Dagblaðið - 12.01.1980, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980.
6
----------------|----------------
Kirkjusamkeppni á Seltjamamesi:
IISLENZKRIBYGGINGARUST
ÆPA ALUR HVER Á ANNAN
Bygginga-
list
Það er að mörgu leyti athyglisvert
þegar efnt er til samkeppni um hönn-
un á kirkjum vegna þess að sú hefð
hefur skapast gegnum tíðina að i
þeim endurspeglist hápunktur bygg-
ingarlistar á hverjum tíma. Oftast
bera kirkjurnar svip af þeim tíma er
þær eru reistar á. Má þar nefna að
margar evrópsku miðaldakirkjurnar
eru gullkorn síns timabils eða stils,
svo sem hins rómanska, gotneska eða
renaissance.
Við hönnun kirkna öðlast hönn-
uðir eins mikið tjáningarfrelsi og
frekast getur orðið við hönnun
mannvirkja. Þar fá listamannshæfi-
leikarnir notið sín að fullnustu og
hugmyndaflugið að láta gamminn
geisa.
Þegar lausnir þær sem bárust í
kirkjusamkeppnina á Seltjarnarnesi
eru skoðaðar i þessu Ijósi vakna upp
ýmsar spurningar. Hvert stefnir í ís-
lenskri byggingarlist? Hver er
ástæðan fyrir hinni miklu ringulreið
sem þarna ríkir? Hugmyndirnar
koma úr öllum áttum og stefna í allar
áttir. Hönnuðir virðast vera að leita
fyrir sér, finna fótfestu. Enginn einn
still er ráðandi og allir æpa hver á
annan. Reyndar er þetta ekki sérís-
lenskt fyrirbæri, því ég hef rekist á
nokkrar greinar í erlendum tímarit-
um sem fjalla einmitt um þetta fyrir-
bæri og er það kallað post-modern-
ismi, þ.e. eins konar millibilsástand,
sem fylgir á eftir hinum svokallaða
modernisma, sem ýmsir telja að nú sé
liðinn undir lok. Einkennist þetta
tímabil af mikilli ringulreið og leit-
andi byggingarlist. Einkum kemur
þetta vel í Ijós hjá bandarískum arki-
tektum, sem nota form og liti nokk-
urn veginn hömlulaust og blanda öllu
saman, gömlu og nýju.
Kirkjusamkeppnin
Nú er nýafstaðin fyrrnefnd sam-
keppni á Seltjarnarnesi og bárust í
hana 19 tillögur. Þessar tillögur
höfðu flestar nokkuð til síns máls, en
samt bentu ýmsir ágallar til þess að
islenskir arkitektar séu ekki miklir
kirkjunnar menn. Margar lausnirnar
voru beinlínis lélegar og minntu einna
helst á skólaverkefni. Á ég bágt með
að trúa að íslenskir arkitektar geti
ekki gert betur. Ástæðan er líklega sú
að menn hafa ekki gefið sér nægan
tíma i verkefnið, eða ekki kynnt sér
nægilega vel hvernig kirkjur eru
notaðar. Á þessu voru samt nokkrar
undantekningar, og m.a. var verð-
launatillagan greinilega ítarlega unn-
in.
Verðlaunatillagan
Höfundur hennar er Hörður
Björnsson byggingatæknifræðingur.
Hugmyndin og útfærsla hennar er að
mörgu leyti athyglisverð. Má segja að
formið sé tvíþætt. Annars vegar er
grunnmyndin byggðá sexhyrningum,
og hins vegar eru þakform tenings-
laga (sjá mynd). Hefur höfundi tekist
að sameina þessi form á sannfærandi
hátt. Á hinn bóginn er ýmsu fórnað
fyrir formið. Til dæmis verða ýmis
rými innanhúss annaðhvort of lítil
eða of stór, eða illa staðsett, sem af-
leiðing þessa. Eins valda hin an-
kannalegu horn þvi að í byggingunni
er ekki eitt einasta 90° rétt horn, sem
stórskemmir mörg rými, sérstaklega
þau minni. Má segja að það sé í
grundvallaratriðum rangt að gefa sér
form og laga síðan rými og þarfir
eftir því. Auðvitað á að leggja fyrst
niður þau rými sem gera skal ráð
fyrir, tengja þau, og smíða siðan
ramma utan um. Hins vegar taka
menn sér oft skáldaleyfi þegar hönn-
un guðshúsaáí hlut.
\
Er vonandi að sóknarnefndin nái
samstöðu um þessa tillögu (með viss-
um breytingum), því hún var greini-
lega sú besta i annars frekar lélegum
hópi.
Önnur og þriðju verðlaun hlutu
tvær tillögur saman. Var önnur unn-
in af arkitektunum Hilmari Ólafs-
syni, Hrafnkeli Thorlacius og Nirði
Geirdal, en hin af Jes Einari Þor-
steinssyni arkitekt.
Hörður Björnsson Verfllaunatillaga
að kirkju, Seltjarnarnesi.
„ÉG ER Á MÓTI
MANNAFORRÁÐUM”
— segir Ámi Bergmann sem héfur sagt lausu ritstjórastarfi
á Þjóðviljanum
.. lú. það er rétt. ég hef sagt upp
starti mínu sem ritstjóri Þjóðvilj-
ans,” sagði Árni Bergmann í gær.
