Dagblaðið - 20.07.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.07.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. Heimsókn íhúsnæði almannavarnanefndar Akureyrar í kjaljara lögreglustöðvarinnar Talstöðin sem tryggja á talsamband við hjálparlið hvar sem það er statt. Munið frímerkjasöfnun Geðverndar Innlend og erlend frímorki. Gjama umslögin heil, einnig vólstímplufl umslög. Pósthólf 1308 efla skrifstofa fól. Hafnarstræti 5, | I *ara/ÐV«MiMua iUANOsa simi 13468. Fóstrur Barnaleikvellir Reykjavíkurborgar vilja ráða tvær umsjónarfóstrur við gæzluvelli borgarinn- ar. Upplýsingar um störfin veitir Bjarnhéðinn Hall- grímsson, Skúlatúni 2, sími 18000. Leikvallanefnd Reykjavlkur. Bækistöðin ramm- gerða sem í neyð gæti orðið stjóm- stöð alls landsins Þarna situr æðsta ráðið. Fógeti, bæjarstjórí og bæjarritarí, við háborðið, slökkviliðs- stjóri og bæjarverkfræðingur framar. Á veggjunum eru beinu sfmalfnurnar til helztu hjálparstöðva í neyðartilfellum. DB-myndir Hörður í traustbyggðum kjallara lögreglu- stöðvarhússins á Akureyri er bækistöð almannavarna og stjórnstöð almanna- varnanefndar Akureyrar. í glæsilegum salarkynnum er búið að koma upp góðri aðstöðu og traustri bækistöð fyrir stjórnendur almannavarnakerfisins — og stöðin er þannig byggð að hún getur, ef á þarf að halda, tekið við hlutvekri stjórnstöðvar almannavarna- ráðs og þá orðið stjórnstöð ails lands- ins i neyðartilfellum. Eftir er að loka þennan hluta hússins af með sérstakri járnhurð og með hana lokaða er húsnæði almannavarna ein- angrað frá umheiminum. Gera á húsið enn pottþéttara til íveru fyrir stjórn- endur varnarkerfisins með því að koma fyrir loftsíuvél, svo mengað eða eitrað loft geti ekk'i átt leið inn í höfuðstöðv- arnar. í húsinu er sér Ijósavél, svo aldrei verður þar rafmagnsleysi. En ef hún skyldi nú bila þá er varaolíuhitakerfi í húsinu. Fullkomið eldhús er hluti húsnæðis- ins og áfastur við það matsalur, nú með fimm harðviðarhurðum. Sérstök matargeymsla er þarna og þar geymdar vistir sem hita má í sérstökum geislahit- unarofni. í stjórnsal almannavarnastöðvarinn- ar er öllu haganlega fyrir komið. Sæti eru fyrir þrjá við eins konar háborð. Á bæjarfógeti, formaður almannavarna- nefndar, sætið fyrir miðju háborðinu og hefur rauðan síma fyrir framan sig, bein lína. Til hliðar við hann sitja bæjarverkfræðingur öðrum megin og bæjarstjóri hinum megin. Þeir hafa líka beinar línur, símtæki í öðrum lit- um. Út frá háborðinu gengur annað borð þar sem sitja slök kviliðsstjóri og héraðslæknir, en þessir fimm mynda almannavarnanefnd Akureyrar. Tveir hinir síðasttöldu hafa einnig beinar línur. Á borðum eru möppur hvers nefndarmanns, sem geyma skjöl um allar áætlanir um aðgerðir í neyðartil- fellum sem gerðar hafa verið. Á vegg að baki háborðsins eru ftmm simtól og sé hvert þeirra merkt eftir- töldum nöfnum: slökkvistöðin, flug- völlurinn, almannavarnir ríkisins, landsimastöðin, sjúkrahúsið. Á þessum símum eru engar skífur en sé tólum lyft er beint samband við áðurnefnda staði komið á. Sex neyðarstöðvar hafa verið skipulagðar á Akureyri ef til neyðar- ástands kemur. Stöðvarnar eru: Hótel Varðborg, Oddeyrarskóli, Glerárskóli, Lundaskóli, Barnaskóli Akureyrar og Iðnskólinn. Sérstakt starfslið hefur verið skipulagt til starfa á þessum stöðum ef á þarf að halda. Sérstök