Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.02.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 25.02.1980, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980. WBIAÐIÐ Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. RiUtjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri riutjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Slmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir TómassoAT'Bragi, Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls son, Sveinn Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Préinn PorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Sfflumúla 12. Afgreiflsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Pverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skerfunni 10. Askriftarvarfl é ménufll kr. 4500. Verfl í lausasölu kr. 230 eintakifl. , , Sameinast um óvissuna Það, sem greinir í sundur fjármála- ráðherrana Matthías Mathiesen, Tómas Árnason, Sighvat Björgvinsson og Ragnar Arnalds, er, að þeir eru hver í sínum stjórnmálaflokki. Samanlagt spanna þeir allt svið íslenzkra stjórn- mála. Þegar þessi staðreynd hefur verið bókuð, er ekki auðvelt að finna fleiri atriði,'sem greina þá í sundur. Hins vegar er mjög auðvelt að finna atriði, sem sam- eina þessa fjóra stjórnmálamenn, eins og raunar flokka þeirra i heild. Samanlagt hafa þessir fjórir menn verið fjármála- ráðherrar síðustu tvö árin. Allir eru þeir sammála um, að þeir hafi verið að setja þjóðinni góð skattalög síð- ustu daga. Ennfremur eru þeir sammála um, að lögin stefni út í óvissuna! Ráðherrarnir fjórir hafa verið í tvö ár að sníða þessi lög með aðstoð þingmanna. Matthías kom málinu fyrst á framfæri og síðan hver af öðrum. Sífellt var, að mati ráðherranna, unnið að því að sníða af lögunum meinta galla. Samkvæmt þessu ætti frumvarpið nú loks að vera orðið gott. Og fjármálaráðherrarnir fjórir eru auðvitað sammála um, að nýju skattalögin séu til bóta. í raun- inni er þetta eina þingmálið, sem allt pólitíska litrófið er sammála um. Ráðherrunum þykir að vísu miður, að ekki skuli enn vera búið að ákveða skattstiga, mikilvægasta hornstein allra skattalaga. Þeim þykir líka miður, að ekki skuli vera búið að ákveða persónuafslátt og barnabætur, sem skipta alþjóð þó miklu. Auðvitað þykir þeim líka miður, að ekki skuli enn vera búið að ákveða ýmsa frádráttarþætti á framtali. Þeim þykir semsagt miður, að skattalögin skuli taka ,,heljarstökk út í náttmyrkrið”, eins og Guðmundur J. Guðmundsson orðaði það. Samt segja þeir, að nauðsynlegt hafi verið að setja þessi lög, — ekki verði aftur snúið. Ragnar Arnalds hefur þó viðurkennt, að mætir menn hafí hvatt til, að lögunum yrði enn frestað um eitt ár og gömlu lögin látin gilda að sinni. Einna mestar áhyggjur hafa menn af hinu mikla, meinta framfaraspori, sem átti að felast í sérsköttun hjóna. í raun virðist sporið stefna að því, að konur hætti að vinna úti, vegna afnáms frádráttar af tekjum þeirra til skatts. Ragnar Arnalds hefur geílð yfirlýsingu um, að lögin verði endurskoðuð, ef þau leiði til ósanngjarnrar skatt- byrðar ýmissa þjóðfélagshópa. Ennfremur, að álagn- ing verði lækkuð, ef skattstigar leiða til meiri ríkis- tekna en ætlað var. Nauðsynleg var þessi yfirlýsing Ragnars um, að ráðamenn viti ekki, hvað þeir eru að gera. Hitt vefst meira fyrir áhorfendum, að fjórir fjármálaráðherrar skuli ekki geta útskýrt, hvert stefnir tilraun þeirra í skattamálum. í tvö ár er búið að fjalla um þessi lög. Samt er ekki vitað, hvaða áhrif þau hafa. Þjóðin á bara að taka heljarstökk út í náttmyrkrið á grundvelli yfirlýsinga fjögurra fjármálaráðherra um, að lögin séu góð, þótt þeir skilji þau ekki sjálfir. Því er ekki að neita, að ýmsir skattafróðir menn vona, að hin nýju lög verði til bóta, þótt enginn hafi enn reiknað sig til þeirrar niðurstöðu. Reynslan kann að sýna, að þessar vonir muni rætast. En samt er óviss- an alls ráðandi. Þetta stórkostlega þingmál gæti verið sameiningar- tákn fjögurra flokka kerfisins. Fjórir flokkar og fjórir fjármálaráðherrar eru einmitt sammála um það eitt þingmál, sem allir játa, að er stökk út i óvissuna. Frakkar vantrúaðir á Afganistankenn- ingar Jimmy Carter Vi Það veldur hernaðarsérfræðingum nokkru hugarangri að ef til stríðs- undirbúnings kaemi á milli risaveld- anna tveggja í og umhverfis Persa- flóa í framhaldi af atburðunum í Afganistan mundu Bandaríkin standa illa að vigi með viðbótarherafla. Einnig telja fræðingarnir, að eins og sakir standa gætu Bandaríkjamenn ekki vænzt neins verulegs