Dagblaðið - 06.03.1980, Side 5

Dagblaðið - 06.03.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. 19 sem hér segir fyrir hvern dag, sem greiðsla dagpeninga miðast við. 1. Vegna ferðalaga innanlands 1/1-30/6/79 1/7-31/12/79 Gistingog fæði 12.000 kr. 16.400 kr. Heilsdagsfæði 7.500 kr. 9.400 kr. Hálfsdagsfæði 3.750 kr. 4.700 kr. 2. Vegna ferðalaga erlendis 1/1-31/5/79 1/6-31/12/79 a. Á ferðalögum utan N-Ameríku Jafnvirði v-þý/kra marka Gistingog fæði 180 195 Heilsdagsfæði 120 130 Hálfsdagsfæði 60 65 b. Á ferðalögum innan N-Ameríku Jafnvirði Bandarikjadollara Gisting og fæði 80 '90 Heilsdagsfæði 54 60 Hálfsdagsfæði 27 30 c. Á ferðalögum crlcndis við þjálfun og eftirlitsstörf skal fjárhæð skv. a-lið lækkuð um 38% ogskv. b-lið um 40%. Vari fjarvera launjiega lengur en 60 daga samtals á árinu skai frádráttur sá sem hann ætti rétt á samkvæmt reglum þessum lækkaður um 1.650 kr. fyrir hvern fjarvistardag sem umfrant er 60 daga á árinu. Frádráttur vegna fargjalda: Fargjöld vegna ferða á vegum atvinnu- rekanda. Frá fargjöldum, sem vinnuveitandi hefur greitt vegna ferða launþega á vegum hans utan venjulegs vinnustaðar og launþeginn hefur talið til tekna i reit [23] skal leyfa sömu upphæð sem frádrátt, enda sýni launþeginn fram á að kostnaður hans vegna fargjaldanna hafi numið jafnhárri fjárhæð. Fargjöld vegna langferða milli heimilis og vinnustaðar. Launþegar sem stunda atvinnu sina i a.m.k. 25 kilómetra fjarlægð frá heimili sinu og þurfa hvern dag að fara milli heimilis og vinnustaðar, mega draga frá tekjum sínum greidd far- gjöld dag hvern með áætlunar- bifreiðum, eða samsvarandi fjárhæð sé notað annað flutningstæki, enda sé sá flutningskostnaður sem vinnuveitandi kann að hafa endurgreitt launþega talinn að fullu til tekna í reit (23). Á sama hátt skulu þeir launþegar sem hafa húsnæðisaðstöðu á vinnustað á vegum vinnuveitanda njóta frádráttar frá tekjum vegna greiddra fargjalda í samræmi við tilhögun vinnu á hverjum stað, þó eigi hærri fjárhæð en svarar til einnar ferðar fram og til baka með áætlunarbifreið fyrir hverja unna viku. Launþegi sem starfar fjarri heimili sínu óslitið í a.m.k. 3 mánuði að jafnaði, má draga frá tekjum sínum fargjald fram og til baka með áætlunarbifreið, eða samsvarandi fjár- hæð sé annað farartæki notað, enda sé fjarlægð milli heimilis og vinnustaðar a.m.k. 100 km. Frádráttur vegna greidds risnufjár Frá risnufé, sem vinnuveitandi hefur greitt launþega og hann hefur talið til tekna í reit [23] skal leyfa sannanlegan risnukostnað, þó eigi hærri fjárhæð en talin er til tekna sem risnufé. Til sönnunar á risnukostnaði ber að senda sundurliðun kostnaðar, tilefni risnu, svo og greinargerð frá vinnuveit- anda um ástæður fyrir greiðslu risnufjár og hvernig hún hefur verið á- kvörðuð. Frá kröfu um sönnun risnu- kostnaðar til frádráttar, sem aldrei má nema hærri fjárhæð en talin hefur verið til tekna, sem risnufé, má falla: a. hjá þeim sem fá greitt risnuféskv. ákvörðun löggjafarvaldsins, b. hjá öðrum opinberum sýslunar- mönnum, sem taka laun sambærileg við launaflokka B.S.R.B. 031 og 032 og B.H.M. 122, þó að hámarki til frádráttar 50.000 kr. og 30.000 kr., hjá þeini sem taka laun sambærileg