Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.02.1980, Qupperneq 14

Dagblaðið - 25.02.1980, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980. 14 I Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Nú blasir Islandsmeistara- titillinn við Víkings-liðinu Víkingur vann stórsigur á Val íLaugardalshöll ígærkvöld, 24-15, í 1. deildinni íhandknattleik „Nei. virt erum ekki orAnir íslands meislarar en ég vona að það verði eflir næslu helgi. Þá leikum virt gegn FH og þá verðum vifl afl sýna annan eins lcik og i kvöld. Kf það tekst er engin spurn- ing. Vifl lékum allan tímann mjög vel gegn Val og þafl er frábært að eiga slíka stuflningsmenn á áhorfendasvæðun- um. Þafl er nú að skila sér, sem við höfum lagt á okkur — höfum æft gífurlega,” sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði Víkings, eftir að lið hans hafði unnifl stórsigur á Val í 1. deild hand- knattleiksins i l.augardalshöll í gær- kvöld. Lokalölur 24—15 eftir að Vík- ingur hafði komi/.t í 8—1 á fyrstu 12 mínútunum. Þafl var því aldrei spenna í leiknum — en Víkingur átti „höllina”. Fékk mjög góflan stuðning áhorfcnda. „Ég vona að þessi úrslit hafi ekki slæm áhrif á leik okkar gegn Atletico Madrid í Evrópukeppninni næsta laug- ardag — en vissulega er slæmt að fá slíka rassskellingu fyrir slíkan leik. Nú, en Madrid-liðið var einnig að tapa mjög þýðingarmiklum Ipik, svo kann- ski vegur það sig upp. Við ætluðum þó svo sannarlega að reyna að sigra Vik- inga í kvöld en við réðum bara ekkert við þá,” sagði Stefán Gunnarsson, fyrirliði Vals, eftir leikinn. Frábær byrjun Víkings Víkingar mættu mjög ákveðnir til leiks — léku hreint frábærlega allan fyrri hálfleik. Langbezti leikur, sem liðið hefur sýnt i vetur. Varnarleikur- inn, og ntarkvarzla Jens Einarssonar, mjög sterkur — og siðan leiftrandi sóknarleikur. Hraðaupphlaupin mjög beitt vopn og aðeins á fyrstu níu minút- unum skoruðu Víkingar fjögur mörk úr hraðaupphlaupum. Komust inn í sendingar Valsmanna, einkum Þor- bergur og Steinar, og eftirleikurinn var auðveldur. Valsliðið átti ekkert svar við þessúm stórgóða leik Víkings-liðsins. Sóknar- leikurinn mjög fálmkenndur og jafnvel leikreyndustu mönnum liðsins urðu á ntiklar skyssur. Vissu stundum ekkert hvað þetr áttu að gera við knöttinn — allir menn dekkaðir og ekki smuga i varnarvegg Víkings. Ekki uppörvandi leikur fyrir Valsmenn en vera kann að Evrópuleikurinn hafi spilað þar eitt- hvað inn i. Valur skoraði aðeins 5 mörk fyrstu 40 minútur leiksins. Vikingar skoruðu þrjú fyrstu mörkin i leiknum á fyrstu þremur mínútunum. Þá var dæmt vítakast á Víking, sem Þorbjörn Guðmundsson skoraði úr. 3—I en næstu fimm mörk voru Vikings — og það stóð beinlínis ekki steinn yfir steini hjá Val. Staðan 8—1 eftir aðeins 12 mín. En þá var Steinari Birgissyni vikið af velli og meðan hann var utan vallar skoraði Steindór Gunnarsson tvö mörk fyrir Val, 8—3. Þá var Þorbirni J., Val, vikið af velli og víti dæmt á Val, sem Sigurður skoraði úr. Jens varði víti frá Þorbirni G. og Vikingar héldu áfram að skora. Næstu fjögur ntörk, staðan I 3—3 og leikurinn var að- verða hrein martröð fyrir Valsliðið. En Valsntenn nýttu að Árna Indriðasyni, Vikingi, var vikið af velli. Skoruðu tvi- vegis — en Þorbergur, sem átti stórleik i f.h. og Valsmenn réðu ekkert við, skoraði síðasta markið i hálfleiknum, 14—5 fyrir Víking. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í siðari hálfleiknum og það þó þeir væru einum færri unt tima. 17—5 fyrir Viking — það er víst ár og dagur síðan Valur hefur fengið slika útreið. Þeir bættu þó sinn hlut á næstu ntín. nteð þvi að skora fjögur mörk í röð — og Hilmar þjálfari tók þá til bragðs að taka tvo Víkinga úr umferð, Þorberg og Sigurð. Það heppnaðist um tíma og Valur minnkaði muninn mest í sex ntörk, 20—14 og 21 —15, enda voru Vikingar þá að auki æði oft einum færri. En Vikingur tók aftur góðan kipp i lokin — skoraði þrjú síðustu mörkin i leiknum svo lokatölurnar urðu 24—15. Höfðu möguleika á þvi að hafa tiu marka mun, því