Dagblaðið - 20.07.1979, Page 11

Dagblaðið - 20.07.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. .. ............ ............. Agúrkutíð og em- bættisveitíngar Sumartíminn og þá helst aðal- sumarfrísmánuðirnir ganga oft meðal fréttamanna undir nafninu agúrkutíð vegna þess hversu þá er yfirleitt lítið í innlendum fréttum og erfitt getur reynst að afla traustra upplýsinga um það sem kynni þó að vera efni í frétt. Blöðin reyna að sjálfsögðu að fylla síður sínar af einhverju bitastæðu efni en augljósastur verður frétta- skorturinn í útvarpinu sem segir dag eftir dag nær einvörðungu erlendar fréttir í aðalfréttatímum. Það er meðal annars vegna þess hversu mjög þröngur stakkur ríkisútvarpinu er skorinn að það getur ekki gert sér mat úr ýmsu þvi sem blöðin gera. Skemmtilegt athugunarefni er hvernig blöðin bregðast við agúrku- tímanum og á hvaða mismunandi vegu. Talandi dæmi eru rallý síð- degisblaðanna. Þar fara þau sjálf á stúfana í þeim tvíþætta tilgangi að auglýsa sig og afla efnis. Og þegar þetta á annað borð er komið af stað víkja aðrar fréttir miskunnarlaust fyrir þessum. Það er ég viss um að þurft hefði stórgos á Reykjanesi til þess að fjórdálkamynd af sigurkoss- inum í sjórallinu hefði vikið af for- síðu Dagblaðsins. Að búa til fréttir Og síðdegisblöðin svo og önnur blöð landsins búa til ýmsar aðrar V^. fréttir en þessar, þó með minni til- kostnaði sé. Þær fréttir eru með ýmsu móti, fræðsla og upprifjun á hlutum sem marga varða , pólitiskar hneykslissögur og viðtöl af ýmsu tagi. Auk þess er landsbyggðinni sjálfsagt sinnt betur á þessum árstíma en öðrum. Agúrkutiminn í sumar, það sem af er, hefur helst verið rofinn af fjórum þáttum og hafa þeir sennilega hlotið meira umtal en ella einmitt af því hvaða tíma þá hefur borið upp á. Hér er ég að ræða um olíumálin, Bene- diktsmálin, Steingrímsmálin og hvalamálin. Auk þess sem olíumálin urðu á tímabili að stríði milli Morgun-' blaðsins og Þjóðviljans hafa þau fengið mikla pressu og er það ekki óeðlilegt. Eins og alltaf eru þó mis- munandi áherslur í þessari umræðu eftir því hver blöðin eru og hin sterk- ari pressa í landinu hefur ekkert verið áfram um að vekja athygli á að með olíuhækkununum væri verið að flytja kjararýrnun inn í landið. Hin alillu og „ófrjálsu” „stjórnarblöð” heita svo öllum illum nöfnum fyrir að vilja flytja slíkan boðskap stjórnar- herranna. Benedikts- og Steingrímsmál Um hvalinn ræði ég ekki hér en vil segja það um Benedikt, að jafnvel þó ekkert sé út af fyrir sig athugavert við það að hann hafi þá skoðun að her- menn skuli vera „frjálsir”, má hann prísa sig sælan hversu vel hann slapp frá pressunni eins og hann stóð upp á sitt eindæmi og fyrirvaralaust að þvi að ákveða að hermenn skyldu ótak- markað fá að dveljast utan girðingar. Fór svo fyrir mörgum að þeir bók- staflega trúðu ekki þessum tiðindum fyrst þegar þeir heyrðu þau. Greini- legt var líka að afturköllun þessa leyfis var af öllum almenningi tekið gagnrýnisminna en hinum fyrri tið- indum þó sú röddin heyrðist á lesendasíðum að gagnrýnin væri ein- göngu sprottin af ótta íslenskra karl- manna við harðari samkeppni á