Dagblaðið - 25.04.1980, Page 3

Dagblaðið - 25.04.1980, Page 3
Hvað er á seyðium helgina? Móðurást Hamraborg 7 Kópavogi — Sími 45288. Gallerí Langbrók flytur i Bernhöftstorfu Fundir Kvenfélag Óháða safnaðarins Fundur verður laugardaginn 26. apríl kl. 15 í Kirkju- bæ. Kvöldferðalag rætt. Kaffiveitingar. Frá Guðspekifálaginu 1 kvöld kl. 21 verður Halldór Haraldsson meðerindi. Hugleiðingar um Svami Vivekanda. Tilkynningar Skemmtikvöld Framsóknar- félaganna í Reykjavík Framsóknarfélögin í Reykjavík gangast fyrir skemmti- kvöldi laugardaginn 26. apríl. Hefst það með borð- haldi kl. 19.30 í Hótel Heklu. Veizlustjóri veröur Hrólfur Halldórsson. formaður Framsóknarfélags Reykjavikur. Karon sýningarflokkurinn heldur tízku- sýningu. Töframaðurinn Baldur Brjánsson sýnir listir sínar nýkominn frá London. Hljómsveitin Ásar leikur gömlu og nýju dansana. Allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Upplýsingar i síma 24480. Kaffiboð Iðju Iðja heldur kaffiboð fyrir félagsmenn sina 65 ára og eldri. Kaffiboðið verður haldið i Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 27. april kl. 15. Tilkynning frá félaginu Anglia Stjórn Anglia mælist til að félagar fjölmenni við kvöldverðá Hótel Loftleiðum laugardaginn 26. april. Breska vikan verður þá i fullum gangi. Þátt tökutilkynning hjá veitingastjóra. Basar Haldinn verður basar á vegum nemenda Myndlista og handiðaskóla tslands í Bernhöftstorfunni föstudaginn 25. apríl, laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apri! frákl. 10—18. Guðlaugur Þorvaldsson sittasemjari. Ríkissáttasemjari f fri Félagsmálaráðuneytið hefur veitt Guðlaugi Þorvalds- syni ríkissáttasemjara launalaust leyfi frá störfum tímabilið 21. apríl til 1. júni næstkomandi. I framhaldi af þvi mun ríkissáttasemjari vera i sumarleyfi í júní- mánuði. 1 fjarveru Guðlaugs Þorvaldssonar mun Guð- mundur Vignir Jósefsson vararíkissáttasemjari gegna störfum rikissáttasemjara. Gallerí Langbrók flytur í Bernhöftstorfu Galleri Langbrók, sem starfað hefur í rúmt eitt og hálft ár að Vitastíg 12, flytur í turn Bernhöftstorfu i byrjun júni nk. Galleríið hefur tekið jarðhæð tumsins á leigu til 5 ára hjá Torfusamtökunum. Galleri Langbrók opnar í nýja húsnæðinu með þátt- töku í Listahátíð með sýningu á smámyndum eftir að standendur Langbrókar sem eru 14 konur. Þessar myndir, sem ekki verða stærri en 20 x 20 cm, eru unn- ar i margvisleg efni. Galleri Langbrók lokar að Vitastig 12 um mánaða- mótin apríl-maí og mun þvi starfsemi Langbrókar liggja niðri í maí á meðan unnið er að endanlegri lag- færingu nýja húsnæðisins. Benedikt Gröndal, alþingismaöur og formaður Alþýðuflokksins. Viðtalstímar forystumanna Alþýðuflokksins Almennir viðtalstímar forystumanna Alþýðuflokksins i Reykjavik hefjast föstudaginn 25. april. Fara viðtöl- in fram i Alþýðuhúsinu. Hverfisgötu 8—10 Rvik kl. 16—18. Þar sitja fyrir svörum Benedikt Gröndal alþingismaður formaður Alþýðuflokksins og Bjarni P. Magnússon, annar varaborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík, sem á meðal annars sæti í stjórn veitu- stofnana Reykjavíkur og er formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins. Eins og aó framan getut eru þessir viðtalstímar fyrir almenning og er þvi fólk hvatt til að notfæra sér þá. Ný stjórn í Sjálfsbjörg Nýlega hélt Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík. aöalfundsinn. I félagið gengu 35 aðalfélagar og 46 styrktarfélagar á árinu. Eru félagar nú 956. 