Dagblaðið - 12.03.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
'A
BIAÐIÐ
frjálst, úháð dagblað
Ijtgefandl: bagblaflffl hf.
Framkvmmd«atjóri: Sveinn R. Eyjófftson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson.
RKstjómarfultrúi: Haukur Helgason. íréttastjóri: ómar VakJknarsson.
Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal «.
íþróttir: Halkir Simonarson. Menning: Aðatsteinn IngóHsson. Aöstoóerfráttastjóri: JÓnas Hersldssor
Handrit: Asgrfmur Páleson. Htfnnun: HUma/Kerisson. •
Bietfamenn: Anrte Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stelnarsson, Ásgeir TómassoR7~Bragi
Slgurðsson, Dóra Stefánsdóttir, EKn Afcertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, óiafurj
Geirsson, Sigurður Sverrisson. I
Ljósmyndir: Anii PáN Jóhannsson, Bjamleffur Bjamleifsson, Htfrður VÍIhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Pormóðeson. Safn: Jón Sasvar Baldvinsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Porielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjóri: Már E.M. HaUdórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstófur Þverholti 11. <
Aðaisimi blaðsins er 27022 (10 llnur). 4
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HHmir hf., Siöcmúia 12. Prentun
Arvakur hf., Skelfunni 10.
Askrif tarverð á mánuði kr. 4600. Verð ílausasöki kr. 2)0 eintakið. „
Trúarofsi („súpergaggó"
Nú eru endurvaktir kaþólskir mið-
aldatímar í Háskóla íslands. í stað
hinna kaþólsku vísinda, sem þá voru
kórrétt, eru komin hin marxisku vís-
indi, sem nú eru orðin kórrétt í hluta
heimspekideildar.
Útskrifaður háskólaborgari, sem
hefur kennt dönsku í átján ár, getur ekki haldið áfram
frekara námi í dönsku, af því að hún hefur ekki sömu
marxisku trúarbrögðin og kennarar í dönsku vilja
troða upp á alla nemendur sína.
í gamla daga urðu menn að gjalda skoðana sinna, ef
þeir töldu kaþólsku ekki vera vísindi. Nú er aftur svo
komið, að menn verða að gjalda skoðana sinna, ef þeir
telja marxiska trú ekki vera vísindi.
Auðvitað er marxismi ekki vísindi. Það er ekki einu
sinni til einn marxismi, heldur margir marxismar.
Alveg eins og margar kaþólskur deildu í gamla daga
um merkingu ritningarinnar, deila nú margir marx-
ismar um sína ritningu.
Allir ismar heimsins eru í bezta lagi hugmyndakerfi,
en oftast þó trúarbrögð. Það, sem sameinar þessa
isma, er fyrirlitning á skoðunum annarra og notkun
valdaaðstöðu til að hindra rétt þeirra til þessara skoð-
ana.
Voltaire gamli sagði: ,,Ég fyrirlít skoðanir þínar, en
er fús til að láta lífið fyrir rétt þinn til að hafa þær.”
Þessi grundvallarhugsjón frelsisbaráttu mannsandans
hefur fallið niður milli fjala miðaldakaþólsku og marx-
isma.
Auðvitað er sjálfsagt, að menn fái að læra marx-
isma, helzt marga marxisma, og raunar aðra isma i há-
skólanum, svo sem spíritisma og nýalsisma, en þó á
þann hátt, að þeir trufli ekki aðra kennslu, svo sem
dönskukennslu.
Heimspekideild háskólans vísaði frá að lítt athuguðu
máli kærunni, sem reis út af innrætingu trúarbragða í
dönskukennslu. Þessi frávísun og meðferðin á kær-
andanum eru deildinni og háskólanum í heild til
skammar.
Aðalstefna deildarinnar virðist verða að standa
saman um sína menn. Þetta minnir á stuðning deildar-
innar við skipun prófessors í sagnfræði, sem var í sam-
ræmi við umdeilt álit dómnefndarmanns úr deildinni.
