Dagblaðið - 20.07.1979, Page 3
E5S
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979.
--------------------------------------------------------------------------------------- 1 .......................
ENGINN VEIT UM UPP-
BOÐSTEKJUR FÓGETA
— hve lengi liðist einkaf yrirtæki slík bókhaldsóreiða og hugsanleg skattsvik?
Hólmar hringdi:
Getur það verið rétt að borgar-
fógetaembættið í Reykjavík stundi
skattsvik í stórum stil? Ekki verður
annað séð á frétt sem birtist í
Þjóðviljanum sl. miðvikudag. Þar
stendur í frétt á baksíðu þessa ann-
ars stærsta- stjórnarblaðs að dóms-
málaráðuneyti, fjármálaráðuneytið
eða ríkisbókhaldið hafi ekki hand-
bært neitt heildaryfirlit yfir inn-
heimtur eða tekjur af uppboðum,
sem fari fram hjá þvi embætti.
í greininni kemur fram að þar sé
þó um að ræða langstærstu tekjulind
embættisins og þar af leiðandi lang-
stærstu tekjulind borgarfógeta, sem
hefur prósentur af slíkum embættis-
gerðum og auk annarra innheimtna.
Allt bendir til að um sé að ræða
verulegar fjárhæðir.
Ekki verður annað séð en þarna
gangi ríkisstofnun á undan með
ófullnægjandi bókhald og hugsan-
lega skattsvikum, þar sem áðurgreind
ráðuneyti geta ekki upplýst hverjar
heildartekjur eru af uppboðum og
þar af leiðandi hafa þau ekki hug-
mynd um hvaða tekjur undirmenn
þeirra, fógetar og sýslumenn um land
allt hafi af þessum aukaverkum
sinum.
Nú hefur þessi tekjustofn fógeta
og sýslumanna oftsinnis verið gagn-
rýndur og meðal annars verið
kallaður verknaður þar sem löglærðir
menn hafi eymd annarra aðféþúfu.
Um það skal ekki fjallað hér að
sinni en aðeins spurt: Gengur borgar-
fógetaembættið í Reykjavík á undan
í bókhaldsleysi og hugsanlegum
skattsvikum? Hve lengi liðist einka-
fyrirtæki með sambærilega veltu að
haga bókhaldi og fjárreiðum sínum
þannig, eins og fram kemur í
Þjóðviljagreininni?
Hvernig lízt þér á
nýja bensínverðið?
Traustl Bertelsson, vinnurhjá ísal: Mér
finnst það óheyrilega hátt, með þvi
hæsta í heimi miðað við kaupmátt.
Spurning
dagsins
Einstök hjálpsemi Kópavogslögreglu
,,Lesendabréfin í dagblöðunum
njóta mikilla vinsælda en oft virðast
þau fremur notuð til aðspúa galli yfir
menn og málefni en til þess að geta
þess sem vel er gert. Enda mun marg-
sannað, að þau hin illu tiðindi eru
mun vænlegri til sölu en þau hin
góðu.
Atvinnuleys-
isbætur
hærri en
sjúkradag-
peningar
Guðbjörg Sigurðardóttir hringdi:
Hún sagðist hafa legið á sjúkra-
húsi síðan um áramót. Nú væri hún
komin heim og þyrfti að sjá fyrir
heimili en væri óvinnufær og þyrfti
jafnframt að greiða húshjálp. Það
eina sem hún fengi frá Trygginga-
stofnuninni væri 1600 kr. á dag og
ættu allir aðgeta séð að enginn gæti
lifaðafþvi.
Hún sagði ennfremur að ef hún
gæti fengið atvinnuléysisbætur þá
væri það 2900 á dag og munaði það
þó nokkru. Hún vildi lýsa undrun
sinni yfir því að ekki væri borgað
meira til fólks sem væri sjúkt en
þeirra sem væru atvinnulausir og
gætu séðumsig.
