Dagblaðið - 12.03.1980, Síða 1

Dagblaðið - 12.03.1980, Síða 1
6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 12.MARZ 1980 —61.TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. i Frétt frá íslandi um öll Norðurlönd: LÚXUSVÆNDIÁ NORÐUR- LA NDA RAÐSMNG/NU —mistök, segirExtra bladetum frétt íslenzka fréttaritarans — sjá nánarfrá fréttaritara DB íKaupmannahöfn ábls.6 „lslands Model Forening” stóð fyrir „lúxusvændi” á diskótekinu' Hollywood á meðan á þingi Norður- landaráðs stóð, segir í frétt sem Ritzau fréttastofan sendi til danskra blaða og birtist hún meðal annars i Ekstra blaðinu i gær. Fréttin er höfð eftir Borgþóri Kjærnested sem rekur fréttastofu fyrir nokkra fjölmiðla á Norðurlöndum hér í Reykjavík. Ekstra blaðið danska kemst að þeirri niðurstöðu að fregnin hafi verið mistök. Er það eftir að hafa rætt við danska fulltrúa á Norður- landaráðsþinginu sem komu i Hollywood og urðu ekki varir við neitt vændi en segja aftur á móti frá dauðadrukknum dönskum stjórn- málamanni þar á dansgólfinu. „Þetta er fáránlegt,” sagði Ólafur Laufdal veitingamaður í Hollywood, þegar DB bar undir hann fréttir um vændi innan dyj;a í veitingahúsi hans.',,Um þetta er ekki hægt að hafa önnur orð,” sagði hann énnfremur. „Þessi áburður á sýningarstúlkurnar er svívirðilegur. ” „Að vísu kornu þarna norrænir stjórnmálamenn og þar á meðal ráðherrar. Eg er á veitingaslaðnum Ihvert einasta kvöld og get fullyrt, að jþeir höguðu sér allir mjög vel á Imeðan þeir voru hjá okkur.” -ÖG. Ríkisstyrktu blöðin stórauka hlut sinn: Ragnar veitir tuttugu millj. meira — en Tómasog Sighvatur Ríkisstyrktu blöðin fá 20 milljón krónum meira í styrki samkvæmt fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds og rikis- stjórnarinnar en þeim var ætlað i fjárlagafrumvörpum Tómasar Árnasonar og Sighvats Björgvins- sonar fyrr ívetur. 100 milljónir koma nú undir liðnum „til blaðanna samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að fengnum tillögum stjórn- skipaðrar nefndar”. í fjárlagafrumvarpi Tómasar Árnasonar stóðu þarna 80 milljónir og einnig í fjárlaga- frumvarpi Sighvats Björgvins- sonar. í fjárlagafrumvarpi vinstri stjórnarinnar sálugu fyrir árið 1979 voru blaðastyrkir settir í 40 milljón krónur. Þessi tala hækkaði í meðferð þingsins í 60 milljónir. Fjárlagafrumvarpið nú felur því í sér hækkun um 40 milljónir á þessum lið. Dagblöðin, nema Dagblaðið, þiggja ríkisstyrk. -HH. Verðlauna- kökumar — uppskriftir verðlaunakakanna úr bökunarsam- keppninni á bls. 4 Fjárlagafrumvarpið: REYNT AÐ HAFA TÖLURNAR RAUNHÆFAR segir Ragnar Arnalds f jármálaráðherra Ekki hægt að sjá að forsætisráð- herrann sé sjálfstæðismaöur — segir Matthías Á. Mathiesen * — sjá viðtöl og fréttir á bls. 8,9 ogbaksíðu Afnotagjöld útvarps og sjónvarps hækka Heimiluð hefur verið hækkun á afnotagjöldum útvarps og sjón- varps. Afnotagjald af útvarpi hækkar nú í 8600 krónur fyrir fyrri part ársins en var 7000 krónur fyrir seinni hl, í fyrra. Nemur sú hækkun 22,9%. Svarthvítt sjónvarpsafnota- gjald hækkar úr 14.700 krónum i 17.700 sem er 20,4% hækkun. Afnotagjald litasjónvarps hækk- ar úr 19.500 krónum í 24.400 krónur sem er 25,1 % hækkun. Er þá miðað við fyrra ársgjaldið sem kemur nú í apríl. Að sögn Harðar Vilhjálms- sonar fjármálastjóra útvarpsins er þetta nokkuð minni hækkun en beðið var um. - ELA Þeir láta ekki að sér hœða, þessir hressu krakkar á leikskólanum Tjarnarborg, sem skemmta sér dagana — enda allir hlýlega búnir. svo konunglega í snjónum þessa DB-mynd: Magnús Hjörleifsson. Á

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.