dans- húsunum. En svo við snúum okkur að Stein- grímsmálum gerðist hannsvo óhepp- inn að veita feit embætti í agúrkutíð blaðanna og stóð jafnvel svo illa á að margir hæfir menn sóttu. Stein- grimur hafði nýlega rýmkað löngu úrelta áfengisreglugerð þegar þetta var, hlaut góð orð en enga stórkost- lega pressu. En þegar kom að emb- ættisveitingum hans komst pressan, bæði „frjáls” og „ófrjáls”, í mikið banastuð. Þingmannsævin lítils virði Annar maðurinn sem Steingrímur veitti stöðu hafði áratuga reynslu að baki sem þingmaður og einmitt út af þeirri veitingu stóð styrinn þar sem umræddur var óneitanlega flokks- bróðir ráðherrans. Annars var alveg sama þó Steingrímur hefði veitt tveimur íhaldskurfum um leið og hann veitti einum framsóknarmanni en ekki einum framsóknarmanni og einum íhaldsmanni eins og hann gerði — og jafnvel þótt hann hefði ^ Agúrkutíminn í sumar, það sem af er, hefur helst verið rofinn af fjórum þátt- um. . . . olíumálin, Benediktsmálin, Stein- grímsmálin, og hvalámálin. Kjallarinn / Kjartan Jónasson veitt þremur íhaldsmönnum voru embættisveitingarnar dæmdar til að verða blaðamatur. Kannski af því að framsóknarráðherrar séu óvinsælir hjá öðrum blöðum en Timanum. Nú er undirritaður ekki að væna blaðamenn síðdegisblaðanna um að skrifa hin harðorðari pólitísku les- endabréf sjálfir. Hann veit sem er að í hallæri skrifa þeir ýmislegt sjálfir en þekkir aðeins dæmi um meinleysisleg skrif í þeim efnum. Hins eru einnig dæmi að jafnvel stjórnmálaflokkur tviefldist að þingmannatölu með skipulögðum lesendabréfaskrifum og fleiru í þeim dúr. Og það liggur einnig í augum uppi að vanhugsuð skrif eins óvita geta með uppslætti á síðum dagblaðs haft áhrif á miklu skynsamara fólk. Þeir eru meðal ann- ars ókostir hinnar „frjálsu” blaða- mennsku. Einmitt á vettvangi hennar er áróðurinn magnaðastur, duld- astur, áhrifamestur. Kjartan Jónasson fréttastjóri Tímans Það sem frjálshyggjan og stalínisminn eiga sameiginlegt Fyrir nokkrum árum átti ég í deilu við sannfærðan- stalínista. Ég benti honum á að þær röksemdir, sem hann færði fram máli sínu til stuðnings, væru rangar. 1 svari sínu viðurkenndi hann að ábendingar mínar voru réttar. Svo bætti hann því við, að það skipti ekki máli vegna þess að niðurstaða hans væri rétt! Þessi deila kom ósjálfrátt upp í hugann jregar ég las bók Ólafs Björns- sonar „Frjálshyggja og alræðis- hyggja”, en þar slær prófessorinn þennan varnagla: „Vafalaust munu og ýmsir gagnrýna túlkun þessarar bókar á ritum Platós og Helgels, sem byggð er á ritum Karls Poppers. En hér á sama við og um Marx, að það er túlkun kenninganna, sem máli skiptir og þau áhrif, sem hún hefir haft, ekki hitt, til hvaða niðurstöðu sagnfræði- leg textakönnun kynni að leiða í þessu efni.” (bls. 96). Áður hafði prófessorinn.sem að eigin sögn hefur sannleiksleitina eina að leiðarljósi'í visindum, fullyrt:,Engin ábyrgð skal þó tekin á því hvort Popper túlkar Plató rétt. Til þess að fella dóm um það, sem mark væri á takandi, skortir mig þá frumforsendu að kunna grísku. Þessi túlkunaratriði skipta ákaflega litlu máli fyrir efni þessarar bókar. Sá nútimamaður mun