Dagblaðið - 12.01.1980, Qupperneq 5
5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980.
Benedikt Gröndal utanríkisráðherra um Afghanistanmálið:
„Ekki ástæða til að blanda ólympíu-
leikunum og skák inn í þetta”
— 3 umsóknir um rannsóknir sovézkra vísindamanna á íslandi liggja fyrír
„Miðað við allar venjur í samskipt-
um ríkja eru mótmæli íslands við inn-
rásinni í Afghanistan hörð. Við vorum
í hópi 40—50 þjóða er kröfðust fundar
í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um
málið og síðan höfum við óskað eftir
frestun um óákveðinn tíma á heimsókn
Zensokov, varaforsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, til íslands,” sagði Benedikt
'Gröndal utanríkisráðherra i gær.
„Við fylgjumst náið með atburðum
og viðbrögðum erlendis, m.a. í gegnum
sendiherra okkar. Ég tel ekki hyggilegt
að blanda ólympíuleikunum inn í þetta
Og sé ekki ástæðu til að draga t.d. sam-
skipti okkar við sovézka skákmenn inn
i málið. Hvað samskipti á vísindasviði
varðar, falla þau undir Rannsóknaráð
ríkisins og menntamálaráðuneytið.”
3 umsóknir um rannsóknir sovézkra
vísindamanna á íslandi í sumar liggja
fyrir hjá Rannsóknaráði, að því er Vil-
hjálmur Lúðvíksson, framkvæmda-
stjóri ráðsins, upplýsti DB um.
Umsóknirnar hafa verið sendar til
vísindamanna sem standa næst verk-
efnum sem sótt er um. Þau eru einkum
á sviði jarð-, jarðeðlis- og steingerv-
ingafræði.
„Það hefur verið mikil pressa frá
Sovétmönnum að senda hingað fjölda
vísindamanna á hverju ári. Við höfum
takmarkað veitingu leyfa og sett það
skilyrði gagnvart þeim, og öðrum hlið-
stæðum umsóknum, að íslendingar
gætu haft gagn af rannsóknunum. Og
að þær falli að okkar eigin rannsóknar-
mynztri. Margir erlendir visindamenn
hafa unnið mjög gott og gagnlegt starf
hér. En svo hefur komið fyrir að rann-
sóknarniðurstöður sem birtar hafa
verið séu tóm vitleysa,” sagði Vil-
hjálmur.
- ARH
Rafmagnstaflan skoðuð:
„ENGIN LEIÐ |IR
ÞESSARIIBUД
— segir Anna Sveinbjömsdóttir í Sandgerði
„Það er engin rafmagnstafla hér
og það er alls engin leið úr þessari
íbúð niður á skrifstofuna,” sagði
Anna Sveinbjörnsdóttir, íbúi á efri
hæð Pósthússins í Sandgerði, er hún
kallaði DB-menn á sinn fund vegna
fréttar blaðsins i fyrradag. Þar sagði
að komið hefði i ljós við vettvangs-
rannsókn, að hægt væri að komast
inn í pósthúsið úr anddyri efri hæðar
hússins um rafmagnstöflugat í vegg.
Eina rafmagnstaflan í húsinu er að
sögn önnu á vegg á milli skrifstofu
stöðvarstjórans á jarðhæð og
geymsluherbergis og vandséð er,
hvernig þjófarnir hefðu átt að kom-
ast þar í gegn. DB-menn skoðuðu efri
hæð hússins undir leiðsögn Önnu í
gær og þaðan virtist engin leið að
komast inn á skrifstofur Pósts og
sima á jarðhæðinni.
Þrátt fyrir að mikið hafi verið
unnið að rannsókn pósthússránsins
2. janúar er það enn óupplýst eins og
ránið er framið var á sama stað í
fyrra.
Anna Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður á símstöðinni i Sandgerði og ibúi á efri
hæð hússins, á stigapalli framan við ibúðina. Innfellda myndin er af rafmagns-
töflunni I húsinu.
1
DB-myndir: Hörður.
Auðunn Hermannsson, 4 ára, kom með móður sinni á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunnar um hádegisbilið I gær og af-
henti söfnunarbauk. Þar með var heildarsöfnunarupphæðin komin i 122,6 milljónir króna og „heimsmetið” var jafnað. Það
er Kristjana Jónsdóttir, skrifstofustjóri Hjálparstofnunarinnar, sem veitir bauknum móttöku. DB-mynd Ragnar Th.