við launaflokka B.S.R.B. 026—030 og B.H.M. 117—121, enda fylgi greinargerð frá vinnuveitanda. c. hjá fyrirsvarsmönnum í þjónustu annarra aðila sem hafa hærri eða jafnhá laun og umræddir embættis menn að því tilskyldu að þeir séu í forsvari fyrir fyrirtækjum eða stofnunum, þar sem bersýnilega þarf á risnufé að halda, þó að há- marki til frádráttar 50.000 kr. enda fylgi greinargerð frá vinnuveitanda. d. hjáyfirmönnumáfarskipum: 1. hjá skipstjórum, þar sem enginn bryti er um borð 250.000 kr. á ári, 2. hjá skipstjórum, þar sem bryti er um borð 180.000 kr. á ári, 3. hjá brytum 66.000 kr. áári, 4. hjá I. stýrimanni og yfirvélstjóra 45.000 kr. á ári. enda fylgi greinargerð frá vinnuveit- anda. Reitur [34] Hér má færa sem frádrátt þann hluta hlunninda samanlagt sem veittur er með fæði, húsnæði, fatnaði eða öðrum hliðstæðum hætti og færð eru til tekna en eigi er talinn manni til hags- bóta með hliðsjón af heimilisástæðum og öðrum atvikum, að mati rikisskatt- stjóra, svo sem: Frádráttur frá hlunninda- mati fæðis eða greiddra fæðisstyrkja (fæðis- peninga). Frá greiddum fæðisstyrkjum (fæðispeningum) til launþega og frá hlunnindamati fæðis launþega, sem fært er til tekna i reitum [25] og [26] skal leyfa sem frádrátt 1.050 kr. á dag miðað við sama fjölda fæðisdaga eða fjölda daga þegar greiddur var fæðis- styrkur (fæðispeningar), þó ekki fyrir þá daga, sem launþegi fékk greiddan fæðisstyrk (fæðispeninga) meðan hann var í orlofi eða veikur. Hnginn frádráttur leyfist frá hlunnindamati fæðis sem vinnuveit- andi lét fjölskyldu launþega í té endur- gjaldslaust né heldur frá fjárhæð fæðisstyrkja (fæðispeninga) sem vinnuveitandi greiddi launþega vegna fjölskyldu hans. Frádráttur frá hlunninda- mati húsnæðis eða greiddra húsaleigu- styrkja Eigi launþegi íbúðarhúsnæði eða leigi ibúðarhúsnæði til eigin nota, sem ekki er notað meðan hann nýtur húsnæðishlunninda, leyfist honum sem frádráttur frá hlunnindamati húsnæðis, sama fjárhæð og færð er til tekna í reit' [27]. Frá greiddum húsaleigustyrk, sem færður hefur verið til tekna í reit [27] leyfist frádráttur sem hér segir: Eigi framteljandi ibúðarhúsnæði eða leigi ibúðarhúsnæði til eigin nota innan heimilissveitar sinnar og þetta íbúðar- húsnæði er ekki notað meðan hann fær greiddan húsaleigustyrk skal draga frá greidda húsaleigu fyrir íbúðarhúsnæði þó eigi hærri fjárhæð en nemur húsa- leigustyrk, enda hamli fjarlægð milli heimilissveitar og dvalarstaðar búsetu í heimilissveit. Noti framteljandi hins vegar íbúðarhúsnæði sem hann á í stað þess að taka íbúðarhúsnæði á leigu, skal frádráttur nema sama sannan- legum kostnaði og leyfður er til frá- dráttar skv. gildandi skattalögum frá leigutekjum manna af útleigu ibúðar- húsnæðis, þó eigi hærri fjárhæð en nemur húsaleigustyrk. Frádráttur frá hlunnindamati fatn- aflar. Frá hlunnindamati fatnaðar sem færður er til tekna í reit [28] skal leyfa sem frádrátt: 50% af hlunnindamati einkennis- fatnaðar hjá áhöfnum loft- fara og skipa, svo og tollvörð- 100% af hlunnindamati einkennis- fatnaðar þegar hann er nær aldrei notaður í starfi og af hlunnindamati einkennisfatn- aðar sem er eign vinnuveit- anda en látinn launþega í té vegna tímabundinna