Dagblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979.
tróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
dahlaupi, en hann setti nýtt heimsmet i sinum aldurs-
ARFRAM
lÓlafssongerðiútum
8. mínútu
aðþrengdur og skot hans fór framhjá. Eftir þetta
gekk boltinn lengst af mótherja á milli í hálf-
leiknum.
Síðari hálfleikurinn var mjög svipaður þeim
fyrri. Fram-liðið fékk þó öllu hættulegri tæki-
færi en tókst ekki að nýta neitt þeirra. Á 55.
mínútu átti Gunnar Orrason skalla af markteig
rétt yfir mark Þróttar og á 62. mínútu hefur
Guðmundur Steinsson, sóknarmaður Fram
sennilega forðað marki fyrir Þrótt er hann varð
fyrir skallabolta Marteins við marklínu Þróttar.
Fátt markvert gerðist nú þar til á 85. mínútu að
nokkrir Þróttarar stóðu nánast fyrir opnu marki
Fram en mistókst öllum að skora. Mínútu síðar
komst Ásgeir Elíasson einn í gegnum vörn Þrótt-
ar en skaut framhjá.
Sigurmarkið Þróttar kom síðan á 88. mínútu
eins og áður segir. Páll Ólafsson hafði verið
einna atkvæðamestur Þróttara i leiknum og fór
því vel á því að hann gerði markið. Hjá Fram var
meðalmennskan ríkjandi eins og hjá Þrótti og
erfitt er að nefna einn leikmann öðrum fremri.
Raunar er varla rétt að tala um meðalmennsku
því bæði liðin léku langt undir meðallagi og eiga
að geta langtum meira. Það var helzt að Gunnar
Orrason, Fram sem kom inn á i siðari hálfleik
sýndi góða takta. Þar er greinilega efnilegur leik-
maður á ferð.
-GAJ-
‘gaði Notth.
iðurlægingu
landsliðið 4-0 í æfingaleik í gærkvöld með
mörkum Peter Barnes, Cyrille Regis, Alistair
Brown og sjálfsmarki Lou Seng.
Loks má geta þess að Sepp Maier útskrifaðist
af sjúkrahúsi í gærkvöldi eftir bílslysið sem hann
lenti í fyrir nokkru. Hann mun ekki geta byrjað
að æfa fyrr en eftir tvo mánuði.
„Stakk hann af um leið
og ég heyrði f honum”
—sagði hinn þrefaldi heimsmeistari, Valbjöm Þorláksson, eftir að hafa sett
heimsmet í 110 metra grindahlaupi í gærkvöldi
15
D
„Jú, blessaður vertu, þetta var léttur
sigur,” sagði hinn þrefaldi hcimsmeist-
ari Valbjörn Þorláksson í samtali við
Dagblaðið í gærkvöldi eftir að hann
hafði krækt sér i þriðja gullið á Heims-
meistaramóti öldunga i Hannover með
því að vinna 110 metra grindahlaupið á
nýjum heimsmetstíma i hans aldurs-
flokki, 14,84 sek. Gamla metið var 15
sek. sléttar.
,,Ég fór nú rólega af stað — bókstaf-
lega labbaði fyrstu 40 metrana, en þá
ihrópaði Úlfar Teitsson, fararstjóri
minn, til mín: „Ætlarðu ekki að fara
að hlaupa, Valbjörn?” Rétt um það
leyti heyrði ég að meistarinn frá síðasta
ári var kominn upp að hælunum á mér
svo ég tók sprettinn og stakk hann af
og hann kom i markið á 15,59 sék. —
langt áeftir.”
— Meiðslin i lærinu hafa ekkert háð
þér í hlaupinu?
] ',,Jú, dálitið, en ég passaði mig á að
fara bara rólega af stað og síðan þegar
ég fann að lærið myndi ekki gefa sig
tók ég sprettinn og þá var engin spurn-
ing um sigurvegara í þessu hlaupi. Ég
ætti meira að segja að geta komizt í
14,1—14,2 sek. með góðri æfingu, en
grindurnar hérna eru lægri auk þess,
sem örlítið styttra er á milli þeirra.
Þetta kemur manni talsvert til góða en
ég kann bara ekki alveg á þetta ennþá.
— Voru það ekki mistök hjá þér að
keppa ekki i fleiri greinum?
