Dagblaðið - 20.07.1979, Page 23

Dagblaðið - 20.07.1979, Page 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1979. Útvarp Sjónvarp Hrollvekjupúkk D 27 Útvarp kl. 20,00: „Púkkið verður tileinkað hrollvekj- um í kvöld,” sagði annar stjómandinn, Sigrún Valbergsdóttir, sem er jafn- framt kennari í leiklistarskólanum. Hinn stjórnandinn er Karl Ágúst Úlfs- son og er hann nemandi í sama skóla. „Egill Egilsson rithöfundur kemur í þáttinn og ætlar að ræða um hvaða áhrif hrollvekjur hafa á fólk og við ætl- um að spUa tónlist sem hefur Franken- stein eða Drakúla sem yrkisefni. En við komumst að því þegar við lit- um á plötusafn útvarpsins að það eru heilmargar plötur sem eru með hryll- ingslögum. T.d. sáum við eina sem hét Frankenstein Twist og aðra sem hét Drakúla-discó. Vjð munum síðan lesa sögu, auðvit- að hryliingssögu, eftir nemanda í Hagaskóla og einnig verður fluttur smápistill um sögu hroUvekjunnar. Að síðustu verður svo rætt við fólk sem við hittum á hryllingsmynd, og er það m.a. spurt hvers vegna það fer í bíó til að horfa á hrollvekju og hvað það fái út úr því,” sagði Sigrún að lokum en þáttur þeirra er íjörutiu mínútna langur. - ELA -K FOSTUDAGSKVÖLDIO 20.JÍILÍ JtJ wTONfl BÆ viff MIKLUBRAUT.4C4C Nýjasta diskó- og popptónlistín ki. 21.30—00.30 — „Lightshow" o.l1. — Diskótekiö Dísa — Nýjar poppkvikmyndir frá Karnabæ og Fáikanum sýndar kl. 20.30-21.30. Aldurstakmark, fædd '63 og fyrr. NAFNSKÍRTEINI AÐGÖNGUMIUAVERO 2000____________________*** Stjómendur Púkks, Sigrún Valbergsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. 22 feta hraðbátur af Flugfiskgerð ti/sölu Dísilvél og Volvo-Penta Aquamatic drif. Samskonar bátur varð sigurvegari í sjóralli DB og Snarfara í ár og í fyrra. Uppl. í síma 53755 og 52774 á kvöldin og um helgar. NYTTISLENZKT SJÓNVARPSLEIKRIT Margir hafa eflaust heyrt að auglýs, hefur verið eftir 13 ára stúlku, í útvarp- inu, til að leika i sjónvarpsleikriti. Þetta sjónvarpsleikrit, sem er eftir Guðlaug Arason, er nú i undirbúnings- vinnu hjá sjónvarpinu að sögn leik- stjórans Lárusar Óskarssonar. Aðeins hefur verið ákveðið með einn leikara i aðalhlutverk, Þráin Karlsson, sem hefur leikið með Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. Leikritið fjallar um fjölskyldu á Reykjavíkursvæðinu maðurinn er sjó- maður á togara og eftir heiftarlegt rifrildi milli hjónanna er ákveðið að skilja. Þó koma inn i söguna miklar breytingar, og óvæntir atburðir eiga sér stað. Hjónin eiga tvær dætur, 10 og 13 ára, og lýsir leikritið bæði heimilis- og sjómannslífinu. Leikritið verður bæði tekið upp I stúdiói og úti á rúmsjó, og er áætlað að byrjað verði á upptökum í ágúst. Verður þetta fyrsta islenzka leikritið sem tekið er upp i lit. Eins og áður er sagt var auglýst eftir 13 ára stúlku til að leika í leikritinu og hafa nú þegar yfir áttatíu stúlkur sótt um. Enn hefur þó ekki verið valið í hlutverkið. — eftir Guðlaug Arason rithöfund Þessi bíll er til sölu FIAT1400, ÁRG. 1957. Sennilega eini bíllinn afþessari gerð á landinu. Upplýsingar f síma 98—1376. iií. GRÖDRARSTÖDIN SOGA' VEGUR BUSTADA VEGUR Guðlaugur Arason, höfundur að nýju íslenzku sjónvarps leikríti. 