Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980.
msBUwa
Útgefandi: DagbUðM Kf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Ritstjómarfulltnji: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdjmarsson.
Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal.
íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingóifsson. Aflstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur PálssOn. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurflsson, Dóra Stefártsdóttir, Elin Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,-
Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnloifur Bjamletfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls
son, Svoinn Þormóflsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DroHing
arstjórí: Már E.M. HalWórsson.
Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10IInur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Askríftarverfl á mánufli kr. 4800. Verð í lausasöki kr. 240 eintakifl.
200milljóna ámðursstyrkir
,,Við höfum ekki lesendur fyrir þessi
blöð, svo að við erum ekkert að fá þau
til að stafla þeim upp. Við lítum á þetta
sem styrk til blaðanna. Þess vegna
greiðum við blöðunum þá upphæð, sem
þessum áskriftum samsvarar, án þess að
fá blöðin.”
Þannig var lýsing eins fulltrúa „kerfisins” í viðtali
við blaðamann Dagblaðsins, þegar hann var spurður,
hvernig farið væri með heimild, sem sett hefur verið í
fjárlög síðustu ár, um kaup á 250 eintökum af dag-
blöðunum til viðbótar þeim ríkisstyrk, sem ákveðinn er
í annarri fjárlagagrein. Heildarákvæðið er orðað með
eftirfarandi hætti, sem verður að teljast lymskulegur í
ljósi þess, hvernig með heimildina er farið: ,,að kaupa
dagblöð fyrir stofnanir ríkisins, allt að 250 eintök af
hverju blaði, umfram það, sem veitt er til blaðanna í
fjórðu grein fjárlaga.”
Menn mundu kannski í fljótu bragði ætla við lestur
þessara orða, að þarna væri um að ræða nauðsyn þess,
að þessi blöð yrðu keypt handa starfsmönnum ríkis-
stofnana eða þeim, sem við þær skipta, en svo er
auðvitað ekki. Hér er um hreinan ríkisstyrk til dag-
blaðanna að ræða, eins og sést af meðferð málsins og
framangreindum ummælum fulltrúans í kerfinu. Það
er ekkert verið að hafa fyrir því að taka við blöðunum.
Þeim er bara greitt féð, ef þau senda reikning og vísa til
heimildarákvæðisins í fjárlögum.
Dagblaðið greindi frá því, að fjármálaráðherra lét
hækka einn almenna blaðastyrk, sem nefnd
„kommissara” úthlutar, úr 60 milljónum í fyrra í 100
milljónir nú. Þetta er 67 prósent hækkun, sem er langt
umfram verðbólguna, eins og menn sjá.
Síðar hefur komið inn í fjárlögin til viðbótar
framlenging á heimildinni til að kaupa 250 eintök af
dagblöðunum.
Þar er um stórar upphæðir að ræða. Dagblöðunum
sex stendur þessi upphæð til boða, og væri hún rúmar
86 milljónir á ársgrundvelli, ef miðað væri við núver-
andi áskriftargjöld blaða og sex dagblöð allt árið.
Upphæðin verður þó eitthvað önnur. Dagblaðið
þiggur engan ríkisstyrk eins og kunnugt er, hvorki í
þessari mynd né annarri. Morgunblaðið hefur, að sögn
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, ekki
innheimt fyrir þau 250 eintök, sem greinir um í
heimildarákvæðinu.
Morgunblaðið hefur hins vegar tekið þann skammt,
sem því hefur staðið til boða af styrktarfé samkvæmt
hinni fjárlagagreininni, sem þýddi í fyrra, að ríkið
keypti 200 eintök af ,,ríkisblöðunum”,
Morgunblaðinu, Þjóðviljanum, Tímanum, Vísi og
Alþýðublaðinu.
Áskriftargjöld blaðanna munu einnig hækka með
verðbólgunni í ár. Þannig er erfitt að sjá fyrir, hversu
stór sú dúsa verður, sem hinum flokkspólitísku
blöðum verður afhent á þessu ári, en hún gæti orðið
nálægt 200 milljónum.
Hvort sem þingmenn hafa komið ríkisstyrknum inn
í fjárlög sem blaðastyrkjum, sem kommissaranefnd út-
býtir, eða í formi heimildar um beinar greiðslur á 250
eintökum blaðanna samkvæmt reikningi, er um hið
sama að ræða. Hinir flokkspólitísku fulltrúar á
Alþingi eru að hygla skjólstæðingum sínum, sem
flokksblöðin reka, í trássi við það, hvort almenningur í
landinu vill kaupa og lesa þessi blöð eða ekki.
Skattborgararnir eru þannig látnir borga brúsann
við áróðursmaskínur stjórnmálaflokkanna.
Um tvö hundruð milljónir af því fé, sem ríkið
hirðir af borgurunum með sköttum, gengur til þessarar
iðju.
f
v,
r
V
/*
uppgjörið
VIÐ KASTRÓ
— Græðgi Kúbustjórnar í erlendan gjaldeyri og
sýndarmennska gagnvart umheiminum hef ur æst
uppreisnarandann í Kúbönum. Það sýnir
flóttamannastraumurinn til sendiráðs Perú íHavana
Það þarf talsvert til að standa í
saur og þvagi upp í ökkla, krefjast
þess að mannréttindi og kröfur um
frelsi séu virtar en eygja samt enga
von um að kröfunum verði sinnt og
vonirnar rætist. En þetta er það sem
Augustin Alonzo gerir. Hann er i
hópi þús. landa sinna sem hafast
við á lóð sendiráðs Perú í Havana á
Kúbu. Fólkið ruddist inn á lóðina
eftir að kúbönsk yfirvöld hættu að
halda vörð um sendiráðsbygginguna
16. marz. Fólkið vill flýja land og
leita hælis þar sem það býðst. Þegar
þetta er skrifað er loks að komasl
hreyfing á málið. 300 kúbanskir
flóttamenn eru á förum til Costa
' Rica. Mörg önnur riki ætla að veita
flóttamönnum landvistarleyfi.