Fékk ekki
aðfara
meðson
sinn inn á
bíómyndina
Ásmundur hringdi:
Hann sagðist hafa ætlað með unn-
ustu sína og son sem er 6 ára í Tóna-
bíó á mynd sem er bönnuð innan 14
ára. Hann sagði að dyravörðurinn
hefði stoppað þau við innganginn og
ekki viljað hleypa syni þeirra inn.
Ásmundur sagðist ekki hafa verið
hress yfir þvi vegna þess að hann
hefði séð önnur börn ganga inn á
myndina og hafi þau verið á aldrin-
um 9—10 ára.
Sagði Ásmundur að dyravörðurinn
hafi gefið þá skýringu að þau böm
væru nær fjórtán ára aldrinum. Vildi
Ásmundur því vita hvort það væri
dyravarðarins að vega og meta hverj-
um væri hleypt inn og hverjum ekki.
Ennfremur spurði hann dyravörðinn
hvort foreldrarnir bæru ekki ábyrgð
á því sem barnið sæi en dyravörður-
inn sagði það ekki vera.
Vildi Ásmundur hér með koma
þessum spurningum sínum á fram-
færi við aðila þá sem setja reglur um
þessi mál.
Sl. mánudagskvöld var undirrituð
á sveimi í Kópavogi til að leita að ný-
fluttu bifreiðaverkstæði. Ég verð að
játa að fátt er mér verr gefið en rat-
vísi og ég hefði sjálfsagt aldrei fundið
fyrirtækið ef ég hefði ekki verið svol
heppin að rekast á bíl frá Kópavogs-
lögreglunni. Gengu vaktmenn um-
svifalaust til liðs við mig við að leita.
Eftir að staðurinn var fundinn
kom í Ijós að þarna var mjög miklum
erfiðleikum bundið að finna leigubif-
reið og strætisvagnar voru hættir að
ganga. Hinir vingjarnlegu lögreglu-
menn óku með þá að næsta leigubíla-
stæði í Kópavogi. En þar sem hin
nýju lög ríkisstjórnarinnar um
opnunartíma veitingahúsa virðast
hafa mælzt mjög vel fyrir var þar
heldur engan bil að fá. Lét lögreglan
sig þá ekki muna um þaðað aka þess-
ari vegvilltu konu i bæinn.
Hafið kæra þökk fyrir
hjálpsemina, Svanhvit og
Sæmundur.”
Valentinus Valdimarsson fyrrv. bíl-
stjóri: Ég er löngu hættur að kaupa
bensín og hættur að keyra bíl, svo
verðið á bensininu kemur ekki við mig
þó það sé hræðilega hátt.
Marteinn Andersen, vinnur hjá borgar-
sjóði: Mér finnst það óeðlilega hátt.
Kristinn Rósantsson verkamaflur: Mér
lizt vægast sagt mjög illa á það.
Elias Þorsteinsson bilaréttingamaður:
Ja, mér lízt ekki nógu vel á það.
Bensínið er allt of dýrt.
Gísli Magnússon matreiðslumaður: Er
það nokkuð nema samkvæmt hækkun-
um erlendis, þó finnst mér nú að það
mætti vera lægra.
Jóhanna á Trabantinum.
1 sumar verða Skógarmenn KFUM 50 ára
í tilefiii afþví verður
OPIP HÚS í VATNASKÓGI
um verzlunarmannahelgina, 3.-6. ágúst.
13 31
..ife-
2. .. • I
rr..i
Allir velkomnir dagsstund, heilan dag eöa lengur.
Engin innritun — ekkert þátttökugjald.
Hópferð fyrir bíllausa (miðar seldir til 31. júlí).
Ökeypis tjaldstæði.
Greiðasala á staðnum.
íþróttir, leikir og gönguferðir.
Bátsferðir og „baðstrandarferðir”.
Samverustundir og kvöldvökur.
Sérdagskrá fyrir yngstu kynslóðina.
Nýi íþrótta- og samkomuskálinn formlega tekinn í notkun.
Allar nánari upplýsingar veittar á
aðalskrifstofu KFUM að Amt-
mannsstíg 2b, sími 13437.
Vonumst til að sjá þig!
Skógarmenn KFUM.