Dagblaðið - 12.03.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
Helg! Seljan: „Fagna þvi að menningarstofnunum er sómi sýndur i frumvarpinu.”
Helgi Seljan:
„Engin óskafjárlög
en lofa ýmsu góðu”
„Þelta eru engin óskafjárlög og
þau verður auðvitað aldrei hægl að
fá. Timaþröngin nú var niikil og
svigrúm til stefnubreytinga þvi i
naumasta lagi,” sagði Helgi Seljan
(Ab).
„Hg fagna því sérstaklega að
menningarstofnunum er sýndur sómi
i frumvarpinu. Að gera slíkt var lengi
mitt baráttumál er ég sat í fjár-
veitinganefnd. Nú er veruleg breyting
gerð á til hins betra, þó ekki sé urn að
ræða neitt stökk,” sagði Helgi.
Hann benti á að ýmis stórmál væru
ulan við frumvarpið. í þeim efnum
væri mikilvægast að staðið yrði við
raungildi vegáætlunarinnar sem gerð
var i fyrra. Þá væri einnig vandinn
varðandi húshitunarmálin ekki i
frumvarpinu, en þau mál væru i
vinnsluhjá ríkisstjórninni og komin
þar vel á veg. Þessi mál tengdust
verulega heildarfjármáladæminu þó
þau væru ekki i fjárlagafrumvarpinu.
„Varðandi tekjuhlið frumvarpsins
er það aðalmálið að skattbyrði verði
réttlátlega skipt. Allir eiga að bera
sinn skatt og tekjuskatt á að minum
dómi ekki að fella niður. Spurning er
hvort nýir skattstigar færa okkur eitt-
hvað nær réttlátri lausn, en allt
bendir til að ýmsir, sem sloppið hafa,
komi nú inn í myndina,” sagði Helgi.
Helgi kvaðst vonast til þess að
ríkisstjórninni tækist að halda þau
fyrirheit sem gefin væru um 31%
verðhækkanir frá ársbyrjun til
ársloka 1980. ,,Ef það teksl ekki
sitjum við i sama foræðinu en bless-
unarlega miðar frumvarpið að því að
koma okkur af stað upp úr þvi.
Annars gleðst ég einnig yfir þvi að
í fjárlagafrumvarpinu er að finna
framlög til lausnar ýmissa þeirra
félagslegu mála sem stjórnarsátt-
málinn miðar að, l.d. dagvistunar-
mála og fjárframlag til hækkunar
lekjulryggingar öryrkja. Þar var ekki
vanþörf á úrbótum og þyrfti að gera
miklu betur. En þetta má gera i
tveim áföngum. Ýmis önnur mark-
mið sljórnarsáttmálans tengjast láns-
fjáráætlun og við skulum vona að við
þau verði staðið,” sagði Helgi. -A.Sl.
Halldór Ásgrímsson:
„Frumvarpið eitt gefur
enga heildarmynd
af vandanum”
„Þingfokkarnir eru nú rétt að
byrja að vinna í frumvarpinu, sem
fyrst í gær var lagt fram. Eiga þvi
margir ófarið í gegnum það,” sagði
Halldór Ásgrimsson (F) formaður
fjárhags- og viðskiptanefndar neðri
deildar.
„Deildar meiningar um tekju-
öflunarmat verða fyrsti hSTuðverkur
nefndarinnar en hún-.vipnur nú í
fyrsta lagi að þeim tekjuöflunar-
leiðum sem gert er ráð fyrir i fruni-
varpinu. Þar er efst á blaði skattstiga-
mál og eru menn farnir að skiptast á
skoðunum í þeim efnum. Hjá nefnd-
inni liggja einnig frumvörp til laga
um framlengingu skattstofns á
verzlunar- og skrifstofuhúsnæði og
frumv. til laga um nýbyggingagjald.
