Dagblaðið - 12.03.1980, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
Þrír hressir sýna í Þýzkalandi
Hér eru þrír hressir listamenn,
þeir Einar Hákonarson list-
málari, Leifur Breiðfjörð gler-
myndasmiður og Baltasar list-
málari og altmúligmand en þeir
eru um þessar mundir að
leggja drög að samsýningu í
Þýzkalandi í apríl. Er þessi
sýning haldin að tilhlutan
hæjarstjórnar í borginni
Wipperfuhrt nálægt Köln og á
hún að fara á tvo aðra staði.
Þessi sýning er þannig til
komin að listelsk kona úr
bæjarstjórn Wipperfuhrt
borgar var hér á ferð og
kynntist þá málverkum Einars,
bauð síðan til sýningar.
Að sögn Leifs Breiðfjörð
mun það vera háttur þessarar
borgar að kynna myndlist frá
hinum ýmsu löndum og hefði
austurlensk list áður verið þar ■
á dagskrá. Munu þremenning-
arnir sýna um 17 verk á mann
og verður Baltasar með grafik,
Einar með málverk og Leifur
að sjálfsögðu með steinda
glugga. Hlakka þeir allir til
sýningarinnar og ætlar a.m.k.
Leifur að fara sjálfur á staðinn,
rifja í leiðinni upp kynni við
forna glermyndlist og skoða
nýjustu hræringar í myndlist.
AI.
Egill með kórinn sinn framan við Hvita húsið sumarið 1978.
Kór Öldutúnsskóla:
HEFUR TEKIÐ LA GIÐI
3 HEIMSÁLFUM
— þar á meðal í garðinum hjá Carter forseta.
Egitt Friðleifsson stofnaðl kórinn
1965 og hefur stjórnað honum fri
upphafi. DB-mynd: Bjarnlerfur.
4
FOLK
ATLI RUNAR
HALLDORSSON
„Við vorum á ferð í Kanada og
Bandaríkjunum árið 1978 og fengum
þá boð um að koma í Hvíta húsið.
Þar söng kórinn í garðinum fyrir
fjölda áheyrenda, aðallega ferða-
menn sem biðu þess að skoða forseta-
setrið. Á eftir var okkur afhent viður-
kenningarskjal undirritað af Jimmy
Carter forseta,” sagði Egill Friðleifs-
son stjórnandi kórs Öldutúnsskólans
í Hafnarfirði.
Egill Friðleifsson stofnaði kór
Öldutúnsskólans árið 1965 og hefur
stjórnað honum síðan. Kórinn hefur
fengið á sig gott orð fyrir dugnað og
gæði. Enda hefur hann gert víðreist.
Kórinn hefur farið hvofki meira né
minna en 6 söngferðir til útlanda og
sungið í þremur heimsálfum, Afríku,
Ameríku og Evrópu.
Kennedy Center-listamiðstöðin i
Washington stóð fyrir alþjóðlegu
kóramóti 1978 og bauð krökkunum
úr Öldutúnsskóla að taka þátt í því. í
þeirri ferð barst þeim svo boð um að
taka lagið í garðinum hjá Carter.
-ARH.
Hljómsveitin DEMO
litur dagsins Ijós:
Diskóruglið
gerir okkur
erfitt fyrir
„Við höfum trú á að þetta gangi
hjá okkur, annars værum við ekki að
fara af stað,” sagði Einar Jónsson
gítarleikari í hljómsveitinni DEMO.
Hún er ný af nálinni og kemur að
öllum likindunt fram á SATT-kvöldi
í Klúbbnum í kvöld.
„Það hafa flestar hliómsveitir
frekar lítiðað gera nenta þær sem eru
fastráðnar. Diskóruglið gerir okkur
erfitt fyrir. Markaðurinn fyrir
hljómsveitir hefur smækkað vegna
diskósins.”
Hvers vegna nafnið DEMO?
„Það er stytting úr demonstration
— sýnishorn. Prufuupptökur i
stúdíóum eru kallaðar „demó”.
Þetta er stutt og laggott nafn á hljónt-
sveit og á ekki að vera erfitt fyrir fólk
að ntuna.”
Einar sagði að hljóðfæri og tæki
fyrir hljómsveitir væru afar dýr og
stofnun hljómsveitar væri því mikið
fyrirtæki að leggja út i. Þeir í DEMO
hugleiða til dæmis að fá sér söng-'
kerfi. Það eitt kostar hálfa þriðju
milljón.
