Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 10
10
WBIAÐIB
frfálst, nhúð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Rhstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjórí: Ómar
Valdknarsson.
íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfróttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson.
Btaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Steinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdótt-
ir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Hilmar Karisson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurflsson, Sveinn Þormóflsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DroHing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiflsla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aflalsími blaflsinser 27022 (10 Hnúr).
Setning og umbrot Dagblaðifl hf., Síðumúla 12. Mynda og plötugerfl:'Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Verfl í lausasölu: 180 krónur. Verfl I áskríft innanlands: 3500 krónur.
Kjartan á réttrí leið
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra á heiður skilinn fyrir afstöðu hans
til skipakaupa erlendis. Þjóðarhagur
verður að ganga fyrir stundarhag ein-
stakra byggðarlaga.
Eitt hinna stærstu vandamála í efna-
hagsmálum okkár er, að við rekum of
stóran fiskiskipaflota. Flestir viðurkenna nauðsyn á
takmörkun veiða á helztu nytjafiskunum. Stjórnmála-
foringjar hafa undanfarin ár látið undan þrýstingi
hagsmunahópa í kjördæmum þeirra með þeim
afleiðingum, að skip hafa stöðugt bætzt í flotann, sem
var alltof stór fyrir. Þegar floti, sem kann að vera allt
að helmingi of stór, eltist við fískstofna, þar sem veiðar
eru takmarkaðar, leiðir umframstærðin til taps út-
gerðar og umfram allt þjóðarbúsins.
Þessi skekkja kemur víða við sögu. Hún leiðir af sér
stórfellda styrki til að bæta upp óhagkvæmni í rekstri.
Fiskvinnslan er látin bera hana að miklu, sem leiðir til
gengisfellingar og aukinnar verðbólgu. Öll þjóðin ber
þessa byrði að lokum, þótt vandinn sé falinn með
bráðabirgðafölsun gengis.
Stjórnvöld hafa síðustu ár haft í orði þá stefnu, að
hafa þyrfti hemil á skipakaupum. Reyndin hefur þó
orðið, að gjarnan hefur verið látið undan kröfum hags-
munahópanna. Engin leiðrétting hefur fengizt á þeim
mikla vanda, sem of stór floti hefur í för með sér.
Sjávarútvegsráðherra hefur sjálfur ekki hreinan
skjöld í þessu efni, en gott er, ef hann hefur nú séð að
sér.
Gjarnan má sýna fram á, að nýtt skip sé tímabundið
hagsmunamál ákveðins byggðarlags, þótt kaup þess
séu þjóðhagslega óæskileg og leiði aðeins til þess, að
eitthvert annað byggðarlag fær þeim mun minni afla úr
að spila.
Hvar á þá að draga mörkin? Ef eitt byggðarlag fær
að fly.tja inn nýtt skip, hvers vegna þá ekki annað
byggðarlag?
Sjávarútvegsráðherra segir, að ráðuneyti hans hafi
tuttugu umsóknir um skuttogara til meðferðar.
Umsækjendur hafa vafalaust einhver áhrif hjá þing-
mönnum sinna byggðarlaga. Greinilega þarf að spyrna
við fæti. Það hefði þurft að gerast fyrr í fullri alvöru,
en því fyrr því betra.
Stefna þarf markvisst að verulegri fækkun fiski-
skipa. Hlúa þarf að innlendum skipasmíðum, sem eiga
við mikinn vanda að etja. Innlendar stöðvar eiga að sjá
um þá endurnýjun fiskiskipa, sem nauðsynleg getur
talizt.
Sannarlega væri fákænt að eyða dýrmætum gjald-
eyri okkar á tímum olíukreppu til að auka við eða
halda óbreyttum alltof stórum fiskiskipaflota, sem
eykur byrðar þjóðarinnar.
Dagblaðið hefur bent á, að aðgerðir sjávarútvegs-
ráðherra til að skera niður þorskaflann á þessu ári eru
hið skásta, sem sést hefur frá sjávarútvegsráðherra hér
á landi, þótt Kjartan hefði átt að ganga mun lengra í
takmörkun aflans.
Margt af slíku, takmörkun afla og fækkun fiski-
skipa, er líklegt til að verða óvinsælt um tima í þeim
byggðarlögum, sem fyrst verða fyrir barðinu á þess
háttar aðgerðum. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra
hefur með afstöðu sinni til skipakaupa erlendis fyrir
Neskaupstað og Akranes viðhaldið þeirri pólitík, sem
rikt hefur um árabil, þjóðinni til ófarnaðar. Þess er að
vænta, að Kjartan Jóhannsson haldi áfram að láta
þjóðarheill sitja í fyrirrúmi, úr því að hann hefur loks
lagt inn á þá braut í þessu efni.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979.
/~~..... ""........... Um\
DC-10 þotur aftur á loft:
Hver verður
látinn borga
stóra brúsann?