neyðaráætlun hefur verið gerð fyrir sjúkrahúsið í neyðartilfell- um. Ef á þarf að halda er Gagnfræða- skóli Akureyrar starfræktur í sam- bandi við sjúkrahúsið. Í húsinu eru nokkrar birgðir af börum og teppum en svo hefur verið samið um að í neyðartilfellum sé vöru- lager Gefjunar til taks fyrir almanna- varnanefndina. Aldrei munu færri teppi á lager Gefjunar en 400. Sams konar samningur er við dýnuverk- smiðju Sjafnar. Ýmsar æfingar á neyðarkerfinu hafa farið fram, m.a. með tilbúnu flugslysi í Fnjóskadal, ýmsar símakerfisæfingar o.fl. Umsjónarmaður almannavarna- nefndar Akureyrar og eftirlitsmaður með öllum tækjumog búnaði er Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn og það var í hans fylgd sem við DB-menn fengum að skoða helgidóminn. - ASt. MEÐ REKAVIÐ AF HAFITIL AÐ GIRÐA EYÐIJÖRÐINA —Sæmileg af koma smábátaeigenda á Húsavík Ég tíndi þetta saman hér skammt úti á víkinni þó það sé áreiðanlega ættað frá Síberíu,” sagði Sigurður Gunnars- son sem við hittum á fiskibryggjunni á Húsavík stuttu eftir að hann kom með einkennilegan afla að Iandi. Hann hafði fundið 8—10 rekaviðardrumba og dró þá til hafnar á bát sínum, Sól- veigu. ,,Ég þurrka þetta í sumar, klýf það í haust og svo fer það væntanlega í girðingarstaura á eyðijörð okkar syst- kinanna að Arnamesi í Kelduhverfi,” sagði Sigurður. „Annars er ég á netaveiðum og hef verið síðan i febrúar,’ sagði Sigurður en hann hefur tekið netin upp fyrir nokkru. „Ég man ekki aðra eins djöfuls ótíð og hefur verið i vetur. En aflamagnið er þó komið i tæp 30tonn á netunum. Og þar sem ég er einn er þetta sæmileg af- koma,” sagði Sigurður. ,,Ég sé nú ekki fyrir öðrum en mér og konunni og hún vinnur í saltfiski og þvær togarakassa þegar með þarf.” Sigurður er búinn að vera 20 ár á Húsavík og segir hvergi betra að vera. ,,Hér er ákaflega gott og heiðarlegt fólk og sérlega sumargott.” Þegar Sigurður stundar netaveiðarn- ar einn sins liðs fer hann síðari hluta nætur út, sækir yfirleitt stutt, dregur net úr sjó og leggur önnur og kemur oftást sæmilega timanlega að landi. Túrarnir á handfæraveiðunum á sumrin taka lengri tima. „Þetta verður að gera daglega, annars er maður straffaður,” sagði Sigurður. Fiskinn leggur hann á land óað- gerðan eins og aðrir á Húsavík. Aflinn í netin hjá honum var misjafn i vetur, mest 2200 kg og allt niður í 5 fiska. „Meðan ísinn var var ekki hægt að sækja nema rétt út á víkina og í rúma viku komst enginn neitt á sjó út,” sagði Sigurður. Bátur Sigurðar er 3 tonn, happasæl fleyta sem hann hefur átt síðan 1972. Sigurður hefur átt sæti í hafnarnefnd Húsavíkur en i þeirri nefnd hefur í mörgu verið að snúast enda Húsavíkur- höfn stórlega stækkuð og bætt á síðari árum. Sigurður og systkini hans fimm eiga saman eyðijörð í Kelduhverfi, sem Sigurður var að hugsa til er hann sá rekaviðardrumbana. Systkinahópurinn hefur dreifzt allmikið. Einn er bóndi á Víkingavatni, tveir bílstjórar, á Kópa- skeri og Húsavík, einn starfsmaður Seðlabanka og eina systirin hótelstýra á Hótel Esju i Reykjavík — og svo Sigurðurútgerðarmaðurá Húsavík. - ASt. RekaviðardrumDarnir, sem soiveig dró að landi, geta verið stórhættulegir á siglingaleiðum nyrðra. Sigurður er ó maganum ó skut bóts sins og kemur löndunarvír ó drumbana. DB-myndir Hörður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.