Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. 5 Sjórall ,79: Verðlaunaafhending Tvenn verðlaun i verðlaunagetraun vegna Sjóralls ’79 voru afhent I vikunni. Baldur Oxdal, sem hlaut þríðju verðlaun, tók við CB talstöð af Lafayettc gerð frá Radfóvirkj- anum Týsgötu 1. Jóhanna Árnadóttir fékk fímmtu verðlaun, Konica sjónauka frá Gevafótó hf. Aðrir sem hlutu verðlaun fá sln verðlaun síðar. DB-mynd Árni Páll. Róiðí Súðavík Þeir byrja snemma aö róa, strákamir / Súðavik. Þessir tveir ungu og knáu sjó- menn heita Ömar Jónsson og Garöar Sigurgeirsson. Ómar á bátinn og Garðar er háseti hjá honum. Með þeim félögum i stafhi er bátsþeman Perla, en hún notast viðstnafjórafœtur. DBmyndJH — mikill fjöldi osottra vinninga í Happdrættisláni ríkissjóðs Dregið hefur verið í sjötta sinn í happdrættisláni rík issjóðs 1974, Skuldabréf D, vegna vega- og brúa- gerða á Skeiðarársandi, er opni hring- veg um landið. Útdrátturinn fór fram í Reiknistofn- un Háskólans með aðstoð tölvu Reiknistofnunar, skv. reglum er fjár- málaráðuneytið setti um útdrátt vinn- inga á þennan hátt, í samræmi við skil- málalánsins. Vinningaskráin birtist í dagbók DB i dag. í Seðlabankanum er að finna skrá yfir ntikinn fjölda ósóttra vinninga. Þar eiga margir hundrað þúsund króna vinninga og milljón króna vinningar koma þar líka fyrir. Þannig er 1.000.000 kr. vinningur á miða númer 47319 úr 4. drætti 12. júlí 1977 og ann- ar vinningur að sömu upphæð á miða númer 121276 úr 5. drætti 12. júlí 1978. Vinningar eru eingöngu afgreiddir í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10, Rvík.gegn framvísun skulda- bréfanna. Þeir handhafar skuldabréfa, sem hlotið hafa vinning og ekki geta sjálfír komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu og af- hent þeim skuldabréf gegn sérstakri kvittun. Viðkomandi banki, bankaúti- bú eða sparisjóður sér síðan um að fá greiðslu úr hendi útgefanda með því að senda Seðlabankanum skuldabréf til fyrirgreiðslu. -GAJ 200 manns á norrænu í gær fannst sprengikúla frá styrj- aldarárunum skammt frá Reykjum í ölfusi. Sótti lögreglan á Selfossi kúl- una og kom henni í geymslu unz sprengjusérfræðingur kannar hvort hún er virk. Þá fréttist í gær af fundi tveggja slíkra kúlna skammt frá Hrauni í ölfusi. Hafði þeim verið stungið í hús og menn ekki varað sig á að þær gætu verið virkar. Eru þær einnig i geymslu Selfosslögreglunnar nú. -ASt. Litlu flugfélögin þola ekki fargjaldastríöið — ogLufthansa er á móti frjálsri verölagningu farmiöa, segir Michael Kuttner, upplýsingafulltrúi vestur-þýzka flugfélagsins Lufthansa „Forráðamenn Lufthansa hafa ávallt verið á móti þeirri stefnu banda- rískra flugmálayfirvalda að leyfa frjálsa verðmyndun á fargjöldum flug- véla á Norður-Atlantshafsflugleiðinni — milli Evrópu og Bandaríkjanna — sem gilt hefur nú um nokkurt skeið.” Þetta voru orð Michael Kuttner, upplýsingafulltrúa Lufthansa flug- félagsins vestur-þýzka, sem hér er á ferð. Skrifstofa hans er í Kaupmanna- höfn en starfssvæði hans er Danmörk, Noregur og ísland. Hann tók fram að í sjálfu sér væri félagið ekki á móti lágum fargjöldum, sem væru auðvitað æskileg fyrir við- skiptavinina. Verð farmiðanna mætti aftur á móti ekki vera svo lágt að ekki nægði fyrir kostnaði við eðlilegan flug- rekstur. í fljótu bragði mætti líta svo á að slíkt kæmi hinum almenna flugfar- þega ekki við en forráðamenn Luft- hansa teldu að ef litið væri til lengri tíma væri slíkt ástand flugfarþegum til skaða. „Nú þegar er ástandið þannig að þau bandarísku flugfélög, sem nær ein- vörðungu byggja