tæpast til, að hann telji það neinu máli skipta hverjar skoðanir Plató eða aðrir Forn-Grikkir raun- verulega höfðu á þjóðfélagsmálum”. (bls. 19). Þetta hindrar ekki að prófessorinn eyðir miklu púðri á Plató i bók sinni og stillir honum upp andspænis „frjálshyggjumanninum” Sókratesi, sem við þekkjum í dag vegna rita Platons, en hann var læri- sveinn Sókratesar! (I nafni réttlætisins er rétt að geta þess, að annar helsti postuli frjáls- hyggjunnar, Jónas Haralz, hefur 'ólíkt menningarlegri afstöðu til and- ans manna fortíðarinnar. Jónas skrifaði t.d. í Morgunblaðið 19. april sl.: „Skrif Platons og Aristótelesar eiga fullt eins mikið erindi til nútíma- manna eins og það sem ritað hefur verið um þjóðfélagsmál á þessari öld”.). Nokkur atriði í viðbót Það er ekki ætlun mín hér að feta í fótspor prófessors Ólafs og hagræða hugmyndasögulegum staðreyndum til að setja stalínismann og frjáls- hyggjuna á sama bás hugmynda- fræðilega. Bæði hugmyndasögulega og þjóðfélagslega eru þessar stefnur sprottnar úr ólíkum jarðvegi. Auðvitað má finna nokkurn hug- myndafræðilegan skyldleika þessara stefna. Það er í raun auðveldara en • . . . það er eitt af sameiginlegum ein- kennum frjálshyggjunnar (alla vega í íslensku mynd hennar) stalínista og nasista, að aðlaga söguna að hugmyndafræðilegum þörfum sínum. það verkefni, sem prófessorinn glímir við í bók sinni með því að tengja saman hugmyndafræðilega Hegel og nasistana; „alræðishyggju” Marx, Hegels og Platons; og fyrirmyndar- ríki Platons og hugmyndir sósíalista! Eftir að búið væri að benda á tengsl á milli stalínisma og frjálshyggju væri síðan hægt að tengja saman frjáls- hyggjuna og nasismann í gegnum ein- staklingshyggju og ofurmenniskenn- ingar Nietzsche (við það mætti siðan tengja persónudýrkun stalínismans) og setja þannig frjálshyggjuna, nas- ismann og stalinismann á sama bás hugmyndafræðilega. Ég eftirlæt öðrum að framkvæma söguleg heljarstökk af þessu tagi. Hér nægir að geta þess að það er eitt af sameiginlegum einkennum frjáls- hyggjunnar (alla vega í íslensku mynd hennar), stalínista og nasista, að aðlaga söguna að hugmyndafræði- legum þörfum sínum. Eftir þennan formála er rétt að drepa stuttlega á nokkur atriði þar sem finna má andlegan skyldleika milli frjálshyggju og stalínisma. Fyrsta atriðið, sem stingur sérstak- lega í augun er blind áhersla á eignar- formið eitt sér, sem ákvarðandi atriði varðandi pólitískt skipulag og þjóð- félagslega framþróun. Annað atriði er áhersla beggja á sterkt ríkisvald til að tryggja að pólitískir áróðursmenn, þrýstihópar, „geðsjúklingar” o.s.frv. trufli ekki gangverk þjóð- félagsins. í þessu samhengi er það eftirtektarvert hversu líkt það er hjá stalínistum og frjálshyggjupostulum, að leggja annars vegar áherslu á frelsi og lýðræði í orði og hins vegar ráðast gegn réttindum þeirra, sem eru á önd- verðum meiði, eins og fram hefur komið að undanfömu í sambandi við umræðu hér á landi um áróður i skólum og ríkisfjölmiðla. í Sovétríkj- Ásgeir Daníelsson unum eru andófshópar (einkum Helsinki-hópurinn, en þetta gildir um flestaandófshópa í einhverjum mæli), sem leggja aðaláhersluna á