Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 6

Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 6
6 DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. Norður-írland: Sorg móðurinnar metin á 40 milljónir króna —faðirinn hyggst stof na barnahjálparsjóð fyrir bæturnar Harmur móðurinnar og sálarkvalir sem hún leið eftir að hafa misst þrjú börn sín var metinn á þrjátíu og fimm þúsund pund eða jafnvirði rétt um fjörutíu milljóna islenzkra króna, sanilcvæmt úrskurði dómstóls í Belfast á Norður-írlandi fyrir nokkrum dögum. Fimm mánuðir eru siðan móðirin réð sjálfri sér bana er hún taldi sig ekki getá afboriðcsorg sína. Fyrir fjórum árum var konan, Anne Maguire, á gangi á götú í Belfast, þegar bifreið ók upp á gang- stéttina og lenti á henni og þrem börnum hennar ungum. Börnin Joanne átta ára, John tveggja ára og Andrew sex vikna gamall, létust öll af afleiðingum slyssins. Sjálf slasaðist Anne mjög mikið. Tildrög slyssins voru þau að IRA félagi, en þau samtök berjast fyrir sameiningu alls frlands, var undir stýri bifreiðarinnar. Hann var látinn þegar bifreiðin sveigði upp á gang- stétt. Hafði orðið fyrir skoti frá brezkum hermanni þegar hann reyndi að komast hjá handtöku. Eftir þetta náði Anne Maguire sér aldrei aftur andlega. Hún átti einnig lengi í veikindum vegna meiðsla. Móðurinni tókst aldrei að má minn- inguna um dauða barna sinna úr huga sér. Hún og maður hennar Jackie reyndu að flytjast á brott til Nýja Sjálands til að komast á brott frá minningunum en það mistókst og þau festu ekki rætur þar. Með þeim fór eina barn þeirra sem eftir lifði, sem þá var sjö ára gamalt. Hjónin eignuðust barn á meðan þau bjuggu í Nýja-Sjálandi. Var það stúlka sem skl rð var Joanne eftir eldri systur sinni, sem látin var. Síðar eftir að Anne og Jackie höfðu snúið aftur til Noröur-írlands eignuðust þau annað barn sem nú er aðeins fjórtán mánaða. Allt kom fyrir ekki og hinn 21. janúar siðastliðinn fannst Anne Maguire látin á heimili sínu. Hafði hún auðsjáanlega ráðið sér bana. Faðirinn Jackie hefur tilkynnt að hann hyggist nota hluta þeirra 35 þúsund punda sem honum og börnum hans voru dæmdar í bætur til að stofna til sjóðs sem aöstoöa á þurfandi börn. Anne Maguire náði sér aldrei eftir að þrjú barna hennar létust er bifreið IRAmanns á flótta ók á þau f Belfast fyrir fjórum árum. Það var gleðidagur hjá Ashe fjölskyldunni hrezku á sunnudaginn var. Kins og DB hefur áður skýrt frá slapp Rohert Ashe úr höndum Vietnama austur í Kampútseu þann dag ásamt þrem félogum sínum. Á K.nglandi var hins vegar verið að vlgja hróður hans, John, til prestsþjónustu. Kkki er þvi að furða þótt móðir þeirra, Maureen Ashe, sé ánægð á svipinn en með henni á myndinni er John, presturinn. Þú flnnur m.a. RAKSTRAEVÉLAR x garðverkfœradelldinni okkar. Tllvaldar á blettinn heima eöa fjölbýlishúsálóðina. BYGGINGAVÖRUVERSLUIM KÓPAVOGS NÝBÝLAVEGI 6 BYKO 10.35 Pólland: Fólk sættir sig víð hækk- un á kjötinu Svo virðist að órói og vinnustöðvanir í pólskum verksmiðjum fari minnkandi siðustu daga. Fyrr i vikunni kom til nokkurra átaka vegna þess að verð á kjöti hækkaði um helming í verzlunum. Segja yfirvöld að ekkert hafi orðið úr mótmælum sem heitið geti og verkföll hafi engin orðið. Opin- berir aðilar viðurkenna hinsvegar að til harðra deilna hafi komið á fundum í ýmsum verksmiðjum sem settir hafi verið á í kjölfar ólöglegra skyndiverk- falla. — Þær deilur eru nú að fjara út og við teljum að þeim sé lokið, sagði tals- maður pólsku stjórnarinnar í gær. Á þriðjudaginn var tilkynnti póLska stjórnin að ákveðið hefði verið aðgripá til aðgerða i verðlagsmálum, sem nllu þvi að ýmsar kjötvörur hækkuðu mjög mikið. Órói sá og deilur sem þetta olli í ýmsum stórum verksmiðjum er talinn sá alvarlegasti í Póllandi siðan árið I976. Þá urðu stjórnvöld að afturkalla fyrri tilkynningu um verðlagshækkanir í kjölfar mikilla verkfalla og óeirða. Sierra Leone: KLOFNA SAM- TÖK AFRÍKU- RÍKJANNA — hart deilt um hvort Polisariohreyf ingin áaðfáaðild Brestur er kominn i Samtök Afríku- rikja sem nú þinga i Freetown í Sierra Leone. Deilt er um hvort veita eigi Polisariosamtökunum, sem berjast fyrir frjálsræði Sahara inngöngu í sam- tökin. Þau hafa starfað i sautján ár og fordæmi eru fyrir því að frelsissamtök eða skæruliðasamtök fái inngöngu áður en formlega er búið að veita landi þeirra frelsi. Nú standa mál hinsvegar þannig að Polisariosamtökin hafa lýst yfir stofn- un sjálfstæðs arabalýðveldis í S.ahara. Andstæðingamir þar eru ekki lengur nýlenduherrar frá Evrópu heldur stjórnin í Marokko. Her Marokko hefur lengi átt í höggi við skæruliða Polisario sem njóta aðstoðar frá Alsír. Hassan konungur í Marokkó hefur vísað hugmyndum um inngöngu Poli- sario í samtök Afrikurikja á bug. Segist hann munusegja land sitt úr samtökun- um ef ákveðið verði að verða við beiðni Polisario um inngöngu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.