Kampútseu-söfnunin komin í 122,6 milljónir:
ÓOPINBERT HEIMSMET
— hver íslendingur hefur að meðaltali gefið 546 krónur
Opinbert heimsmet í söfnun til
hjálpar hungruðum var jafnað á
jslandi í gær þegar Kampútseusöfnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar komst í
122 milljónir og 600 þúsund um há-
degisbilið í gær.
Þar með hefur hver íslendingur gefið
að meðaltali 546 krónur í þessa söfnun.
Norðmenn gáfu í haust sem samsvarar
nákvæmlega 546 kr. ísl. á hvern íbúa í
hliðstæðri söfnun. Vakti sú söfnun
mikla athygli um alla Evrópu og var
talin óopinbert heimsmet. íslendingar
eiga örugglega eftir að gera enn betur
því söfnuninni lýkur ekki fyrr en 15.
janúar og ekkert lát er á framlögum til
Hjálparstofnunarinnar.
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj-
unnar sagði í samtali við DB að
hjálparstarf kirkjunnar í Kampútseu
gengi allt samkvæmt áætlun. Eggert
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða
kross Íslands, hefur hins vegar látið i
Ijósi efasemdir um að framhald geti
orðið á hjálparstarfi Rauða krossins
vegna þess hve starfið gangi illa.
„Það eru vissulega mörg Ijón i vegin-
um,” sagði Guðmundur, „en erfiðleik-
arnir eru bara til að sigrast á þiim og
það hefur gengið hingað til K-tu er
striðshrjáð land og engum dettur í hug
að allt gangi snurðulaust.”
Guðmundur vitnaði í ummæli Niels
Olsens, sem er fulltrúi hjálparstofnun-
arinnar i Kampútseu, sem hefur ferðazt
um landið og kynnt sér ástandið. Hann
segir dreifingu hjálpargagna ganga
hægar en æskilegt væri en þó misfellu-
laust. Hann telur mjög brýnt að ekki
verði látið staðar numið við hjálpar-
starfið þar sem þörfin sé mjög brýn.
Eins og DB hefur áður greint frá
starfar Hjálparstofnun kirkjunnar i
samvinnu við brezku hjálparstofnunina
Oxfam, hjálparstofnun lúthcrska
heimssambandsins og kaþólsku
hjálparstofnunina Karitas sem allar
starfa innan Kampútseu.
- GAJ
Alþingi greiddi reikninginn ekki
— tókum ferðakostnaðinn á okkur sem ferðakostnað innan kjördæmis
Helgi Seljan
alþingismaður:
„Alþingi hefur ekki greitt þennan
reikning, sem Bjarni Guðnason vitnar
til í kjallaragrein sinni i Dagblaðinu i
fyrradag,” sagði Helgi Seljan alþingis-
maður í gær. í kjallaragreininni sagði
Bjarni:
„Tveir frambjóðendur og þingmenn
urðu veðurtepptir í Rvík og komu því
of seint til Egilsstaða til þess að ná til
hins fræga fundar á Bakkafirði. En til
þess að komast til Vopnafjarðar, þar
sem framboðsfundur var sama dag,
leigðu tvímenningarnir sér flugvél frá
Egilsstöðum til Vopnafjarðar. Reikn-
ingurinn hljóðaði upp á 90 þús. kr. og
frambjóðendurnir létu skrifa þetta lítil-
ræði hjá Alþingi íslendinga.”
Þeir tveir þingmenn sem þarna er um
rætt eru Helgi Seljan og Tómas Arna-
son. Helgi sagði að ástæða þess að
reikningurinn var sendur Alþingi hefði
verið sú regla Alþingis að greiða þing-
mönnum ferðakostnað á áfangastað í
kjördæmi, sem að þessu sinni var
Vopnafjörður. „Hins vegar var reikn-
ingurinn hár,” sagði Helgi, „og því var
strax haft samband við Friðjón
Sigurðsson skrifstofustjóra Alþingis og
tilkynntum við honum að við myndum
ræða við hann síðar sem við og
gerðum. Friðjón borgaði reikninginn
heldur ekki og við urðum ásáttir um að
við tækjum hann á okkur sem ferða-
kostnað innan kjördæmis.
Skrifstofustjóri úrskurðaði að við
ættum rétt á eðlilegum ferðakostnaði
frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar, en
við tókum reikninginn til baka. Ég er á
því að kostnaður vegna ferðar okkar
frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar hefði
átt að greiðast af Alþingi sem ferð á
áfangastað í kjördæmi. Hins vegar
vissum við að reikningur þessi orkaði
tvímælis vegna upphæðarinnar og því
var skrifstofústjórinn strax látinn
vita,” sagði Helgi.
- JH