Dagblaðið - 04.07.1980, Page 5

Dagblaðið - 04.07.1980, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. 5 Seltjamames: Merkjasali flutt- ur með lögreglu- valdi af kjörstað ,,Ég er svo innilega óvön því að vera handtekin, að ég bað ekki um neina handtökuskipun, svo að ég var flutt i lögreglubíl á stöðina í Reykja- vík,” sagði Jóhanna Kristjónsdóttir ritari Félags einstæðra foreldra. Henni var við forsetakosningarnar á sunnudaginn meinað að selja merki félagsins við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. „Við töldum okkur vera í fullum rétti við miðasöluna, því að við höfðum fengið leyfi dómsmálaráðu- neytisins,” sagði Jóhanna. „Þarna var því um óskiljanlega geðþótta- ákvörðun formanns yfirkjörstjórnar að ræða. Við fengum að selja merkin óáreitt alls staðar annars staðar.” Upphaf málsins var það, að annarri merkjasölumanneskju var vísað af lóð Mýrarhúsaskólans. Jóhanna sagðist hafa frétt af því hjá fólki, sem fylgdist með atganginum. Hún kannaði þegar í stað hvað þarna værf'á ferðinni og þá kom í Ijós að brottvisunin var eingöngu runnin undan rifjum formanns yfirkjör- stjórnar. Hún kvaðst því myndu koma á staðinn sjálf og selja þar merki FEF. — í millitíðinni var ann- arri sölukonu frá Félagi einstæðra foreldra vísað í burtu. Er Jóhanna hóf að selja merkin við Mýrarhúsaskóla var fyrst reynt að fá hana til að yfirgefa lóð skólans. Er það gekk ekki var kallað á lögregl- úna. „Þetta voru afskaplega geðþekkir piltar, sem voru fengnir til að fjar- lægja mig,” sagði Jóhanna. „Þeir báðu mig fyrst að selja merkin fyrir utan lóð skólans, en ég kvaðst vera að framfylgja prinsippmáli. Þeir hik- uðu lengi vel og virtust vera í vafa um hvernig þeir ættu að taka á mér, en loks var mér ekið á lögreglustöðina í Reykjavík. Það kostuglega við þetta lögreglu- mál var það,” hélt Jóhanna áfram, ,,að meðan á þessu stóð kom Seltjarnarneslögreglan á staðinn til að kjósa. Reykjavíkurlögreglumenn- irnir báðu kollega sina að taka að sé málið, en þeir neituðu harðlega að ■skipla sér af þvi.” -ÁT- DB-myndir Bjarnleifur. BRYGGIA A HJÓLUM Sjórallið í kringum landið hefst á morgun. Þessi árlegi viðburður hefur átt þátt í því aðsportbátaáhuginn hefur stóraukizt um allt land síðustu árin. Mikið er búið að kvarta yfir aðstöðu- leysi fyrir smábáta í Reykjavíkurhöfn en í Vík í Mýrdal eru þeir þó enn verr settir. Þar er engin höfn og engar bryggjur. En á sjó vilja þeir engu að síður og því hafa þeir ekki látið slíkt smávanda- mál aftra sér. Þeir hafa einfaldlega smíðað þessa feiknarlegu bryggju á hjólum og fengið það verkefni í hendur gömlum trukk á staðnum að bakka henni út i sjóinn þegar vel viðrar. Þar er báturinn losaður úr griparminum á endanumogsigltaf stað. Að sjóferðinni lokinni er bátnum svo bakkað inn í arminn á ný og hann dreginn á þurrt og geymdur til næstu sjóferðar. Kannski hér sé komin Iausnin á vanda smábáta- eigenda í Reykjavík. -JB. Áskorun til /s/endínga! Á meðan þúsundir íslendinga, eru sendir heim í „sumarfrí”, vegna erfiðleika í sjávarútvegi, standa íslenzkir atvinnuflugmenn fyrir verkfalli, sem skaðar ísland og alla íslendinga. Ég skora á alla íslendinga að mótmæla slíku háttalagi. Verum þess minnug, að komið getur sú stund, að allir starfsmenn Fiugieiða h/f., verði sendir í æviiangt „sumarfrí". ÍSL ENDINGUR LOKAÐ í réttarhléi frá 1. júlí til 1. september 1980. Þó verður skrifstofan opin alla þriðjudaga á þessu tímabili og bréfamóttaka er hvern virkan dag. |ngj p Helgason hrl. Laugavegi 31 Friðrik Páll Jónsson áferðalagií Ég held að Pompidoustór- hýsiö við Beaubourggötu sé iýsandi dæmi um skemmtilega menningarhöll. Þessi „olíust- assjón“, sem sumir nefndu svo, er ævintýri líkust utan dyra og innan. Louvre- safniö við Tuiler- iesgaröinn er ekki langt undan fyrir léttfætta. Ef menn þreytast á söfnum er göngutúr á Signubökkum góð hressing, einkum í grennd við Notre Dame kirkj- una. Þar breiöa „búkkínist- arnir“ úr gömlum bókum, blöð- um og kortum. Svo er sjaldnast langt í næsta kaffihús, þetta annað heimili Frakka, og ágætt að tylla sér niður við gangstéttarborð til þess að skoöa mannlífið.til dæmis á ögn snobbuðu kaffihúsi Café de Flore í St. Germain hverfinu. Útimarkaöir eru margir mjög skemmtilegir, einkum á sunnu- dagsmorgnum, svo sem í götun- um Montorgueil og Mouffetard neðanveröri, að ógleymdum Flóamarkaönum í Clignancourt út- hverfinu. Þeir sem vilja yfirsýn geta valið um Eiffel- turninn eða Montmartrehæö þar sem málararnir á Tertretorgi keppast við aö bjóða vöru sína vart þornaða. Þar er allt annar bragur en í stúdentahverfinu, Latínuhverfinu, með hinum viröulega skóia Sorbonne og Panthéon. Hvarvetna eru litlir matstaöir og ekki alltaf bestir þeir sem mest eru áberandi. Hálfur dagur nægir til þess að skoða höllina í Versölum skammt fyrir utan borgina. FLUGLEIDIR %MSEdgQ Ef þúhygguráferötil geturöu klíppt þessa auglýsingu útog hafthana með.þaðgaeti komiðsérvel.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.