Þá setti deildin niður, af því að þessi maður skrifaði
undir eitt álit, þar sem hann taldi tvo umsækjendur
hæfa, og annað álit, þar sem hann taldi þá óhæfa.
Einnig vegna þess, að álit hans var fullt af skætingi og
áróðri.
Háskólarektor og háskólaráð yppta öxlum og segja
allt þetta vera einkamál deildarinnar, sem komi rektor
og ráði ekki við. Þetta er sjálfsagt rétt, en bjargar ekki
sóma skólans.
Almenningur og útskrifaðir háskólamenn eru farnir
að tala um heimspekideildina sem ,,súpergaggó”. Er
þá átt við, að menn geti dólað þar í gegn án forsenda úr
fyrra námi, án hæfileika og án ástundunar.
Fyrir nokkru var svo komið, að kunnugir menn
töldu sig hafa dæmi um vaxandi andstöðu erlendra al-
vöruháskóla gegn því að taka gild próf úr heimspeki-
deild. Væru önnur lönd en Norðurlönd að lokast af
þessum ástæðum.
Með þessu er auðvitað verið að dæma heila háskóla-
deild og raunar heilan háskóla fyrir vandamál, sem
kunna að vera afmörkuð. En það er verkefni deildar og
skóla að sýna fram á, að „súpergaggó” sé rangnefni.
Við slíkar aðstæður mega háskóli og heimspekideild
sízt við þvi, að hafið sé trúarbragðaofstæki í dönsku-
kennslu.
Uganda:
Her Tansaníu
bráttábrott
—ágreiningur þjóðarleiðtoganna Júlíusar Nyerere og
Godf rey Binaisa getur f lýtt fyrir þróun mála
Að sögn erlendra sendimanna í
Dar es Salaam höfuðborg Tansaníu
er líklegt að mikill ágreiningur á milli
Júlíusar Nyerere forseta landsins og
Godfrey Binbaisa leiðtoga Uganda
verði til þess að Tansaníuher verði
brátt kallaður frá Uganda. Nú mun
standa þannig á að komið er að
heimköllun sex þúsund tansanískra
hermanna af þeim tuttugu þúsund
sem verið hafa í landinu. í stað hinna
sex þúsund munu liðsmenn Uganda-
hers taka við en þeir hafa nýverið
lokið þjálfun.
Að sögn ráðamanna í Tansaníu er
þetta samkvaemt samkomulagi sem
gert var í desember síðastliðnum. Þar
hafi verið gert ráð fyrir að fyrir hvern
Ugandahermann sem bættist við her
landsins hyrfi einn hermaður úr liði
Tansaníu til síns heima. Samkvæmt
samningnum áttu þessi skipti að taka
tvöár.
Kunnugir segja þó að brátt muni
allt að tiu þúsund tansaniskir her-
menn farnir frá Uganda og Júlíus
Nyerere er sagður vilja fá her sinn
heim hið fyrsta og horfur eru taldar á
því að allir Tansaníuhermenn verði
komnir til sins heima löngu áður en
þetta tveggja ára tímabil rennur út.
Godfrey Binaisa er annar forseti
Uganda síðan Idi Amin var sparkað
úr sessi fyrir um það bil einu ári.
Óánægja með stjórn hans og sundur-
þykkja meðal ráðamanna í Uganda
virðist vaxandi. Vegið er að honum
úr öllum áttum og nokkrir fulltrúar á
ráðgjafarþingi landsins, sem myndað
var eftir byltinguna, hafa hótað að
leggja fram vantrauststillögu gegn
honum.
Mikið uppþot varð í pólitísku lífi í
Uganda þegar Binaisa forseti rak
hinn vinstri sinnaða innanrikis-
ráðherra, Paulo Muwanga, úr
embætti. Hann er einn helzti
stuðningsmaður Miltons, Obote,
fyrrum forseta, sem Idi Amin rak frá
völdum árið 1971. Obote býr i
Tansaníu og er mikill vinur og
skjólstæðingur Nyerere forseta.