543 aðalfélagar og 413 "styrktarfélagar. Á árinu létust 10 félagar. Á árinu voru haldnir 3 félagsfundir og 12 stjórnar- fundir. Félagsstarf var mikiðsem fyrri ár. Basar félags ins var haldinn sem undanfarin ár í Lindarbæ í byrjun desember og seldist fyrir kr. 1.824.150,00. Skrifstofa félagsins er opin frá kl. 10.00 til 12.00 og 14.00 til 17.00 mánud.—föstud., en þar vinna nú Sigurrós Margrét Sigurjónsdóttir og Guðriður Ólafs dóttir. og hefur verið unnið að hinum ýmsu þáttum félagsstarfsins þar og félögum sem öðrum veittar leið- beiningar og aöstoð. Beina fyrirgreiðslu hlutu um 800 einstaklingar á skrifstofunni siðastliðið ár og einnig hefur skrifstofan séð um sölu happdrættismiða Sjálfs bjargar og orðið nokkur hagnaður af því. Á nýliðnum aðalfundi urðu breytingar á stjórn félagsins. Sigurður Guðmundsson varaformaöur félagsins og Vilborg Tryggvadóttir ritari þess gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Sigurður Guðmundsson var formaður félagsins í 15 ár en 1977 lét hann af þeim starfa og hefur verið varaformaður siðan. Vilborg Tryggvadóttir hefur verið ritari síðastliðin 20 ár og hefur hún starfað með 4 formönnum, þ.e. þeim Guð laugi Gislasyni, Vigfúsi Gunnarssyni, Sigurði Guð mundssyni og núverandi formanni, Rafni Benedikts- syni. Þakkar stjórn félagsins þeim vel unnin störf á liðnum árum. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Rafn Bene diktsson, varaformaður Sigurrós Margrét Sigurjóns- dóttir, gjaldkeri Ragnar Sigurðsson, ritari Jóhann Pétur Sveinsson, vararitari Guðriður Ólafsdóttir. I varastjórn eru: Gísli Bryngeirsson, Kristín Jóns- dóttir, Lýður Sigurður Hjálmarsson, Sigurður Björns- son, Þorbjörn Magnússon. Aöalfundur Garðyrkjufélags íslands var haldinn nýlega. Mikil gróska er í félaginu. Á síðasta ári var meðal annars gefin út bók um ísl. sveppi, Sveppakverið, sem er mjög handhæg bók og fróðleg til aflestrar, fyrir þá sem vilja tina sveppi sér til matar. Sveppatinsla er nú orðin þó nokkuð útbreidd hérlendis. Á fundinum kom fram að auka þyrfti fræðslu full orðinna um meðferð gróðurs, en hún er víða bágborin. Aðalfundur Garðyrkjufélags lslands vill þvi hvetja alla landsmenn til að bæta almenna umgengni og þá sérstaklega við gróður, sem verið er að koma upp i landi voru. Stjórn félagsins skipa: Formaður Jón Pálsson, vara form. Ágústa Björnsdóttir, gjaldkeri Berglind Braga dóttir, ritari Ólafur B. Guðmundsson, meðstj. Einar I. Siggeirsson. Framsöknarvist í Reykjavík Framsóknarfélag Reykjavikur gengst fyrir spilakvöldi. að Rauðarárstig 18, Hótel Heklu, mánudaginn 28. apríl kl. 20. Mjög góð verðlaun. Kaffiveitingar í hléi. Athugið: Hótel Hekla er vel staðsett, nokkur skref frá Hlemmi. Miðapantanir í sima 24480. Flataskóli, Garðabæ Innritun Fólk sem flytur í Garðabæ á þessu ári láti skrá skóla- skyld börn sin, sömuleiðis fer fram innritun 6 ára barna, þessa viku. Hárin á rauða kollinum munu vera 90 þúsund Hárgreiðslustofan Papilla