„Jú, alveg áreiðanlega. Eg hefði
vafalítið getað náð i ein 4—5 gull til
viðbótar með því að keppa í sprett-
hlaupunum — 100, 200 og 400 metrun-
um — 400 metra grindahlaupinu og
langstökkinu. Ég sé það núna að ég á
jafngóðan ef ekki betri árangur í flest-
um greinanna heldur en þær unnust á
hér úti. Annars er það einkennandi
hvað það hefur náðst góður árangur
|í spretthlaupum og köstum hjá konun-
um og flestar stelpnanna heima kæm-
ust ekki með tærnar þar sem þessar fer-
jtugu hafa hælana hérna.”
Valbjörn vildi koma á framfæri sér-
jStöku þakklæti til fararstjóra síns,
|Úlfars Teitssonar, og ætti hann þakkir
skildar fyrir frábæran stuðning. Val-
börn kemur heim til íslands kl. 14.30
'með flugvél frá Kaupmannahöfn og er
ekki að efa að það munu verða margir
'dl þess að fagna honum við komuna
Hughes til Úlfanna
og Charlton seldi Flanagan til Palace
Liverpool seldi i gærkvöldi styrkustu
stoð sína síðustu tólf árin, Emlyn
Hughes, til Úlfanna fyrir um 90.000
sterlingspund. Hughes, sem ekki náði
að vinna sér fast sæti i aðalliði Liver-
pool sl. keppnistímabil sagði í gær-
kvöldi: „Ég á a.m.k. þrjú ár eftir í 1.
deildinni og þess vegna var það nauð-
'synlegt fyrir mig að skipta um félag, en
það fylgir þvi mikill söknuður að yfir-
gefa Liverpool.”
Þrátt fyrir að geta ekki unnið sér fast
sæti í Liverpoolliðinu var Hughes alltaf
I náðinni hjá Ron Greenwood, einvaldi
enska landsliðsins, og t.d. var Hughes
talinn bezti leikmaður enska liðsins i
landsleiknum gegn Svíum fyrr í sumar í
Stokkhólmi. Ekki er að efa að Hughes
mun verða Úlfunum mikill styrkur í
hinni hörðu baráttu 1. deildar í vetur.
Þá var Mick Flanagan — „hit me”
.— seldur frá Charlton til Crystal
Palace fyrir 600.000 pund í gærkvöld.
iFlanagan var nær kominn til Man-
chester fyrir skömmu fyrir 750.000
pund en á síðustu stundu hljóp snurða
á þráðinn og City hætti við kaupin.
Sala Flanagan vakti mun minni athygli
en sala Hughes þrátt fyrir að um nær 7-
falt hærri upphæð væri að ræða.
Flanagan lenti í vetur í údstöðum við
félag sitt eftir að hann og Derek Hales,
félagi hans hjá Charlton, lentu i slags-
'málum í miðjum leik. Flanagan slapp
ódýrt frá þessum slagsmálum í byrjun
og skuldinni var skellt á Hales, en síðan
var málið tekið upp og kom þá í ljós
hver átti sökina. Flanagan er 25 ára
gamall og hefur mörg undanfarin ár
jverið aðalmarkaskorari Charlton.
FH vaim Magna
FH komst í krappan dans á Grenivík
í gærkvöldi er liðið lék við Magna. FH
sigraði að vísu 4-2, en sigurinn var ekki
innsiglaður fyrr en á siðustu mínútum
leiksins. Magni náði forystunni með
marki Hrings Hreinssonar á 28. mínútu
en þeir Pálmi Jónsson og Helgi Ragn-
arsson komu FH yfir fyrir hlé. Magni
jafnaði metin með marki Þorsteins
Þorsteinssonar þegar um 10 mínútur
voru til leiksloka, en á lokakaflanum
skoraði FH tvívegis. Fyrst Pálmi, sitt 9.
Fram íslandsmeistari
Framstúlkurnar urðu í gærkvöld Is-
landsmeistarar utanhúss er þær sigruðu
lið gestgjafanna, FH, 9-8 i úrslitaleikn-
um i kvennaflokki. í hálfleik var
staðan 6-6. Þá varð jafntefli hjá Val og
Haukum, 10-10, í keppninni um 3.
sætið. Þessi lið mætast að nýju kl. 18 i
dag.
