Dagblaðið - 12.03.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
TOYOTA-SALURINN
. Nýbýlavegi 8 fí portinu).
AUGLÝSIR:
Toyota Cressida hardtopp, sjálfskiptur, '78, ekinn 45 þús. km, verð,
5 millj.
Toyota Cressida 4ra dyra '77, ekinn 30 þús. km, verð 4,6 millj.
Toyota Corona Mark II station, ekinn 3 þús. á vél, verð 3,4 millj.
Toyota Corona Mark II '73, ekinn 40 þús. á vél, verð 2,7 millj.
Toyota Corolla station '72, ekinn 1500 km á vél, verð 1,7 millj.
Toyota Corolla cupé '73, ekinn 66 þús. km, verð 1,7 millj.
Alfa Romeo 4ra dyra '77, ekinn 16 þús. km, verð 3,8 millj.
VW Golf '76, ekinn 57 þús. km, verð 2,9 millj.
Ath.: Okkur vantar aliar gerðiraf notuöum Toyota-bíl-
um í sýningarsal.
TO YOTA-SALURINN
NÝBVLAVEG!8, KÓP. SÍM 144144.
r °t>*ð
Tilkynning um
aðstöðugjald í
Reykjavík
Ákveöið er að innheimta í Reykjavík aðstöðu-
gjald á árinu 1980 samkvæmt heimild í V.
kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar-
félaga og reglugerð nr. 81/1962 um að-
stöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973.
Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður
gjaldstigi eins og hér segir:
A) 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla.
B) 0,65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðn-
aði.
C) l ,00% af hvers konar iðnaði öðrum.
D) l ,30% af öðrum atvinnurekstri.
Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera
undanþegin aðstöðugjaldi.
Með tilvísun til framangreindra laga og reglu-
gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfar-
andi:
1. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Reykjavík,
en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda
starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að
senda Skattstjóranum í Reykjavík sundur-
liðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er
bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr.
reglugerðarinnar.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykja-
víkur, en hafa með höndum aðstöðugjalds-
skylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila
til skattstjórans í því umdæmi, þar sem
þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld
sín vegna starfseminnar í Reykjavík.
3. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig
að útgjöld þeirra teljast til fleiri en aðeins
gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjald-
skrá, þurfa að senda fullnægjandi greinar-
gerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri
hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr.
reglugerðarinnar.
Framangreind gögn ber mönnum áð senda til
skattstjóra eigi síðar en 15. apríl nk., en félög-
um og öðrum lögaðilum eigi síðar en 31. maí
nk. Að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo
og skipting í gjaldflokka, áætlað eða aðilum
gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöld-
um samkv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Reykjavík 10. marz 1980,
Skattstjórinn í Reykajvík.
Ragnar Amalds f jármálaráðherra um mikla hækkun talna
í f járlagaf rumvarpinu:
„Afþví að reynt
er að hafa tölum-
ar raunhæfar”
—f rumvarpið felur ekki í sér aukna skattbyrði
Þar er um að ræða l,4 milljarða
aukningu í niðurgreiðslum, 252
milljóna aukningu til lista, 400
milljónir í aukningu tekjutryggingar
og II5 milljóna aukningu vegna
orlofs- og fræðslumála verka-
lýðshreyfingarinnar.
Frumvarpið hækkar auk þess um
6,l milljarð frá frumvarpi Tómasar
vegna leiðréttinga og ýmissa annarra
breytinga. Þar vegur þyngst 1,2
milljarðar til Lánasjóðs námsntanna,
850 milljónir i greiddu aðlögunar-
gjaldi til iðnþróunar og 800 milljóna
aukning útflutningsbóta.
Á móti framangreindum hækkun-
um koma lækkanir frá frunrvarpi
Tómasar, meðal annars að olíu-
styrkir eru teknir út úr frumvarpinu
og verða afgreiddir með sér skatt-
lagningu. Þetta lækkar tölur fruni-
varpsins um 2,3 milljarða. Lækkuð
eru framlög til fjárfestingarlánasjóða
um 2,8 milljarða frá frumvarpi
Tómasar. Aðrir liðir lækka um 0,7
milljarða.
Af þessu leiðir, að rekstrarafgang-
ur verður 3,5 milljörðum lægri en var
samkvæmt frumvarpi Tómsar. Sam-
kvæmt frumvarpinu nú verður hins
vegar greitt 5 milljörðum minna af
lánum til Seðlabankans en var í fruni-
varpi Tómasar. Útkoman, þegar á
allt er litið, verður sú, að greiðsju-
afgangur verður 2 milljarðar sam-
kvæmt frumvarpi Ragnars, sem er
1,7 milljörðum meira en var hjá
Tómasi.
-HH.
Fjárlagafrumvarpið felur nú í sér
svo mikla hækkun frá fjárlögum í
fyrra, af því að reynt er að hafa tölur
þess raunhæfar, fremur en áður
hefur verið gert með fjárlagafrum-
vörp sagði Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra i gær. Nú er reynt að áætla
verð- og launabreytingar út árið. Þess
vegna verður hækkun talna fruni-
varpsins svo mikil nú, yfir 60°/o,
þegar borið er saman við fjárlög, eins
og þau voru afgreidd fyrr rúniu ári.