Nyerere forseti er sagður hafa
brugðizt reiður við þessum fregnum
af brottrekstri innanríkisráðherrans.
Hann sendi Ben Mkapa utanrik-
isráðherra sinn til Kampala,
höfuðborgar Uganda, til að ræða
málin. Tókst að lappa upp á
vinskapinn með því að Paulo
Muwanga var gerður að verkalýðs-
málaráðherra (Áður hafði hann
reyndar verið kominn í óopinbera út-
legð sem sendiherra í Genf).
Ekki dugði það þó lengi og á
miðvikudaginn var fór Binaisa for-,
seti til Dar es Salaam til viðræðna við
Nyerere forseta þar. Sú ferð virðist
hafa orðið eitt allsherjar „fíaskó”.
Hennar var lítið getið i fréttum og
ekki var einu sinni haft fyrir að birta
myndir af þjóðhöfðingjunum bros-
andi á flugvellinum.
Daginn eftir komu leiðtogar
stjórnarandstöðunnar í Uganda á
fund Nyerere. Ekkert hefur verið sagt
um hvað gerðist eða var ákveðið í
viðræðum manna á milli. Hins vegar
er sagt að Nyerere forseti hafi sagt að
hann vildi ekki halda herliði sinu
lengi í Uganda, ef þar yrði ekki lát á
ættflokkadeilum og spillingu.
Vegna ótryggs ástands í Uganda er
talið vist að engir deiluaðila þar vilji
að her Tansaníu hverfi strax úr landi.
1 Kampala er nú hálfgerð óöld og út-
göngubann eftir klukkan tiu á
kvöldin. Talið er að ef Tansaníuher
hyrfi á brott mundi allt fara í bál og
brand aftur.
Ágreiningsmál þeirra Júlíusar
Nyerere og Godfrey Binaisa eru
einnig um hvert skuli stefna i efna-
hagslífi Uganda. Eins og kunnugt er
er Nyerere forseti mjög vinstri
sinnaður og hefur rekið slíka efna-
hagsstefnu I Tansaniu. Ekki verður
sagt að það hafi tekizt vel þvi landið
er algjörlega upp á efnahagsaðstoð
frá vestrænum ríkjum komið. Liggur
þar við hungursneyð. Nokkrar vonir
standa þó til að úr rætist eitthvað
þegar samgöngur landa á milli í
suðurhluta Afríku komast í samt lag
eftir aðZimbabwe fær sjálfstæði.
Godfrey Binaisa er mun hægri
sinnaðri i skoðunum en Nyerere, sem
telur hann vilja hverfa um of í gin
kapitalistanna á Vesturlöndum. Rétt
er þó að taka fram að Uganda á
fárra kosta völ og í efnahagmálum er
landið ein allsherjar rúst eftir ára-
langa óstjórn Idi Amins og borgara-
styrjöldina í Fyrra.
Ættflokkar eru allsráðandi frá
fornu fari i Uganda. Obote fyrrum
forseta hélt völdum í skjóli eins ætt-
flokksins, Idi Amin var af öðrum
ættflokki. Ráðherrann sem Binaisa
forseti rak frá völdum, er einmitt af
sama ættflokki og Obote, sem nú er í
útlegð í Tansaniu.
Binaisa forseti verður að byggja
upp stöðu sína i skjóli einhvers ætt-
flokksins og bandalags þeirra.