— Freddie Laker þegar búinn að kref jast sjö milljarða
sterlingspunda ogönnurflugfélögá leiðinni
Flug DC—10 þotna hefur nú verið
leyft aftur í Bandaríkjunum og
annars staðar í veröldinni. Að
lokinni þeirri miklu rahnsókn sem
fram fór á öllum flugvélum af þeirri
tegund verður tæplega annað sagt en
hún hafi staðizt prófið. Að vísu hefur
Douglas MacDonnell verksmiðjun-
um verið gefinn nokkur frestur til að
bæta úr ýmsum minni háttar göllum,
sem flugmálayfirvöld Bandaríkjanna
telja að komið hafi í ljós við
skoðunina.
Ákvörðun bandartskra yftrvalda
að banna allt flug meöDC-iOþotum
og meðfylgjandi bann annarra ríkja
var síður en svo gagnrýnislaus.
Strax í byrjun gagnrýndu
ráðamenn ýmissa flugfélaga flug-
bannið, og svo fór að flugmálayfir-
völd annarra ríkja afléttu því mun
fyrr en hin bandarísku.
Freddie Laker, sem rekur sam-
nefnt flugfélag var einn hinna skorin-
orðari og taldi flugbannið hreina
vitleysu og „histeríu”. Boðaði hann
þegar að flugfélag hans mundi krefja
viðkomandi aðila um skaðabætur.
Laker beið heldur ekki boðanna
eftir að bandarísk flugmálayfirvöld
afléttu flugbanninu með DC—10
þotum til og frá Bandaríkjunum. í
brezka blaðinu The Finiancial Times,
hefur verið skýrt frá þvt, að flugfélag
Lakers telji sig hafa orðið fyrir sjö
milljarða sterlingspunda tjóni á
meðan á banninu stóð og sé nú verið
að undirbúa málshöfðun til að fá það
tjón bætt. Ljóst er að fjölmörg flug-
félög vinna að því sama og vilja láta
höfðu þeir svikið einhvers konar
drengskaparloforð sín við Flug-
málastjórn Bandaríkjanna (FAA)
um endurbætur á DC—10 þotunum.
Er Flugmálastjórn Bandaríkjanna
sek? Upplýst er að forsvarsmenn þar,
gáfu Douglas McDonnell verk-
smiðjunum oft frest til endurbóta á
þotunum. Veruleg gagnrýni gefur
komið fram á það að ekki skuli hafa
verið, af hálfu eftirlitsmanna FAA,
gengið ríkar eftir þvi að kröfum um
úrbætur væru fullnægt i verk-
smiðjunum, innan skynsamlegra
tímamarkanna.
Eru hin svonefndu Samtök flug-
farþega í Bandaríkjunum sek? Þessi
samtök sem i Bandaríkjunum eru
skammstöfuð APA (Airline Pass-
enger Association). Formaður
þeirra James E. Dunne, átti stóran
þátt í að DC—10 þoturnar voru
kyrrsettar. Fékk fyrir því dómsúr-
skurð og að líkindum kom hann (á
einum vissum timapunkti), þegar
bandarísk flugmálayfirvöld voru enn
tvístígandi um hvað gera ætti, i veg
fyrir að þoturnar flygju áfram.
Samtök flugfarþega, hvaðer það?
Slík samtök eru ekki til á íslandi og
fáum sögum hefur farið af slíkum
samtökum í öðrum löndum, þar til
hin bandarísku gerðu svo eftirminni-
lega vart við sig í lok maí sl.
í erlendum fréttum DB í dag á bls.
6 er frásögn um hin bandarísku sant-
tök. Eru þau höfð eftir timariti, sem
gefið er út af sjálfstæðu fyrirtæki þar
i landi og fjallar einvörðungu um
flugmál.
þann sem á sök á því að bann var sett
á flug DC—10 þotnanna greiða skað-
ann. Einnig er fullljóst að þar verður
um að ræða himinháar upphæðir og
enginn aðili, sem tilbúinn verður til
að greiða þær án málalenginga, máls-
höfðunar og úrskurða dómstóla.
En hvern á að lögsækja? Hver ber
ábygð á því, að DC—10 þoturnar ein
mikilvægasta flugvélategund í far-
þegaflugi nútímans var kyrrsett á
flugvöllum um víða veröld?
Þessar spurningar einar eiga
vafalaust eftir að vefjast fyrir
mörgum og verða mikið deiluefni.
Eru Douglas McDonnell flugvéla-
verksmiðjurnar framleiðendur DC—
10 þotnanna sekar? Upplýst er að
forráðamenn verksmiðjanna hafa hvað
eftir annað látið undir höfuð
leggjast, að láta framkvæma ýmsar
þær endurbætur á göllum sem i Ijós
höfðu komið á þotunum. Einnig