Víkingur fékk vítakast, sem tekið var eftir að leiktima lauk. Sigurður skaut hins vegar í stöng. Það er erfitt að gera upp á milli ein- stakra leikmanna Vikings í þessum leik — þetta var fyrst og fremst sigur liðs- heildarinnar. Nær einungis var keyrt á sömu átta leikmönnunum og þeir léku allir hver öðrum betur Steinar, Ólafur, Árni, Páll, Þorbergur, Erlendur og Sigurður — og Jens var frábær i ntarki. Varði santtals 22 skot. Þá var Magnús Guðmundsson talsvert með <i s.h. og klettur i vörninni. Valsliðið náði sér aldrei á strik — beinlinis keyrt niður í byrjun af ntiklu betra liði. Helz.t að Brynjar Kvaran sýndi góða takla í markinu, Steindór á linu og Stefán fyrirliði í spilinu. Þá var Stefán Halldórsson ntjög öruggur i vítaköstunum — en Valsmenn verða að gleyma þessari ntartröð sent fyrst. Nú er Evrópuleikurinn ntikilvægi fram- undan. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Sigurður 7/6, Þorbergur 5, Erlendur 4, Páll 3, Steinar 3, Ólafur 2. Mörk Vals: Stefán H. 6/5, Steindór 3, Björn 2, Þorbjörn G. 2/1, Bjarni I og Gunnar I. - hsim. Þorbergur Aðalsteinsson með knöttinn og leikur á Þorbjörn Guðmundsson — rennir sér í gegn og skorar eitt af fimm mörkum sínum I fyrri hálfleik. Valsmenn réðu litið við stórleik Þorbergs. DB-mynd Bjarnleifur. Víkingur- Valur 24-15 (14-5) íslandsmótk) í handknattleik í 1. deild karía, Víkingur-Valur 24—15 (14—5) i Laugardalshöll 24. febrúar. Beztu leikmenn. Jens Einarsson, Víkingi 9, Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi, 9, Ámi Indríðason, Vikingi, 8, Páll Björgvinsson, Víkingi, 8, Erlendur Hermannsson, Víkingi, 8. Víkingur. Jens Einarsson, Kristján Sigmundsson, Páll Björgvinsson, Ámi Indríðason, Ólafur Jónsson, Erlendur Hermannsson, Steinar Birgisson, Siguröur Gunnarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Magnús Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson. Valur. Brynjar Kvaran, Ólafur Benediktsson, Stefán Gunnarsson, Steindór Gunnarsson, Þor- Úrvals snjódekk — Super verð ATHUGIÐ VERÐIÐ. GERIÐ SAMANBURÐ FÓLKSBÍLADEKK 155x 12 (Daihatsu Corolla) 24.400.00 155x 13 (Mazda-Lada-Subaru) 24.400.00 165x13 (Mazda-Lada-Subaru) 25.600.00 B 78 x 14 (Volvo-Fairmont) 24.000.00 Br 78 x 14 (Volvo-Fairmont) 26.000.00 '175x 14 (Volvo-Fairmont) 31.000.00 195/75x14 (c 78x14) 31.000.00 205/75 x 14 (E 78x14) (Malibu) 31.000.00 205/75x14 (E 70x14) (Breið dekk) 31.000.00 Fr 78x13 31.000.00 Gr 78x14 32.500.00 Hr 78x14 32.000.00 G 60x14 38.800.00 Br 78 x 15 (VW-Volvo-Saab) 24.000.00 Fr 78 x 15 (Oldstnobile dísil) 33.500.00 Gr 78 x 15 (Oldsmobile dísil) 34.000.00 JEPPADEKK: Hr 78 x 15 (Willys-Bronco-Scout) 36.500.00 Lr 78 x 15 (700 x 15) (Willys-Bronco-Scout) 39.500.00 700 x 15 (Willys-Bronco-Scout) 35.000.00 12x15 69.800.00 SENDIBÍLADEKK: 750 Rx16 800 Rx 16.5 875 Rx 16.5 950 Rx 16.5 65.300.00 56.500.00 59.400.00 67.000.00 VÖRUBÍLADEKK: Stk. Sett 1100x20 AFTURDEKK 218.500.00 234.000.00 1100x20 FRAMDEKK 209.000.00 225.500.00 1000x20 AFTURDEKK 198.500.00 210.500.00 1000 x 20 FRAMDEKK 189.000.00 201.000.00 SÓLAÐIR HJÓLBARÐAR í FLESTUM STÆRÐUM. Sendum gegn póstkröfu um land allt Gúmmívinnustofan Sírni 31055 bjöm Guðmundsson, Bjami Guðmundsson, Jón H. Karísson, Stefán Halldórsson, Gunnar Lúðvíksson, Brynjar Harðarson, Þorbjöm Jensson, Bjöm Bjömsson. Dómarar Karí Jóhannsson og Óli Olsen. Vikingur fékk niu vitaköst. Nýtti sex. Óli Ben. varði frá Þorbergi, Siguröur átti skot í stöng og framhjá. Valur fókk sjö vitaköst. Nýtti sex. Jens varði eitt frá Þorbergi G. Fimm Víkingum var vikið af velli, Áma, Magnúsi, Ólafi, Steinari tví- vegis og Þorbergi tvivegis. Samtals 14 min. Þremur Valsmönnum, Þorbimi J., Brynjari og Steindórí, auk þoss, sem Bjöm Bj. var útilokaður oftir leikinn. „Hvað er þetta, dómari — ekkert víti?” má lesa út úr svip landsliðsfyrirliðans, Ólafs Jónssonar, þar sem hann heldur á knettinum inni i vitateig Vals eftir stympingar við Bjarna Guðmundsson. Steinar Birgisson fylgist með. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.