Það verður einnig gífurlegur vandi
að skipta því fjármagni sem til skipt-
anna er. Vandinn við afgreiðslu fjár-
lagaerþvíaugljós ogsjálfsagt kemur
til ágreinings varðandi ntargar
afgreiðslur.”
Halldór kvað það sitt mat að
nauðsynlegt hefði verið að afgreiða
fjárfestingaráætlun og lánsfjár-
áætlun jafnhliða fjárlagafrum-
varpinu. Ýmis önnur mál, t.d. jöfnun
hitakostnaðar og hugsanlegar
aðgerðir ríkisvaldsins til að greiða
fyrir lausn kjarasamninga eru alls
ekki í frumvarpinu. Engin leið væri
því að gera sér grein fyrir hvaða áhrif
frumvarpið hefði á efnahagslífið og
verðbólguna. - Allt dæmið yrði að
skoðast i heild til að hægt væri að
gera sér grein fyrir áhrifum málsins.
Við vikum talinu að framlengingu
ákvæða um vörugjald og söluskatts-
hækkun og Halldór sagði.
„Á undanförnum árunt hefur
orðið veruleg innbyrðis breyting á
fjárlögum. Tollar hafa verið
lækkaðir. Og þó hugsjónin unt
Eiður Guðnason, formaður fjárveitinganefndar:
GÍFURLEG ÚTGJALDAAUKN-
ING VEGNA NÁMSMANNA
— kemur mest á óvart
„Ég Itygg að flestum þingntönnum
Itafi komið mest á óvart gifurleg út-
gjaldaaukning vegna Lánasjóðs
íslenzkra námsmanna,” sagði Eiður
Guðnason (A), alþingismaður og for-
maður fjárveitinganefndar um nýja
fárlagafrumvarpið.
„Það verður ekki deilt um að
aðstoð við námsfólk er sjálfsögð og
eðlileg. Sé þetta borið saman við til
dæmis framlög vegna byggingar
skóla og sjúkrahúsa, hvarflar að
nianni að hlutföll séu farin að
skekkjast.
Knýjandi er að taka öll lánamál
námsmanna til skoðunr. Fjár-
veitinganefnd hefur leitað eftir upp-
lýsingum um heimtur eldri lána og
fleira. Mér er ekki kunnugt um að
þær upplýsingar hafi borizt. Grunur
niinn er sá að eldri lán heimtist ekki
sem skyldi.”
Eiður gerði líka að umtalsefni
greiðslur útflulningsbóla á bú-
vörum: „Ætlunin er að lála skatt-
greiðendur borga 8.4 milljarða fyrir
mat handa útlendingum, meira en
nokkru sinni fyrr. Þessi greiðsla er
tilkomin vegna góðæris í landbúnaði.
Þegar út i það er komið að því betur
sem gengur i einhverri atvinnugrein
því meira fjármagn þarf að leggja
henni til — þá er timi til kominn að
staldra við og athuga gang niála.
Eiður benti ennfremur á að í fjár-
lagafrumvarpinu væri boðuð veru-
leg skattahækkun. Sömuleiðis að
olíustyrkurinn væri tekinn úl og i
slaðinn „áformuð tekjuöflun að fjár-
hæð 4—5000 milljónir króna til að
slanda undir greiðslu olíustyrks,”
eins og sagði i frumvarpinu.
Kiður Guðnason: „Knýjandi að
taka »11 lánamál námsmanna lil
skoðunar."
„Enginn veit hvernig þetla dænti
er luigsað hjá höfundum frtim-
varpsins,” sagði EiðurGuðnason.
-ARH.
Pálmi Jónsson ráðherra:
„LÍTILL TÍMITIL AÐ SVEIGJA
FRUMVARPIÐ AÐ
STJÓRNARSÁTTMÁLANUM”
„Það heíur verið reynt að sveigja
nokkra þætti þessa fjárlagafrum-
Hatldór Ásgrimsson: „Gifurlegur
vandi að skipla þvi fjármagni sem er
til skiptanna.”
bráðabirgðatekjustofna sé fögur hafa
bráðabirgðaákvæðin i reynd komið í
stað lækkunar tolla. Ég sé enga von
til að bráðabirgðaákvæðin verði felld
niður nema til komi stórkostlegur
niðurskurður rikisútgjalda.