DEMO spilar alls konar tónlist „af
iéttara taginu” eins og þeir kalla
hana hjá Útvarpinu. Samt er áherzla
lögð á dj^s-rokk. Hugmyndin er að
eiga djassXprógramm á lager, t.d.
fyrir jasskööld og alls kyns uppá-
komur sem bjóðast.
„Djass-rokk! Til dæmis John
McLaughlin, Suðurríkjahljómsveit-
ina Dixie Dregs og Jeff Lorber
- Fusion,” svaraði Einar Jónsson að
bragði þegar hann var spurður um
hvað hann hlustaði sjálfur helzt á i
rólegheitum heima.
Og þá er bara eftir að óska þeim
DEMO-félögunt velfarnaðar. Einar
Jónsson sími 53006 eða 75091 er til
viðtals um hljómsveitina. Þeir sem
viijS kO.fiast i samband við DEMO
hafi samband við hann. -ARH.
DEMO skipa fimm hressir strákar:
Ólafur örn Þórðarson, hljómborð
(vinstra horn niðri), Ólafur Árni
Bjarnason, söngur (í miðið),
Sigurður Reynisson, trommur
(hægra horn niðri; hann var áður
trommari i Pónik), Hávarður
Tryggvason, bassi (vinstra horn
uppi; áður i hijómsveitinni
Monaco), Einar Jónsson, gitar
(hægra horn uppi; áður i Storm-
sveitinni).
Vísindin,
dr. Gylfi
og 13.
sœtið
Vísindamenn eru nú taldir í þeim
hópi manna sem hugsa rökrétt og vís-
indalega. Þeim virðist þó einnig vera
gefin hjátrú í ríkum mæli eins og
eftirfarandi saga sýnir.
Dr. Gylfi Þ. Gislason prófessor fór
fyrir nokkru á alþjóðlegan fund vís-
indamanna sem haldinn var einhvers
staðar í Niðurlöndum. Þar var
staddur blóminn úr hópi vís-
indamanna frá flestum rikjum heims,
eins og lög gera ráð fyrir. Flestir
þeirra héldu ræður eða ávörp fyrir
hönd þjóða sinna og kom það i hlut
dr. Gylfa að ávarpa fundinn fyrir
hönd íslands.
Fyrsta dag fundarins var sá háttur
hafður á að menn skipuðu sér í röð
hjá fundarstjóra og skráðu nöfn sin
þar. Fulltrúi íslands var á milli 20 og
30 í röðinni og brátt kom að honum
að rita nafn sitt sem ræðumaður.
Að sjálfsögðu var tekið Ijúfmann-
lega á móti dr. Gylfa en fundarstjóri
spurði hann hins vegar hvort honum
væri ekki sama þótt hann ritaði nafn
sitt í línu númer þrettán. Hún var
auð. Enginn hinna miklu vísinda-
manna hafði viljað rita nafn sitt þar.
Vatnið sótt
yfirlœkinn
Verzlunin Epal í Síðuntúla hefur á
boðstólum marga fallega muni, svo
sem vera ber. Til þess að uppfylla
óskir neytenda var flutt inn sérlega
fallegt efni frá Danmörku og það selt
í verzluninni.
Þegar vefnaður þessi hafði verið á
boðstólum í nokkurn tíma kom
nokkuð óvænt í Ijós. Landinn hafði
farið yfir lækinn til þess að sækja
vatnið. Framleiðandi hins listilega
vefnaðar var enginn annar en verk-
smiðjan Gefjun uppi á íslandi.
Nú er því hægt að fá efnin beint án
þess að njóta milliliða frá Dan-
mörku.
Blöðin hœkka
á morgun
Leikarar á Suðurnesjum fylgjasl
vel með gagnrýni dagblaðann^ í leik-
listarmálum, ekki sízt þegar þeir
sjálfir koma við sögu.
Eitt sinn fyrir sýningu i Stapanum
Iréttu þeir að skrifað væri um
sýninguna þeirra i einu dagblaðanna.
ÓJafur Erlingsson pípulagningar-
meistari var isiISríirí'um sendur út af
örkinni til að kaupa blaðið. Haníi fÓ.r
í næstu sjoppu og spurði afgreiðslu-
stúlkuna hvað hún ætti ntörg eintök
af blaði dagsins.
„Tíu.”
„Ég ætla að fá þau öll,” sagði Óli.
Stúlkan rak upp stór augu og
kváði:
„Ha, öll blöðin?”
„Já, veiztu ekki góða að það er
eins gott að hamstra á meðan eitt-
hvað er til. Þeir segja að blöðin
hækki á morgun.”