'MorK Vlííú'ó Ekki vissi Lárus hvenær leikritið yrði frumsýnt en vafalaust verður það seint i haust eða í byrjun næsta árs. Sjónvarpið hélt í vetur námskeið fyrir höfunda og voru sex verk valin til sýningar. Þetta leikrit Guðlaugs er það fyrsta sem tekið er upp. Tvö önnur leikrit verða tekin upp í haust, annað eftir Steinunni Sigurðardóttur og hitt eftir Davíð Oddsson. -ELA IWWWEf STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Býóur úrval garðplantna og skrauttunná. Opi* virka daga 9-12 og 13-18 sunnudaga lokað Sendum um allt land. Sækiö sumariö til okkar og flytjió þaö meö ykkur heim. Útvarpkl. 20,50: SIÐARIHALFLEIKUR KA0GÍA SJÓSKÍÐI Póstsendum Glæsibæ—Sími 30350 -J — lýsingfrá Akureyri í kvöld kl. 20.50 verður Hermann Gunnarsson með útvarpslýsingu frá leik KA og Akraness, á grasvellinum á Akureyri. Hlutverk þessara liða hefur verið ólikt undanfarin ár. Akranes varð íslandsmeistari 1977 og bikarmeistari í fyrra. KA á hinn bóginn hefur verið að vinna sig upp á við allt frá því að Akur- eyrarliðin ákváðu að keppa sitt i hvoru lagi. Það var vorið 1975 að KA og Þór* hófu keppni i 3. deild. Bæði liðin unnu sig upp í 2. deild á sama ári og haustið 1976 vann Þór sér rétt til að leika í 1. deildinni. Sumarið 1977 féll Þór niður i 1. deildinni en KA tók sæti erkifjend- anna. Sl. sumar hafnaði KA í 8. sæti í I. deild og slapp mjög naumlega við fall. KA er í 9. sæti í 1. deildinni nú þegar 9 umferðum er lokið í íslandsmótinu. Akurnesingar eru hins vegar í 5. sæti. Munurinn á liðunum er aðeins 4 stig og með sigri í kvöld myndi KA nálgast toppliðin. Akranes vann fyrri leik lið- anna í sumar 3-2. Á siðasta ári vann Akranes einnig 3-2 á Akranesi og síðan 5-0 á Akureyri. Þá léku liðin einnig í bikarkeppninni i fyrra á Akranesi og þá sigruðu Skagamenn einnig, 3-2. Það verður því að telja Akumesinga líklegri sigurvegara i leiknum en þess bera að gæta að lið KA er mun betra og heil- steyptara en það var í fyrra. Hvað sem því líður ætti leikurinn að geta orðið góð skemmtun fyrir hlustendur. - ELA / SSv. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálf- leik í lelk KA og ÍA frá Akureyri i kvöld. L. 28611 28611 Verzlunarhusnæði í Reykjavík. Iðnaðarhúsnæði. 1140 ferm. iðnaðar- eða verzlunarhúsnæði á jarðhæð, vel staðsett. Húsnæðið skiptist í 3 sali, kaffístofur, verkstjóra- herbergi og 3 snyrtíleg skrifstofuherbergi. — Möguleikar eru á að skipta húsnæðinu (640 ferm og 500 ferm). Tvennar innkeyrsludyr. Verzlunarhúsnæði I Kópavogi. 100 ferm verzlunarhúsnæði við Auðbrekku á 1. hæð. Verð og útborgun tílboð. HÚS & EIGNIR BANKASTRÆTI 6 - SÍMI28611. Lúðvík Gizurarson hrl. Sími 28611.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.