efndi til getraunar í auglýs ingu i DB nýverið, þar sem spurt var hve mörg hár væru að meðaltali í rauðhærðum kolli. Veitt voru verðlaun fyrir rétt svör. Gefnir voru þrír möguleikar, 120 þúsund hár, 90 þúsund hár og 110 þúsund hár. Rétt svar er 90 þúsund hár, en almennt munu færri hár i rauðhærðum kollum en öðrum. , Verða hinir rauðhærðu að sætta sig við það, þótt þeir séu um leið sannfærðir um að þessi háralitur sé öðrum fallegri. Fyrstu verðlaun í getrauninni hlaut Þórhildur- Sigurðardóttir, Hrannargötu 9, tsafirði, kr. 20 þúsund. önnur verðlaun, kr. 15 þúsund, hlaut Hadda Hálf- dánardóttir, Sléttahrauni 28. Hafnarfirði. og þriðju verðlaun, lOþúsund, hlaut Liney Laxdal. Túnsbergi. Svalbarðsströnd. Singer, Sara Lidman og Ólafur Jóhann í Samvinnunni 1 nýjasta hefti Samvinnunnar er m.a. viðtal við Þórhall Björnsson, fyrrum kaupfélagsstjóra og aðalgjaldkera Sambandsins, nýtt Ijóð eftir Ólaf Jóhann Sigurösson, smásaga eftir nóbelsskáldið Isaac Bashevic Singer og grein eftir Hjört Pálsson dagskrár stjóra um Söru Lidman, sem hlaut Bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs í ár. Greinar um sam vinnumál skrifa Axel Gislason framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, Haukur Ingibergsson skólastjóri og Bruno Hjaltested aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga. 1 þættinum Mér finnst segja þær Birna Bjarnadóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir og Sigríður Thorlacius álit sitt á hlut deild kvenna í samvinnustarfinu. Margt fleira efni er i heftinu. Ritstjóri Samvinnunnar er Gylfi Gröndal. Hærri vextir af orlofsfé Ákveðið hefur verið að hækka vexti af orlofsfé úr 11,5%, eins og þeir voru á siðastliðnu orlofsári, í 24% fyrir það orlofsár sem nú er senn á enda. i___________Félagsmálaráðuneytið, 18. april 1980. «El* f Halla ^-^^^Jónsdóttir Specialkursus í Árósum Við háskólann i Árósum i Danmörku hafa síðan i október 1945 verið námsbrautir i næringarfræði. textilfræði, neytenda- og félagsfræði og fleiri greinum. Allt fólk með kennaramenntun á rétt á-að sækja námskeiðin en veittar eru undanþágur eftir mati hverju sinni. Sérstök athygli skal vakin á ársnámi i félags- og neytendafræði sem byrjar i scptember 1980. Kennslan er ókeypis og hægt er að fá húsnæði á stúdentagörðum. Tilkynning um þáttöku eöa áhuga á að taka þátl i námskeiðinu þarf að senda til: Specialkursus i Husholdning ved Árhus Universitet. Bygning 150. Universitelsparken, 8000 Árhus C, fyrir 30. april nk.. cn formlega umsókn má senda scinna. Upplýsingar gefur Anna Gisladóttir húsmæðra kennari. Reykjavík.s. 33442. Frá Hjarta og æðaverndar- félagi Reykjavíkur Vegna mikillar aðsóknar verður námskeið i endur lifgun, blástursaðferð og hjartahnoði á vegum félags- ins endurtekið mánudagana 28. april og 5. mai nk. Upplýsingar og innritun á skrifstofu Hjartaverndar 'ísima 83755. ÁKALDA B0RÐIÐ Allt ísenn! BARNAVAGN, BURÐARRÚM OG KERRA Höfum ennfremur kerrur, leik- grindur, stóla, klœðaborð, vöggur og göngugrindur. Allt mjög vandaðar vörur frá hinu þekkta ameríska fyrirtæki „HEDSTROM" Mikið úrval af fatnaði og gjafavi um handa ungbörnum. Póstsendum um land allt

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.