Dagblaðið - 20.07.1979, Side 6

Dagblaðið - 20.07.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. Washington: umþrjá ráðherra Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur fallizt á afsögn þriggja fyrrum ráðherra sinna. Eru það þeir Blument- hal fjármálaráðherra, Joseph Califano heilbfigðisráðherra og Griffin Bell dómsmálaráðherra. Sá síðastnefndi var hinn eini sem i raun er talinn hafa óskað að láta af embætti. Nýi fjármálaráðherrann heitir William Miller og gegndi áður störfum formanns Alríkisseðlabankans banda- ríska, Patricia Roberts sem áður var húsnæðismáiaráðherra verður heil- brigðisráðherra. Er hún eini sverting- inn í ríkisstjórn Carters. Benjamin Civiletti er áður var aðstoðardóms- málaráðherra og hægri hönd Bell tekur við embætti hans. Pólland: Nokkrir hvalanna I fjörunni. Mestar líkur eru taidar á að þeir hafi sýkzt af oliumengun og leitað til lands I dauðastriðinu. Kanada: Tvö hundruð hvalir syntu á land upp Nærri tvö hundruð hvalir runnu :t land nærri Point au Gaulá Nýlundna- landi um síðustu helgi. í frasognum tiá Kanada um þetta mál segir að klapp- irnar þar sem hvalirnir hafa vaðið á ’and haft verið blóði drifnar. Ástæðan l'yrir þessu landhlaupi hvalanna er ekki I tós en talið er að þeir hafi sýkzt af ein- hverjum ástæðum og þá jafnvel blind- azt. Er getum að því leitt að þeir hafi N Umsóknarfrestur um námslán Umsóknarfrestur um haustlán 1979— 80 er framlengdur til 1. ágúst nk. Áætlaður afgreiðslutími lánanna er: Fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1979. ! Fyrir námsmenn á íslandi 1. nóv. 1979. ; Skilafrestur fylgiskjala er mánuði fyrir áætlaðan afgreiðslutíma. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins á Laugavegi 77, afgreiðslutími er frá 1 —4 e.h. Sími 25011. Reykjavík, 3.7. 1979 Lánasjóður ísl. nðmsmanna. lent illilega i oliumengun. Talið er að það hafi verið tvö hundruð og fimmtíu hvalir sem syntu á land við Point au Gaul á sunnudaginn. Fiskimenn og fleira fólk reyndi að beina hvalatorfunni aftur til hafs en með litlum árangri en þó nokkrum. Veður var vont og því erfitt að starfa við verkið. Seinlegt var að komast að hvölunum og það var ekki fyrr en eftir langa mæðu sem tókst að koma nokkrum hluta þeirra aftur til hafs. Tæplega tvö hundruð létu sér hins vegar ekki segjast og enduðu uppi í fjöru. Hvalirnir, sem eru um það bil sjö og hálfur metri að lengd, eru af tegund sem heitir pothead á ensku. Sér- fræðingar hafa engar öruggar skýring- ar á þessari sjálfsmorðsför þeirra. Fiskimenn sem skoðað hafa þá og sáu aðfarirnar telja að þeir hafi lent i olíu- brák og blindazt, auk þess sem öndun- aropþeirra hafi stíflazt. Vart hefur orðið við olíumengun út af strönd Nýfundnalands. Fuglar hafa drepizt og veiðarfæri úr sjónum eru menguðolíu. konurmeð heykvíslar hugðust stinga nakið par Ung pólsk kona og vinur hennar sem brugðu sér kviknakin í sjóinn í austur- hluta lands síns ollu mikilli reiði meðal nokkurra bændakvenna í nágrenninu. Svo var reiðin mikil að konurnar réðust að skötuhjúunum með heykvíslum. Töldu konurnar að með þessu háttalagi sínu væru hinir nöktu baðgestir að reyna að tæla menn þeirra frá hey- skapnum. Konurnar hófu síðan að ræða um hvort heldur ætti að múra hjúin inni í vegg eða leiða þau í sjóinn en hvort tveggja mun vera gamall siður þar um slóðir. Brugðu karlmennirnir þá við og björguðu stúlku og pilti úr klóm hinna reiðu kvenna. Hlupu þau á brott sem fætur toguðu. Ekki er þess getið i frétt- inni af atburðinum hvort þeim hafi gefizt kostur á að klæða sig fyrir flótt- ann. veiiu vatnsdælurnar dælurnar nýkomnar. Verð kr. 106.727. <tg8:v: ’ BYGGINGAVÖRUVERZLUN ÍSLEIFS JÚNSSONAR HF. BOLHOLTI4 - SÍMI36920 Bandaríkin: Samtök flugfar- þega líftrygg- ingafélag — höf uöaöilinn í DC-10 banninu á nú undir högg að sækja gagnvart flugfélögum heimsins Samtök flugfarþega í Banda- ríkjunum eru sá aðili sem fyrst stóð fyrir því að flugleyfi DC—-10 þotna var afturkallað. Á ensku heitir félag þetta Airline Passanger Association, skammstafað APA. í bandarisku blaði, Aviation Daily, sem gefið er út af einkaaðilum og fjallar um málefni flugsins, var grein þar sem rætt er um þessi svonefndu samtök neyt- enda. í byrjun greinarinnar er sagt að sú nefnd öldungadeildar þingsins í Washington sem kanna muni allt málið í kringum flugbannið á DC— 10 þotumar, muni sérstaklega fara ofan í saumana hjá Samtökum flug- farþega. Þess er getið að forseti sam- takanna James E. Dunne gefi lítil svör við spurningum um umboð og á- stæður þeirra fyrir því að berjast fyrir flugbanni á DC—10 þotur. Einnnig er hann talinn gefa litlar skýringar á hvað þessi samtök séu eiginlega. Fullyrt er að fjölmargir séu alls ókunnir því hvað samtök flugfarþega séu. í greininni í Aviation Daily kemur fram að samtökin hafa mjög náin tengsl við tryggingarfélag. Einn af fyrrverandi stjórnarmeðlimum samtakanna, sem sagði af sér vegna þess að hann taldi stefnuna í DC—10 málinu ranga, hefur látið hafa eftir sér innihald bréfs sem hann sendi Dunne stjórnarformanni við afsögn sína. ,,Ég veit og þú veizt, herra Dunne, að Samtök flugfarþega hafa ekki stefnt að tæknilegri kunnáttu um flug eða að þætti þjónustu og ör- yggis farþega. Upphaflega hug- myndin var að selja tryggingar (lif) og svo er í raun ennþá.” Þessu neitar formaður samtakanna. Samtök flugfarþega APA eru í eigu fyrirtækis, sem heitir Travel Aviation and Insurance Consultants Ltd. Áðsetur þess er á Jómfrúr- eyjum. Samtök flugfarjtega hafa hins vegar skrifstofur í Texas. Hver með- limur þarf að greiða 17,5 dollara ár- gjald. Samtökin eru sögð ráða yfir ýmsum flugtryggingum að verðmæti • tiu milljarða dollara. Eiga þær tryggingar eða þau verðbréf sem jieirn tilheyra að vera á markaði hjá Lloyd’s í London. Samtökin hafa fimmtíu þúsund félaga, gefið er út tímarit, félögum er boðinn afsláttur á ýmsum hótelum og mótelum. Sam- tökin telja sig vera fulltrúa þeirra sem tíðum fljúga með flugvélum. Hafa þau viljað fá fulltrúa i ýmsum nefndum, sem kanna eiga flugmál en með misjöfnum árangri.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.