Frumvarpið nú felur saml ckki i sér
neinar skattahækkanir,” sagði Ragn-
ar.
Ragnar sagði, að flest benti til, að
árið 1979 hefði komið út með 3ja
milljarða halla á ríkisrekstrinum.
Rekstrarhalli hefði verið undanfarin
7—8 ár, nema eitt árið. Ragnar
kvaðst leggja mikla áherzlu á, að
rikisbúskapurinn yrði í ár rekstrar-
og greiðsluhallalaus.
Samkvæmt frumvarpinu nú er
greiðsluafgangurinn tveir milljarðar.
Þetta væri það svigrúm, sem fjár-
veitinganefnd þingsins hefði til að
spila innan. Nefndin mælli ekki fara
nteð viðbótareyðslu frani yfir þetta
mark.
10 milljarða
hækkun útskýrð
Ragnar gerði grein fyrir, hvers
vegna frumvarp hans er um I0
milljörðum hærra en frumvarp
Tómasar Árnasonar var siðastliðið
haust, úr því að skattar eiga ekki að
Kagnar Arnalds fjármálaráöherra:
Þriggja milljarða halli ríkissjóAs.
1979.
hækka samkvæmt orðum hans.
Breyting á forsendum um verðlag,
sem eru gerðar til að tölurnar verði
raunhæfari að sögn Ragnars, valda
10,6 milljarða útgjaldaauka frá
frumvarpi Tómasar og 9,6 milljarða
aukningu á áætlun um tekjur.
Stjómarsáttmálinn veldur út-
gjaldaaukningu um 2,2 milljarða.
Matthías Á. Mathiesen alþingismaður:
Ekki að sjá að forsætisráð-
herrann sé sjálfstæðismaður
,,Þriðja útgáfa fjárlagafrum-
varpsins ber þess greinilega merki að
Alþýðubandalagið hefur lekið við
fjármálastjórninni og stefnumiðin
sýnast að hluta til vera „norska leið”
Frantsóknar lil niðurlalningar á verð-
lagí,”’ sagði Matthias Á. Mathiessen
alþingismaður og fyrrum fjárntála-
ráðherra (S) í samtali við DB um fjár-
lagafrumvarpið:
„Það er Ijóst mál af útkomu árins
1979 að verðlagsvísitalan hefur
Matthias Á. Mathiesen: „Alþýðu-
hantlalagið hefur lekiA viA fjármála-
stjórninni.”
hækkað um 61% frá upphafi árs til
loka. Þá hefur og komið í Ijós að
staða rikissjóðs er 13 milljörðum
króna lakari i lok ársins en fjárlög
gerðu ráð fyrir. Skuldaauknjng við
Seðlabankann varð 2.4 milljarðar i
slað þ ess að gert hafði verið ráð fyrir
að greiða niður skuldir við Seðla-
bankann um 5 milljarða.
Til þess að kóróna allt saman eru
stórfelld útgjöld rikissjóðs hreinlega
þurrkuð út úr frumvarpinu og ætlun-
in er að leysa þau vandamál með
nýrri skattheimlu eða auknunt er-
lendum lántökum einhvern tima
seinna.
Lánsfjáráætlun er ekki lögð frant,
skattstigar liggja ekki fyrir og þvi
enga heildaryfirsýn hægl að fá yfir
rikisfjármálin né peningamálin í
landinu.
Það er ekki hægl að sjá af þessu
frumvarpi að forsætisráðhcrrann i
rikisstjórninni sé sjálfstæðismaður.
Frumvarpið ber nteð sér aukin ríkis-
umsvif, aukna skattheimtu og þvi
ekkert þak sett áeyðslu Itinsopinbera
eins og forsætisráðherra hefur
slundum ntinnzt á. Fruntvarpið
sýnist þvi berlega vera vegvisir að
áframhaldandi vinstri stjórnarverð-
bólgu.” -ARH.
Hafrannsóknarstofnun:
r
FJARVEITING HÆKKAR
UM HÁLFAN MILUARÐ
— „Hafnþór" fær 50 milljónir nú, fékk 200 í fyrra
Fjárveiting til Hafrannsóknastofn-
unar hækkar um 527 milljónir eða
41,7% frá fjárlögum ársins 1979.
Framlag til hafrannsóknarskipsins
Hafþórs (sem gárungarnir kalla
Hafnþór vegna þess að skipið hefur
legið i höfn árum saman) er 50
milljónir. Þar af eru 30 milljónir
vegna togvindu skipsins og 20
milljónir til að halda uppi nauðsyn-
legri gæzlu i skipinu. „Þar til
ákvörðun verður tekin um nýtingu
þess,” eins og segir i fjárlagafrum-
varpinu.
Á fjárlögum 1979 var heildarfram-
lag til Hafþórs áætlað tæplega 200
milljónir eða fjórum sinnum hærra
en nú. Á móti þessari útgjalda-
lækkun er fjárveiting til annarrar
rannsóknarstarfsemi Hafrannsókna-
stofnunar aukin um 110 milljónir.
Endanleg ráðstöfun fjárins verður
ákveðin í samráði við hlutaðeigandi
aðila. -ARH.