starfa sem ekki vara lengur en 4 mánuði á ári. Reit ur [35] Hér má færa sömu upphæð launa og talin hefur verið til tekna í reit [21] ef um er að ræða 'laonatekjur sem greiddar eru embættismönnum, full- trúum og öðrum starfsmönnum er starfa hjá alþjóðastofnunum eða rikja- samtökum, enda sé kveðið á um skatt- frelsið í samningum sem Ísland er aðili að. Fjárhæðir í reitum [31] — [35] skal leggja saman og færa i samtöludálk. T 4 Samtala hreinna launatekna skv. liðum T1 — T3 Hér skal færa þá fjárhæð niður- stöðu sem fæst með þvi að leggja saman allar tekjur í samtöludálk T l og T 2 og draga frá fjárhæð i samtöludálk T 3. Af þessari fjárhæð (samtölu) ásamt fjárhæðum lífeyristekna sem taldar eru til tekna i lið T 5 , sbr. tl. I — 3 i leiðbeiningum um lið T 5 reiknast fastur frádráttur sem framteljendum er heimilt að velja í stað frádrátta D ogEi liðum T 8 og T Jl. Sjá nánar leiðbein- ingar við reit [58] Athuga skal að hjónum ber að velja sömu frádráttarreglu. T 5. Aðrar A-tekjur í þennan lið skal færa allar aðrar tekjur en þær sem færa skal i liðum T I og T 2, svo og í liði T I0(sbr. T 14 og T l6)ogTl2. Vegna breytinga á lögum um tekju- skatt og eignarskatt að því er varðar meðferð lífeyris er nauðsynlegt að tekjum þeim sem telja ber til tekna í þessum lið sé skipt i tvo meginhluta, annars vegar tekjur af lífeyri og hins vegar aðrar tekjur. Áríðandi er að tekjur af lífeyri séu fram taldar í þessari röð: 1. Elli- eða örorkulífeyri frá alntanna- tryggingum, þ.m.t. svonefnd tekju- trygging og frekari uppbót á elli- og örorkulífeyri. 2. Allar aðrar bóta- og lifeyrisgreiðsl- ur frá almannatryggingum (Trygginga- stofnun rikisins) þó að undanteknum sjúkra- eða slysadagpeningum sem greiddir eru af sjúkrasantlögum og al- mannatryggingum, en þær greiðslur teljast nteð öðrum tekjum, sbr. tl. 4 um þennan lið framtals. Til tekna berekki aðtelja: er látið eða barn er ófeðrað, en þessarar greiðslu skal þó getið í reit fyrir fengin nteðlög. b. dánarbætur (svonefndar 8 ára bætur) sem ákveðnar eru í einu lagi. c. örorkubætur fyrir varanlega örorku sem ákveðnar eru í einu lagi. Hjá hjónurn ber að telja bóta- eða lífeyrisgreiðslur skv. tl. I og 2 til tekna lijá því hjónanna sent rétturinn til greiðslnanna er tengdur. Fái hjónin bóta- eða lífeyrisgreiðslur sem eru ákvarðaðar sameiginlega fyrir þau bæði og rétturinn til greiðslnanna er tengdur þeim báðum ber að skipta greiðslunum og telja til tekna hjá hvoru um sig. 3. Greiðslur úr Irfeyrissjóðum: Allar bóta,- eftirlauna- og lífeyris- greiðslur, þ.ni.t. barnalífeyrir, úr líf- eyrissjóðum, eftirlauna- og tryggingar- sjóðum eða frá öðrum aðilum (vá- tryggingarfélögum og stofnunum, þ.m.t. skv. fjárlögum hverju sinni) ber aðteljaaðfullu til tekna. Tilgreina ber í lesmálsdálk hverja einstaka tegund bóta- eða lifeyris- greiðslna og fjárhæð í kr. dálk. Greiðslur þær sem um ræðir i t. I — 3 skulu bætast við samtölu tekna sbr. lið T 4 þegar fastur frádráttur er valinn í stað frádráttar D og E. Ef valinn er fastur frádráttur sbr. leiðbeiningar við reit [58] reiknast hann 10% af samanlagðri fjárhæð i lið T 4 og fjárhæð(um) þeim, sem um ræðir hér í tl. I—3 eftir því sem við á. Enn- fremur ber