöskur sem hefðu sprungið, að hún hefði orðið fyrir því við vinnu sína i fyrra að lítra' kókfiaska sprakk i hendi sér með þeim afleiðingum að slagæð fór í sundur og myndaðist taugahnútur. Hún hefur ekki getað unnið neitt síðan sem á reynir. Vildi hún enn- fremur taka það fram, að hún hefði þurft að standa í þrasi við þá hjá Kók vegna þessa máls, þeir hefðu ekki viljað viðurkenna að flaskan gæti sprungið. Hún sagðist því hafa verið fegin þegar hún heyrði að slíkt gæti gerzt hvar og hvenær sem er. Jafnframt vildi hún fá að vita hver réttur sinn væri í máli þessu og hvort hún ætti heimtingu áeinhverjum bótum. Við erum 100% ósammála Aðalheiði og Grandvar að Guðmundur jaki og Karl Steinar eigi heima I nýjum verka- lýösflokki, segir félagi í EIK-ml. hafa ennþá ekki gleymt, að Guðmundur jaki gekk í fararbroddi fyrir að breyta kaffitímanum fyrir nokkrum árum að óskum Eimskipa- féíagsins, en hafnarverkamenn mega vera kaffilausir frá hádegi þar til kortér fyrir fimm. 1 svitabaði því, sem fylgir bónusvinnunni við út- skipun á fiski, hugsa eyrarkarla oft þungttil jakans, er klukkan er að nálgast fjögur og þorstinn og hungrið fer að naga. Þá fær forystumaðurinn þeirra stundum kaldar kveðjurnar. Við erum félagar í litlum sam- tökum baráttuviljaðs fólks, sem heita Einingarsamtök kommúnista, skammstafað EIK(ml) Og það er ein- mitt efstáblaðihjásamtökumokkar að stofna verkalýðsflokk. Þessi samtök gefa úr Verkalýðsblaðið. EIK(ml) hvatti fólk til að skila auðu í síðustu kosningum og leggja sitt af mörkum til að byggja upp samtök sin og þar á meðal stjórn- málaflokk til að leiða baráttuna. Þar vorum við sammála öldruðu baráttu- konunni henni Aðalheiði Magnús- dóttur. Okkur vantar fieira fólk í lið með okkur, ekki síst fólks eins og þig, Aðalheiður, sem hefur langa reynslu úr verkalýðsbaráttunni, meðan hún var oghét. Þið, sem viljið taka þátt í þessu brýna starfi, hafið samband við sölufólk Verkalýðsblaðsins, eða sendið línu í pósthólf 5186, Reykja- vík. INNHVERFIHUGUN ÞR0SKATÆKNI EKKITRÚARBRÖGD — segir íslenzka íhugunarf élagið Jón Halldór Hannesson skrifar f.h. íslenzka íhugunarfélagsins: Vegna lesendabréfs í DB í fyrradg vill íslenzka íhugunarfélagið benda á 'að Innhverf íhugun hefur verið kynnt hérlendis sem annars staðar sem hug- læg tækni til þróunar vitundar. Lögð hefur verið áherzla á að Innhverf íhugun væri óháð skoðunum, trú, menntun og aldri iðkenda. Þess vegna er aðferðin kölluð tækni. Það er reyndar ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa trú á þvi að tæknin hafi áhrif. Áhrifin koma jafnt fyrir það. Tæknin felst í því að leyfa athyglinni að leita til fingerðari og máttugri stiga hugans. Hugurinn fær þá hvíld og likaminn einnig. Þetta leiðir til þess að líkamlegt óeðli eða streita, sem safnast hefur fyrir i taugakerfinu, tekur að hverfa. Rannsóknir gerðar viða um heim hafa staðfest að iðkendur öðlist mjög djúpa huglæga og líkamlega hvíld meðan á iðkuninni stendur og fjöl- Lesendabréfið í DB sem er tilefni athugasemda íslenzka íhugunarfélagsins. Toppurinn Jrá Finnlandi 50ÁRA SEIMDUM UM ALLT LANDIÐ BUÐIN 'SKIPHOLT119. SÍMI29800 margar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að heilleg þróun persónuleika iðkenda eigi sér stað við það að þeir losi sig jafnt og þétt við streitu þá sem safnazt hefur fyrir í tauga- kerfinu — en streitan veldur því að einstaklingurinn getur ekki fullnýtt þá möguleika sem hann býryfir. Dr. Hans Selye forstöðumaður og prófessor við lífeðlisfræðideild Montreal háskólans notaði fyrstur orðið „Stress” og hefur hann sagt að áhrif Innhverfrar íhugunar á hug og líkama séu þveröfug við áhrif streitu. Iðkun Innhverfrar íhugunar er framtak einstaklingsins til að bæta sig sjálfan og bætaeinnig áhrif sín á umhverfið. íhugunin er ákaf- lega auðveld og situr iðkandinn á þægilegum stól heima hjá sér í þær 15—20 mínútur sem iðkað er kvölds og morgna. Innganga i íslenzka ihugunarfélagið er alls ekki nauðsynleg, en félagið veitir þó öllum, sem lært hafa tæknina, svo- kallaða einkakönnun eða upprifjun svo oft sem menn vilja. Slík einka- könnun tryggir hámarksárangur og er innifalin í námsgjöldum sem greidd eru í eitt skipti fyrir öll í upphafi. Lítraf laska sprakk — íþúsund mola 0339-2503 skrifar: í DB 9. júlí sl. er grein undir fyrir- sögninni „Lítrafiöskur hafa sprungið hér”. Það virðist ekkert einsdæmi að svona lagað geti átt sér stað, og er hér eitt dæmi um það: Nokkur ungmenni sem voru á Raddir lesenda „rúntinum” höfðu keypt lítrafiösku sem lögð var í hillu undir hanskahólfi í bílnum. Eftir að hafa ekið í um 10 minútur á malbikaðri götu sprakk fiaskan og glerbrotum rigndi yfir þá sem í framsætunum voru. Er það óskiljanlegt að ekki skyldi hljótast slys af í það skiptið, því flaskan fór bókstaflega í þúsund mola. 7S

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.