Leikur Fram og FH var oft á tíðum
mjög vel leikinn og einkenndist af
góðum varnarleik beggja liða og að
baki sterkum vörnum vörðu þær Gyða
í FH markinu og stalla hennar, Kol-
brún í marki Fram, af stakri prýði allan
tímann.
Fram byrjaði betur og hafði tök á að
ná öruggri forystu strax í upphafi en
Guðriður Guðjónsdóttír klúðraði
tveimur vítum í röð þegar staðan var I-
1. Fyrst skaut hún í stöng og síðan varði
Gyða skotv hennar mjög laglega. FH
komst yfir 3-2 og síðan 4-3, en síðan
ekki söguna meir. Fram náði að jafna
og í síðari hálfleik hafði Fram undir-
tökin allan tímann án þess nokkurn
tíma að ná afgerandi forystu. Þegar
skammt var til leiksloka varði Kolbrún
víti frá Katrínu Danivalsdóttur mjög
glæsilega og var það leiðinlegt fyrir
Katrinu þvi hún var að öðrum ólöstuð-
um bezt í liði FH. Þrátt fyrir ör-
væntingarfullar tilraunir tókst FH ekki
að jafna metin og Fram stóð því uppi
sem sigurvegari í lokin.
Hjá Fram varði Kolbrún mjög vel og
átti einna stærstan þáttinn í sigrinum.
Guðríður var eitthvað úr formi en
Oddný bætti það upp með miklum
krafti. Þá átd Steinunn góðan leik.
Sem fyrr sagði var Katrín bezt hjá FH,
en þær Kristjana, Gyða í markinu og
Hildur áttu allar ágædsleik.
Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer
fram kl. 20 í kvöld og eigast þar við
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar.
Þau sýndu áberandi mestan stöðug-
leika í riðlakeppninni og fer því vel á aö
þau leiki saman til úrslita. FH hefut*
oftast allra liða orðið meistari utanhúss
en Haukar unnu í fyrra og eiga tidlinn
að verja. Búast má við fjölmenni á leik-
inn í kvöld en takmörkuð aðstaða er
fyriráhorfendur.
Að leikjunum í kvöld loknum verður
lokahóf í Snekkjunni í Hafnarfirði og
verða þar veitt verðlaun fyrir módð.
M.a. munu verða veitt verðlaun bezta
markverðinum, sóknar- og varnarleik-
manni bæði í karla- og kvennaflokki
auk þess sem sigurliðin munu fá verð-
laun sín afhent. Er þetta skemmtileg
nýbreytni hjá FH að veita einstaklings-
verðlaun fyrir góða frammistöðu.
Þeim, sem ætla að sækja hófið í
kvöld, er bent á að mæta í betri klæðn-
aði en mittisjakkar og gallabuxur munu.
víst ekki flokkast undir slíkt. Verða
menn því að draga spariklæðin úrpússi
sínu og mæta galvaskir til leiks i kvöld.
mark i sumar, og þá Helgi aftur —
hans 6. mark. Mark Hrings var hans 5.
í sumar.
I kvöld eru þrír leikir á dagskrá í
annarri deildinni. ísafjörður og Selfoss
leika fyrir vestan, Þróttur og Breiða-
blik mætast fyrir austan á Norðfirði og
Þór og Reynir leika á Akureyri.
Þá eru hvorki fleiri né færri en 4
leikir í 1. deildinni í kvöld. Á Akranesi
leika heimamenn við KR, í I.augardal
leika Víkingar við Keflavík, Haukar
leika við Val á Hvaleyrarholdnu og í
Eyjum leika Vestmannaeyingar og KA
frá Akureyri. Staðan í 1. deild:
11
11
II
II
11
11
12
12
II
11
6
6
6 2
3 2
2 3
22-11
20-13
18-16
16-9
18-13
16-10
17-19 10
16-23 10
14-25 7
9-27 4
Islandsmeistarar Fram utanhúss eftir sigurinn gegn FH f gærkvöld.
j^-1. DEILD ■ .............
DB-mynd Bj.Bj.
■1. DEILDi
HVALEYRARHOLTSVÖLLUR
HAUKAR - VALUR
ÍKVÖLD KL: 20
HAFNFIRÐINGAR! KOMIÐ OG SJÁIÐ ÍSLANDSMEISTARA VALS
■HAUKARi