hér að telja til tekna m.a.: 4. Aðrar tryggingabætur: Allar aðrar tryggingabætur en um ræðir í tl. I—3 ber að telja til tekna í þessum lið, sbr. þó lokaorð þessa tölu- liðar um undantekningar. Hér með teljast allar tryggingabætur, skaða- bætur og vátryggingarfé vegna sjúk- dóms, slysa, atvinnutaps eða launa- missis og hvers konar aðrar skaða- bætur og vátryggingarbætur. Athygli skal vakin á því að hér með teljast atvinnuleysistryggingabætur, svo og sjúkra- eða slysadagpeningar frá almannatryggingum og sjúkrasam- lögum svo og úr sjúkra- eða styrktar- sjóðum Stéttarfélaga, úr öðrum sjóðum eða frá öðrum stofnunum, þ.m.t. vátryggingarfélög Enn fremur frá vinnuveitendum að þvi rnarki sern þær teljast ekki til launatekna. Eignaauki sem verður vegna greiðslu I íf tryggingar fjár, dánarbóta, miska- bóta og bóta fyrir varanlega örorku enda séu bætur þessar ákveðnar í einu lagi til greiðslu eða greiddar skv. svo- nefndri 8 ára reglu almannatrygginga. Einnig skaðabætur og vátrygginga- bætur vegna tjóns á eignunt sem ekki eru notaðar i atvinnurekstri, þó ekki altjónsbætur. Lækka skal stofnverð eignar vegna tjónsins að svo miklu leyti sem bótagreiðslum er ekki varið til við- gerða vegna tjónsins. Geta skal þessara bótagreiðslna i liðnum „Greinargerð um eignabreytingar” á 4. síðu fram- tals. 5. Endurgreiðslur iðgjalda: Endurgreiðslur iðgjalda úr lífeyris- sjóðum, eftirlauna- og tryggingarsjóð- um eða frá öðrurn aðilum ber að telja til tekna að fullu á þvi ári sern framtelj- andi fær endurgreiðsluna, nenta endur- greiðslan sé flutt yfir í annan lífeyris- sjóð á sama ári. 6. Styrkir — styrktarfé: Alla styrki og styrktarfé ber að telja til tekna í þessum lið, sbr. þó lokaorð þessa liðar um undantekningar. Hér með teljast allir styrkir og styrktarfé veittir úr ríkissjóði, svo sem styrkir skálda, listamanna og fræðimanna, ferðastyrkir og allir aðrir styrkir sem ríkið veitir til eignar. Enn fremur allir styrkir eða styrktarfé frá sveitar- félögum, stofnunum, félögum eða einstökum mönnum. Eigi skiptir máli í hverju styrkur er fólginn, ef til peninga verður metið og eigi skiptir heldur máli, i hverju skyni styrkur er veittur, hver styrkþegi er eða hver styrkveitandi er eða hvernig samband er þeirra á milli. Alhygli skal vakin á því að fram- færslustyrkir veittir úr sveitarsjóði eru nú skattskyldir og ber að telja hér til tekna. Eigi skiptir máli í hvaða fornii þeir eru veittir ef til peninga verður melið. Styrkir og styrktarfé eða hluti styrkja sem ekki ber að telja til tekna eru þessir: 1. Olíustyrkir, sbr. lög nr. 13/1977, að fullu. 2. Ferðastyrkir veittir af Lánasjóði isl. námsmanna, sbr. lög nr. 57/1976, að fullu. 3. Dvalar- og ferðastyrkir greiddir skv. lögum nr. 69/1972 um ráðstaf- anir til jöfnunar á námskostnaði, að fullu. 4. Sá hluti ferðastyrkja sem ríkið a. barnalífeyri ef annað hvort foreldra Frá dagpeningum sem vinnuveitandi hefur greitt launþega vegna ferða hans utan venjulegs vinnustaðar á vegum vinnuveit- andans og taldir eru til tekna í reit [23] leyfist frádráttur, þó eigi hærri fjárhæð en talin er til tekna, sem reglur um greiðslu dagpeninga segja til um.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.