Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980.
«
Útvarp
27
Sjónvarp
I
PRÚÐU LEIKARARNIR
— sjónvarp kl. 20,40:
DudleyMoore
gestur Prúðu
leikaranna
Prúðu Ieikararnir eru á dagskrá kl.
20.40 í kvöld. Gestur þeirra að þessu
sinni er tónlistarmaðurinn og kvik-
myndaleikarinn Dudley Moore.
Dudley Moore hefur nýlokið við að
leika í kvikmynd sem nefnist 10.
Dudley leikur i myndinni ásamt Julie
Andrews og Bo Derek, en hún er sögð
mesta kyntákn í Hollywood um þessar
mundir.
Á myndinni eru þau Julie Andrews,
Dudley Moore og Bo Derek i hlutverk-
um sínum. Myndin 10 er mjög vinsæl
um þessar mundir í Bandaríkjunum.
- ELA
KVÖLDVAKA—útvarp kl. 20,40:
„Vinsælastur þátta
hjá eldra fólkinu"
—segir Guðmundur lónsson um kvöldvökuna
,,Nú og hvað ætla ég að syngja.
Þetta eru einhver eldgömul bönd sem
þeir eru að leika á Kvöldvökunni,”
sagði Guðmundur Jónsson söngvari
er hann var spurður um hvaða lög
hánn ætli að syngja á Kvöldvökunni i
útvarpi i kvöld. Það munu vera
nokkur lög eftir Björgvin Guð-
mundsson. Ólafur Vignir Albertsson
leikur undir.
— Á ekki að fara að leggja niður
Kvöldvökuna, Guðmundur?
,,Nei, hún er eitt af því sem orðin
er hefð í dagskránni, enda mjög vin-
sæl. Hún er vinsælasta efnið í útvarp-
inu fyrir eldra fólk.”
Það kennir ýmissa grasa á Kvöld-
vökunni í kvöld fyrir utan söng Guð-
mundar. Má þar nefna þátt sem nefn-
ist Blandin heimsókn. Þáttur úr þjóð-
sagnasafni Sigfúsar Sigfússonar,
skráður af Jóhanni skáldi Jónssyni.
Óskar Halldórsson lektor les og
flyturinngangsorð.
Margt í mörgu nefnist vísnaþáttur
þar sem Auðunn Bragi Sveinsson fer
með vísur eftir sjálfan sig og aðra.
Fjórði þátturinn í Kvöldvöku í
kvöld nefnist Farið í atvinnuleit til
Siglufjarðar á kreppuárunum. Ágúst
Vigfússon les frásöguþátt eftir Sigur-
geir Finnbogason kaupmann á Sel-
tjarnarnesi.
Að síðustu er að vanda kórsöngur.
Kammerkórinn syngur að þessu
sinni. Á efnisskrá eru islenzk lög og
söngstjóri er Rut L. Magnússon.
-F.LA
Guðmundur Jónsson syngur nokkur lög eftir Björgvin Guðmundsson í
Kvöldvöku I kvöld. | DB-mynd Jim Smart.
' ' - ' , _ ' - ' ,
Við eigum f rábæra leikara
Oft er eins og það sé hálfgerður
kross, sem manni er lagður á herðar
að þurfa að hlusta á útvarpiö heila
kvöldstund, sérlega á fimmtudags-
kvöldum. Ég er þó fegin að ég þurfti
ekki aö sitja undir leikritinu á
fimmtudagskvöldið fyrir viku, þvi að
þá fékk ég svo nóg, að ég slökkti á
tækinu og hlustaði ekki meira það
kvöldið.
/
Að vísu get ég ekki gefið rikisút-
varpinu neina einkunn í heild, þar
sem eini tíminn til að hlusta, er
snemmaá morgnana, kvöldinogum
helgar.
t gærkvöldi hlustaði ég með
ánægju á tónleika sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Mest vegna þess að ég
kannaðist vel við forleikinn Rómeó
og Júliu eftir Tsjaikovský og finnst
sérlega gaman að hörpuleik, sem allt
of sjaldan heyrist.
Leikritið var létt og frábærlega vel
leikið enda höfum við átt, og eigum
enn, úrval leikara. Sérstaklega ef
maöur hugsar um hvað fáir búa hér á
þessu harðbýla landi.
Mér þykir gaman að homablæstri
en hann dugði ekki til þess að halda
mér vakandi i gær, þvíáð mér fannst
verkið of þungt.
i lokin. Er alveg ómögulegt að vera
með meira léttmeti í útvarpinu?
Eru ekki aörir á takteinum I augna-
blikinu en Svavar Gests og Jónas
Guðmundsson.
-EVI.
i
JERIK0—sjónvarp kl. 22,05:
Að auðgast á
vafasaman hátt
—gamansöm brezk mynd
„Þessi mynd_ fjallar á gamansaman
hátt um skúrk nokkurn að nafni Jeríkó
Hann hefur hug á þvi sem aðrir eiga og
auðgast þannig,” sagði Kristmann
Eiðsson þýðandi um myndina Jeríkó
sem sjónvarpiðsýnir í kvöld kl. 22.05.
„Annar frægur skúrkur að nafni
Rossó á fágætan demant sem heitir
Tvíburasteinninn. Hann er kominn frá
Filippseyjum en spánskur konungur
mun eiga hinn helmninginn af Tvíbura-
steininum.
Jeríkó hefur iiug á að eignast þann
helming af Tvíburasteininum sem
Rossó hefur og selja honum síðan fals-
aðan hinn helminginn. En steinninn er í
öruggri vörzlu og vel gætt.
Jeríkó lizt því illa á blikuna. Freist-
ingin er honum þó yfirsterkari. Þegar
Rossó býður Jerikó heim og sýnir
honum hvar demanturinn er
geymdur, ákveður hann að nú skuli
hann taka til sinna ráða. Um þetta
fjallar siðan myndin sem er i mjög
gamansömum tón,” sagði Kristmann
Eiðsson.
Myndin er brezk sjónvarpsmynd.
Með hlutverkin fara Patrick MacNee,
Connnie Stcvens og Herbert Lom.
- ELA
Kaupió fjöóur
Söludagar:
18., 19. og 20. apríl
R\l DV
I.IÖÐRIN
tíl hjálpar
hevrnarskertum
r