,,En það þýðir ekki það að ég hætti
störfum á Þjóðviljanum. Þetta er
spurning um æskilega verkaskiptingu
séð frá rnínu bæjarhlaði. Hér er um
að ræða minar persónulegu óskir um
að nýta minn tínta skynsamlegar. Ég
er þannig gerður að ég er á móti
mannaforráðum.
Það má segja það að ég þrengi mitt
vcrksvið, en ekki er endanlega
ákveðið hvernig málin þróasl.”
— F.r væntanleg uppstokkun á
Þjóðviljanum og breytingar á rekstri
i sparnaðarskyni?
,,Það eru allir sem hugleiða sparn-
aðarráðstafanir á slíkum krepputím-
um,” sagði Árni.
— Þýðir þetta að Kjartan Ólafs-
son sezt i sinn gamla ritstjórastól að
nýju?
Árni Bergmann: Vill láta af ritstjórastörfum og snúa sér aftur að fyrri afmörkuðu
sviðum.
,,Ég get ekki sagt til um það nú sitja í stólnum í þrjá mánuði í við-
hvernig málin þróast með Kjartan en bót.”
ljóst er að ég er dæmdur til þess að -JH
Óvíst er enn hvort Kjartan Ólafsson
veröur á ný ritstjóri Þjóðviljans.
Kjartan Ólafsson:
r
MIN EINLÆG OSK
AÐ ÁRNIENDUR-
SKODIHUG SINN
,,Það hefur ekki veriðrætt um það
að ég taki við ritstjórastarfi á Þjóð-
viljanum,” sagði Kjartan Ólafsson í
gær. ,,Það hefur ekki verið leitað til
mín og ég reikna ekki með því. Menn
vita þó aldrei hvað framtíðin ber í
skauti sér.
Eg tek því rólega með nýtt starf og
býst við að hafa ýmsa möguleika. En
það er ekkert ákveðið. En það er mín
einlæg ósk að Árni Bergmann endur-
skoði uppsögn sina og sitji áfram i
ritstjórastól.”
- JH
Meðallaun hjá Sam-
vinnutryggingum
lægri en sagt var
og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
með4,6 milljón kr. meðallaun 1978.
Nú hefurDB borizt leiðrétting frá
Samvinnutryggingum og þar segir:
„Vegna mistaka blaðamanns
Frjálsrar verzlunar var rangt farið
rneð launatölur og meðallaun sögð
hafa verið 4,6 millj. Hið rétta er að
launagreiðslur til starfsmanna nániu
alls 327.242.000 en fjöldi starfs-
manna var i árslok 101. Meðallaun
eru því 3.200.000. Leiðréttist þetta
hér með.”
- A.St.
Í siðasta Dagblaði fyrir jól var þcss
getið að Fiskiðjan sf í Keflavik hefði
greitt langhæst meöallaun allra Ls-
lenzkra fyrirtækja. Var í þessum efn-
um vísað til lista sem Frjáls verzlun
birti í desemberhefti sinu. Þar kom
fram að Fiskiðjan hafði að meðaltali
78 starfsmenn i sinni þjónustu 1978
og meðallaun þeirra voru 6,7 millj-
ónir króna.
í næstu sætum með meðallaun
voru á lista Frjálsrar verzlunar
Sildarvinnslan í Neskaupstað með4,9
millj. og síðan Samvinnutryggingar
Skákþing Reykjavíkur
hefst á sunnudaginn
Skákþing Reykjavikur 1980 hefst ina er hafin og lýkur laugardag, 12.
nk. sunnudag, 13. janúar, kl. 14. janúar, kl. 14—18. Keppni i ung-
Teflt verður i félagsheimili Tafl- lingaflokki (14 ára og yngri) hefst
féiags Reykjavikur að Grensásvegi laugardag 19. jan., kl'. 14.
46- Skákþing Reykjavíkur er með
Sú breyting verður nú gerð á aðal- meiriháttar skákmótum sem haidin
keppninni aö allir flokkar munu tefla eru á höfuðborgarsvæðinu. Búizt er
sameiginiega i einum riðli 11 um- við góðri þátttöku i mótinu nú og
ferðir eftir Monrad-kerfi. hafa allmargir landsmenn þegar
Skráning þátttakenda i aðalkeppn- skráðsig til þátttöku. -GAJ
TÓNKVÍSL LÁNAR
MAGNARAKERFI
Tónkvísl heitir hún hljóðfæra-
verzlunin sem mun sjá skemmti-
kröftum á væntanlegum Kampútseti-
tónleikum í Austurbæjarbiói laugar-
daginn 9. febrúar fyrir græjum til að
koma framleiðslu sinni áleiðis í
hlustir áheyrenda. Dagblaðið sagði
frá hljómleikunum i frétt i fyrradag
en fór rangt með nafn búðarinnar.
Hjálparstofnun kirkjunnar stendur
að hljómleikunum og allir aðstand-
endur og þátttakendur gefa vinnu
sina. Allur ágóði fer til fióttamanna-
söfnunar i Kampútseu. Þursa-
flokkur, Söngsveitin Kjarabót,
Fræbbiarnir og Snillingarnir sjá um
framleiðslu tónlistar á hljómleikun-
um. -ARH