Dagblaðið - 20.07.1979, Side 7
DAGBLAOIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 19?9.
7
Nicaragua:
Falli
Somoza
mjög
fagnaöí
Managua
Baidagar eru hættir i Nicaragua en
ástand allt er heldur óljóst. Svo virðist
sem uppgjöf þjóðvarðliðsins hafi
gcngið friðsamlega fyrir sig og ekki
hefur heyrzt um neinar hefndarað-
gerðir gegn fulltrúum fyrri valdhafa.
Sandinistar virðast hafa tögl og hagldir
um landið allt. í höfuðborginni
Managua stóð yfir mikil fagnaðarhátíð
er síðast fréttist. Þúsundir fólks fór um
götur hlæjandi og syngjandi, eins og
segir i fréttaskeytum. Hrópað var —
lengi lifi byltingin og almennur fögn-
uður virðist vera meðal íbúa borgar-
innar yfir því að fjörutíu og þriggja ára
valdaferli Somozafjölskyldunnar skuli
vera lokið.
1
REUTER
K
Yfirvöld i Vestur-Þýzkalandi scgj-
ast óttast að írönsk yfirvöld standi nú
fyrir eltingaleik í Vestur-Þýzkalandi
og leiti þeirra sem hafi verið í
tengslum við keisaras'tjórnina. í
fyrradag réðst lögreglan inn í
farfuglaheimili í Hamborg þar sem
iranskir menn höfðu aðra í haldi og
voru aðyfirheyra þá.
Danmörk:
Hundruöa milljóna
viröisaukaskattsvik
sjónvarp og útvörp urðu að reipum og veiðarfærum á skýrslunum
Enn eitt stórsvindlmálið er komið
upp i Danmörku vegna svika á skil-
um virðisaukaskatts. Er þar um að
ræða nokkur fyrirtæki i Esbjerg, sem
hafa falsað skjöl og þannig skotið
undan skattgreiðslum sem nema jafn-
virði nærri fjögur hundruö milljóna
íslenzkra króna.
Við rannsókn málsins, sem er nú i
fullum gangi, hefur komið í ljós að
þarna hefur á skipulagsbundinn hátt
verið gefið upp rangt vöruheiti á
reikningum. Ýmis fyrirtæki hafa selt
einstaklingum sem starfa við sjávar-
útveginn til dæmis sjónvörp, útvörp
og annað. Á reikningunum hefur
þetta aftur á móti orðið að reipum og
veiðarfærum, sem samkvæmt lögum
eru undanþegin virðisaukaskattinum.
Hann er í daglegu tali kallaður moms
í Danmörku.
Eins og áður sagði stendur rann-
sókn málsins enn yfir og að sögn
danska blaðsins Politiken er ætlun
danskra skattyfirvalda að kanna
þetta mál til hlítar. Er þá eftir að
kanna bókhald og reikningsfærslu
um það bil fjögur hundruð fiskibáta
og nærri fimmtiu fyrirtækja af ýmsu
tagi. Rannsóknin hófst í fyrra.
Nokkuð hefur borið á því að aðilar
innan fyrirtækja hafi reynt að leyna
svikum sinum með því að eyðileggja
frumnótur sinar. Hefur það að sögn
gert rannsókn á þessu skattsvikamáli,
eða -málum, mun erfiðari. Fyrsti
hluti málsins verður tekin fyrir hjá
dómstóli að loknum sumarleyfum.
-
v: v
Lufthansa kaupir
57 nýjar þotur
—stærsti evrópski flugsamningur til þessa aðverðmæti um
það bil f imm hundruð milljarða króna
Vestur-þýzka flugfélagið Luft-
hansa hefur ákveðið að kaupa alls
fimmtíu og sjö nýjar farþegaþotur.
Er þarna um að ræða þrjátiu og tvær
Boeing 737 200 og tuttugu og fimm
þotur af gerðinni Airbus A 310 S.
Þarna er um að ræða stærsta samn-
ing um flugvélakaup sem gerður
hefur verið til þessa í Evrópu. Er þá
átt við í farþegafiugi.
Þoturnar á að afhenda i tveim
áföngum. Hinn fyrri er siðari hluta
næsta árs en siðari helmingur vélanna
afhendist smám saman á árinu 1981.
Heildarfiugvélakaupin nema jafn-
virði um það bil fimm hundruð millj-
arða islenzkra króna. Boeing 737 þot-
urnar eiga að leysa eldri gerðir slikra
véla af hólmi. Airbus A 310 á að
hluta til að koma í stað Boeing 727 á
leiðum í Evrópu og til Austurlanda
og Norður-Afriku. Nýja Airbus
gerðin er að sögn mjög hagkvæm og
eyðir til dæmis 6% minna eldsneyti
en fyrri gerð. Airbus er framleidd í
Evrópu. Eru það einkum Frakkar og
Þjóðverjar, sem hafa unnið að þvi.
Forráðamenn Lufthansa hafa lýst
yfir andstöðu við frjálsa verðlagn-
ingu á flugfarmiðum á leiðinni yfir
Norður-Atlantshafið, á milli Evrópu
og Bandaríkjanna. Sjá nánar viðtal
■við Michael Kuttner á bls. 5.
Kannski dæmigerð mynd. Á sjónvarpsskerminum er Jimmy Carter að halda ræðu en
til hliðar er verið að dæla dýrmætri orku á bifreið. Starfsmenn stöðvarinnar hlusta
alvarlegir á forsetann. Hvaða áhrif hefur orkuskorturinn á lif heirra?
Erlendar
fréttir
Astralía:
Pallurinn hrundi
óvænt undan feg-
uröardfsunum
—ungfrú Venezuela kjðrin alheims-
fegurðardís
Alheimsfegurðarsamkeppnin, sem
undanfarið hefur staðið yfir í borg-
inni Perth i Ástraliu endaði með
ósköpum í nótt þegar sýningarpall-
urinn þar sem dísirnar stóðu brast. Er
talið að viðbótarþunginn sem bættist
við þegar Ijósmyndarar hópuðust að
hafi riðið baggamuninn.
Fulltrúi Venezuela, Maritza
Sayalero, átján ára gömul, sigraði i
keppninni og hlaut titilinn ungfrú
alheimur. Ungfrú Bermuda varð í
öðru sæti og ungfrú England i þriðja.
Nokkrar stúlknanna meiddust
þegar pallurinn hrundi en aöeins ein,
ungfrú Tyrkland, þurfti að fara á
sjúkrahús. Var það vegna meiðsla á
fæti.