Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 14

Dagblaðið - 20.07.1979, Qupperneq 14
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. Erlendu vinsældalistarnir BachlagBeach Boyserkomið áblað röð fjögurra vinsælustu laganna ekkert breytzt frá því síðast. Tvö ný lög eru þó á topp tíu. Dr. Hook er í sjöunda sæti með When You’re In Love With A Beautiful Woman og í tíunda sæti er lagið Gold sem John Stewart flyíur. John þessi söng fyrr á árum með Kingston tríóinu, en hefur litt verið áberandi hin síðari ár. Þó hefur hann að jafnaði sent reglulega frá sér plötur, en þær hafa hlotið lítinn hljómgrunn. í efsta sæti þýzka vinsældalistans er lag sem nýtur sívaxandi vinsælda vestanhafs. Þetta er lagið Born To Be Alive n eð Patrick Hernandez. Þetta er hi .ssilegt diskólag, sem var í efsta sæti bandaríska diskólistans í síðustu viku. Janet Kay, lítt þekkt söngkona, er komin í efsta sæti brezka vinsældalistans. Lag hennar, Silly Games, hefur smám saman verið að þoka sér upp' á við og var um síðustu helgi í öðru sæti. Það lag sem siglir hraðast upp á við í Englandi þessa vikuna er með gömlu kempunum í Beach Boys. Það er lagið Lady Lynda, eitt bezta lagið á nýjustu breiðskífu hljómsveit- arinnar, Light Album. Beach Boys byggja laglínuna á þekktu verki eftir Johann Sebastian Bach. Slá þú hjart- ans hörpustrengi nefnist það á islenzku. í Bandaríkjunum verða litlar breytingar frá því í síðustu viku á tíu vinsælustu lögunum. Til dæmis hefur Vinsælustu litlu plöturnar ENGLAND 1. (2) SILLYGAMES..................JanetKay 2. (1) ARE „FRIENDS" ELECTRIC....Tubeway Army 3. ( 4 ) C' MON EVERYBODY .........Sex Pistols 4. (7) GOODTIMES........................Chic 5. ( 5 ) NIGHT OWL................Garry Rafferty 6. (10) BABYLON'S BL,<’ *wNG............Ruts 7. ( 6) LIGHT MY FIRE.............Amii Stewart 8. (3) UPTHEJUNCTION.................Squeeze 9. (23) LADY LYNDA.................Beach Boys 10. (13) GIRLSTALK...............DVE Edmunds BANDARÍKIN 1. (1 ) BADGIRLS................Öonna Summer 2. ( 2) RING MY BELL................AnKa Ward 3. ( 3) HOT STUFF................Donna Summer 4. (4) I WANTYOUTO WANTME.........CheapTrick 5. (6) SHE BELIEVESIN ME..........Kenny Rogers 6. (5 ) YOU TAKE MY BREATH AWAY.....Rex Smith 7. (11) WHEN YOU' REIN LOVE WITH A BEAUTIFUL WOMAN ................................Dr. Hook. 8. ( 8 ) SHINE A LITTLE LOVE............ELO 9. (10) MAKIN'IT................David Naughton 10. (13) GOLD......................JohnStewart HOLLAND 1. (1) THEME FROM DEER HUNTER.......Shadows 2. (2) REUNITED..............PeachesAndHerb 3. (3) WEEKEND LOVE.............Golden Earring 4. (5) I WAS MADE FOR LOVING YOU........Kiss 5. ( 7 ) LAVENDER BLUE............Mac Kissoon 6. (11) 'JUST WHEN I NEEDED YOU MOST .. Randy Vanwarmer 7. (10) RINGMYBELL................AnitaWard 8. (4) BRIGHT EYES...............Art Garfunkel 9. (9) TELLITALL ABOUTBOYS.........Dolly Dots 10. ( 6) DANCE AWAY THE HEARTACHES..Roxy Music HONG KONG 1. (1 ) CAN YOU READ MY MIND..Maureen McGovern 2. ( 3) BOOMERANG...................Celi Bee 3. ( 2 ) BAD GIRLS...............Donna Summer 4. (4) LOGICALSONG................Supertramp 5. (9) GEORGY PORGY.....................Toto 6. (10) MUSICBOX.........Evelyn „Champagne" King 7. ( 5) IF LOVING YOUIS WRONG...Barbara Mandrell 8. (20) UPINTHEROOF...............JamesTaylor 9. (8) SAY MABE...................Neil Diamond 10. (6) RINGMYBELL.................AnitaWard VESTUR-ÞÝZKALAND 1. (1) BORNTOBEALIVE...........Patrick Hernandez 2. ( 4) DOES YOUR MOTHER KNOW......... ABBA 3. ( 2) SOME GIRLS.....................Racey 4. (3) HEARTOFGLASS..................Blondie 5. (5) SAVEME..........................Clout 