Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 28
28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980.
ffltekinn maöur á íslandi
helði getaö hjálpaö mer..
— undir venjulegum kringumstædum, segir Viktor Kortsnoj í einkaviðtali við Dagblaðið
Viðtalið við Kortsnoj tóku þau Margrét Stefánsdóttir og
Guttormur Sigurðsson á Evrópuráðstefnu PROUT-hreyf
ingarinnar, sem haldin var í Hannover í V-Þýzkalandi um
áramótin.
Spyrjandi: Hvcrnig atvikaðist það að
þú kemur hingað á Proul-ráðstefn-
una?
Kortsnoj: Fyrir cinu ári síðan keppti
ég á Filippseyjum við sovéska heims-
meistarann Karpov, þá skeði það
einu sinni að tveir félagar í Ananda
Marga komu til mín og buðu fram
hjálp sína — ókeypis, aðeins sem
hugmynd. Og þau hófust síðan
handa við að kenna mér jógaæfingar
og hugleiðslu, þau reyndu lika að
hal'a áhrif á dulsálfræðinginn sem
var mjög virkur á meðan á keppninni
slóð, og þeini tókst það mjög vel.
Brátl tóku Rússarnir eftir því og
skjótlega hófu þeir aðgerðir gegn
þeim. Fyrst var þeim ekki leyft að
vera í appelsinugulum fötum í keppn-
issalnum, síðan voru þau rekin út úr
keppnissalnum og að lokum var þeim
hannað að dvelja i hótelinu þar sem
ég bjó. Og þcgar stigin voru jöfn í
Guttormur Margrét
Sigurðsson Stefánsdóttir
keppninni voru þau rekin út úr borg-
inni þar sem við kepptum. Jæja, það
var jú fullkominn sigur fyrir Sovét,
en áhrifin sem þau (jógarnir) höfðu á
hinn sovéska herramann sýna um leið
andlegan kraft þeirra.
Spyrjandi: Nota skákmenn í Sovét
aldrei andlegar æfingar eða hug-
leiðslu?
Kortsnoj: Nú, Georgio var á Indlandi
og eftir því sem mér skilst kynntist
hann þessum hlutum en er samt eng-
inn sérfræðingur sjálfur. Hann er
veikari en raunverulegir jógar.
Svartigaldur
eða falsvísindi?
Spyrjandi: Er það svo að rikisstjórn-
in hafi gert einhverjar rannsóknir á
dulhyggju, hugleiðslu o.s.frv.?
Kortsnoj: Nú yfirgaf ég Sovétrikin
l'yrir þremur og hálfu ári svo ég veit
ekki hvað er um að vera þar núna cn
ég veit að þeir voru að gera lilraunir á
sviði dáleiðslu og þeir voru byrjaðir
að kynna sér parasálfræði, enda þótt
það svið sé fyrirmunað almenningi.
Það er jú svarti galdur eða falsvís-
indi. En í raun og veru þróuðu þeir
þau af hernaðarástæðum. Það besta
sem þeir eru að gera er ávallt af hern-
aðarástæðum, það verður heimurinn
að fá að vita. Fyrir þá eru t.d. yfir-
burðir i skák mjög mikilvægir. Þeir
þarfnast áróðursefnis, vegna þess að
þeim mistókst að byggja upp efna-
hagskerfið. Þeir þarfnast þessa áróð-
urs í nútímaheimi til að sigra heiminn
eða mikilvægustu hluta hans. Já, þeir
þarfnast yfirburða í skák og nota öll
ráð til að ná þeim yfirburðum. Þegar
ég kom til Filippseyja ásamt fjórum
stuðningsmönnum til að keppa við
Karpov, þá vakti það furðu að
Karpov hafði í upphafi 13 aðstoðar-
menn. Þeir gerðu allt til að hjálpa
honum. Hann var umkringdur sér-
fræðingum—í læknisfræði, í sálar-
fræði, í lögfræði. Hann var með
fjóra skákmeistara i kringum sig auk
nokkurra félaga í KGB.
Góður hugleiðslu-
nemandi
Spyrjandi: Lærðir þú hugleiðslu til
að vinna á móti dáleiðslu?
Kortsnoj: Ég var góður nemandi, svo
ég lærði nokkrar æfingar mjög vel og
ég geri þær að sjálfsögðu enn af og
lil. Þeir (jógarnir) sögðu mér að með
þvi að læra hugleiðslu myndi ég ekki
verða á valdi áhrifa utan frá.
Spyrjandi: Finnst þér hugleiðsla auka
einbeitni þina?
Kortsnoj: Þessi spurning er ótíma-
bær, ég yrði að gera hana almenni-
lega.
Spyrjandi: Hvað finnst þér um þessa
ráðstefnu?
Viktor Kortsnoj, landflótta rússneskur skákmaður, ræðir við Guttorm og Margréti i Hannover: „Og núna, þegar ég er að
undirbúa málshöfðun á hendur FIDE, þá er hr. Ólafsson enn á móti mér ...”
DB-myndir: Guttormur Sigurðsson.
\
TfKUV
miv
BLAÐSÖLUBÖRN
óskast í Stór-Reykjavík:
Vesturbœ — Hlíðar — Fossvog — Kleppsholt —
Laugarnes — Kópavog — Garðabœ — Hafnarfjörð.
Ath.: Blöðin eru keyrð heim til ykkar seinni part miðvikudags og um
leið sótt uppgjör frá síðasta blaði.
SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA
ITMV
hkuv
Kortsnoj: Mér hafði áður verið
boðið, en hafði þá ekki lima. En ég
var alltaf áhugasamur að koma á
slíkt mót. Þú segir ráðstefnu, ég
myndi kalla þetta námskeið til þess
bara að læra og efla hæfileikana. Ég
er hrifinn af þessu. Ég held að það sé
mjög gagnlegt.
Spyrjandi: Þar sem Ananda Marga
og PROUT-hreyfingarnar eru mjög
umdeildar, að minnsta kosti i stórum
hluta heims, heldurðu þá að þær geti
hjálpað þér til þess að fá son þinn út
úr Rússlandi?
Friðrik ánægður í
Moskvu
Kortsnoj: Nú, sjáðu til, þetta er við-
kvæmt atriði. T.d. hefði tiltekinn
maður á Islandi hjálpað mér undir
venjulegum kringumstæðum. En
hann olli mér og mörgum stuðnings-
mönnum sem.hjálpuðu honum að
verða forseti hins Alþjóðlega skák-
sambands vonbrigðum. Þessi maður
er Friðrik Ólafsson. Honum var
boðið til Sovétríkjanna. Hann var
mjög ánægður þegar hann var i
Moskvu og þegar hann fór frá
Moskvu. Ég hitti hann eftir það og
hann bauð mér i bílinn til sin til að
ræða málin. Það sló mig þegar hann
sagði: „Þetta get ég ekki gert, þetta
getum við ekki stutt.”
Ég gel útskýrt fyrir þér aðstöðu
mína: Fyrir nokkrum árum, áður en
ég yfirgaf Sovétríkin, ræddi ég við
nokkra starfsmenn og fyrrverandi
ráðamenn í Alþjóðasambandinu, um
hvort þeir gætu hjálpað mér. Auð-
vitað lofuðu þeir mér því, en gátu svo
ekki staðið við það vegna þess að i
Alþjóða skáksambandinufá þeir laun
frá Sovétríkjunum. Svo hvernig geta
þeir þá ráðisl gegn Sovétrikjunum?
Vandamálið er að Sovétríkin ráðast á
mig frá mörgum hliðum. Þeir settu