að benda á mótsögnina á milli framferðis sovéska skrifræðisins og lagaákvæða um frelsi og-lýðræði þar í landi. Þriðja atriðið er áhersla beggja á þjóðernisstefnuna. (Það er reyndar merkilegt að íslenskir frjálshyggju- menn skuli leggja áherslu á „heildar- hugtök” eins og þjóðernisstefnan er. í þeim efnum, eins og svo mörgum öðrum, bjargar það þeim, að þeir eru sjaldnast sjálfum sér samkvæmir.) Fleiri atriði mætti nefna, en ég Iæt þettanægjaað sinni. Að falsa tilvitnanir Að undanfömu hafa birst nokkrar greinar í blöðum þar sem bent hefur verið á falsanir postula frjálshyggj- unnar á skoðunum annarra. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart, að prófessor Ólafur túlkar deiluna um sósíalisma í einu landi alveg á sama hátt og stalínistar í bók sinni (bls. 196). Prófessorinn étur einnig hrátt upp þá sögufölsun stalínista, að Lenín hafi verið fylgjandi kenning- unni um sósíalisma í einu landi. Grófasta dæmið um fölsun á skoð- unum annarra er þó tilvitnun i rússn- eska byltingarforingjann Trotský, sem er i bók prófessorsins og minni spámenn frjálshyggjunnar hafa étið upp hver eftir öðrum í blaðagreinum. Á bls. 87 i bókinni tiltekur prófessor- inn innan gæsalappa að Trotský hafi sagt árið 1937 að: „í ríki þar sem ríkið er eini atvinnurekandinn, leiðir stjórnarandstaða til hægs hungur- dauða. Gamla reglan: Sá sem ekki vinnur á ekki mat að fá, víkur fyrir reglunni: Sá sem ekki hlýðir færi ekki mat”. Þannig er Trotský látinn vitna um réttmæti þeirrar kenningar frjáls- hyggjunnar, að afnám einkaeignar á framleiðslutækjum leiddi til ein- ræðis. Nú hefði smávegis umhugsun átt að geta leitt prófessorinn að þeirri niðurstöðu, að eitthvað væri brogað við þessa tilvitnun. Trotský lifði jú fram til 1940og hélt allan timann fast við þá skoðun, að sósíalismi og lýð- ræði væru óaðskiljanlegir hlutir. Smávegis þekking á ritum Trotskýs hefði einnig getað sannfært prófess- orinn um að hann hugsaði ekki á þann vélræna hátt, sem tilvitnunin ber með sér. Þegar betur er að gáð kemur einnig í ljós, að þessi tilvitnun er ein- faldlega fölsuð. f bók sinni „Bylting- in svikin”, sem út kom árið 1936, segir Trotský um hreinsanir hundruð þúsunda félaga úr Kommúnista- flokki Sovétríkjanna á árunum 1935 og 1936: „Þeir sem voru virkastir voru strax teknir höndum og kastað i fangelsi eða fangabúðir. Hvað af- ganginn snertir, þá ráðlagði Stalín, i Prövdu, yfirvöldum í hverju héraði, að útvega þeim ekki vinnu. í landi þar sem ríkið er eini atvinnurekand- inn þýðir þetta hægfara hungur- dauða. Það er búið @ð skipta á gömlu reglunni: Sá sem ekki vinnur á ekki mat að fá, og nýrri reglu: Sá sem ekki hlýðir, fær ekki mat”. (Sænsk útg. bls. 204). Berið saman tilvitnuna í bók prófessorsins og Trotský og at- hugið hvernig orðinu „stjómarand- staða” þefur verið skotið inn og þátíð breytt í nútíð í síðustu máls- greininni til að breyta merkingunni algjörlega. Prófessorinn getur ekki heimildar fyrir t'lvitnuninni. Sennilegast er þó að hann leiki einungis hlutverk nyt- sama sakleysingjans í sambandi við þessa fölsun. Ásgeir Daníelsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.