Fjölmennastur og auðugastur ætt-
bálka í Uganda eru Bagandar. Er
Binaisa forseti af honum. Til að
styrkja enn frekar stöðu sína þar
hefur hann nú leitað vinfengis við
ættmann sinn, Lulu prófessor og
fyrrverandi forseta. Hann tók við
völdum eftir að Amin var flúinn úr
landi í fyrra en sagði fljótlega af sér
vegna innbyrðis ósamkomulags í
Efnahags- og atvinnulif Uganda er i rúst eftir áralanga óstjórn Idi Amins.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
Julius Nyerere forseti er litt hrifinn af
þróun mála i Uganda og hafði slikt
vafalaust ekki i huga þegar hann.
frelsaði landið undan óstjórn Idi
Amins.
fyrstu stjórninni. Síðan þá hefur
hann verið i útlegð í London.
Orðrómur er nú uppi urn það í
Kampala að Binaisa forseti muni
brátt kalla Lulu prófessor heim.
Lutakome Kayiira fyrrum
innanríkisráðherra i stjórn Lulus er
þegar búinn að fá sæti sitt aftur á
Þjóðlega ráðgjafarþinginu ásaml
nokkrum fleiri stuðningsmönnum
forsetans fyrrverandi.
Moi forseti Kenya mun vera ánægður
með að horfur eru á að Binaisa, forseti
Uganda, hyggist taka upp nánara sam-
band við Lulu, fyrrverandi forseta
landsins, sem verið hefur i útlegð i
London um skeið.
Talið er vist að samvinna á milli
þeirra Lii!u Ce Binaisa forse^a Vrði
tekið vel i nágrannarikinu „C.n.va-
Ráðamenn þar með Moi forsela ótt-
asl að Nyerere forseti Tansaníu ætli
að koma á sósialistastjórn i Uganda
og setja Obote skjólstæðing sinn
aflur til valda.
Nyerere ber algjörlega á móti þessu
og segist alls ekki ætla að neyða
Obote upp á Uganda-menn og enn
siður að skipta sér af því hvers konar
stjórnarform þeir velja sér.
(Reuter)
Beðiðeftir
jóiasveininum
II
■\
Kjallarinn
Nú opnar maður ekki dagblað án
þess að reka augun í fyrirsagnir á
borð við þessa: „STÖÐVAST
FRYSTIHÚSIN?” Þegar litið er yfir
vikuskammt af dagblaðaefni gefur að
lita meiri fjölbreylni í þessu sama
efni; það lítur reyndar út sem
einhvers konar nauðhemlun eigi sér
stað í íslenzku atvinnulifi þessa
stundina. Frystihúsin eru að
stöðvast, eftir því sam sagt er, ullar-
iðnaðurinn tapar þvi meiru sem hann
framleiðir meira og er auðvitað að
stöðvast, innlend verktakastarfsemi
er nánast bönnuð með lögum og
liggur i híði og heildverzlunin er
endanlega stokkin úr landinu. Svo
rekur maður augun i fyrirsagnir í
svipuðu samhengi sem hljóða á þann
veg að hið opinbera verði að tryggja
hagkvæmni kolmunnaveiða,
opinberrp aðgerða sé þörf til að
halda tórunni i fiskverkuninni,
iðnaðinum og þá ekki.sizt ullar-
iðnaðinum og þá helzt með gengis-
fellingu. Á sama tima er útbýtt nýju
skattframtalseyðublaði þar sem hægl
er að lesa milli linanna: „Peningana
eða lifið”.
Það kúnstuga við þetta allt saman
er sú staðreynd að viðskiptalega
stendur þjóðarbúið betur en oflast
áður og verð á afurðum okkar
erlendis er með hagstæðasta móti.
Það er engu líkara en að í þjóðar-
búskapnum sé einhvers staðar gat á
vasanum, eins konar „svart gat”,
þar sem aðdráltaraflið er svo ógur-
legt að þangað sópist fjármunir
þjóðarinnar og brenni á svipstundu.
