Dagblaðið - 20.07.1979, Page 24
■ 9
STORKOSTLEGR ERFID-
LEIKAH FRAMUNPflN
—segir Eggert G. Þorsteinsson forstjóri stof nunarinnar
„Það eru stórkostlegir erfiðleikar
framundan ef ekki verður gripið til
aðgerða alveg á næstunni,” sagði
Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, í sam-
tali við DB i morgun um greiðslu-:
vanda stofnunarinnar.
Eggert G. Þorsteinsson kvað sífellt
hafa sigið á ógæfuhlið Trygginga-
stofnunarinnar frá ársbyrjun 1972,
en til þess tima mætti rekja núver-
andi fjárhagsvanda.
Starfshópur hefur um skeið unnið
að úttekt á greiðsluvandanum og
skilaði hann áliti í apríl. Fjármála-
ráðherra hefur síðan haft niðurstöð-
urnar til athugunar og einn fundur
verið haldinn um málið.
Forstjóri Tryggingastofnunarinnar
vildi ekki staðfesta orðróm um að
greiðsluþrot blasi við i september.
Flann kvaðst ekki telja viðeigandi að
fjalla um niðurstöður nefndarinnar
meðan málið væri í höndum ráðherra
sem ynni aðlausnþess.
-GM
-
fijálst, úháð daghlað
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ1979.
ÓskarVigfússonum
hækkun olfugjalds:
„Mun rýra kjör
sjómanna”
,,Ég er auðvitað andvígur olíugjaldi
utan skipta, enda er nú svo komið að
utan skipta eru tekin heil 25% af fisk-
verði. Þetta mun rýra kjör sjómanna
og veikja enn stöðu þeirra í þeirri við-
leitni að halda í við aðra hópa launa-
fólks,” sagði Óskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambands íslands,
um þá hlið oliuráðstafana ríkis-
stjómarinnar er snýr að sjómönnum.
Búizt er við bráðabirgðalögum um 8%
hækkun á oliugjaldi og olíugjald
verður þvi alls 15%. Af 8%-khækkun-
inni koma 3% til skipta og kaup-
hækkun til sjómanna nemur þvi 3%.
„Ég hef áður sagt að olíumálið sé
vandamál allrar þjóðarinnar, án þess
að gera lítið úr vandanum. Ríkis-
stjórnin lofaði á sínum tíma að ekki
skyldi koma til hækkunar á olíu til
fiskiskipa. Ég hélt að ég gæti treyst því,
en nú blasir við að lítið verður úr
efndum hjá stjórninni.”
-ARH
HAUKURNÁÐI
ÁFANGANUM
Haukur Angantýsson sigraði Bret-
ann Britton í síðustu umferð Phila-
delfiuskákmótsins í Bandarikjunum og
dugði það honum til að ná áfanga í
alþjóðlegan meistaratitil. Hefur
Haukur nú hlotið tvo áfanga af
þremur. Haukur hlaut 6,5 vinninga á
mótinu en sigurvegari varð rúmenski
stórmeistarinn Georghiu. Hann hlau: 8
vinninga. Margeir Pétursson hlaut 6
vinninga. Kemur þessi ágæti árangur
Hauks í kjölfar sigurs hans á World
Open skákmótinu fyrir nokkru.
-GAJ-
HMsveina:
Jóhanní
5—10. sæti
Jóhann Hjartarson sigraði
Júgóslavann Brasko í siðustu umferð
heimsmeistaramóts sveina í skák sem
staðið'nefur undanfarna daga í Belfort í
Frakklandi. f 10. umferð gerði Jóhann
jafntefli við Heaven frá Wales. Hlaut
hann því 7 vinninga og hafnaði í 5.-10.
sæti af 44 keppendum.
Tempone, Argentínu, hlaut 8,5
vinninga. Short, Englandi, á möguleika
á að ná honum að vinningum. Hefur
7,5 vinninga og sennilega unna biðskák
gegn Benjamin frá Bandaríkjunum.
Morovic, Chile, hlaut 8 vinninga og
Milos, Brasilíu, 7,5. Jafnir Jóhanni
með 7 vinninga eru Elvest, Sovét-
ríkjunum, Greenfeld, ísrael,
Barbulesku, Búlgaríu, og Benjamin,
Bandaríkjunum, þ.e. ef hann tapar
biðskákinni gegn Short.
Athygli vekur slakur árangur
austantjaldsmanna sem oftast hafa
einokað efstu sætin á skákmótum.
