Dagblaðið - 20.07.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ1979.
9
Aj,LTINGSREPRESENTANT
PA ISLAND:
— Vil itwte norske
fiskere som vi
gjorde med britene
AlllinK>n-|in-M>nUint Olaíu
tirimosun sirr til Klass<>kam
|H'ii at islrnilint;i'ni' \il m«t
nnrskc liskrrc mnill Jan Ma>
i'ii |iá saiiiini' ináli* snm lirili-n
lili* iH-hamlli'l i sin tid. tfnlii
Kl.issi'kani|Hiil
Ólafur Ragnar herskár:
Tökum Norðmenn í
gegn eins og Bretana
„Alþingi hefur sett lög um 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu, einnig í átt til
Jan Mayen. Ef norsk veiðiskip fara inn
fyrir þessi mörk eftir 23. júlí, þá
neyðast íslenzku varðskipin til að
bregðast við á sama hátt og gagnvart
Bretunum á sínum tíma,” segir Ólafur
Ragnar Grímssn i viðtali við norska
dagblaðið Klassekampen.
í sama blaði er eftirfarandi haft eftir
Ólafi Egilssyni í utanríkisráðuneytinu:
„Við höfum fylgzt af áhuga með
samningaviðræðum Noregs við Sovét-
ríkin um Barentshafið, en ég held að
þessi tvö mál séu ekki sambærileg.
Norðmenn hafa haft starfsemi á Sval-
barða í langan tíma, en á Jan Mayen
hafa aðeins verið til staðar fáeinir vís-
indamenn. Við álítum þess vegna, að
þrátt fyrir að við viðurkennum Jan
Mayen sem norskt yfirráðasvæði, þá
hafi Noregur ekki rétt til að taka sér
200 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis
eyjuna. Ég líki Jan Mayen við Rockall.
Að auki er eyjan á sama landgrunni og
ísland.” N
- ARH
—segir Geir Gunnarsson sem búið hefur íKanada íþrjúár
Hluti reglugerðarinnar þar sem stendur að bensingjaldið eigi að innheimta frá og með
12. júlf.
Bensíngjalds-
hækkunin var
lögleg eftir allt
Fjármálaráðuneytið hefur í bréfi
bent DB á að ranglega hafi verið með
það farið í blaðinu að bensínhækkunin
hafi gengið í gildi 12. júli. Bensínið hafi
hækkað 13. júlí og því hafi engin ólög-
leg innheimta bensíngjalds farið fram,
eins og við héldum fram.
Við verðum því að bera frétt okkar
um ólöglega hækkun hinn 12. júlí til
baka og biðjast afsökunar á frum-
hlaupinu.
En til skýringar skal vitnað til reglu-
gerðar fjármálaráðuneytisins nr. 297.
Þar segir orðrétt i grein:(Sjá mynd)
„Gjald þetta skal frá og með 12. júlí
1979 nema kr. 70.93 af hverjum lítra.”
Hvers vegna þetta er orðað svona í
reglugerð sem getur ekki tekið gildi fyrr
en 13. júlí eru engar skýringar á. Og
þar sem handrit að reglugerðinni er
varla skrifað fyrr en eftir að ríkisstjórn-
in staðfesti bensínhækkunina er dag-
setning í 1. grein reglugerðarinnar enn-
þá meira villandi.
En við hlupum á okkur í þessu til-
viki, féllum í orðalagsgildru reglu-
gerðarinnar. En af hverju eru til hæsta-
réttardómar sem ógilda reglugerðir um
hækkanir gjalda? Af þvi að ráðuneyti
hafa gerzt sek um að leyfa hækkanir
áður en þær voru birtar lögum sam-
kvæmt. í þessu tilviki hefur einhver
hulin hönd gripið frarn fyrir hendur
ráðuneytismanna, ef marka má nokk-
uðorðalag 1. greinar.
- ASt.
Seinni greinar Stefáns og lóhönnu
Niður féll í kjallaragrein Stefáns markaðsdýrkun. Einnig féll niður í DB
Snævarr í miðvikudagsblaðinu, að um í gær að geta þess, að um var að ræða
væri að ræða seinni grein hans í tveggja seinni grein Jóhönnu Sigurðardóttur
greina seríu um „frjálshyggju” og um breytta launamálastefnu.
KRISTJÁN ODDSSON BÖNDI Á NEÐRI-HÁLSI1 KJÖS varð fyrslur til að hejja heyskapþar tsveit. Hann byrjarjafn-
anað slá l vothey og á myndinni erhann að byrja að setja heyhleðslu vagninn á garðana. DB-mynd Jóhann Kristjánsson
Hjónin Ragnheiður Sveinsdóttir og
Geir Gunnarsson, ásamt 7 ára dóttur
þeirra, Eddu Heiðrúnu, eru nú hér á
landi í 150 manna hópi Vestur-íslend-
inga, en þau hafa búið í Kanda í þrjú ár
og hafa ákveðið að vera þar áfram, svo
vel líkar þeim búskapurinn á erlendri
grund.