Augustin Alonzo gekk út að
girðingunni og öskraði út yfir hana
að hann væri búinn að fá sig full-
saddan af kúbönsku þjóðskipulagi,
orðinn dauðþreyttur á Kastró,
flokknum, verkalýðsfélaginu,
útsendurum innanríkisráðuneytisins,
^jyltingarnefndunum, rannsóknar-
nefndunum og blöðunum. Hann yfir-
gaf hús sitt og heimili. Hann vill burt
frá Kúbu. Alveg sama hvert.
Þetta er hreint helvíti fyrir fólkið.
Að sögn eru I0.000 manns saman-
komin á 2000 fermetra landsvæði:
gamalt fólk, miðaldra, ungt, börn;
fjölskyldur og einhleypt fólk.
Umhverfis sendiráðið safnast
saman Kúbanir sem hrópa ókvæðis-
orð að löndum sinum innan
girðingar: ,,Svikarar, rónar, ræflar,
Kanasleikjur.” Engum dylst að flótti
fólksins er eitthvað sem Kastró og
félagar hans hafa sízt óskað eftir.
Þetta er fyrsta dæmið sem
umheimurinn fær örugga vitneskju
um sem sýnir að á Kúbu er mikil and-
staða gegn Kastró-stjórninni,
þveröfugt við það sem Kastró
þráfaldlega hefur sagt. Kastró hefur
misst niður um sig brækurnar gagn-
vart umheiminum.
Hvert er hlutverk
Iffeyrissjóðanna?
t
Undanfarin ár hef ég oft skrifað
blaðagreinar um lífeyrismál og
málefni lífeyrissjóða. Ég hef með
þessu verið að reyna að vekja athygli
og umræðu um hlutverk lifeyrissjóð-
anna. Sjálfsagt hafa þessi skrif ekki
þjónað miklum tilgangi. Það eru
líklega örfáir Islendingar, á starfs-
aldri, sem telja að lífeyrissjóðir eigi
fyrst og fremst að þjóna þvíiilutverki
að greiða öldruðu fólki og öðrum
minnimáttar í verkalýðsfélögunum
mannsæmandi lífeyri.
Fimm og hálfur
milljarður
Ég er þó ekki viss um að allir
meðlimir lífeyrissjóðanna hafi gert
sér fulla grein fyrir því hvernig staða
þessara mála raunverulega er.
Lífeyrissjóðirnir í landinu eru um
hundrað talsins. Einn þeirra,
Lifeyrissjóður verslunarmanna, birti
á dögunum ákaflega fróðlegar
„Upplýsingar um starfsemina á árinu
I979”.
Mig langar aðeins til þess að drepa
á nokkrar tölur úr þessari skýrslu til
að varpa Ijósi á það hvernig lífeyris-
sjóðirnir rækja það frumhlutverk sitt
Geðþótta-
ákvarðanir
bæjaryfirvalda
Undirritaðir hafa rekið verktaka-
fyrirtækið Hermann & Halldór um
nokkurt skeið og hefur fyrirtækið
unnið ýmis verk en það er ekki til-
gangur þessara skrifa að fjalla um
það.
Tilgangur með þt ssum skrifum
okkar er að vekja athygli á aðferðunt
hæjarstjórnar Akraneskaupstaðar
við val verktaka eftir útboð sem fram
fór nýlega. Verk það sem vinna
skyldi var bygging annars áfanga
Grundaskóla á Akranesi. Bæjar-
sjóður mun greiða helming kostnaðar
og ríkissjóðurhelming.
Utboðsgögn báru ekki með sér að
gert yrði upp á milli verktaka þegar
að vali verktaka kæmi. Útboðið var
opið sem kallað er og gátu því allir
boðið i verkið. Að venju áskildi verk-
kaupi sér að honum væri heimilt að
taka hvaða tilboði sem væri eða
hafna öllunt. Hér var þvi um að ræða
santkeppnisútboð.
Tilboðin voru opnuð I8. marz
1980 og bárust eftirfarandi tilboð,
raðað eftir fjárhæð tilboða:
1. Hermann & Halldór, Keflavik, kr. 189.294.500
2. Verktaki úr Kenavik kr. 189.459.862
3. Verktaki frá Akranesi kr. 192.183.707
X. Verktaki úr Reykjavik kr. 277.798.300
Átctlun hönnuða kr. 217.367.300
Eins og fyrr er sagt voru tilboð
opnuð 18. marz en síðar kom frant að
bæjarráð samþykkti strax 20. marz
að semja við verktakann frá Akra-
nesi.
Við fréttum ekkert um það fyrr en
28. marz og þá frá öðrum en bæjar-
yfirvöldunt. Höfðum við strax sant-
band við bæjarstjóra sem sagði það
rétt að bæjarráð hefði samþykkt að
semja við verktakann frá Akranesi en
það væri ekki endanlegt þvi bæjar-
stjórn ætti eftir að samþykkja það.
Bæjarstjórnarfundur var haldinn
mánudaginn 31. marz og mætti
Hermann á fundinum en áður hafði
hann afhent bréf frá okkur sem við
I