Það verða sjálfsagt einhverjar
breytingar á þessu frumvarpi,” sagði
Halldór. „Skattstigar o.fl. eru
vandasöm mál. Og það er ekki nóg
að hafa tekjur á hreinu á pappirnum,
þær verða að byggjast á raunhæfu
mati á þvi hvað atvinnureksturinn og
einstaklingarnir geta borgað.”
-A.Sl.
varps í þá átl sem stjórnarsáttmálinn
kveður á um,” sagði Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðherra (S). „En frum-
varpið ber mörg merki hinna óvenju-
legu aðstæðna. Sljórnin kom að 8.
feb. og hefur þvi liaft stuttan tima til
undirbúnings frumvarpsins. Það
varð að afgrciða fjárlög fljótt, og
stjórnin stefnir að þvi að svo verði
l'yrir páska.
Frumvarpið byggist á að verð-
hækkanir verði ekki nenia um 31% á
þessu ári og meðaltalshækkun milli
áranna ’79 og '80 verði 45—46%. Að
þessu leyli er frumvarpið byggt á
stjórnarsáttmálanum, sem sé að
freista þess að halda verðlagsþróun-
inni innan marka. Mikilvægt er og að
gert er ráð fyrir 5,5 milljarða tekju-
afgangi og um 2 núlljarða greiðslu-
afgangi, sem þó mætti búasi við að
breyltist eitthvað í meðförum nefnda
og þings.”
Pálmi sagði, er við beindum talinti
að skiptingu heildarúlgjalda rikis-
sjóðs, að þróunin hefði verið sú á
síðari árum að framkvæmdaframlög
hcfðu rýrnað hlutfallslega á kostnað
rekstursliða og núllifærslna. i frum-
varpinu nú hefði ekki verið svigrúm
til að breyta um stefnu. Til að slikl
megi takast þarf ýmsar lagabreyt-
ingar, sem ekki ynnist tími til að
framkvæma.
„Fjárfestingarframlögum verður
að halda i liófi vegna hinnar kröppu
stöðu og þeirrar stefnu að algreiða
hallalaus fjárlög,” sagði Pálnti.
l'álmi Jónsson: „Frumvarpið ber
niörg merki hinna óvenjulegu
aóslæðna.” IHi-mynd: Bj. Bj.
Við beindum talinu að framlcng-
ingu bráðabirgðaákvæða um ýmsa
skattá og Pálnú sagði:
„Reynslan er að erfitt er að
afnema skatta. Vörugjald hefur t.d.
verið framlengt og hækkað frá ári til
árs. Rikisfjármálin hafa verið i
■erfiðri stöðu vegna þróunar verð-
bólgunnar. T.a.nr. hafa laun hækkað
i Ijárlagafrumvarpinu um 77,3% eða
41,6 núlljarða. Þetta er dænú um
úlþenslu rekstrarkostnaðar ríkisins.
Þetta er erfitt að skera niður án
verulegs tíma og nauðsynlegra laga-
breytinga, en sýndir hve nauðsynlegl
það er að luiga að sparnaði i rekstri
rikisins og stofnunum þess. Stjórnin
mun hal'a það á stefnuskrá sinni, en á
þeim stutta tima sem nú var til stefnu
var ckki unnl að gera stórálök i
jiessum efnum,” sagði Pálnú. -A.St.
f
fólk er komið út
Ný sumarleyfisparadís — Steingrímur og konurnar
— tslandskynning í París — Kvikmyndir —
Rokkið að koma aftur — Sjónvarpsdagskráin —
Napóleon og fleiri tonn af fleira fólki.
Áskriftarsímar 82300 og 82302
Fæst á næsta blaðsölustað