á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni, eru rekin með tapi. Þetta ástand þýðir í raun að minni félög verða að sameinast öðrum eða hætta,” sagði Michael Kuttner. Han sagði að Lufthansa teldi slíkt skaða því þeir væru fylgjandi sam- keppni, héldist hún innan skynsam- legra marka. Hún gæti verið í bættri og öruggari þjónustu, fullkomnu við- haldskerfi, öruggum tímaáætlunum og i verði. Hið síðastnefnda þó að vissu marki. Kuttner var spurður hvernig hann gæti skýrt gengi flugfélags Freddie Laker hins brezka í ljósi þessara kenn- inga. Laker hefur boðið upp á mjög lág fargjöld yfir Atlantshafið að undan- förnu og svo hefur virzt sem hann væri síður en svo á neinum fallandi fæti. „Það er auðskýrt,” sagði upplýs- ingafulltrúinn. „Laker byggir flug- Átt þú milljón án þess að vita það? Michael Kuttner, upplýsingafulltrúi v-þýzka flugfélagsins Lufthansa. DB-mynd Bjarnleifur þjónustu sína upp á einni leið að mestu og stefnir ekki að neinni heildarflug- þjónustu um heiminn. Hann hefur áætlað flug sitt á því að fylla flugvélar sínar og starfar á fjölförnustu flugleið heimsins — yfir Atlantshafið á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við getum ímyndað okkur almenn- ingsvagnakerfi í borg,” sagði Michael Kuttner. „Allir gera sér grein fyrir því að auðvelt væri að reka fjölförnustu leiðina með hagnaði og jafnvel lægri fargjöldum. Almenningsvagnakerfið verður aftur á móti að ná til óarðbær- ari leiða og þær eru þá jafnvel reknar með halla. Þannig teljum við hjá Luft- hansa að flugfélögum beri líka skylda til að hugsa,” sagði upplýsingafulltrú- inn. „Lufthansa er stórt félag og á um það bil níutíu flugvélar. Starfsmenn félagsins eru nærri þrjátíu þúsund, víðsvegar um heiminn. Ef hallarekstur er á einni flugleiðinni hefur það mögu- leika á að mæta honum með hagnaði af öðrum. Þetta geta minni flugfélög með fáar eða eina flugleið síður. Þeim er því hætt þegar verð fargjalda fer niður fyrir raunverulegan rekstrarkostnað,” sagði Michael Kuttner. Hann ítrekaði að__Lufthansa væri á móti slíkri þróun mála. Verðsam- keppni þyrfti að vera innan skynsam- legra takmarka. -ÓG. æskulýðsmóti í Fallbyssukúlur f rá styrjaldar- árunum finnast Reykjavík Norrænt æskulýðsmót verður sett í hátíðarsal Háskóla íslands á laugar- daginn klukkan þrjú. Að mótinu stendur samstarfsnefnd Æskulýðs- sambands íslands og æskulýðsnefnda norrænu félaganna. Mótið sækja 200 manns, þar af um 40 frá íslandi. Karl Jeppesen, formaður sam- starfsnefndarinnar, setur mótið en síðan flytur Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra ávarp. Einnig flytja ræður þeir Peter Backa, formaður Norðurlandasambands norrænu félaganna, og Hjálmar Ólafsson, for- maður Norræna félagsins. Mót af þessu tagi eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum til að kynna málefni viðkomandi landa. Á dagskrá mótsins hér eru íslenzk mál- efni; efnahagsmál, stjórnmál, æsku- lýðsmál o.fl. Farið verður í kynnis- ferðir um Reykjavík og út á land. Æskulýðsmótinu lýkur 29. júlí. Við bryggjusmíði á Þeir voru berir að ofan, strákarnir frá Vita- og hafnamálum, er unnu við að steypa plötu á olíubryggjunni á Isa- firði. Það var enda ástæða til, því sól skein í heiði og logn var á firðinum. Þessir strákar, Hörður Þorsteins- son, Stefán Már Arnarson og Guð- mundur Guðjónsson, undu hag sínum vel, en þeir dvelja á ísafirði fram í miðjan ágúst við bryggjusmiðina. Þeir dvelja á Hótel Eddu og segja það þægilega vist, enda hótelið i ný- legri heimavist menntaskólans. DB-mynd JH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.