6. ( 7) IWAS MADE FOR DANCING......Leif Garrett 7. (8 ) SHALLI DO IT............Leslie McKeown 8. (6) TRAGEDY.......................Bee Gees g ( 9) CHIQUITITA.......................ABBA 10. (11) HEREISTAND.................. Teens Nokkrir hjálparmenn Gláms og Skráms, sem sjá um að platan verði sem bezt gerð úr garði. Upptökustjórarnir Ragn- hildur Gisladóttir og Þórhailur Sigurðsson, Tony Cook upptökumaður og Halli og Laddi, sem hjálpa til við söng. Tony upptökumaður liggur undir grun að hafa tekið upp vélina i bílnum. DB-mynd: Árni Páll. Ný íslenzk barnaplata erísmíðum Glámur og Skrámur skreppa ígeimferö Glámur og Skrámur, hesturinn Faxi og kýrin Ljómalind eru aðalper- sónurnar á nýrri hljómplötu sem verið er að vinna að þessa dagana. Platan, sem er ævintýri með söngvum, er að sjálfsögðu ætluð börnum. Flytjendur eru dágóður hópur af þekktustu hljóðfæra- leikurum landsins. Upptökustjórn er í höndum þeirra Þórhalls Sigurðssonar og Ragnhildar Gísla- dóttur söngkonu. Þau hafa ekki áður. setið við stjórnvölinn við plötuupp- tökur. Jafnframt semja þau alla tónlistina á plötunni. Ævintýrið sem tengir tónlistina er eftir Andrés Indriðason. Þar segir frá því er vinirnir Glámur og Skrámur fara i geimferð með hestinum Faxa, sem reyndar er blár á litinn. Farar- tæki þeirra er nokkuð óvenjulegt, ekki fljúgandi diskur, heldur fljúg- andi bolli. Sagan greinir síðan frá ævintýrum Gláms, Skráms og Faxa. Ýmislegt furðulegt drifur á daga þeirra. Til dæmis hitta þeir kúna Ljómalind, sem getur ekki á heilli sér tekið því hún kann ekki að dansa. Glámur og Skrámur leysa úr þeim vanda og kenna kúnni diskódans. Glámur og Skrámur urðu fyrst þekktir er þeir komu fram í Stundinni okkar í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þar brá einnig Faxa bláhesti fyrir, svo og henni Ljóma- lind. Þaðer Róbert Amfinnsson leikari sem les ævintýri Gláms og Skráms inn á plötuna. Útgefandi hennar er Hljómplötuútgáfan hf. -ÁT- McCartney og Wings leikaí kvikmynd Paui McCartney og fjölskylda munu þrátt snúa sér að kvik- myndaleik. Fjölskyldan ásamt hljómsveitinni Wings hyggst leika aðalhlutvefkin i kvikmyndinni Band On The Run, sem jafnframt er titillinn af einni af þekktustu plötum hljómsveitarinar. Kvikmyndin fjallar um Wings á hljómleikaferðalagi. Á miðju ferðalaginu stingur aðalstjarna hljómsveitarinnar (Paul) af til að stofna nýja hljómsveit. Þó að þráðurinn minni í fljótu bragði dálítið á það er Paul yfirgaf Beatles og stofnaði Wings síðar, segir hann kvikmyndina ekki vera byggða á neinum atburðum úr lífi sínu. Handrit Band On The Run er eftir William Russel. Hann var einnig höfundur söngleiksins, John, Paul, George, Ringo og Bert, sem naut mikilla vinsælda í Englandi fyrir nokkru. Úr AKTUELT. Rafmagnsljós ELO Myndaruglingur varð i umsögninni um nýjustu plötu hljómsveitarinnar Electric Light Orchestra á miðvikudaginn var. Þar átti þessi mynd af ELO á hljómleikum að birtast, en þess i stað fengum við að sjá Bev Bevan trommu- leikara að störfum. — Það er annars um sviðsbúnað Electric Light Orchestra að segja að hann er eftirliking af geimskipi og er fimm lestir að þyngd. Sviðs- búnaður þessi, sem er skreyttur Ijóskösturum í bak og fyrir, var fyrst tekinn i notkun á hljómleikaferðalagi ELO i fyrra. Þeir sem séð hafa hljómsveitina á sviði segja að hún sé engu öðru lik, slík eru tilþrifin þegar allt er komið i gang og öll Ijós kveikt. Auk þess að nota venjulega Ijóskastara til að auka áhrif hljómleikanna notar ELO lasergeisla. í enda hvers konserts leggst mikið reykský yfir geimskipið og lasergeislarnir lýsa í gegnum það. Electric Light Orchestra ber því sannarlega nafn með rentu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.