Dagblaðið - 12.03.1980, Page 3

Dagblaðið - 12.03.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980. Gerí aðrír ballett- meistarar betur — umsyningu íslenzka dansflokksins Inga Haraldsdóllir skrifar: Tilefni þessara skrifa er gagnrýn sem birzt hefur um nýlega sýningu Ís- lenzka dansflokksins. í þeirri gagn- rýni þótti heldur lítið til konia þess hluta dagskrárinnar sem var ,,show” með alls kyns rytmiskum dönsum. Höfundar þessa hluta dagskrárinnar var þar að litlu getið og árangurinn ekki talinn upp á marga fiska. Þetta þykir mér ósanngjörn gagnrýni og vil þvi leggja orð í belg. Sýning dansflokksins 17. febrúar síðastliðinn var öll að minum dómi aðdáunarverð. Ég hef sjálf verið meira og minna við Þjóðleikhúsið frá '7 ára aldri og mér finnst ég hafa smá- nasasjón af hvað hægt er að gera á skömmum tíma ef vel er á haldið. Klassiskur dans er dásamlegur, en eigum við að halda áfram að righalda okkur i hann eingöngu? Á sýning- unni 17. febrúar byrjaði „klassikin’' með öllum sínum glæsibrag, dansar- arnir voru tigulegir og sérlega ná- kvæmir i tónlistinni. Efa ég ekki að þessi fyrri hluti sýningarinnar út- heimtir mikið þrek enda erfiður tæknilega séð. Eftir 20 mínútna hlé, sem fór í hraðar búningaskiptingar og farða- breytingar, kom „Kerran” sem krefst bæði gáska, tækni og leik- rænnar túlkunar, sem mér fannst þau komast nokkuð vel frá. Þessir tveir hlutar sýningarinnar voru eflir ball- ettmeistara flokksins, Mr. K. Tillson, og eflir allan þann tima sem hann er búinn að vera hér hefði e.t.v. átt að vera hægt að ná jafnvel meiru út úr þeini efniviðsem hann hefur. Nú koma aðrar 20 minútur í hlé og enn eru búningaskiptingar og farða- breytingar því nú kemur allt annað efni og öðruvisi en það sern við erum vön að sjá til íslenzka dansflokksins. Að minu mati er þetta einmitt það sem áhorfendur hafa lengi haft áhuga á: fjölbreytilegri dansar sem reyna á meira en bara klassík og verð ég að segja að eftir allt sem á undan var gengið (dansað) var undarlegt að sjá og finna allt það þol sem dansararnir áttu eftir til að sýna „Dans kokkteil” sem saminn var af Sveinbjörgu Alex- anders. Þar bar margt mjög skemmtilegt fyrir augu áhorfenda sem þeir nutu lil fullnustu og miða ég þá við klapp og hlátur sem fór um salinn. Til dæmis var sýndur rag-lime þáttur sem var mjög hnitmiðaður og tangó (óborganlegt): öll fjögur vóru dýrlega alvarleg þrátt fyrir hlátrasköll i sal. Svo kom Charleston og þá var gaman þvi bæði var vel gert og samið. Svínka stóð sig bara vel enda skemmtu börnin sem voru á sýning- unni sér auðheyrilega vel. Diskó- djassinn var svo smitandi að ég átti erfitt með að sitja kyrr. Kynnirinn á heldur betur eftir að láta að sér kveða með þessu áframhaldi. Eftir alla þessa þolraun sem þetta hlýtur að hafa verið dönsuðu stúlk- urnar Can Can af svo mikilli innlifun að allur áhorfendasalurinn tók til að klappa í takt og verð ég að segja að mér hlýnaði um hjartaræturnar: hvernig í ósköpunum var hægt á svq stuttum tíma að kenna dönsurunum alla þessa mismunandi tækni ef ekki væri góður efniviður i þeim, ég tala nú ekki um góða, þolinmóða og ákveðna stjórnun. Sveinbjörg lagði mikið á sig til þess að koma hingað þvi hún vildi heldur sleppa a.m.k. tveim góðum hlutverkum úti i Köln en missa af tækifæri til að vinna með dönsurunum hér sem hún augsýni- lega hefur trú á og leggur mikið á sig fyrir. Nú vitum við að það þarf fjöl- breytni í dansinn því að í öllum þætt- inum hennar Sveinbjargar Alexand- ers lýsti dansgleðin af dönsurunum. Geri aðrir ballettmeistarar betur! Kær þökk fyrir komuna i þetta sinn, Sveinbjörg, og í von um að þú leyfir okkur sem fyrst aftur að njóta hæfi- leika þinna þakka ég fyrir mig og þá sem hugsa svipað mér. Íslenzki dansflokkurinn. Spurning dagsins Ertu sjóveikur? (Nemendur í Vólskólanum svara) Olafur Hauksson: Nei, og hef aldrei verið. Ég æli bara í landi. skötB Nú eru 5 dagar eftir til og meö þriöjudeginum 18. marz. Viö bjóöum í Sýningahöllinni aldeilis makalaus kjör, aöeins 100 þús. út og 80 þús. á mánuöi í hvaöa rúmsett sem er. Við bjóðum yður að ve/ja úr 54 mismunandi tegundum af hjónarúmum. Komdu í Sýningahöllina Bíldshöfða 20 - SV814I0 - 81199 iSýningahöllin - Ártúnshöfða Hallgrimur Gislason: Nei. "Eg var þaö lyrsta túrinn sem ég fór og hélt að ég myndi deyja eða eitthvað svoleiðis. Þór Daníelsson: Það hefur ekki reynt á það. Ég hef litið farið á sjó og aldrei sem vélstjóri. Erlendur Arason: Nei, aldrei verið það. Ég hef verið á tveim skipunt þannig að ég ætti aðsleppa. Valdimar Jóhannsson: Hef verið það frá 6 ára aldri. Ég verð að viðurkenna að starfiðer þrælvont nteð köflunt. Skúli Skúlason: Það hefur litið reynt á það. Ég hef aðeins farið einn túr. Þá varð ég örlilið lasinn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.