Dag eftir dag eru heilu siðurnar í
dagblaði fullar af tilkynningum um
nauðungaruppboð, ekki eingöngu
einstaklinga, heldur eru þar l'arin að
birtast nöfn fyrirtækja, sem engan
óraði fyrir að væru i vandræðum
nteð smápeninga. Og niitt í öllum
þessum djöfulgangi seljast hér bílar
(sem Danir og aðrar Evrópuþjóðir-
töldu sig ekki hafa efni á að kaupa)
eins og heitar lummur og fá færri en
vilja. Og bílarnir sem betur stæðar
þjóðir vildu ekki fjárfesta i eru seldir
með dyggilegunt stuðningi banka-
kerfisins — vildarkjör eru i boði.
Eftir því sem uppboðsauglýsingunum
fjölgar fara fleiri í sólarlandaferðir
og greiða dvölina i ferðamannavitun-
um með víxlum enda kjörin auglýst í
sjónvarpi. Svo stynja stjórnmála-
menn undan verðbólguvandanum
með Gunnar á Leiðarenda við stýrið.
Ég þori að fullyrða að vilji maður
verða snarvitlaus á sem allra
skemmstum tima þá nægir að fá svo
sem kortérsviðtal við einhvern af
þeim efnahagsráðgjöfum sem ríkis-
jstjórnirnar hafa farið í smiðju til á
undanförnum árum.
Ekkert mun stöðvast
Nú vituni við það sent eruni á milli
þrítugs og dauða að hér mun ekkert
stöðvast frekar en fyrri daginn.
Frystihúsin stöðvast ekki, heldur
ekki ullariðnaður, verzlunin verður
áfrarn i landinu og símagjöld munu
lialda áfram að hækka, — þrátt fyrir
jarðstöðog allaaðra hagræðingu.
Málið er einfaldlega það að nú eru
íárleg jól hjá atvinnuvegunum. Þeir
bíða nú eftir þvi að jólasveinninn
komi með pakkann og tilkynna það í
dagblöðum samkvæmt leikreglum,
sem löngu eru orðnar að hefð.
Og auðvitað skellihlæjum við að
atvinnurekstrinum sem þykist vera að
stöðvast. Þeir sem telja sig vera tals-
ntenn frystiiðnaðarins eru á kaupi við
að segja okkur hvenær þeir þurfi að
fá jólagjafir til þess að leika sér að
svo eigandi frystiiðnaðarins, rikið,
geti kennt þeim um að hafa seilzl i
vasa almennings með gengisfellingu.
Það hefur hins vegar aldrei hvarflað
að eigandanum að stöðva fisk-
vinnsluna eða ullariðnaðinn, hann
ætlar hins vegar, eins og áður, að
minna ákveðna aðila á það með jóla-
gjöfum hver á hvað og hver ræður
hverju.
Aumingja verzlunin
Það er hinsvegar full áslæða til
þess að vorkenna vcrzluninni í
landinu, hún er stytlra komjn á
þróunarbrautinni. Rikið er ekki
ennþá búið að skipta um állt blóðið i
verzluninni og á eftir að sölsa undir
sig síðasta bitann. Þegar þvi er lokið,
og margir spá þvi að stutt sé i þau
leikslok, þá mun verzlunin ekki verða
útundan þegar jólasveinninn biriisl
árlcga til þess að úthlutagjöfunum. i
Leó M. Jónsson
raun og ver er smásöluverzlunin
siðasta vígi einkal'ramiaksins á
Íslandi og eins og við sjáum i dag-
blöðunum þessa dagana er hún
l'arin að hlaða kanónurnar með fram-
sóknarmönnunt — sem sagt, skot-
færin eru þar á þrotum og það sem er
öllu iskyggilegra, þá verður ekki
belur séð en að púðrið komi frá
sjálfum jólasveininum.
Þegar siðasl spurðisl til heild-
verzlunarinnar var hún að reyna að
selja karamcllur i Amsterdam en
kaupmenn á íslandi fara mcð
bakpoka á hótelherbergin i Reykja-
vík, hilta þar crlcnda spekúlanta,
kaupa af þeim varning og bera heim i
ibúð á bakinu þvi þeir hafa ekki einu
sinni efni á því lengur að gera út
visiiölubil.