Geir sagði i viðtali við DB, er spurt
var um ástæðu þess að þau ákváðu að
flytja búferlum vestur um haf, að þau
hjónin hefðu farið í ferðalag ásamt
hópi íslendinga sumarið 1975 á íslend-
ingahátíðina í Kanada. Þeim lei/.t svo
yel á landið að strax þegar heim kom
var ákveðið að flytja vestur.
„Strax þegar við komum heim var
byrjað að hugsa fyrir flutningnum,”
sagði Geir, „en það tók langan tíma.
Það þarf að fá innflutningsleyfi, en það
er býsna erfitt að komast inn í landið.
Aðeins 10% af þeim sem sækja um fá
leyfi og maður má alltaf búast við þvi
að verða einn af þeim óheppnu,” hélt
Geir áfram. „En við vorum mjög
heppin. Ég fór út í febrúar ’76 til að at-
huga um atvinnumöguleika og var svo
heppinn að fá vinnu strax sem að-
stoðarbankastjóri. Sumarið eftir fór ég
síðan út tveimur mánuðum á undan
konu minni til að fá húsnæði og ganga
frá málum.
Það er geysilega erfitt að fá húsnæði
þarna úti og það tók mig meira en
mánuð. Það bjargaði okkur alveg hvað
Vestur-íslendingarnir voru vingjarn-
legir, þeir voru okkar stoð og stytta
fyrstu mánuðina.”
En hvernig er
að búa í Kanada?
„Það er mjög gott að búa í Kanada,
verðbólgan er ekki nema 8,9% en það
finnst heimamönnum guðlast eitt.
Launahækkanir eru um 8—9% en yfir-
leitt er allt mun ódýrara þarna úti,
nema húsnæði, það er mun dýrara en
hér heima. Þriggja herbergja íbúð er
leigð á svona 90—100 þús. og það þykir
sanngjarnt þar. En í Alberta-fylki, þar
sem við búum, er mikill uppgangur,
þar er t.d. olíuframleiðsla sem íbúar
njóta góðs af. Bensinlítrinn kostar 50'
kr„ en ríkið tekur engan skatt af
bensíninu. Það er ekki heldur tekinn
söluskattur né erfðaskattur af fólki og
skattar eru yfirleitt mjög lágir.
Sex íslenzkar fjölskyldur hafa flutzt í
•nágrenni við okkur í Kanada að undan-
förnu og erum við nú um 30 íslend-
Geir Gunnarsson, Ragnheiður Sveinsdóttir og dóttir þeirra, Edda Heiðrún.
DB-mynd Árni Páll
ingar við ýmis störf. Þessu fólki hefur
vegnað mjög vel og margir hafa komið
sér upp eigin húsnæði. En sumir komu
út eins og maður segir bara með pok-
ann á bakinu.
Hafi fólk áhuga á að flytjast til
Kanada ætti það að tryggja sér vinnu
áður en haldið er af stað og fyrir alla
muni ekki selja aleiguna fyrr en allt er
orðið klárt.
Það er alltaf mikil eftirspurn eftir.
mönnum í alls kyns tækni- og iðn-
greinar og íslendingar ganga oft fyrir í
þessum störfum þar sem þeir þykja
duglegir í vinnu. Kaupið i þessum
störfum er svona 10—12 dollarar á
klst.
Það er allta( gaman að koma heim
aftur en það er dálítið skrýtið að koma
hingað sem ferðamaður,” sagði Geir
Gunnarsson að lokum.
- ELA
OKULEIKNISKEPPNIA SIGLU-
FIRDI0G SAUÐÁRKRÓKI
Nú er komið að Siglfirðingum og
Sauðkræklingum að reyna sig i öku-
leikni. ökuleikniskeppni Bindindis-
félags ökumanna og Dagblaðsins
verður á Siglufirði á föstudaginn og á
Sauðárkróki á laugardag. Á Siglu-
firði er. Ólafur Jóhannsson í síma
71431 umsjónarmaður keppnirinar
og Sigurgeir Þórarinsson á Sauðár-
króki. Sími hans er 5320. Þátttöku
ber að tilkynna til þeirra.
Eins og áður reyná menn sig fyrst í
spurningakeppni en síðan í aksturs-
þrautum sem krefjast ókuleikni og
árvekni. Bezta afrekið í undankeppni
til þessa var unnið á Húsavík, svo
gott að litlar líkur eru til að það verði
bætt. Sá kappi svaraði einni spum-
ingu ranglega en gerði enga villu í
þrautunum, en fór þó allgeyst um
þrautabrautina.
Kannski leynist álíka ökugarpur á
vestanverðu Norðurlandi.
- ASt.
STJÓRNARTÍÐINDI B 34 — 1979
I
12. júlí 1979. 597 Nr. 2%.
REGLUGERÐ .
um bensíngjald.
1.* gr.
Greiða skal sérslakl innflulningsgjald hensingjald — af bensini cr fellur
undir lollskrárniimer 27.10.19. (Ijald þella skal frá og með 12. júlí 1979 nema
kr. 70,95 af hvcrjum lilra. ..... * .
Stjórnartíðindi B 34, nr. 296. Útgáfudagur 13. júlí 1979.
„SKRÝTIÐ AÐ K0MA
HINGAÐ
SEM FERÐAMAÐUR”