Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980. ISðB Hellissandur Umboðsmann vantar frá 1. maí rk. Uppl. í símum 93-6749 eða 91-22078. Félagsmálanámskeið Fimleikasamband íslands og kvennanefnd ÍSÍ efna til félagsmálanámskeiðs dagana 2.-4. maí nk., ef næg þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu ÍSÍ, sími 83377, fyrir 27. apríl. Kvennanefnd ÍSÍ og Fimleikasamband íslands. B/aðamaður Vikan óskar aö ráða blaðamann, um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist ritstjóra Vikunnar fyrir 26. apríl. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem allra fyrst. VIKAN SÍDUMÚLA 23, SÍMI27022. Kraftur íframkvæmdum á Djúpavogi: Rebroff kemur í næstu viku: Mikilúðlegur söngv- ari sem frægur varð á einni nóttu fengið nóg af honum. „Rebroff syngur á þremur tónleikum til að byrja með í Reykja- vík, jafnvel þeim fjórðu ef hægt er. Ég hef einnig hugsað mér að fara með hann út á land og hef fengið fjöldann allan af óskum frá fólki alls staðar að. Ég veit að hann þarf að byrja ferðalag þann 6. mai og ætla að reyna að fá hann til þess að vera sem lengst fram að þeim tíma,” sagði Garðar. Rebroff varð frægur fyrir svo gott sem tóma tilviljun. Hann söng í smáóperu í Miinchen þegar hann sneri á sér ökklann og mátti ekki standa í langan tíma. Þá fór hann að vinna að stórri plötu sem hann gaf út. Platan var siðan leikin í frönsku út- varpsstöðinni Evrópu I. Allt varð vitlaust. Simakerfi Parísar lamaðist, svo margir vildu fá að vita eitthvað um þennan frábæra söngvara. Tilboðin streymdu að og stórum peningafúlgum var lofað. Tilboðið sem hagstæðast var var i þvi falið að syngja Tevje mjólkurpóst i Fiðlaranum á þakinu, í París. Ekkert dugði þó Rebroffsegðistekki kunna orð i frönsku og ekki geta lært málið innan tilsetts tíma. Sýningum var einfaldlega frestað og Rebroff fékk ár til að læra textann utan að. Það tókst og í tvö ár söng hann Tevje. Síðan hefur hann verið svo vinsæll að færri en vilja komast að til að hlusta á hann. Maðurinn er allur hinn mikilfeng- legasti, nærri tveir metrar á hæð og eftir því þungur. Söngsvið hans er á 5. áttund sem er mjög óvenjulegt. Reyndar eru gagnrýnendur úti í heimi ekki sammála um gæðin, en víst er að almenningurdáir Rebroff. í Reykjavik syngur hann fyrst siðasta vetrardag og svo föstudaginn 25. og laugardaginn 26. Tónleikarnir eru í Háskólabíói og kostar miðinn á þá 8.500 kr. Verð miða á tónleikana úti á landi verður hið sama. Bókaverzlanir Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal byrja í dag miðasölu, svo og Há- skólabíó. -DS. „Eg hef aldrei séð manninn. En í mig hefur hringt fólk hvaðanæva af landinu sem hefur séð hann á sviði og segist alls ekki ætla að missa af tónleikum hans. Þeir séu hrein upplifun”. Svo lét Garðar Cortes um mælt um bassasöngvarann fræga Ivan Rebroff, sem kemur hingað á Garðars vegum í næstu viku með heila hljómsveit með sér. Rebroff má hiklaust telja með vinsælustu söngvurunum á íslandi, að minnsta kosti ef marka má óskalagaþætti þar sem varla kemur fyrir þáttur svo ekki sé beðið um lag með Rebroff. Á timabili leið varla sá dagur að hann syngi eitt eða tvö lög í útvarpi, en tslendingar virðast síður en svo hafa Ragnar Ijósmyndari DB sólti i Svíþjóð lónleika með Rebroff og tók þá þessa mynd af kappanum. Skfðagallar Dömu- og herrastœrðir, verð 32 þúsund. VÖRUHÚSIÐ, TRÖNUHRAUNI6 HAFNARFIRÐI SÍMI51070. Rækjuveiðar Óskum eftir viðskiptum við báta sem hyggja á djúprækjuveiðar í sumar. Upplýsingar í síma 96-52154 og 96- 52128. Sæblik hf. Kópaskeri. 0VIST HVORT NÆGI- LEGT HRÁEFNIFÆST — þegar nýtt f rystihús verður formlega tekið í notkun í maí Nýtt frystihús verður formlega tekið í notkun á Djúpavogi i næsta mánuði, en nú eru liðin um níu ár, síðan bygging þess hófst. Full afköst nýja frystihússins verða slík að það gæti orðið áhyggjuefni hvort tekst að útvega nægilegt hráefni til vinnslu þar. Aflabrögð hafa verið fremur léleg í vetur en hafa þó glæðzt eftir páskana og eru góð það sem af er mánuðinum. Tveir stærri bátar eru nú gerðir út frá Djúpavogi og nokkrar trillur að auki. Talsverðar byggingaframkvæmdir eru á Djúpavogi og enn frekari byggingar fyrirhugaðar. Á vegum hreppsfélagsins er verið að byggja fjór- ar leiguíbúðir og sótt hefur verið uni leyfi til bygginga á tiu einbýlishúsa- lóðum. Ekki hefur spillt fyrir þessum „Það er alrangt, sem segir í Dag- blaðinu í dag, að Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra hafi verið gagn- rýndur fyrir afstöðuna í Jan Mayen- deilunni á þingflokksfundi fram- sóknarmanna i fyrradag,” sagði Sigríður Magnúsdóttir, varaþingmaður í viðtali við DB í gær. Sigríður sagði að þvert á móti hefðu framkvæmdum, að tíðarfar i vetur hefur verið sérstaklega gott. -ÓV/RF, Djúpavogi. þingmenn gagnrýnt, að Ólafur hefði orðið fyrir aðkasti annars staðar vegna málsins. Ólafur hefði komið á fundinn og gert grein fyrir Jan Mayen- viðræðunum. Hann hefði verið á fundinum frá klukkan hálffjögur til sjö. -HH. „Gagnrýndum Ólaf ekki” — segir Sigríður Magnúsdóttir varaþingmaður Kaffisala MARGAR TEGUNDIR Færeyskisjómannakvennahríngurínnheldurkaffisölu SUNNUDAGINN20. APRÍL ki. 3 íSjómannaheimilinu aö Skúlagötu 18. AFGÓMSÆTU HEiMABÖKUÐU MEÐLÆTI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.