Það er þó eill sem kaupmenn gela
luiggað sig við: Þegar ríkið tekur við
þessari armæðu allri og þeir verða
sjálfir neylendur þá verður örugglega
blásið lífi i Neytendasamlökin fyrir
lilstilli sjálfstæðismanna, sem liafa
unnið að hagsmunum verzlunarinnar
á undanförntin) áramgum, með
þcsstim virðulega árangri.
I.eó M. Jónssnn, læknifræðingur.
Um skyldusparnaðinn
FRÁLEIT
FULLYRDING
Kjallarinn
Guðmundur G. Þórarinsson al-
þingismaður ritar grein um skyldu-
sparnað ungs fólks í Dagblaðið í síð-
ustu viku. Er greinin á sama veg og
greinargerð með þingsályktunartil-
lögu, sem hann og fleiri þingmenn
Framsóknarflokksins hafa lagt fyrir
Alþingi.
Ég er algerlega sammála flutnings-
mönnum um það, að ávöxtun skyldu-
sparnaðar ungs fólks hefur frá byrj-
un verið fyrir neðan allar hellur. Sér-
staklega á þetta við eftir að óðaverð-
bólga allmargra síðustu ára kom til
sögunnar. Einmitt þessvegna beitti ég
mér fyrir gerbreytingu í þessum efn-
um með frumvarpi til laga um Hús-
..næðismálastofnun rikisins, en í þvi er
einn kafli gagngert um skyldusparn-
að ungs fólks.
Guðmundur segir m.a. í grein
sinni: ,,'í frumvarpi til laga um Hús-
næðismálastofnun ríkisins, sem nú
liggur fyrir Alþingi, eru ákvæði um
skyldusparnað ungs fólks. Segir þar,
að verðtrygging skyldusparnaðar
skuli vera samkvæmt lánskjaravísi-
tölu Seðlabanka íslands. Ekki er
kveðið á um hversu reikna skuli. Er
þá litlu eða engu betur komið en i
eldri lögum þar sem kveðið er á um
verðtryggingu samkvæmt kaupvisi-
tölu.”
Góð trygging
í f rumvarpinu
Þetta er ír£!:Í! fu»yrðing og með
öllu röng. Um þetta segir svo t uu.„'
varpi til laga um Húsnæðismála-
stofnun ríkisins (70. grein): „Þegar
sá, sem sparað hefur fé og lagt í sjóð
samkvæmt 1. málsgrein 69. greinar
hefur náð 26 ára aldri — eða stofnað
til hjúskapar, verði það fyrr, kaupir
eða byggir íbúð til eigin þarfa, skal
hann eiga þess kost að fá endurgreitt
sparifé sitt samkvæmt 1. mgr. með
sömu vöxtum og gilda á hverjum
tíma fyrir lán skv. 1. tl. 10. gr. frá
þeim tima, er það var lagt inn, að við-
bættum verðbótum samkvæmt láns-
kjaravísitölu Seðlabanka íslands
samkvæmt 39. gr. laga nr. 13 frá 10.
apríl 1979. Ennfremurskulu þeir sitja
fyrir um lán til ibúðarbygginga frá
Byggingasjóði rikisins og mega þau
lán vera allt að S°/o hærri en gildandi
lánahlutfall samkvæmt 32. gr. þess-
ara laga er á hverjum tíma ..."
í lögum nr. 13 frá 1979 um efna-
hagsmál o.fl. — oft nefnd Ólafslög
— en til þeirra er vitnað i frumvarp-
inu og í reglum, sem settar hafa verið
á grundvelli þeirra laga, er skýrum
stöfum sagt, hvernig fara skuli með
verðtryggingu fjárskuldbindinga.
Lánskjaravisitala er reiknuð út á 3ja
mánaða fresli, að 2/3 bundin
byggingavísitölu og að 1/3 bundin
framfærsluvisitölu.