stuðnings frá bandamönnum sínum í Atlants- hafsbandalaginu. Forráðamenn bandalagsins í Brussel eru reyndar einnig áhyggjufullir yfir því að bandalagsþjóðirnar sýna ekki heldur nein sérstök merki þess að ætla að bjóða fram slíkan stuðning siðar. Styrkleiki Atlantshafsbandalagsins er aðallega i Evrópu og uppbygging varnarkerfa þess hefur aðallega beinzt að vörnum þar, eins og eðlilegt má kallast þegar höfð eru í huga þau lönd sem í bandalaginu eru. Eins og málum er háttað nú er hið eina sem Jimmy Carter hefur boðað, til aukningar á flotastyrk Bandaríkj- anna á Indlandshafi, átján hundruð landgönguliðar sem bætast eiga þar í hópinn siðar á þessu ári. Bandaríkjaforseti lét þess alveg ógetið hve mikinn aukinn herstyrk væri nauðsynlegt að senda til þessa heimshluta til að hafa þar nægan fjölda landgönguliða ef til átaka kæmi. Bandarískum herfræðingum finnst ekki nægilega að gert í þessum efnum þegar borið er saman við herstyrk Sovétrikjanna í Afganistan. Þar telja þeir vera níutiu þúsund sovézka her- menn auk þriggja herdeilda sem telja þrjátiu og þrjú þúsund manns rétt innan landamæra Sovétríkjanna. Eini stuðningurinn sem Bandarikin geta vænzt á Persaflóa er frá Bretum. Þeir eru sagðir geta lagt fram sveit tundurspilla og árásarkafbáta sem hafa bækistöð í hinni sameiginlegu flotastöð á Diego Garcia á Indlands- hafi. En hvað um Frakkana? Þeir búa yfir sterkustum hersveitum í þessum heimshluta af ríkjum Vestur-Evróþu. Þeir eru að nafninu til enn i Atlants- „LEIFTURMILU- ARÐAR í LAND- BÚNAÐINN” Fyrir nokkrum dögum birti Svart- höfði Visis grein undir þessari fyrir- sögn. Þar vakti hann athygli á því, að eitt af því fáa, sem ljóst lægi fyrir í málefnasáttmála ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsen, væri að útvega stórar fjárfúlgur með álögum á skatt- borgara til að nota í þágu land- búnaðarins. Vakli hann athygli á því, að þannig hefði Gunnar Thoroddsen snúið leiftursókn ihaldsins frá þvi fyrir kosningar í leifturmilljarða í landbúnað eftir kosningar. Ræða sú sem Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra flutti á Búnaðar- þingi nýverið gaf til kynna hvað koma skal i þessum efnum. Ræða hans, sem tók um hálfa klukkustund í flutningi, er ein dýrasta ræða, sem flutt hefur verið á íslandi. í henni boðaði hann samtals ll þús. millj. kr. nýjar álögur á þjóðina i þágu landbúnaðarins til viðbótar við þær tugþúsundir millj. kr. sem varið er af almannafé í sama skyni nú. Þessir 11 milljarðar sundurliðast þannig að auka á niðurgreiðslur á útfluttar landbúnaðarafurðir vegna fram- leiðslu sl. verðlagsárs um 3000 millj. kr. (55% hækkun á niðurgreiðslum íslenskra skattborgara á mjólkurvör- um og dilkakjöti ofan í útlenda neyt- endur). Útvega á Bjargráðasjóði 1100 milljónir króna til þess að auka lána- getu hans til landbúnaðarins, og verja á fé úr almannasjóðum að upp- hæð 6,8 milljarðar Jcr. til að auka niðurgreiðslur á útfluttar land- búnaðarafurðir á yfirstandandi verð- lagsári umfram þá 8,4 milljarða kr. sem lög leyfa (en það er 77% hækkun á framlögum íslenskra skattborgara til niðurgreiðslu á landbúnaðaraf- urðum ofan í erlenda neytendur frá þvi sem gildandi lög leyfa mest). Bara byrjunin Þetta, sem hér kemur fram, er þó aðeins byrjunin. Á borðum ríkis- stjórnarinnar liggur m.a. krafa frá Stéttarsambandi bænda um stór- hækkun á niðurgreiðslum á land- búnaðarvörum innanlands til þess að vinna gegn samdrælti í innanlands- neyslu á búvörum og er vitað, að rikisstjórnin hefur i hyggju að sinna þvi erindi. Þar er sjálfsagt á ferðinni upphæð, sem nemur ekki minna en um það bil 5 milljörðum kr. — og eru þá leifturmilljarðarnir i landbúnaðin- um orðnir 16 og enn er hvergi nærri allt upp talið. Sem dæmi má nefna, að við verðlagningu landbúnaðaraf- urða í septembermánuði á sl. hausti var sú ákvörðun tekin að hækka verð á gærum um yfir 100% og verð á ull nokkru minna, enda þótt fyrir lægi að slík verðhækkun myndi kippa fót- unum undan þeim blómlega iðnaði — ullar- og skinnaiðnaði — sem vaxið hefur upp í landinu á undan- förnum árum; gefið í senn góðar vonir og verið eina ljósið í því myrkri, sem nefnt hefur verið íslensk landbúnaðarstefna. Þessi iðnaður hefur vaxið svo á undanförnum árum að hann er orðinn bæði í senn mikil- vægur fyrir þjóðarbúið og hefur auk þess skapað hundruðum manna at- vinnu. Hin stórfellda verðhækkun á skinnum og ull á sl. hausti er eitt grófasta framferði þrýsti- og hags- munahóps sem um getur þvi að þar er V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.