-GAJ-
„Það má búast við
vandræðum”
T í
Bílastopp í tvær mínútur í gær.
Mikil þátttaka
— segir Sveinn Oddgeirsson
,,Þær fréttir sem við höfum
fengið, sem eru reyndar bara frá
höfuðborgarsvæðinu, benda til þess
að mikil þátttaka hafi verið,” sagði
Sveinn Oddgeirsson framkvæmda-
stjóri FÍB i morgun. Samstarfsnefnd
ökumanna hvatti þá í gær til þess að
stöðva bíla sina í tvær mínútur til að
mótmæla síðustu bensínhækkun.
„Fjölfarnar götur eins og
Kringlumýrarbraut, Hafnarfjarðar-
vegur og göturnar niðri i bæ voru
alveg þéttsetnar kyrrstæðum bílum.
Við höfum ekki ennþá fengið fréttir
utan af landi en við búumst ekki við
síðri þátttöku þar."
—Á aðgera eitthvað meira í bráð?
„Nei, nú hvílum við okkur að
sinni. Við vonum að við þurfum ekki
að grípa til frekari aðgerða en það fer
auðvitað alveg eftir stjómvöldum,”
sagðiSveinn. -DS.^
—segir Stefán Gíslason, í stjóm Loftieiða
flugmanna
Allir bllar stopp um háannatimann. Myndina tók Bjarnleifur við Miklatorg kl.
17.15! gær.
„Við eigum inni milli 150 og 200
frídaga frá því í júní og júlí og það er
óhætt að segja, að það verður erfitt
að fá menn til að vinna á sínum frí-
dögum með uppsagnarbréf í
vasanum,” sagði Stefán Gislason í
stjórn Loftleiðaflugmanna í samtali
við DB í morgun, er DB spurði hann,
hvort Loftleiðaflugmenn hefðu i
hyggju að stöðva flug með því að
taka nú út þá frídaga, sem þeir eiga
inni í mótmælaskyni við uppsagnir
Loftleiðaflugmanna.
„Við ræddum þessi mál á
stjórnarfundi í gærkvöld og höfum
tekið okkar ákvörðun en eigum eftir
að tilkynna hana stjóm Flugleiða.
Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á
að stöðva flugið. Við vildum finna
aðra lausn á þessu en þeir virðast
ekki hafa áhuga. Þeir eru ekki til
viðræðu un lausn,” sagði Stefán og
sagði að búast mætti við einhverjum
vandræðum, en vildi ekki segja,
hvaða leið yrði farin.
-GAJ-,
Alfreð Elfasson, Sigurður Helgason og Orn O. Johnson koma út af stjórnarfundinum
í gær. Fundurinn stóð f 6 kist. Að loknum fundi brá svo við, að fundarmenn voru
þögulir sem gröfin. DB-myndir Arni Páll.
Enginn ágreiningur innan stjómar Flugleiða
sagði Öm 0. Johnson, að loknum stjómarfundi í gær
„Það er ekki um neinn ágreining að
ræða innan stjórnar Flugleiða og þar er
engin valdabarátta heldur,” sagði Örn
O. Johnson, stjórnarformaður Flug-
leiða er hann kom út af 6 klukkustunda
löngum stjórnarfundi fyrirtækisins i
gær.
Á fundinum var eftirfarandi
ályktun samþykkt: „í tilefni af blaða-
skrifum undanfarna daga um málefni
Flugleiða hf. lýsir stjórn félagsins yfir
fyllsta stuðningi við forstjóra félagsins,
Sigurð Helgason, í vandasömu starfi.”
Annars voru stjórnarmenn þögulir
sem gröfin er þeir komu út af stjórnar-
fundinum. Sigurður Helgason vildi
ekkert við blaðamann ræða og
aðspurður, hver væri æðsti maður bíla-
leigu Loftleiða sagðist Alfreð Elíasson
ekkert geta um það sagt og vildi ekkert
um fundinn ræða.
Örn O. Johnson hefur hins vegar
lýst yfir þvi að frá og með 1. júní sl.
hafi Sigurður Helgason tekið við stjórn
á öllum málefnum Flugleiða, og mun
bílaleigan þar ekki undanskilin. Örn
sagði að rekstrarerfiðleikar fyrir-
tækisins hefðu vissulega sett mark sitt
á fundinn, en vildi ekki ræða hann
frekar og vísaði á hina fáorðu yfir-
lýsingu sem fundurinn samþykkti.
-GAJ-