í 70. gr. frumvarps til laga um
Húsnæðismálastofnun og með til-
vitnun i þeirri grein til laga um efna-
hagsmál o.fl. (13/1979) er því m.a.
slegið föstu:
1. Að reiknaðir skuli 3,5% vextir af
3. Að höfuðstóll, innunnir vextir og
verðbætur skuli hækka skv. láns-
kjaravísitölu Seðlabankans á 3ja
mánaða fresti. M.ö.o. að skyldu-
sparnaðarféð skuli a.m.k. jafn-
vel tryggt og va^ri. það i ríkis-
tryggðum skuldabréfum.
Texti 70. gr. frumvarps til laga um
Húsnæðismálastofnun ríkisins var
borinn sérstaklega undir sérfræðinga
Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar til
þess m.a.að ganga úr skugga um það,
að verðtryggingin væri eins góð og
um verðtryggð ríkisskuldabréf væri
að ræða. Voru sérfræðingarnir á einu
máli um, að svo væri.
Til viðbótar við þetta fá skyldu-
sparendur, ef frumvarp til laga um
Húsnæðismálastofnun ríkisins
verður að lögum, framlög sín frá-
dregin frá tekjum við álagningu
tekjuskatts og útsvars, sbr. 69. gr.
frumvarpsins, en það fá menn hvorki
við kaup rikistryggðra skuldabréfa né
við skyldusparnað hátekjumanna,
svo að dæmi séu tekin.
Vextir og verðbætur skyldu-
sparnaðarins svo og endurgreiðslur
„Aftur á móti er þingsályktunartillaga
þeirra óþörf, ef frumvarpið um
Húsnæðismálastofnun ríkisins veröur aö
lögum á þessu þingi.”
skyldusparnaðarletiú'. ^,e- sömu
vextir og af almennum útlánu.7?
Húsnæðismálastofnunar rikisins.
2. Að vextir og verðtrygging skulu
reiknuð frá þeim degi, sem
skyldusparnaðarféð er lagt inn og
til þess dags, sem það er greitt út.
hans eru einnig skattfrjálsar. Þá er
hann og skattfrjáls sem eign. Auk
þess ái,ia skyldusparendur fyrir urn
lánveitingar og ré" á hærri lán'
um en aðrir.
Um þetta allt leyfir Guðmundur G.
Þórarinsson sér að segja: ,, . . . Er
Magnús H.
Magnússon
þá litlu eða engu betur komið en i
eldri lögum."
Tillagan óþörf
Ég er sammála honum og öðrurn
flutningsmönnum þingsályktunartil-
lögunnar um nauðsyn skjótra breyt-
inga frá þvi, sem nú er i þessum
efnum. Aftur á móli er þingsálykt-
unartillaga þeirra óþórf, ef frum-
varpið um Húsnæðismálastofnun
ríkisins verður að lögum á þessu
þingi, því þar er gengið mun lengra til
móts við hagsmuni skyldusparenda
en þingsályktunartillagan gerir ráð
fyrir.
Á blaðamannafundi i september sl.
þar sem stefnuntótun þáverandi rikis-
stjórnar i húsnæðismálum var kynnt,
kom ég inn á galla núverandi kerfis
varðandi ávöxtun skyldusparnaðar
ungmenna og lýsti þvi þá yfir, að úr
yrði bætt með nýjum löguin um Hús-
næðismálastofnun ríkisins. Auk
þess, sem áður segir um efni laga-
Irumvarpsins að þessu leyti, er þetta
ítrekað og undirstrikað í greinargerð'
frumvarpsins og framsöguræðu
minnimeðþvi.
Fullyrðingar Guðmundar G. Þór-
arinssonar um þetta atriði í fruni-
varpi til laga um Húsnæðistnála-
stofnun ríkisins, sem nú liggur fyrir
Alþingi, eru þvi bæði ómaklegar og
algerlega rangar.
Magnús H. Magnússun
^'hingismaður.